Morgunblaðið - 23.07.1971, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLl 1971
,_14
Kjötverð í Svíþjóð
fer hækkandi
SVÍAR slátnuðu 655 þúsund
fullorðnum nautgripum árið
1970 eða um þrjú þúsund fleira
en 1969, segir í sænska blaðinu
Land 2. júlí sl. Hins vegar
minnkaði verulega framboð á
svínakjöti, kálfakjöti og kinda-
kjöti. Á fyrstu 5 mánuðum
þessa árs var enn samdráttur
í framleiðslumnd. Slátrun full-
orðinna gripa minmkaði um tæp
11%, slátrun kálifa eidri og
yngri um nærri 30%, svína-
slátrun jókst lítillega, en. sauð-
fjárslátrun dróst nokkuð sam-
an. Miðað er við fyrstu 5 mán-
uði ársina 1970.
Kjötverð í Svíþjóð hefur yfir
leitt farið hækkandi á síðustu
árum. Samanburður á meðal-
útborgunarverði sláturhúsanna
í mai 1970 og maí 1971 sýnir
þó smávegis lækkun á verði
lambakjöts og svínakjöts, en
hækkun á öðrum kjöttegund-
um. Fylgir hér skrá yfir nokkr-
ar helztu kjöttegundir og með-
alútborgunarverð sláturhús-
anna. Verðinu er breytt í ís-
lenzkar krónur, en aurum
ál'eppt í útreikningi.
(Frá upplýsingaþjánustu
landbúnaðarins).
Kýrkjöt og kjöt af fullorðnum nautum
Ungneytakjöt
Kjöt af stærri kálfum
Kjöt af smærri" kálfum
Lambakjöt
Hrossakjöt
Svínakjöt
maí 1970
kr. 115.00
— 125.00
— 149.00
— 137.00
— 138.00
— 104.00
— 80.00
maí 1971
kr. 121,00
— 127.00
— 155.00
— 147.00
— 132.00
— 105.00
— 73.00
— Súdan
Framh. af bls. 32
Súdans, en hermenn þess hefðu
snúizt til vamar. Skoraði Atta á
alla bargara landsins að berjast
fyrir hina 4 daga gömiu byit-
ingu. Atta tiltók ekki hvaða er-
lend öfl hann ætti við, en frétta-
menn teija að hann hafi álitið
að Líbýumenn ætluðu að iáta tii
skarar skríða eftir að þeir tóiku
þá E1 Noor og Hamdalla á flug-
vei'linum í Benghazi.
Skötmimu eftir að N-umeiry
haifði tekið við völdum flutti
hann örstutt útvarpsávarp, þar
sem hann sagði að þjáningar sl.
fjögurra daga væru nú að baki.
Hann þakkaði súdönsku þjóðinni
og hemum fyrir að hafa brotið
upreisnarmenn á bak aftur og
fyrirskipaði handtöku hvers ein-
asta kommúnista í landin-u. —
Hann varaði fólk við því að
sdsjóta skjólshúsi yfir koanmún-
ista, því að þá gerðist það með-
sekt. Að lokum bað Numeiry her
rnenn um að gefa blóð, til að
gefa þeim, sem særzt höfðu í
gagnbyltingunni.
Ljóst er að það var ungur liðs
foringi, stuðndngsmaður Num-
eirys, sem fór fyrir herflokki,
sem frelsaði Numeiry úr haldi
og aðrir herflokkar náðu útvarps
byggingunnd á sitt vald og stjóm
arsetrinu. Vitað er að til harðra
átaka Ikam, en þau stóðu stutt.
Ekiki er vitað um mannfall, en
beiðni Numeirys um blóðgjafir
bendir til, að það hafi verið
nofekurt.
Brezka stjómin mótmælti
þassurn atburði harðiega og
aagði að ef mönnunum tveimur
yrði ekki þegar sleppt úr haldi
gæti atburðurinn haft alvarleg
áhriff á samskipti Breta og Líb-
ýu og að vopnasölur tii Líbýu
yrðu teknar til endurskoðunar.
Þeir E1 Noor og Hamdalla
voru á leið heim til Khartoum
úr útlegð til að taka við æðsitu
völdum í latndinu, eftir bylt-
ingu Attas majors fyrir fjórum
dögum. E1 Noor átti að verða
forseti byltingarráðsinis en Ham
dálíia, sem verið hefiur hans
hægri hönd átti að verða for-
sætisráðherra. E1 Noor var inn-
anríkisráðherra í stjóm Nu-
meiry, en Numeiry setti hainn
af og rak Hamdadla úp hernum
1 kommúnistahreinsununum í
desember sl. Þeir voru báðir í
Luindúnum, er hyltingin var
gerð. f kvöld var ekki vitað
hvair tvímenningamir vom nið-
urfeomnir.
