Morgunblaðið - 23.07.1971, Page 28
28
MÓRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 19'tl
Geioge Harmon.
Coxe:
Græna
Venus-
myndin
/9
lausrar eyðileggingar, Ég veit
nú ekki sönnur á því, en ég
held það hafi verið í Livardi.
ftalir höfðu flutt þangað átta
hundruð kassa af listaverkum
þau elztu frá 13. öld safn-
gripi, merk handrit úr ríkis
skjalasafninu. Meðal annars
voru þarna um sextíu málverk,
þar á meðal gamlar myndir eft-
ir Botticelli og eitt eftir Luini.
. . . Og brennufiokkur eyðilagði
það aUt eins og það lagði sig.
— Já, við vissum um þetta,
sagði Murdock. —En víð getum
ekki sannað það, enn sem kom-
ið er.
Gould hélt áfram, eins og
hann væri að tala við gluggann.
— Þetta er allt öðruvisi heim-
ur en ég hélt, þegar ég var að
vinna hjá Courier. Þá hugsaði
ég ekki um annað en Barry
Gould og hvernig hann gæti
unnið sér inn nokkra dali með
haegu móti. Síðan hef ég séð mik
ið af þjápingum og dauða —
ágirnd og sviksemi. Og að þvi er
ég hef heyrt, eru Þýzkaramir
ekki einir um ránin. Mig grun-
ar, að margir Italir græði vel á
þessu —- þeir sem hafa eitthvert
vald og heppileg sambönd.
Hann sneri sér við. — En
hvað sem þvi liður þá kemur þú
frá Italiu til þess að festa hönd
á málverki, og svo er því stolið
í gærkvöld og Andrada myrtur.
Þarna gæti verið samband á
milli og ef svo er, þá er mál-
verkið sýnilega mikilvægt. Það
virðist helzt svo sem málverkið
hafi verið einhvers konar lyk-
ill eða kort eða skrá yfir dýr-
mæta hluti, sém þið félagar haf-
ið ekki getað fundið enn.
—■ Mér datt þetta í hug,
sagði Murdock, sem sá, að það
þýddi ekkert að fara að and-
mæla þessari röksemdafærslu.
— Og ef þessi hugmynd þín
er enn góð og gild, er aftur kom-
ið að þeim möguleika, að mynd-
in sem þú fékkst hjá Damon sé
stæling. Og sé svo, þá dettur
manni Roger Carroll í hug. En
svo er bara það, að hann hefði
aldrei getað gert eftirmyndina.
Hann hefur ekki komið þarna í
húsið í þrjá daga — að minnsta
kosti held ég það ekki.
Hann þagnaði, en svo lifnuðu
augun við. — Sjáðu til. Hefði
verið hægt að gera eftirmyndina
eftir að myndinni var stolið?
Segjum frá því klukkan tíu í
gærkvöldi . . . á eitthvað sextán
klukkutímum? Gæti myndin
þornað á þeim tíma?
Murdock hugsaði sig um. Hon
um hafði þegar dottið þetta sama
í hug og nú hugleiddi hann það
aftur. Hann sagðist haida ekki.
Lúxuseinbýlishús —
Hafnarfjörður
Til sölu einbýlishús á góðum stað i Hafnarfirði.
Á fyrstu haeð eru mjög skemmtilegar stofur, eldhús, bað og
3 svefnherbergi.
Á efri hæð sjónvarpsherbergi, 2 svefnherbergi og snyrtiher-
bergi. — Mjög fallegur garður. — Eign í sérflokki.
bshiuimis
FASTEIGNASALA - SKIP
OG VERDBRÉF
Strandgötu 11. Sími 51888 og 52680. Sölustjóri heima 52844.
t+EUESENS
RATTtRIERV
Q36
trELLESENS gull
Q Miklu betri ending
0 Algjörlega lekaþétt
• HELLESENS-GULL, EXTRA POWER
MERKASTA NÝJUNG í RAFHLÖÐUM
Á ÞESSUM ÁRATUG.
Hann sagði: — Það mundi taka
færan mann fimm eða sex
klukkustundir að gera eft
irmyndina svona góða, og ég
held ekki, að olia myndi þorna
á tíu tímum — ekki svo vel, að
það stæðist gagnrýni. En þessi
mynd var vel þurr, það fann
ég.
— Jæja . . . Gould sneri sér
við og staðnæmdist við dyrnar.
— Ég veit ekki. Það sem þú ert
að gera er miklu mikilvægara
en nokkur frétt, sem ég gæti
náð í, en ég vil nú samt fá frétt
ina, og ekki fyrst og fremst
handa Courier. Rétt skrifuð
gæti hún verið ágæt í timarit.
