Morgunblaðið - 23.07.1971, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.07.1971, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULl 1971 munu loikka ennþá meira „Hipp-hopp-flugfélagið“ Loftleiðir vinsælt, segir Time V . MIKIL óvissa ríkir ennþá í fargjaldastríðinu, þar sem enn er ekki lokið ráð- stefnu IATA, Alþjóðasam- taka flugfélaga, í Montreal í Kanada. Nokkur atriði liggja þó ljós fyrir, að því er segir í ítarlegri grein í bandaríska vikuritinu Time og eru þau þessi: • Þrátt fyrir tal nokkurra flugfélaga um að splundra IATA er framtíð samtakanna ekki i hættu og aliar helztu breytingar á fargjöldum verða sem fyrr samþykktar á vettvangi þess. Þrátt fyrir ýmsa galia eru samtökin nauðsynlegur vettvangur til þess að skiptast á tæknileg- um upplýsingum og stuðla að hámarksöryggi og sem beztri þjónustu. Time segir, að jafn- vel sovézka flugfélagið Aero- flot hafi bætt þjónustu sína í von um að fá inngöngu í IATA. • Ósennilegt er að stefnt verði að algerlega frjálsri samkeppni. Slíkt leiði af sér fargjaldastríð og rikisflug- félög gætu stórlækkað far- gjöld og sætt sig við stórtap um stundartakir til þess að hrekja bandarísk einkaflug- félög af flugleiðunum yfir Norður-Atlantshaf. • Þrátt fyrir þetta, segir Time, munu eiga sér stað nokkrar almennar fargjalda- lækkanir er munu taka til fleiri flugfélaga og fleiri ald- urshópa. • Á ráðstefnunni í Montre- al hafa komið fram 200 far- gjaldatillögur og mestar líkur eru taldar á samkomulagi um tvímiðafargjald að upphæð 200 dollarar (240 dollarar yfir sumartímann), sem greiðist með þriggja til fjögurra mán- aða fyrirvara. Fleiri tillögur koma til greina að sögn Time og eru þessar helztar: • Lækkuð fargjöld fyrir farþega 65 ára og eldri. • Fjölskyldufargjöld. • Víðtæk lækkun mennum fargjöldum. Síðasttalda tillagan stuðnings bandarísku félaganna Pan Am og Air Canada og brezka nýtur flug- TWA, flug- félagsins BOAC, og banda- ríska flugmálastjórnin hefur einnig lýst sig fylgjandi til- lögunni. Tillagan mætir hins vegar harðri andstöðu, aðal- lega frá Air France, Swiss- air, Lufthansa, KLM og nokkrum flugfélögum frá Auglýsingar um lækkanir á farg'.jöldimi fyrir ungt fóik. Ungir bandarískir skemmtiferðamenn ganga iim borð í beigíska farþegaþotu í \ew York. þróunarlöndunum. Andstaðan byggist á ótta um, að víðtæk- ar fargjaldalækkanir muni aðeins verða til þess, að arð- ur minnki en ekki leiða til aukinna umsvifa svo nokkru nemi. Fargjaldalækkun verð- ur þó líklega samþykkt i Montreal, að sögn Time, þó ekki væri til annars en varð- veita einingu IATA. Time bendir á, að Loftleið- ir bjóði lægst fargjöld og seg- ir, að hjarðir síðhærðra ung- linga, sem kjósi ekkert ann- að flugfélag frekar, kalli það ,,hipp-hopp-flugfélagið“. 800.000 ungmenni frá Banda- ríkjunum ferðist til Evrópu í sumar og hafi umturnað ferðamannastarfsemi og vald- ið fargjaldastríðinu. Alls muni 3.500.000 Bandaríkja- menn og Kanadamenn fara til Evrópu á þessu ári. Fargjaldalækkanirnar hafa í för með sér ýmsar efnahags- legar afleiðingar og nefnir Time i þvi sambandi stór- aukna aðsókn að ódýrum og meðaldýrum hótelum i Evrópu, aukna þjónustustarf- semi af ýmsu tagi (svo sem bílaleigur og ódýr veitingahús og í þessu sambandi bendir Time á stóraukna sölu á svefnpokum), minnkandi að- sókn skemmtiferðamanna að Karíbahafi, Hawaii og suður- hlutum Bandarikjanna og al- varleg áhrif á greiðslujöfnuð Bandaríkjanna, en siðan 1960 hafa Bandaríkjamenn eytt 19 milljörðum dollara hærri upp- hæð erlendis en erlendir ferða menn i Bandaríkjunum, og áætlað er að hallinn á þessu ári nemi 2.5 milljörðum doll- Sextugur i dag: Oddur A. Sigurjóns son skólastjóri í DAG fyllir Oddur A. Sigur- jónsson, skólastjóri við Víghóla- skóla í Kópavogi, sjötta áratug- inn og er sextugur. Það fer og saman, að með þessum stóra áfanga í lífi sínu hefir hann skilað af sér þeirri starfsævi, sem þjóðfélagið gerir tilkall til af þegnunum, og á því rétt á eftirlaunum. En þótt afmælið sé stórt, er vonandi, að það valdi ekki þeim þáttaskilum í Jífi hans, að hann hverfi frá þeim heilladrjúgu störfum, sem hann svo lengi hefir haft með hönd- um. Þegar mér verður hugisað til uppruna Odds og æskuslóða, koma mér fyrst i hug orð Hann esar: „Bláir eru daldir þínir.