Morgunblaðið - 23.07.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 23.07.1971, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLl 1971 Sumarhátið í Húsafellsskógi: Margar hljómsveitir og aldrei hlé Svæðið skreytt og lýst SUMARHATÍÐ verður um verzlunarmannahelgina í sjötta sinn á vegum Ung- mennasambands Borgarfjarð- ar. Verða þar margar kunnar hljómsveitir og táningahljóm sveitakeppni. Hefur enn verið búið í haginn á ýmsan hátt í Húsafellsskógi, og er sumarhátíðin miðuð við að allir finni þar nokkuð við sitt hæfi. Er lögð áherzla á að taka á móti fjölskyldum. Til dæmis hefur nú verið skipulagt nýtt svæði, sem ætlað er fjölskyldum, í Nið- urskógi, þar sem væntanlega verður meira næði en á hin- um tjaldstæðunum. Vegna aukinna gripdeilda verður munavarzla á staðnum og fleira hefur verið gert til þæginda. l»á verður komið upp skreytingum í skóginum, sem kxmnir listamenn sjá um. Dagskráin er fjölþætt og mið- að við að aldrei verði hlé. Hún hefst kl. 20 á föstudagskvöld með diskóteki í Hátiðarlundi, sem Sigurður Garðarsson sér um. En mótssvæðið er opnað kl. 16 þann dag. Um kvöldið verður dansað á þremur pöllum og er þar mest popmúsík. 1 Hátíðar- Itrndi leikur hljómsveitin Ævin- týri, I Lambhúslind leika Roof Tops og í Paradís Nafnið, en Þórsmenn leysa hljómsveitirnar af á víxl. Mjög margt fólk hefur að jafnaði komið kl. 8—10 á föstudagskvöld og laust eftir há- degi á laugardag og ættu þeir, sem forðast vilja troðning við hliðin, að hafa það í huga. Á laugardag byrja hátíðar- höldin kl. 14 með diskóteki, en kL 18 keppa stúlkur úr Ung- mennasambandi Njarðvíkur og Ungmennasambandi Borgarfjarð ar í handknattleik og I athugun er „old boys“-keppni. Kl. 19 verð- ur táningahljómsveitakeppnin undir stjóm Alla Rúts, en 5 hljómsveitir hafa þegar gefið sig fram og munu hljómsveitar- menn, sem leika á staðnum, dæma beztu táningahljómsveit- ina 1971. Frá kl. 10 tU kl. 3 um nóttina verður svo dansað á 3 pöllum: hljómsveit Ingimars Eydal leikur i Hátíðarlundi, Æv- intýri í Lambhúslind og hljóm- sveit Ólafs Gauks i Paradís, en Jörundur og Kristín og Helgi Ieysa af. Kl. 3.15 verður svo varðeldur við Kaldá. hAtIðardagskrá Á sunnudag byrjar diskótekið kl. 10 um morguninn. En kl. 2 verður hátiðardagskrá í Hátiðar- lundi með helgistund, sem sr. Brynjólfur Gíslason í Stafholti hefur. Þá syngur samkór Reyk- dæla. En hátíðarræðuna flytur Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi á Kirkjubóli, sem er heiðursgestur mótsins. Guð- mundur Jónsson syngur, skóla- hljómsveit Kópavogs leikur og Japansfararnir Jón Unndórsson og Þorvaldur Þorsteinsson sýna glímu. Kynnir og stjómandi verður Gunnar Eyjólfsson. Kl. 15.30 keppa KR og UMSB I körfuknattleik og kl. 17 hefst skemmtidagskrá í Hátíðarlundi, sem Gunnar stjómar einnig. Þar verða hljómleikar og leika hljómsveitir Ingimars Eydal, Ólafs Gauks, Trúbrot, Ævintýri, skólahljómsveit Kópavogs og ný- kjörin táningahljómsveit 1971. MeðaJ skemmtikrafta eru Gunn- ar og Bessi, Kristín og Helgi, Alli Rúts, Jörundur, Big Ben frá Englandi, sem sýna töfrabrögð og annast annað grín. Að lokum sýna úrvalsflokkar karla og kvenna úr KR fimleika. Kl. 19 er knattspymukeppni, þar sem Ungmennasamband Skagafjarðar og Ungmennasam- band Borgarfjarðar keppa. Og kl. 9 til 2 um nóttina verður dansað á þremur pöllum og leika þá Ingimar Eydal og hljómsveit, Trúbrot, Paradís og Ævintýri. Trúbrot mun flytja tónverkið . . . lifun. Loks verður flugelda- sýning í Hátiðarlundi og móts- slit. Forráðamenn hátiðarinnar skýrðu fréttamönnum í gær frá ýmsu, sem gert hefur verið á staðnum. Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri, er sem fyrr móts- stjóri, Matthías Ásgeirsson er framkvæmdastjóri UMSB og Óttar Geirsson gjaldkeri móts- ins. Samkomusvæðið er skipulagt og hefur enn verið aukið. Er kostnaður við vegi og mannvirki nú rúmar 2 millj. kr. Dagskráin er vönduð eftir föngum og kost- ar nú um 1 millj. kr. Heiðurs- gestur er Guðmundur Ingi á Kirkjubóli, sem um árabil var formaður Ungmennafélags Is- lands. Öryggi mótsgesta er tryggt með nærveru sjúkraflugvélar allan mótstímann, tveggja lækna og fimm björgunarsveita, auk fjölmenns lögregluliðs og móts- stjórnarmanna. Og gripið verð- ur til nýrra úrræða til að fyrir- Fimm lílj ómHvértí rii táningakeppni 1971 AÐ VENJU verður efnt til táningahljómsveitakeppni á suimarmótinu á Húsafelli um verzHunarmannahelgiina og er keppt um titilinn Táninga- Mjómisrveitin 1971. 1 fyrra sigr aði hljómsveitiin Gaddavír og nr. 2 var Nafnið, eem nú leik- ur á hátíðinni. Alli Rúts, sem sér um keppnina, sagði Maðamönn- um í gær, að fimm Mjóm- sveitir hefðu gefið sig fram byggja ölvun, sem hvarvetna er mesti bölvaldur á íslenzkum samkomum. SKREYTINGAR OG HLJÓÐLÝSING Mótssvæðið verður að þessu sinni skreytt. Mun Gunnar Bjarnason, leiktjaldamálari hjá Misheppnað sjálfs- morð er endurfæðing Viötal við Artur Rubinstein Píanóleikarinn heimsfrægi Artur Rubinstein á nú 83 ár að baki, þar af 80 sem píanó- leikarL Enn heldur meistar- inn garnli hljómleika og hef- ur nýlokið ferðalagi imi Eng- land. í brezka blaðinu The Guardian birtist viðtal við öldimginn þar sem hann rifja upp ýmis atriði ævi sinnar og fer það hér á eftir, eilitið stytt. Rubinstein segir sögu af því, er hiann á fyrsta tugi aldarinnar tók þátt i flutn- ingi óperunnar ,,Salome“ eft- ir Richard Strauss. Þessi ópera hafði verið- bönn- uð vegna óæskilegrar með- ferðar á bibliulegu efni. En stásskona ein frá Chicago tók þá að sér að koma hljóm- leikum á henni upp og bauð til þeirra Játvarði 7. Englakóngi sem þáði boðið fyrir forvitnisakir. Stásskon- an hafði flutt inn söngkonu frá Metropolitan óperunni I New York sem syngja átti iokaatriðið við undirleik Rubinsteins. Konungur sat beint fyrir frarnan sviðið og tottaði risastóran vindil. Blés hann reyknum stöðugt í and- lit söngkonunni án þess að gera sér grein fyrir því að þetta gæti haft áhrií á söng- hæfileika hennar. ,,Hún kvaldist ægilega, en reyndi að halda sömgnum áfram. Aaaoh (Rubinstein líkir efitir óperulegu köfnunarkvaki og reigir og teygir hausinn I kvöl). Ég get alidrei gleymt þessu.