Morgunblaðið - 23.07.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.07.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1971 17 — Fyrirsjáanleg er gífurleg aukning á jarðhitarannsókn- um á.vegum Sameinuðu þjóð- anna í þróunarlöndunuin, sagði Sveinn Einarsson, verk- fræðingur, m.a. í samtali við Mbl. — Okkar rannsóknum Frá Ahuchapan liáliitasvæðinu, sem nú á að fara að virkja. Gífurleg aukning - á jarðhitarannsóknum í veröldinni á vegum SÞ Rætt við Svein Einarsson, verkfræðing, sem lokið hefur rannsóknaverkefni í E1 Salvador í E1 Salvador varð fyrst lok- ið. En aðrar tvær sams kon- ar rannsóknaáætlanir eru í gangi í Chile og Tyrklandi. Þá var byrjað á tveimur nýj- um stöðum á sl. ári, þ.e. í Kenýu og Eþíópíu. Og lík- ur eru til að hafizt verði handa fljótlega á Indlandi, Guatemala og Nicaragua og jafnvel í Grikklandi. Auk þess er hyrjað að líta á jarð- hitann með tilliti til nýtingar í Suður-Ameríkuríkjunum. Ég á einmitt að fara í októ- ber til Perú í þeim erindum og síðar e.t.v. til fleiri Suður- Ameríkulanda. — Það skiptir þessi lönd . ákaflega miklu máli að fá virkjaða orku frá háhita- svæðum. 30 þúsund kílówatta virkjun í EI Salvador, sem nú á að byrja að reisa, kemur til með að spara þeim 1 milljón dollara á ári í samanburði við aðra orku, sem krefst inn- flutts eldsneytis, hélt Sveinn áfram. — Og þessar þjóðir eiga svo sannarlega ekki mik- inn gjaldeyrisforða. Auk þess fá þær með virkjun á jarð- hita ódýra orku til að byggja upp iðnað hjá sér. Sveinn hefur starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna í E1 Salva dor í tvö undanfarin ár, og hef- ur einmitt nýlega skilað loka- Sveinn Einarsson og gestur frá aðalstöðviun S.Þ. á jarðtiitasvæð- inu i Ei Salvador. skýrslu um það rannsóknaverk- efni, sem hann hafði þar á hendi. Voru rannsóknirnar á við komandi háhitasvæði svo j'á- kvæðar, að nú er „landsvirkj- un“ þeirra í E1 Salvador tekin við og farié að undirbúa fram- kvæmdir við virkjunina. En Sveinn hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðunautur stjórn- arinnar i 9 mánuði, til að að- stoða meðan þeir eru að komast i gang. Hann er nú staddur heima í leyfi og notuðum við tækifærið til að spyrja hann um þessi mál. — Verkefnið á Ahuchapan ha hitasvæðinu í E1 Salvador var eiginlega i tVeimur hlutum og ég kom inn í seinni hluta þess, út skýrir Sveinn. I»á var búið að finna þarna jarðhita <?g bora eina holu og jafnframt að upp- götva mesta vandamálið. Það var að heita vatnið er brimsalt og inniheldur mikið bór, sem er hættulegt fyrir plöntur. En jarð hitinn er á miðju miklu kaffi- ræktarsvæði og það skapar vandann. Aðalvandamálið var því að finna leið til að losna við þetta vatn eftir notkun. Á er þama, sem gat að vísu tekið litið af afrennslinu, en alls ekki allt. Þetta var sem sagt dæmi- gert mengunarvandamál — bæði kemisk mengun og hita- mengun, — Okkar verkefni var í fyrsta lagi að sanna, að hægt væri að fá næga gufu fyrir 20—30 þús- und kw raforkuver. Einnig að sýna fram á að jarðhitavirkj un væri samkeppnisfær við aðrar virkjunarleiðir. 1 landinu er að visu vatnsafl. sem má virkja, en rennsli er mjög ójafnt vegna þurrkatímans. Einnig mætti nota kol og oliu, sem flutt er inn. Þriðja verkefnið var svo að leysa mengunarvandann. Við boruðum fimm holur, 5 km að lengd. Þær reyndust geta gefið nægilega orku til að reka 30 þús. kw stöð. Lágmarksáætlun- in fyrir svæðið er að það geti staðizt 100 þúsund kw notkun, en líklegt að það sé 10 sinnum öflugra. Aflið er áætlað 15% ódýrara en vatnsaflið og um 30—35% ódýrara en væri það unnið með olíu. — Ein af borholum okkar var beinlínis gerð til að dæla vatni aftur niður og var hún 1500 m djúp, heldur Sveinn áfram út- skýringum sínum. Þegar sam- þykkt var að fara út í þessa til- raun á fundi með fjölmörgum sérfræðingum frá ýmsum þjóð- um, þá var lögð áherzla á að borað yrði utan við háhitasvæð ið, til að öruggt væri að það yrði ekki kælt þegar vatninu væri dælt niður aftur, því sl'í'k borun er dýr. Það sem við þurftum á að halda var gljúpt, opið berg, eins og er inni á hitasvæðinu. Þar höfum við slíkt lag á 500 m dýpi og annað á 800—1200 m dýpi. Úr því við höfðum ekki meiri peninga, sá ég því ekki annað ráð en að dýp'ka eina hol una i'nni á svæðinu. Við boruð- um þvi áfram niður þar og dæld um vatninu aftur niður á þetta mikla dýpi. Hugmyndin var að reyna þannig sjálifa tæknina, þ.e. hvort hægt væri að dæla þannig vatninu niður. Þá mætti taka fóðrun úr vinnsluholunni og dæla vatninu niður. Niður- staðan var æði skemmtileg og á þá lund, að i stað þess að áður voru allir sannfærðir um að forðast bæri að dæla vatni nið- ur á sjálíu jarðhitasvæðinu, þá eru nú flestir komnir á þá skoð un að það eigi maður einmitt að gera. — Það hefur sem sagt tekizt að leysa mengunarvandann með því að dæla heita vatninu affcur niður á sama stað? — Já, við erum búnir að dæla niður 90 lítrum á sekúndu síð- an í febrúarbyrjun, og ekki get að merkt að það hafi kælt svæð ið á nokkurn hátt. Það sem við vorum hræddastir við, var að steinefnin, og þá einkum kísi'Il, mundu falla út í holunni sjálfri og stifla hana. Niðurstaðan varð sú, að ef vatnið kólnaði ekki nið ur fyrir 150 stig, þá var þetta í lagi. Með þvi móti að haifa vatnið svo heitt er reýnslan mjög góð. En þetta þykir okkur no'kkuð hár hiti á vatninu, sem skilað er. Ef við gætum lækkað hitastigið, mundi það lækka til- kostnað í gegnum öll stig vinnsl unnar. Svo að nú liggur fyrir að fara að íikra sig niður á við, fimm stig í einu, og sjá hvaða áhrif það hefur. — Það er búið að ákveða að virkja, er það ekki? En af hverju breyttust skoðanir manna svona á því hvar ættl að dæla vatninu niður aftur? — Jú, það er farið að undir- búa virkjun. Og varðandi hina spurninguna, þá græðist tvennt á því að dæla vatninu aftur nið- ur á háhitasvæðinu. Anonað er það, að svæði geta þornað upp, og hafa sézt merki um það á ítalíu og jafnvel líka Nýja Sjá- landi. En með þvi að dæla vatn- inu aftur niður, þá er búið að Framhald á bls. 21 Aðallieiður Guðnmndsdóttir, ko na Sveins, með sölukonu af indl ánakyni í Guateniaia.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.