Morgunblaðið - 23.07.1971, Side 4

Morgunblaðið - 23.07.1971, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23, JÚL.Í 1971, % > ® 22 0-22* I RAUDARÁRSTÍG 31J HVERFISGÖTU 103 YW SeoJferðíbifreW-YW 5 m#nn«-VW svefnvagn VW 9manna-Landrow 7manna IITIA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TZ 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Suðurlandsbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA mm FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. Bilaleigan SKULATUNI 4SÍMI15808 (10937) SENDUM bilaleigan AKBBA VT €ar ren tal scrvice /7TTTV r 8-23-47 xentlmn 0 í ermalausum spariíötum í Hótel Sögu Sigrurður Raguarsson, Sporðagrunni 17, skriíar: „Hótel Saga — títvörður menningrarinnar. Opið bréf til forráðamanna Hótel Sögu. Ágætu forráðamenn! Tvær álstæður eru til þess, að ég sný mér til ykkar bréflega og það á opinberum vettvangi. — 1 fyrsta lagi vegna þess að ég álit, að „raunasaga" min megi verða einhverjum til varnaðar og e.t.v. einstaka til umhugsunar og svo hitt, að síð ast, þegar ég reyndi að ná tali af ykkur, komst ég ekki einu sinni í kallfæri, hvað þá meira. En rétt er að byrja á byrjun inni og rekja nokkuð forsögu þessa máls. — Laugardags- kvöldið 11. þ.m. hugðist ég fara i Hótel Sögu, súlnasal, og skemmta mér ásamt eiginkonu minni og nokkrum vinum. Var þetta mi'kið fagnaðarkvöld, þar sem um var að ræða endur fundi okkar hjóna, sem nýkom in erum heim frá Noregi og þessara vina okkar, sem dvalizt hafa I Danmörku undanfarin ár. Vönduðum við þvi öll klæðnað okkar hið bezta, (að því er við héldum), og síðan var haldið í Sögu. — Ég hirði ekki um að geta hér klæðnað- ar félaga minna, en fötum sjálfs míns verð ég nokkuð að lýsa, þvi að þau reyndust þeg ar til kom vera sú þúfan sem velti hlassinu. — Var ég í föt- um, sem ég keypti í Svíþjóð fyrir u.þ.b. ári, allgóðum fötum og nýtízkulegum. M.a. greinir jakkinn sig frá þeim jökkum, sem sígildir hafa verið i karl- mannaklæðnaði undanfarna Akureyri — nágrenni Sölumaður vor verður til viðtals á Hótel KEA laugardaginn 24. júlí og sunnudaginn 25. júlí 1971. með fjölbreytt úrval sýnishorna af sætaáklæðum og mottum í fólksbifreiðar. Komið, sjáið, sannfærist. niTiKHBúflin FRAKKASTIG 7 SIMI 22677 áratugi, i þvi, að hann er ermalaus. Að öðru leyti var ég klæddur á ,,klassískan“ hátt í skyrtu og með bindi. 0 Þar hafa konur meiri rétt Hl Sögu komum við um kl. 20.30 umrætt kvöld. Var okk- ur þegar hleypt inn, við greidd um okkar gjald og skiluðum síð an af okkur yfirhö'fnum. En rétt í því að ég var kominn úr frakkanum, kom einn dyra- varða aðvífandi. Sagði hann, að ég gæti ekki farið inn svona klæddur. Þegar ég spurði svo, hvað væri að, sagði hann, að það gengi ekki að hafa skyrtu- ermamar berar, jakkinn yrði að vera með ermum. Þegar ég bað uim skýringu á því, sagði hann þetta ekki vera kvöld- klæðnað, en kvöl<iklæðnaðar væri krafizt í Hótel Sögu. — Gat ég þess þá við manninn, að ég hefði farið í þessum klæðnaði inn á einn viður- kenndasta skemmtistað Osló- borgar (Grand Hotel), og að bæði ég og félagar miínir hefð- um séð fólk í slíkum klæðnaði á viðurkenndiustu skemimtistöð um Kaupmannahafnar. — Ekki dugðu þau ummæli þó mikið, því að við fengum það svar, „að hver staður yrði að hafa sínar reglur." — Enn eina til- raun gerði ég og benti á, að hér kæmi kvenfólk í alls kyns klæðnaði, stuttbuxum jafnt sem öðru, án þess að nokkrum dytti i hug að gera athuga- semd við það. Fékkst það svar, „að slíkt væri gjörsamlega óskylt mál.