“ Að hljómleikunium loknum lýsti konungur yfir vonbrigðum sínum og furðu á að óperan hefði verið bönn- uð. „Konur“, segir Rubinstein, „eru miklu betri áheyrendur en karimenn. Þeir reyna að nota heilabúið of mikið, vilja þekkingu á tónlist, en það þarf enga þekkingu, tónlist er skynjuð með tilfinningu; annað hvort er maður mót- tækilegur fyrir henni eða ekki.“ Rubinstein hafði hitt tvær 15 ára stúlkur eftir tónleika kvöldið áður og önnur þeirra brast í grát þetta snart hann djúpt Píanóleikarinn segist alla tíð hafa haft auga fyrir kven- fólki og enn í dag snýr hann sór við og horfir á eftir fallegri konu „sem Guð veit að er mjög eðlllegur hlutur.“ Artur Rubinstein Á yngri árum átti Rubin- stein að eigin sögn fjöldam allan af ástarævintýrum. Ekki voru þau þó öll lukku- leg. Hann er reyndar þekkt- ur fyrir að segja hve hamingjusamur hann sé, en eitt sinn reyndi hann að fremja sjálísmorð. „Ég var tvítugur, en það er einmitt rétti aldurinm fyr- ir sjálfsmorð. Ég var ástfang- inn af konu, en hún var hrædd við eiginmann sinn, en eiginmaðurinn var hins vegar afbrýðisamur og hótaði að lemja mig í klessu við tækifæri." „Og hvað svo?“ „Ég gaf honum frest.“ „Einvígi?" „Já já, við vorum tillbúnir með skammbyssurnar. En þá baðst eiginmaðurinm afsökun- ar. Skriílega. Með fjórum vottum. Heilmikið skjal." En eftir þetta var eigin- konan enn hrædd og hann var enn ástfangimn af henni. Þetta var í Varsjá og Rubin- stein lagði af stað til Parísar. Á leiðinni varð hann peninga laus í Berlin og gat ekki borgað hótelreikning- inn. Hann var of stol-tur til að biðja fjölskyldu sína um peninga, enda átti hún enga. ,3vo að ég reyndi að hengja mig, en beltið slitnaði og ég datt á gólfið, fór að gráta, iék á píanó mér til hughreyst ingar, varð svangur og fór út á götu.“ Þetta hljómar eins og ópera. En eins og Rubimstein sagði þessa sögu virtist þetta mjög eðlilegt, alls ekki fárán legt.“ „Þegar ég gekk út á strætið, uippgötvaði ég heiminn." „Jæja?“ „Ég var endurborinn. Eftir að maður er dauðuir, fæðist maður aftur. Ég leit heimimn alveg nýjum augum og sá hvi líkur dómadags asni ég hafði verið. Þetta var yndislegur heimur, fullur af konum, fuil- ur af blómum, fulluir af ímyndunarafli. Þótt ég lœgi dauðvona á sjúkrahúsi væri ég hamimgjusamur. Ég er hamingjusamur meðan ég lifi, hvað sem gerast kann. Þennan dag varð ég ham ingjusamur að eiiMfu. Ég er reyndar hamingjusam- asti maður sem ég þekki.“ Efasemdir um þessa emda- lausu hamingj'u sáust á svip blaðamamns. „Ég er ekki heimskulega hamimgjusamur. Ég get orðið reiður og fengið tannpínu eins og aMt fólk, en þetta er hluti af Mfinu. Menn verða að skilja að hamingja er skilyrö- islaus. Þegar menn eru spurð- ir hvort þeir séu hamingju- samir, þá svara þeir að þeir myndu vera það ef þeir væru ríkir, ef þeir væru dálitið há- vaxnari, etf þeir gætu búið á Italíu o.s.