Byltingarráðið, sem steypti
Numeiry á suninudag var skip-
að ungum róttækum vinistri-
mlönnum og hafði það numið
úr gildi allar reglur og tilskip-
anir Numeirys forseta, sem mið-
uðu að því að hefta stairfsemi
feammúnista í landinu. Að öða-u
leyti hafði það ekki gert mikið,
því að beðið var eftir að þeir E1
Noor og Hamdalla sneru aftur
heim til að taka við völdum. —
Lýst hefur verið yfir neyðar-
ástandi í Súdan og útgöngubann
sett á. Á það að giida um óálkveð
inn tíma. Mjög erfitt er að fá
Ijiósar fréttlr af atbuxðunum, en
vitað er að þúsundir Súdanbúa
fóru uim götuir borga landsins I
dag til að fagma Numeiry og lýsa
yfir stuðndngi við hamn.
RÁNIÐ
Eilnn einkennilegasti kapitul-
inn í þessari gagnbylting.u er at-
vikið á flugvellinum í Líbýu.
Flugvél þessi, sem vair frá
bnezka flugfélaginu BOAC var á
ieið frá Lundúnum tii Kharto-
um. Er hún kom yfir Lílbýu kall
aði fiugtuminn í Tripöli ffliug-
mennina upp og stoipaði þeám
að lenda á flugvellimum I Beng-
hazi. Flugstjórinn meitaði og
sneri vélinni við og hélt áleiðis
til Möltu. Yfirvöld þar neituðu
flugvélinni um lendingarleyfi og
þá kaiiiaði flugturninn i Lílbýu í
fllugvélina á ný og sagði að grip
ið yrði itil ofbeldisaðgerða ef hún
tenti etotoi. Lét flugstjórinm þá
undam. Er vélin var lent komu
líbýskir öryggiisverðir út að flug
vélinni og sendu E1 Noor bréf-
lega orðsendingu þar sem hann
og Hamdalla voru beðnir að yfir
gefa flugvélina. Þeir neituðu, en
var þá sagt að þeir stofnuðu ör-
yggi hinna farþeganna í hættu
etf þeir kæmu ekki. Yfirgiáfu
þeir þá vélina og voru fluttir í
bil til Tripoli til yfirheyrzlu.
Iranskir leiðtogar
fórust í flugslysi
Tveir af leiðtogum Baathsósial
istaflokksins í írak fórust í dag,
er flugvélin, sem þeir voru með
á leið til Súdaras fórst. — Voru
menmimir á leið til Súdana til að
óska himná nýju byltingarstjórn
til hamingju. Skömmu eftir að
flugvél þeirra fórst var búið að
steypa þeirri stjóm og Numeiry
tekinin aftur við völdum. Menn-
imir tveir sem fórust voru þeir
Muhaimmed Suleimian og Salah
Salah, báðir í stjórn flotoksins.
Ekki er vitað hve margir fórust,
en 7 farþegar komust lífs af.
Himir nýju leiðtogar Súdanö
höfðu hallazt mjög að svipaðri
stefnu og Baathflokkurinn fylg-
ir, en Iratosstjórn er lengst
til vinstri af öllum stjómum
Arabalandanna. Flugvélin sprakk
í Xafti og þótti slysið auka enn á
leyndardómsfulla spennu, sem
rlkt hefur í Arabalöndunum í
dag.
— Fischer
Framh. af bls. 32
því 5 vinninga gegn 4 og næg-
ir jafntefli til að sigra í ein-
víginu og tefla við Bobby
Fischer um, hvor þeirra öðl-
ist rétt til að skora á heims-
meistarann í skák, Boris
Spassky næsta vor. Fischer
sigraði sem kunnugt er Bent
Larsen 6:0.
Gamli námubærinn Meistaravík. Hinum megin við fjöllin eru nýju molubdæn námurnar og þarf
jarðgöng í gegn.
— Námuvinnsla
Framh. af bls. 32
varð álika mikill, svo ekki varð
ágóði af þeirri námuvinnslu.