“ Enga skýringu fékk ég þó á því, hvers vegna það væri svo gjörsamlega óskyílt. Þegar hér var komið, sáum við, að ekki yrði lengra kom- izt á þessum vettvangi, enda voru nú hafnar innbyrðis rök- ræður um það meðal starfs- fólks þama í anddyrinu, hvort dyraverði bæri að hleypa mér inn eða ekki,- Komst ég því að samkomu- lagi við einn dyravarða, um að hann sækti einhvern forráða- mann staðarins, sem gæti svo gert út um málin við mig. — Leið nú nokkur stund, unz dyravörðurinn hirtist í stigan- um og með honum maður nokk ur, sem ég fékk síðar að vita, að héti Jón Lngi og væri yfir- maður í súlnaisal. — Jón þessi hélt þó ekki lengra en niður i miðjan stigann, (hvern ég mátfi auðvitað ekki fara upp í, vegna míns óvirðulega klæðnaðar), kom þar auga á mig að tilvís- an dyravarðar, mælti stundar- hátt: „Kemur ekki til greina,“ og hvarf síðan sem byssubrand ur upp stigann aftur. Gerði ég eftir þetta ítrekað- ar tilraunir til að fá að ræða við manninn, til að fá hann til að gera grein fyrir afstöðu sinni, en án áraungurs. Sagði hann félögum minum, sem fóru upp til að fá hann til að ræða við mig, að hann „hefði ekkert við mig að tala,“ og að ég færi ekki inn á staðinn svona klæddur. 0 Gafst upp snurðulaust Fóru svo leikar, að ég varð að gefast upp, og til þess að eyðileggja ekki kvöldið fyrir vinum mínum, hélt ég heim, skipti um föt og kom síðan aft- ur. — Gekk það snurðulaust í þetta sinn, enda jakkinn með „klassisku" sniði. Áf gefnu tileifni, ágætu for- ráðamenn, vil ég því leyfa mér að spyrja eftirfarandi spurn- inga: 1. Hvað leggja forráðamenn Hótel Sögu í orðið kvöldklæðn aðtir, og hvaða eðlismunur er á því, hvort karlmaður eða kvenmaður er nýtízkulega klæddur? 2. Ef Hótel Saga hefur ein- hverjar sérstæðar reglur í þessu efni, sem ekki eru al- mennar fyrir nálægustu lönd, eða hér á landi, (ég hef farið í þessum sama klæðnaði, at- hugasemdalaust, inn í Hótel Loftleiðir), er þá ekki rétt að auglýsa þessar reglur, svo að öllum almenningi verði þær kunnar, og forðast megi leið- indaathurði aif þessu tagi? 3. Er það almenn regla hjá yfirmönnum staðarins að sýna gestum slíkan dónaskap að neita að ræða við þá, ef þeir hafa einhverjar kvartanir fram að færa. 4. Rekinn hefir verið undan- farið mikill áróður fyrir ís- landi sem ferðamannalandi. — Telja forráðamenn Hótel Sögu, að svona framkoma og stifni á einum vandaðasta skemmtistað landsins verði til þess að auka hróður íslands sem ferða- mannalands? Hótel Saga er vandaður skemmtistaður, og hef ég átt þar margar góðar stundir, sem ég kem hér með á framfæri þökk fyrir. Sjálfsagt er mér ljöst, að áikveðnar kröfur verð- ur að gera til fólks, sem sækir slí'kan stað, en slí'kar kröfur verða að vera sniðnar af sann- girni og framsýni og mega ekkl vera þröngsýnilegar og íhalds- samar. — Og síðast en ekki sízt. Það hlýtur að vera aðall sliks staðar, að starfsfólk koml kurteislega fram við gestl. Með kveðju, Sigurður Ragnarsson, Sporðagrunni 17.“ 0 Til „Blámanns“ Bréf þitt er ekki hægt að birta, nema fullit nafn megi fylgja. — Velva'kandi endur- sendir yfirleitt ekki bréf, sem ekki eru birt, — og í þínu tit- felli er það ekki hægt, þar sem þér láðist að láta heimilisfang- ið fylgja með! 0 Á skammri stundu skipast veður í lofti Undir þessari fyrirsögn skrif ar Bergur: „Þegar kosningaúrslitin voru kunn, orti einn stuðnings manna Hannibals: Þú munt sjá í Selárdal sól á tindum f jalla, í hásærtinu Hannibal, — hina niður falla. En þegar fréttist um myndun stjórnarinnar og skipan emh- ætta í henni, kvað sami maður: Þú rnunt sjá í Selárdal sortna um f jallavanga, — í hundakofanum Hannibal, — í hásætinu Manga. Og er þá átt við Magnús Kjartansson, sterkasta mann stjórnarinnar. Á þann veg munu fleiri stuSningsmenn Hannibals hugsa um þessar mundir.“ TIL ALLRA ÁTTA NEW YORK Alla daga REYKJAVfK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga L0FTLEIDIR )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.