írv. Það er alltaf þetta ef. En að hverjum bein ist þetta ef ? Ég vona að til sé Guð, en það er enn allt á huldu." Rubinstein er að vinna að endurminningum sínum og segist þegar vera búinn með 700 bls. Fyrsta bindi á að koma út á næsta ári. „Mér finnst liíf mitt hatfa verið sérlega áhugavert. Ég held það sé með þeim áhuga- verðari sem ég þekki.“ Hann rlfjar upp nöfn nokkurra sem hann hefur kynnzt um dagana; Henry James, leiðin- legur náungi og montinn, H.G. Wells, Hemingway, Re- marque. Picasso. Hann talar um vini sína og það, að hann hefur lifað lengur en þeir flestir: „Það er hræðilegt að hugsa til þess. Ég er sá sem eftir lifir, — eða mér finnist það að minnsta kosti. Sérlega þegar ég hugsa um þá sem áttu ekki skilið að deyja á undan mér.“ tia keppni. Eru það Óvera frá Stykkishólmi. Tilfinning, ÁherZla, Flokkurinn og Inn- rás frá Reykjavík og ná- grenn-i. I dómnefnd eru ýmsir þekfctir Mjómiiistarmenn úr Mjómsveitum þeim, er leika á mótinu, en þær eru Ævin- týri, Roof Tops, Nafnið, Þórs- rneim, Mjómaveit Ingimars Eydals og Mjómsveit Ólafs Gauks. Þjóðleikhúsinu, sjá um sviðs- skreytingar o.fl., en Magnús Ax- elsson, ljósameistari hjá Leik- félagi Reykjavikur sjá um Ijósa- skreytingar. Skýrði Magnús frá þvi, að lögð yrði áherzla á að samræma svæðin og gefa þeim ákveðinn svip. Yrði lagfært og lýsingar settar á gangstíga miUi svæða og sviðin skreytt. Þar sem táningahljómsveitir verða, verður komið fyrir hljóðlýsing- um, sem blikka i sambandi við hljóðið eða að hljómlistarmaður leikur á þau. Akstur bifreiða gegnum móts- svæðið er óheimill öðrum en mótsgestum. Fá allar bifreiðar, sem inn á svæðið koma, auð- kenni eftir þvi hvort tjaldað skuli á f jölskyldusvæðunum A, B eða D eða þá á unglingatjald- stæði C. Mótsgestir geta átt það á hættu, gefi þeir tilefni til, að þeim verði gert skylt að hafa bifreið sína undir sérstöku eftir- liti meðan mótið stendur. En ætlast er til að þeir, sem fá að hafa bíl hjá tjaldi (A og B) hreyfi hann sem minnst og alls ekki eftir miðnætti. Þess má geta, að um verzlunarmanna- helgi verður komin brú hjá Stóra-Ási og óhagræði fyrir aðra vegfarendur en mótsgesti þvi minna en áður. TRANSISTORTÆKIÐ HEIMA Það hefur færzt í vöxt undan- farin ár að stolið sé úr tjöldum eða þau jafnvel tekin í heilu lagi. Þótt Sumarhátíðin muni grípa til nýrra úrræða til þess að reyna að uppræta slíkt athæfl og koma hinum seku undir mannahendur, skulu gestir hvattir til aðgætni. Munu óein- kennisklæddir verðir vera á ferli um svæðið. En mótsstjómin seg- ir: Takið ekki transistortækin með, það er hvort sem er eng- inn tími til að hlusta á þau. Skilj ið ekki myndavélar eftir í tjöld- unum. Notið þjónustu mótsins til munavörzlu. Það hefur verið byggt sérstakt hús við göngu- brúna í þessu skyni. margfnldar morhað vðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.