Morgunblaðið - 13.06.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JONÍ 1971 í TÍMARITÍNU Trident, sem BEA gefur út og m.a. liggur frammi í öllum flugvélum brezka flugfélagsina, var ný- lega grein um „Manninn, sem leitaði burt frá öllu saman“. Þessi grein fjallar um ísland og píanóleikarann fræga Vladimir Ashkenazy, sem leitaði eftir friði og ró, og fann það loks á íslandi, þessu undarlega og stórkostlega fal lega landi, sem er svo ólíkt öllum öðrum stöðum á jörð- inni. Greinin hefst þannig: Vladimir Ashkenazy býr í Reykjavík á íslandi. Á venju- legan mælikvarða er það eng inm aðalviðkomustaður á hljómleikabrautum heimsins. Þess vegna verður Ashken- azy, sem margir áfíta bezta píanóleikara heims, (Sviatosl av Richter, sem líklega mundi verða orsök flestra andmæla, hefur kallað hann „mestu uppgötvun aldarininar", hann verðux nú að samræma hljóm leika sína um víða veröld ó- þægilega takmörkuðum komu og brottfarartíma flugvéla á staðnum. Það er ekki auðveld asta verk, sem til er, viður- kenndi hann glaðlega. En hví er haran þá að því? „ísland er svo rólegt, fjarskalega rólegt. Hér er því líkur friður. Og einvera", seg ir hann. „Þetta er einasti stað urinn sem ég þekki, þar sem maður finnur raunverulega að hann er á jarðarplánet- unni.“ Þessa síðustu athugasemd mundu ekki allir samþykkja. Geimfarinn Neil Armstrong var einmitt sendur á þessar slóðir, áður en hann steig á tunglið, vegna þess að eld- fjallalandslagið á hálendi ís- lands er líkara þvi sem er á tunglinu en á jörðirmi. En flesti.r gætu verið sam- mála um að þama sé kyrrð og ró. Varla er það undarlegt með stærra landsvæði en Ung verjaland, eða Austurríki eða Portúgal og færri íbúa en í Southampton. Og hvað viðvíkur friðinum, þá hefur ísland aldrei átt í striði. Hef ur hvorki landher né lofther og aðeins vélbátaflota. — Hundar eru jafnvel bannað- Vladimir Asbkenazy wanted peace and quiet, and has found it at tast tn keland, a strange and starkfy beautiful country uniíke any other—on Earth, that is. , 8y Simon Fenster Mynd úr ritinu Trident. Maðurinn sem leitaði eftir friði og ró ir, nema á bóndabæjum, af ótta við að einhver þeirra geti óvart farið að gelta. ísland er óumdeilanlega land þeirra, sem vilja leita burt frá öllu saman og ekk- ert múður. Vladimir Ashkenazy, sem fluttist frá London til íslands, er einn af þeim. „Ég ferðast svo mikið“, sagði hann, „að ek.ki er gott fyrir mig að búa í stórborgum — ég verð of þreyttur, og eyði of mikl um tíma í almennar nauðsynj ar, og er alveg uppgefinn. Hér á ég vini, en ég er ekki þvi'ngaður til að hitlta þá, fara í boð og sýna af mér fé- lagslyndi. íslendingar taka mann eins og maður kemur fyrir. Þeir eru menningar- fólk.“ Segja má að þeir hafi kannski ekki tækifæri til að vera annað, segir blaðið. — Nema á föstudags- og laugar- dagskvöldum, þegar allur bærinn lyftir sér upp í tveim ur aðalhótelunum, borðar þar, dansar og sýnir sig. — Hrífandi konur eru, svo furðu vekur, í nýjasta tízkufatnaði og karlmennirnir alveg ó- hugnanlega hraustir. Reykja- vík keppir ekki um titil- inn glaðværasta borg Evrópu. Nokkur kvikmyndahús, leik- hús, dýrasafn með innfluttu bjamdýri, unglingadansstað- ur með kannski einustu pop hljómsveitinni, nokkur veit- ingahús, eitt auðvitað kín- verskt — þetta