Morgunblaðið - 23.07.1971, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.07.1971, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1971 Guðríður Minning Fædd 15. á&úst 1903. Dáin 15. júli 1971. 1 DAG verður til grafar borin frá Laugarneskirkju frú Guð^ riður Hansdóttir, Laugateigi 42. Hún var dóttir Hans heitins Hannessonar, pósts, og Kristín- t Konan min og móðir okkar, Rósa Þorsteinsdóttir, Sólvallagötu 48, Reykjavík, andaðist 12. þ.m. Kristján .Jónasson og dætur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SigurSur Hólm Guðjónsson, Eyjum, Strandasýsiu, andaðist i Landakotsspítala þann 20. júlL Böm, tengdaböm og bamabörn. Hansdóttir ar Hjálmsdóttur, konu hans, sem bœði eru látin fyrir mörgum ár- um. Frú Guðríður var fríð kona, hreinlynd, föst í skapi, orðvör og góðviljuð og svo trygglynd í garð vina sinna, að fágœtt mun mega teljast á vorri tið. Hún bar með sér lífsgleði og lífs- þrótt hvar sem leið hennar lá og varð þannig uppörvun og hvatn- ing þeim vinum sínum, sem iétu hugfallast eða uxu erfiðleikarn- ir i augum. Á þjóðhátíðarárinu giftist hún eftirlifandi manni sinum Júlíusi Jónssyni, bifreiðarstjóra, er iengst var sérleýfishafi á leið- inni Kjalanes—Kjós og er mörg- um Reykvíkingum, Kjósarmönn- um og Kjalnesingum að góðu kunnur. Var heimili þeirra með sérlega fögrum brag og heimil- islíflð þrungið sérstakri hlýju, sem vinirnir þeirra mörgu munu aldrei gleyma. Börnin þeirra fjögur, sem öll eru uppkomin og gift, mega nú varðveita móðurminningu, sem aldrei féil skuggi á, og ofin var úr þeim ósviknu manndómsþátt- um, sem beztir hafa reynzt þess- ari þjóð. Við vlnir Guðríðar og Júlíusar munum geyma minningu henn- ar, foreldra hennar og heimilis þeirra sem lifandi verðmœti, sem við ekki vildum hafa misst af að eignast. G. Sv. SUMAR manneskjur eru þannig, að þær, með sinni léttu lund og góðvild, hafa áhrif á aöa, sem t Systir okkar og móðursystir mín, SIGRÍÐUR J. EWÍARSDÓTTIR, Birkimel 8 B, léat 13. þessa mánaðar. Útför'm hefur þegar farið fram. Einar Valgeir Einarssoa Steingnmur Einarsson, Margrét Gurmarsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir, JÓHANNES TRYGGVI SVEfNSSON, flugmaður, er lézt af slysförum sunnudaginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju laugardaginn 24. jútí k1. 2 e. h. Margrét Brynjóifsdóttir. Bryrtdís Jóhannesdóttir. t Jarðarför sonar okkar og bróður, HARALDAR HÓLMARS KRISTMUNDSSONAR, Borgarhrauni 6. fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 24. júlí kl. 2 e. h. Ólafía Sveinsdóttir, Kristmundur Herbert Herbertsson og systkini. t Móðir okkaT, tengdamóðir og amma, KATRtN SIGURÐARDÓTTIR, Eskihfíð 23, verður jarðsimgin frá Dómkirkjunni laugardag 24. júH W. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir. Þeir. sem vildu minnast hennar. eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Gunnar Loftsson, Maggý Jónsdóttir, Ingi Loftsson, Arma Lára Þorstemsdóttir, Máifríður Loftsdóttir, Kristján Sigurðsson og barnaböm. þær umgangast og þegar þær svo hverfa héðan á burt úr þessu lífi, skilja þær eftir sig svo góðar minningar, að þær gleymast akirei þeim, sem þekktu þær. Slík kona var frú Guðríður Hansdóttir, húsmóðirin að Lauga tseigi 42, sem kvödd er í dag hinztu kveðju. Ég kynntist henni og hennar ágæta eiginmanni, Júliusi Jóns- syni, fyrst, þegar systir min giftist elzta syni þeirra hjóna. Seinna bjö ég um nokkum tíma i húsi þeirra og urðu þá kynni mín af þeim ennþá nánari. Þar var ekki komið fram við leigjandann eins og óviðkomandi manneskju, heldur sem einn af fjölskyldunni og á ég margar yndislegar minningar frá þeim tíma. Eftir að ég fluttist burtu, var ég ávallt velkomin á heimili þeirra. Það var alltaf sama við- mótið, gestrisnin og hjartahiýj- an, sem mætti manni þar. Fyrir allt þetta langar mig til að þakka Guðríði minni og Júlíusi, um leið og ég og fjöl- skylda mín vottum honum, böm- um þeirra og þeirra f jölskyldum innflega samúð okkar. Lilja H jar tardóttir. GUÐRÍÐUR Hansdóttir, Lauga- teigi 42, andaðist 15. júli sL Hún var fædd í Reykjavík 15. ágúst 1903. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Hjálmsdóttír og Hans Hannesson póstur. Það mun ha£a verið sumarið 1924 að ég réðst í kaupavinnu tíl Hans pósts. Þá sáumst við Gauja í fyrsta sinn. Mér finnst sem það hafi verið í gaer, þótt t Hjartkær móðir okkar, Guðfinna Árnadóttir sem andaðist í sjúkrahúsi Neskauþstaðar 17. þ.m., verð- ur jarðsett frá Fáskrúðsf jarð- arkirkju laugardaginn 24. júlí. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, Guðrún Michelsen. t tjtför móður okkar og tengda- móður, Margrétar Jónsdóttur, Langarbraut 9, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 2 e.h. mikið vatn hafi til sjávar runn- ið síðan. Við vorum ungar og lifs glaðar og okkur féil mjög vel. Með okkur skapaðist vinátta, sem aldrei bar skugga á. Allir, sem þekktu Gauju, muna hve létt hún var í lund, jafnvel hreyf- ingar hennar báru þess vott. Hreinskilin var hún, sagði mein- ingu sína án umbúða, sundur- gerð né undirhyggju átti hún ekki tiL Hún var myndarleg og gestrisin húsmóðir, ástrík eigin- kona og móðir. Þegar vinir og samferðamenn kveðja, reikar hugurinn gjarn- an til haka og minningamar laðast fram í hugann. En þegar þær eru aðeins bjartar og góð- ar, eru þær fjársjóður, sem ijúft er að grípa tiL 1 einkalífi sínu var Gauja mjög hamingjusöm. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Júlíusi Jónssyni, fyrrv. sérleyfishafa, 6. desember 1930. Eignuðust þau 4 myndar- leg og góð hörn, sem öll lifa og eru gift. Barnabörnin eru 8. Július reyndist konu sinni 1 bliðu og strlðu svo framúrskar- andi, að lengra held ég að vart verði korrdzt. Það sá maður bezt eftir að heilsa hennar fór að bila. Þá stóð hann eins og bjarg við hlið hennar. Það munu vera um 13 ára sið- an fyrst bar á heflsúbresti hjá hennL Hún varð að ganga undir margar og erfiðar aðgerðir, en aldrei heyrði ég hana kvarta. I einum af okkar slðustu sam- tölum skildist mér hvert hún sótti styrkinn. Hún átti eina dýr- mæta perlu, sem ég fann að hún myndi ekki láta af hendi fyrir hvað sem I boði væri. Það var bamatrúin, eins og hún orðaði það sjálf. Þegar ég nú kveð Gauju eftir langa og trygga vináttu, er það með þakklæti og miklum sökn- uði. Eiginmanni hennar, börnum og ailri fjölskyldunni færi ég innilega samúð mina og fjöl- skyldu minnar. „Horfum ei niður í helmyrkrið grafar hið svarta. Huggun ei finnur þar grátið og angurvært hjarta. Upp, upp, mín önd upp í Guðs sólfögru lönd lifenda ljósheiminn bjarta.“ Bogga. GUÐRÍÐUR Hansdóttir var fædd í Reykjavik 15. ágúst 1903, en hún lézt hinn 15. júli sl. og vant- aði þvi aðeins einn mánuð á 68. aldursárið. Hún var dóttir hjön- anna Hans pósts Hannessonar, Hanssonar, sem einnig var póst- ur, og Kristínar Ámadóttur írá Breiðholti. Báðir voru þeir feðg- ar landskunnir sómamenn á sinni tíð. Móðir Guðríðar var Kristín Hjálmsdóttir bónda í Þingnesi Jónssonar bónda á Hóli í Lundarreykjadal Einarssonar bónda I Kalmanstungu, sem margir merkir tónlistarmenn kunna að rekja ættir sínar til. Móðir Kristínar var Guðríður Jónsdóttir frá Deildartungu, en þaðan er mikill ættbogi kominn. Guðríður óist upp í foreldrahús- um i Hanshúsi, sem svo var kall- að og var innan við Skólavörðu þar sem nú er Leifsgata 25, og var hún næstelzt fjögurra systk- ina. Faðir hennar hafði þá tölu- verðan búskap og mikil umsvif þar sem hann hafði á hendi póstflutninga austur á Rangár- velii, en þá póstleið hafði hann lengst af. Allur póstflutningur var fluttur á klyfjahestum 1 