Fyrir um það bil 15 árum fannst
svo molubdæn — sem er þungt
efnl ög notað til að herða stál —
í Shuchertdalen, sem er í 40
mílna loftlínu f jarlægð frá Meist
aravík, en há fjöll á milli. Nú er
svo langt komið að ætlunin er
að hefja aftur námuvinnslu
þarna, en undirbúningur tekur
4—5 ár. Byrjað var á þessum
undirbúningi fyrir 2 árum.
JARÐGÖNG
OG KJARNORKUSTÖÐ
Það verða því ekki mörg ár
þar til farið verður af stað. En
áður þarf að gera 11% km löng
jarðgöng gegnum fjöllin og
leggja járnbraut og gera höfn,
því gamla höfnin í Meistaravík
nægir ekki. En flugvöllurinn í
Meistaravík getur tekið stórar
flugvélar og hefur flugvél, sem
ber 30 tonn, þegar lent þar. Nú
eru 30—40 manns að vinna við
undirbúning á staðnum og verða
þeir þar langt fram á haust.
Síðan verður byrjað aftur i vor
eins fljótt og auðið er.
Þegar vinnsla hefst, er ætlun-
in að reisa þarna litla kjamorku
stöð, 30 Mw að stærð, í þeim til-
gangi að geta létt molubdæn-
efnið áður en það er flutt. En
orkunotkun er reiknuð 160 millj.
kw-stundir á ári.
DAG OG NÓTT í 9 MANUÐI
Nú er áætlað að fljúga með
molubdæn-efnið til Islands og
setja það þar í skip, þvi aðeins
er hægt að sigla til Meistara-
víkur 3 mánuði á ári vegna ísa.
1 9 mánuði þarf þvi að fljúga
dag og nótt með 30 tonna farma
frá Meistaravík til Islands. Yrði
það stanzlaust flug alla daga frá
september til júní, en yfir há-
sumarið verður flutt með skip-
um.
Ludvig Storr hefur verið í
sambandi við Brinch, fram-
kvæmdastjóra Nordisk Minesel-
skap, og lagt mikla áherzlu á
það við hann, að það verði flug-
vélar frá Flugfélagi Islands, sem
flytji efnið og Eimskipafélagið
sjái um flutninga héðan. Hefur
hann m.a. bent á, að verði ein-
hver óhöpp séu þá hér tiltækar
fleiri flugvélar og Eimskip hafi
tiltæk skip, sem sigli beint til
hafna úti um heim. Hefur hann
talað við aðila hér og erlendis
og komið þeim í samband hvor-
um við aðra. — Svo verður mað-
ur bara að vona að þetta takist,
sagði hann í samtali við Mbl.
Molubdæn er þungt efni, sem
notað er til að herða stál og er
reiknað með að notkunin aukist
um 10% á ári í framtíðinni. Er
reiiknað með að í Shuchertdaien
verði á næstu 11 árum unnin 11
milljón tonn af málminum. Er
reíiknað með a$ grafa upp um
5 millj. tonna á ári og vinna það
á einhvern hátt á staðnum, en
ársframleiðslan á að vera 12 þús-
und tonn af hreinu efni. En áður
en komið er niður á molubdæn,
þarf að sprengja ofan af 20
millj. tonn af grjóti og jarðvegi.
Á þessum stað er einnig að finna
eitthvað af kopar, blýi og zinki,
sem tekið yrði um leið.
Nær 70 endurvarps-
stöðvar í haust
ÞEGAR áætluðum framkvæmd-
um við endurvarpsstöðvar sjón-
varps lýkur í sumar, verða endur
varpsstöðvamar samtals rétt tæp
lega 70 að tölu, en í vor vom þær
53, sem teknar höfðu verið í
notkun. Af þeim stöðv'iun eru
nokkrar til bráðabirgða og verða
þær Ieystar af hólmi með betri
stöðvum í sumar. Þessar upplýs-
ingar fékk Morgunblaðið hjá Sig
urði Þorkelssyni, forstjóra radjó-
og tæknideildar Landssíma ís-
lands í gær.
Sigurður sagði að nú væri á
döfinni að setja upp litla endur-
varpsstöð í Hvalfiirði, en stað-
setniimg hennar hefur efeki
verið ákveðin enn. Þá er fyrir-
hugað að setja upp stöð á Öxl á
Sniæfellsnesi og einnig fara fram
breytingar á núveramdi stöð fyrir
Ólafsvík, sem nú fær merkið frá
Reýkjavik, en mun í framtíðinmi
fá það frá Stykkishóimi, en um
leið verður styrkur stöðvarinnar
aufeinn.