eru helztu skemmtanirnar. Einnig eru þarna sýndar óperur, og þar er simfóníuhljómsveit, nokk- ur eöfn og að minnsta ko3ti ein ballettdansmær. Þannig heldur greinin á- fram og lýsir íslandi, nátt- úru þess og andstæðum, ferð um út um landið, vorblómum og fjallafegurð. Og loks er aftur komið að listamannin- um, sem sezt hefur að á þess um stað. Þar segir: „Ashkenazy, með fomafnið er merkir raunar „stjórnandi friðar", kom fyrst til ísla/nds einn kaldan desemberdag ár- ið 1962, í þeim tilgangi að leika á hljómleikum og heim sækja ættingja hinnax ís- lenzku konu sinnar, Þórunn- ar. Hún hafði ekki átt þar heima í 20 ár og ætlaði sér ekki að setjast þar að. — Hann varð alls ekki ástfang- inn af þessu frumstæða lands lagi um íeið og hann leit það augum. Það verður fólk sjald an. En nánari kyrmi vöktu ánægju". „Eftir að hafa komið tvisv ar aftur, varð ég ástfanginn af landinu“, segir hann. „Sagt er að það taki langan tíma að læra að meta Island, en ég var ekki lengi að því. Hér farnn ég loks viðáttu. Mér leíð betur, bæði líkamlega og andlega. Nú fiinn ég í hvert skipti, sem ég kem, það sem ég hefi hvergi annars staðar fundið, að ég sé raunveru- lega kominm heim.“ Ashkenazy og fjölskylda hans fluttust til Reykjavikur 1968 og settust að í látiausu húsi í einu úthverfanna. Nú hafa þau ákveðið að setjast að fyrir fullt og allt og byggja stærra hús. — Það er dýrt í landi, sem lifir nær eimgömgu á fiskinum við slröndina og verður jafnvel að flytja inn mikið af bygg- ingaefni Sínu. Þótt hann haldi sínu rúss- neska vegabréfi, þá hefur Ashkenazy ekki aðeina orðið frægastur íbúa íslamds held ur lika mesti aðdáandi þess. Þegar hann er ekki í burtu á hljómleikaferðum eða að æfa sig heima (5 klst. á dag) eða þá að læra íslenzku, þá fer hann í smáferðaJBg með fjölskylduna (Vladimir 9 ára, Nadiu 7 ára og Dimiitri 1 árs) til að kynnast „þessu dásam- lega furðulandi“. Stundum leigja þau flugvél, sem er al gengt og handhægt á íslandi, og fljúga til hins fagra Mý- vatns. „Það er dásamlegur staður“, segir hann með á- kafa og sýnir ljósmyndir því til sönnunar. Eða þá að þau aka til Hveragerðis til að horfa á goshver. Eða í eitt- hvert þorpið á ströndinni, til að sjá fiski iandað. Eða þau fara kanmski í eimhverja úti- sundlaugina, sem hituð er með hveravatni er sýður þar undir, þar sem píanóleikarinn nýtur þess að vera tekið blátt áfram af þessu fólki, sem til allrar guðslukku er ekki vant frægum persónum. Stundum reynir Ashkenazy að greiða skuld, sem honum finnst hann vera í við fóstur land sitt, með því að skipu- leggja listahátíð. Vínir hans úr hópnum, sem þau kalla Mafíu hljómleikasalanna — Danial Barenboim, Jacquelime du Pré, Victoria de los Ang eles, André Previn — kotna svolítið vantrúuð á þessa ó- þekktu strönd, en íara treg- lega aftur og ákveðin í að koma aftur. Þvi að gestir komast að raun um, að ísland, sem þeim þyk ir í fyrstu hafa svo lítið að bjóða, býður í raunínni altó: þeim, sem eru nógu vitrir tál að kunna að meta það sem er raunverulega einhvers virSt i lífimu — frið, hreimt loft, ein veru í náttúrunni, kiöfulausa vináttu. Óbrotim og oft gleymd ánægja vekur sanma gleði. Það eina, sem Ashkenazy saknar, er í raunimmi reglu- lega góður knattspyrnuleikur ö&ru hverju: Icelamd United á áreiðanlega aldrei