“ Oddur er fæddur að Grund í Svínadal, en ólst upp með móð- ur sinni og tveimur systkinum á Vesturá í Laxárdal, þeim sem liggur bakvið Langadalsfjöll- ian i vestanverðu hálendinu milli Húnavatnssýslu og Skaga- fjarðar, en af þeim sömu slóð- um var einnig ættaður Sigurð- ur Guðmundsson, skólameistari. Um dal þennam segir Þorsteinn Jósepsson í Landið þitt, að þar hafi búið um áldamótin síðustu 2—3 hundruð manns á 20—30 bæjum, en nú búi þar um 20 til 30 manns á 5 eða 6 bæjum. Þarna hefir því trúlega verið farið að harðna á dalnum í efnalegu tilliti, þegar Oddur var að aiast þar upp og bónd- inm á Sneis — næsta bæ við Vesturá — setti þar saman hin- ar harðskeyttu hringhendur sín- ar. Seinna fiuttist Oddur að Tungunesi og var þar í góðu yfirlæti, en sá bær stendur skammt þar frá sem mætast dalirnir þrír: Langidalur, Blöndudalur og Svartárdalur. Faðir Odds er Sigurjón Oddsson á Rútsstöðum, innsta bæ í Svínadal, en hann er kunn ur fyrir að hafa lengi verið foringi gangnamanna á hinni víðlendu Auðkúluheiði. Moðir hans hét Ingibjörg Jósefsdóttir. Hún var náskyld hinum »tór- brotna bónda, Jósefi á Hjalla- landi, sem þeir rita um Páll Kolka í Föðurtún og Björn Eysteinsson í sjálfsævisögu sinni. Ekki þykir mér líklegt, að Oddur hafi haft fararefni mik- il, þegar hamn iagði upp á menntabrautina, en þá fóru erf- iðir tímar í hönd, þar »em heimskreppan mikla var. Hann tók gagnfræðapróf við Mennta- skólann á Akureyri vorið 1930 og stúdentspróf utanskóla á sama stað ftmm árum síðar. Segir það sína sögu um, að hann hafi orðið að vinma fyrir sér hörðum höndurn og sumar- leyfin ekki hrokkið til, hvað tekjuöflun snerti. Eftir stúdenta- prófið innritast hanm í Háskóla íslands og tekur þar próf i for- spjallsvísindum vorið eftir. Síðan leggur hann leið sína í kennaraskólann og lýkur það- an kennaraprófi vorið 1937, hafði enda fengizt nokkuð við kennslu á námsárum sínum. Sama ár ræðst hann skólastjóri við Gagnfræðaskólann á Nes- kaupstað og gegndi því starfi í 23 ár Síðustu 11 árin hefir hann verið skólastjóri við Gagnfræða- skólann í Kópavogi, sem nú heitir Víghólaskóli. Með þessum linum er það ekki ætlun mín, að vega, meta eða gera grein fyrir störfum Odds í hálfan fjórða áratug. Til þess skortir mig kunnug- leika og heimildir. Nokkur bein afskipti háfði hamn af stjórn- mál’ im á íyrri árum og blaða- greinar hans um skólamál eru orðnar margar. Af starfandi skólastjórum við gagnfræða- skóla er hann sennilega sá, sem lengstan starfsferil á að baki. Fundum okkar Odds bar fyrst saman haustið 1960, þegar hann tók við Gagnfræðaskólanum í Kópavogi nýs'tofnuðum. Um stöðuveitinguna stóð mikill styr og voru keninarar honum flestir andsnúnir í fyrstu. Ég hefi oft verið spurður um þessi mál og veit því, að um þau gætir margs konar misskiln- ings. Eins og allt var í pottinn búið, er það mitt álit, að Oddur hefði brugðizt skyldu sinini sem umsækjandi, ef hann hefði ekki hlýtt kallinu og tekið stöðuna. Og enga sök átti hann á þeirri pólitik, sem í þetta mál hljóp í fyrsitu. Það hefir hann sagt mér síðar, að þeasi fyrsti vetuir í Kópavogi hafi verið sá erfið- asti í lífi sínu. En Oddi tóksit smámsaman að yfirstíiga erfið- leikana, ekki með hörku og fyrirgangi, heldur með sinni frábæru lipurð og glaða geði. Annar þáttur þessa máls er svo að gerast þessa dagana. f miðjum júnímánuði síðastaliðn- um lagði Oddur fram lausnar- beiðni sína. Þá bregður svo við, að kennarar hans taka sig sam- an, safna undirskriftum og skora á hann að afturkalla þessa lausnarbeiðni, enda hefir Oddur fullan' rétt til að gegma stöðunni í tiu ár enn. Þegar þetta er ritað, veit ég ekki annað en að Oddur hafi orðið við bón kennara sinna, enda er hann manina ólíklegastur til að bregðast, þegar á hann er treyst eða til hans leitað. ör- lagadísirnar geta stundum verið grimmar, en um kaldhæðni þeirra skyldi enginn efast. Um Mkt leyti og Oddur hóf hinin raunverulega starfsferil sinn, kvæntist hann sinni ágætu konu, Magneu Bergvins- dóttur frá Svalbarðseyri. Á Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.