póstkoffortum; seinna fékk hann svo fjaðravagn með tjaldhimni yfir til sumarferðanna og gat tekið í þá marga farþega. Einnig Geir Jónsson, börn og tengdabörn t Þökkum inniiega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR SALÓMONSSONAR, pipulagningarmeistara. Bfim, tengdaböm og bamaböm. höfðu þau Hans og Kristín nokkrar kýr í fjósi og gátu selt mjólk til nágrannanna. Ailtaf var margt fólk í Hanshúsi með- an Guðríður var að alast upp og kynntíst hún þar fjölþættu at- hafnalífi og hafði þar sveitina á aðra hönd en bæjarlífið á hina. Vestan Skólavörðu reis borgin að austan við Barónsstíg, þar sem æskuheimiii hennar stóð var gróðurland og ræktuð tún þar sem heyjað var handa kúm og hestum búsins. Þar er nú hluti Norðurmýrar og Hlíða- hverfis. Eftir að ég fór að fara til Reykjavíkur kom ég oft í Hans- hús til föðursystur minnar og þar minnist ég Guðríðar fyrst sem ungrar lífsglaðrar stúlku, syngjandi við vinnu sína, hisp- urslaus og hreinlynd, en glað- værð og lífsþróttur seytlaði frá henni eins og hressandi blær; það var óþarfi að vera með ölund i návist hennar. Eftir að hún varð fulltíða áttum vifi skemmtilegar samverustundir I ferðalögum á hestum á meðan þeir voru helzta farartækið, en mjög snemma eftir að bilar fóru að flytjast til landsins mátti sjá þá við Hanshúsið þar sem áður voru hestar og vagnar, jafnvel lystivagn Danadrottningar, hinn- ar fyrstu sinnar stéttar, er heim- sðtti Island, en það var 1921 sem faðir Guðríðar ök henni til Þing- valla, en nú tóku bræður henn- ar við og stýrðu bflunum og fékk ég þá oft að fljóta með þeim frændsystkinum minum. Hinn 6. des. 1930 giftist Guð- riður ágætum manni, Júliusi Jónssyni, sérleyfishafa, sem ók leiðina Kjalarnes—Kjðs I fjölda- mörg ár og hafði raunverulega sömu atvinnu og faðir hennar eða landferðir með fólk og flutn- ing. Þau höfðu búið saman í far- sælu og ástríku hjónabandi í rúm 40 ár er Guðríður lézt eftir þungbær veikindL sem hún bar með mikilli hugprýðL án þess að nokkur heyrði hana kvarta. Kjarkur hennar og dugnaður var frábær. Þau Guðríður og Júlíus eignuðust fjögur góð og myndarleg böm, en þau eru: Hans, brytí, kvæntur önnu Hjartardóttur, Jón Gunnar, kvæntur Þuríði Beck, Bima, gift Hlöðver Oddssyni, offsetprent- ara, og Kristín, gift Guðmundi IngólfssynL húsgagnabólstrara. Barnabörnin eru nú þegar orðin átta. Ég held að Guðríður hafi ver- ið mikil gæfukona í lífinu, þrátt fyrir heiisubrest seinni árin, sem hún reyndar bar með hetjuskap. Hún átti mjög góðan, umhyggju saman og ástríkan eiginmann, fallegt mvndarheimili að Lauga- teigi 42, þar sem þau bjuggu saman 25 síðustu árin. Þau áttu þvi barnaláni að fagna sem því miður alltof fáir geta státað af. Á heimili þeirra var aldrei öðru að mæta en fyrirmyndar rausn og gestrisni. Þar ríkti glaðværð og samheldni meðan bömin voru heima og innilegt samband á milli fjölskyldunnar eftir að þau flugu burt. Guðríður hafði mik- ið yndi af tónlist og hún vfldi hafa gleði og fjör í kringum slg og undi sér vel í hópi góðra kunningja. Ég veit að Guðríður frændkona mín hefði ekki kært sig um neitt oflof, en þótt ég sleppi því gæti ég sagt um hana mikið hrós, þótt ég segi hér fátt af þvi, en hún var fyrst og fremst góð manneskja, vönduð í allri breytni sinni, hjálpfús, veiviljuð, skemmtileg og glað- lynd, hún var ágæt húsmóðir, eiginkona og móðir. Hún var meira fyrir að vera en sýnast. Við, sem eftir stöndum og söknum hennar, vitum hið óum- flýjanlega ,,að eitt sinn skal hver deyja", en vonum samt og trúum að ekki sé öllu lokið þótt likam- inn hrömi og hverfi eins og blóm, sem að hausti fölnar og hnígur ttl moldar, en hvi meg- um við þá ekki eins og það vænta þess, að vakna aftur á nýju vori? Sigriður Einars frá Munaðarnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.