eftir aS gefa Brazil á baukinn. En hvaða staður er alfullkomiim? Húsmæðraskólanum — með helgistund og afhend- ingu verðlauna og einkunna á Staðarfelli slitið Búðardal, 27. maí HÚSMÆÐRASKÓLANUM að Staðarfelli var slitið í dag í dýrðlegu veðri. Það var raun- verulegt sumar, logn og sterkju hiti. Fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina, sem hófst með helgi- stund, sem sóknarprestur, séra Ingiberg Hannesson, anmaðist. Að lokinni helgistund ávarp aði skólastýra, frú Ingigerður Guðjónsdóttir nemendur sina og gesti og bauð velkomna 25 ára nemendur, sem sóttu skól ann heim á þessum tímamótum með forsíöðukonu sinni frk. Kristjönu Hannesdóttur. 25 ára nemendur fæ:ðu skólanum að gjöf 20 000 00 í útvarpssjóð. Frú Ingigerður þakkaði þeim þann liiýhug og ræktarsemi, sem þær sýndu skólanum og lýsti gjöfum og velvild, sem skólan- um væri sýnd. Að ræðu lok- inni sleit skólastýra skólanum og afhenti námsmeyjum eink- unnir. Hæstu einkunnir hlutu Krist björg Magnúsdóttir frá Hólma- vík, 9,28 og Ingibjörg Kri&tins- dóttir frá Neðri Gufudal, 9,26. Þær fengu verðlaun Breiðfirð- ingafélagsins í Reykjavík. Breið firðingafélagið hefur að undan- förnu veitt verðlaun fyrir hæstu einkunnir og færði forstöðukona því þakkir fyrir þanin vinar- hug og tryggð, sem það sýnir skólanum á hverju ári, og mun slíkt einsdæmi. Bjarney Þórðardóttir, Ljúfu- stöðum, Strandasýslu, hlaut 9,18, Ásta Leifsdóttir, Hlaðbrekku 19, Kópavogi, 9,14. Þær hlubu bókaverðlaun, sem frú Ingigerð ur og Ingólfur Eyjólfsson gáfu. Hæstu einkunn i saumum og vefnaði hlutu: Dýrunn Hannes- dóttir, Galtanesi, Viðidal, 9,4 og Auður Lóa Magnúsdótltir, Svína felli, Öræfum 9,2. Frú íngigerð ur lauk svo máli sínu með þakk læti til allra sem sýnt hafa skólanum vinsemd og áhuga. Að lokinni ræðu og skólaslit um tók formaður skólaráðs til máls. Þakkaði hanin forstöðu- konu og kennurum starf þeirra og óskaði námsmeyjum til ham ingju og góðs gemgis. Þá tók til máls frú Steinunn Þorgilsdóttir, Sredðabólsstað, sem hefur verið í skólaráði og prófdómari frá upphafi skól- ans. Hún minntist frk. Sigur- borgar Kristjánsdóttur, sem var fyrsta forstöðukona Staðarfells skólans og rak jafimframt búskap á staðnum með miklum dugnaði og myndarbrag í 9 ár. Frk. Sig urborg lézt í febrúar í vetur sl. Eystrasalt mest mengað EYSTRASALT er meira menga# eiturefmimim DDT og PCÍD en nokkurt annað haf. Hafa rann- sóknir sænskra vísindamanna leitt þetta í ljós. Danska fiski- mannasambandið hefur krafizt Gesrtir minntust hin.nar látmt með því að risa úr sætum. Þar næst talaði frk. Kristjana Hannesdóttir, fyrrverandi for- stöðukona og rakti minningar frá liðinni tíð. Að lokum talaði formaður skólaráða og þakkaði gestutn komuna og bauð til kaffi- drykkju. þess, aff danska stjórnin láti mál- ið til sín taka og hefur tiskimála ráffherrann þegar lýst því yfir að fylgzt sé nákvæmlega með magni þcssara eiturefna í veidd- um fiski. Þá hafa rannsóknir einimi.g leitt í Ijós, að súrefnisskortur, sem stafar af mengun, hefur eytt öllu lífi á stórum svæðum á botni Eysfcnaisalts og í sjónum allt að 100 metrum upp frá botnL Óttast vísindamenm, að þeasi mengun geti valdið því, að sum- ar fislka- og fuglategundir deyi út í EystnasaltL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.