í sumiar er og ráðgert að setja
upp stöðvar á Reykhólum, í
Táltonafirði, á Bíldudal og á Þing
eyri, en þar er nú bráðabirgða-
stöð og eiinmig verða settar
niokkrar stöðvar upp í Húna-
vatmssýslum — eim fyrir Mið-
fjarðardalina, önnur í Víðidal og
einnig í Vatnsdal. Þá er fyrirhug
að að setja upp stöð fyrir Fljótin
og fyrir norðanverða Skagafjarð
arsýslu er áætlað að setja upp 3
stöðvar — að Glæsibæ, í Straum
niesi hétt hjá bænum Mýrum og
í Haganesvík. Þá er einmig fyrir-
hugað að setja upp stöð í Svarf-
aðardal. Einnig er í bígerð að
setja upp nýja stöð á Húsavílkur-
fjalli fyrir Húsavík og stöð verð-
Ur sett upp í Borgarfirði eystra.
Um kostnað við uppsetningu
þeissara stöðva svaraði Sigurður
því til, að hann væri mjög mis-
munandi. Ódýrustu tækin í slíto-
ar enduirvarpsstöðvar munu kosta
um 300 þúsund krónur, en mjög
misdýrt er að koma þeim fyrir
og munar þar mest um aðstöðu
á hverjum stað. Á sumum stöðum
þarf að leggja raflínur langar
leiðir og reisa hús, en anrnars
staðar er hús og raflína fyrir
hendi.
— Skipasmíðar
Framh. af bls. 32
lags dráttarbrauta og stoipa-
smiðja hinn 22. júlí 1971, varar
iðniaðarráðuneytið alvarlega við
afleiðinguim þesi3 fyrir sam-
‘keppnisaðstöðu ininlendrar stál-
skipasmíði, að ákveðið hefur
verið að heiimila allt að 85% lán-
töku vegna Skuttogara, sem araíð
aðir eru erlendis, í stað 72% eina
og áður var og án þess að auka
jafnsframt lán til skipa, sem smíð-
uð eru innandands.
Með þessari ráðstöfun er er-
lendri Skipasmíði gert jafnhátt
undir höfði og innlendri, sem
eimnig nýtur nú 85% lána, og er
því augljóst, að stáLskipasmíðar
fyrir íslendinga tnunu í vaxandi
mæli færast á hendur útlending-
um í náinini framtíð, sem í krafti
meiri vininuafls og fjármagna
geta boðið hagstæðari afgreiðslu
tíma.
Á undanförnum árum hafa
inmilenidar skipasmiðar notið 18%
hærri láma en eriemdar og frá síð
ustu áraimótum hafa lánin verið
13% hærri til ininlemdra skipa.
Það er eindregim skoðun stjórn-
ar Félags dráttarbrauta og stoipa-
srniðja, að ef tryggja á áfram-
haldanidi uppbyggingu iminlendr-
ar stálskipasmíði megi alls etoki
draga úr þeim lánamun, sem að
umdanförnu hefur gilt í þessu
efni og því beiniir stjómin þeim
ákveðniu tilmælum til iðtnaðar-
ráðunieytisins, að það beiti sér
þegar í stað fyTir tafarlausri
hæklkum. lána til Skipa, sem smíð-
uð eru í innlendum stoipasmíða-
stöðvum, þanmig að áðurgreind-
uir munur á lánum haldist óskert-
ur.
Mjög brýnt er að hraða af-
greiðslu málsins, enda standa nú
fyrir dyrum samningar um srníðd
fjölmargra sfcuttogara og nær öll
eftirspum stálfiskiakipa hér á
landi beinist nú að þeirri gerð
skipa. Sú hætta er því yfirvof-
andi, að imman fárra mánaða
verði eimistöku skipasmíðastöðvar
verkefnaiausar, ef ekfci verða
þegar í stað gerðar ráðstafanir
til að beirna smíði skuttogara inm,
í landið mieð hagstæðari lánum,
eins og verið hefur á undamföm-
um árum.“
Faxaflóa-
úrvalið sigraði
FAXAFLÓAÚRVALIÐ sigraði í
gærkvöldi skozka úrvalsliðið,
„Glasgow Area Union of Youith
Clubs“ með tveimur mörfcum
gegm engu. Staðan i hálfleik viar
1:0. Nánar á morgun.