Þess vegna ætla ég að halda
áfram að hrella þig. Hvernig
væri að fá sér kvöldverð, þú
hefur hvort sem er ekkért að
gera? Hvað ætiarðu eiginlega að
gera næst?
Murdock opnaði plötukass
ann. — Ég býst við, að Carroll
hafi glás af málverkum í vinnu-
stofunni sinni, eða er það ekki?
Veiztu hvar hann heíst við?
Gould gaf honum heimilisfang
ið. Hann sagði, að Carroll ætti
mikið af málverkum. Að minnsta
kosti átti hann það, þegar ég
kom við hjá honum fyrir fáein-
um dögum.
Ég býst við, að ég verði að
taka mynd af þeim öllum, sagði
Murdock. — Hvon sem mér er
það ljúft eða leitt.
Herbergi Roger Ca.’olls voru
í tveggja hæða, óhreinni múr-
steinsbyggingu, með tveimur
húsum við hliðina, sem voru
einni hæð hærri. Öðrum megin
var pappírsheildsala en hinum
megin járnvörubúð, en á hæð-
inni fyrir neðan herbergi Carr-
olls var aðsetur pipulagninga-
manns. Milli þess og pappirssöl-
unnar var mjór gangur, og þeg-
ar Murdoek bröiti upp slitinn
stigann, sá hann að ekki leit
húsið betur út að innan en utan.
Bacon ásamt Keogh og
tveimur öðrum mönnum voru
sýnilega að ljúka við húsleit
þarna, og Bacon hleypti brún-
um og sagði:
— Hvað nú? Hann leit á
plötukassa Murdocks. Ef ekki
væri þessi einkennisbúning-
ur þinn, gæti ég haldið, að þú
værir kominn í gömlu vinnuna
aftur. Ætlarðu að taka fleiri
Hrúturinn, 21. niarz — 19. april.
I»ft færÖ aldrei |>uð sem þú vilt, ef þú biður aldrei um það.
í dag skaltu vera reglulega heimtufrekur.
Naiitið, 20. apríl — 20. mai.
Vertu r dug:Ieg:ur, eu taktu euga ákvurðun að svo studdu.
Tvíburarnir, 21. niaí — 20. júni.
Vaiiræktu ekki vini þina ug kunuingja. I þeirra húpi er stúð-
ug: tilbreyting;.
Krabbinn, 21. jtiní — 22. jtilí.
Nú koma i Ijns mistok vegna hugsunarleysis. Heyndu að
bæta úr þeim.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
l»að er ekki alitaf hægt að standa einn. l»ú verður að leita
til annarra.
Meyjar, 23. ágÚBt — 22. september.
Allir hafa sína súgu að segja. I*ú gleyniist kannski um slund,
en það gerir hvorki til ná frá.
Vogin, 23. september — 22. október.
Kkkert er skemmtilegt nema luigur fylgi niáli. I»ú gætir jafn-
vel haft gaman af erfiðinu.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber.
Kyddu ekki kröftum þíuum á einskisverða hluti.
Boginaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Beittu sjálfan þig: aga. Notaðu hverja mínútu til þess að
Ijúka óloknum verkum.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Alit þitt er að eng:u liaft. Treystu sambönd þfn ug kuindu svu
fram með skoðanir þínar.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
l»að giMigur hvurki né rekur nema þú takir tii nspilltra mál-
anna.
l iskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
I einhverju ofurkappi freistast þú til að lufa meiru e»i þú
getur staðið við. llugsaðii áður en þú talar.
myndir. Hvernig komu hinar út?
Murdock lagði frá sér áhöld-
in og ieit kring um sig. Þetta
var stórt herbergi, ruslaralegt
og ekki sérlega hreint. Þarna
voru hillur með málverkum í og
svo málaragrind og fyrirsætu
pallur, bólstraður setbekkur,
tvö borð og stólar og í ein.u
horninu var vaskur og suðu-
plata og gamald ísskápur úr tré.
Geginum dyrnar gat hann séð
skuggalegt svefnherbergi.
— Hvar er Carroll?
- - Við höfum sett hann undir
gler. Og þannig verður hann
fyrst um sinn.
— Hafið þið mvkkrar sann-
anir?
— Eitthvað í áttina, sagfti
Keogh.
Bacon dró höndina upp úr
vasanum og opnaði hana. 1 lóf-
anum á honum lá tómt
skothylki. — Nr. 32, sagði hann.
— Við fundum það undir legu-
bekknum, líklega úr skamm-
byssu. Og það var nr. 32,
sem varð Andrada að bana.
- Nokkuð fleira? sagði Mur-
dock.
*
2JA
PLÖTU
SETT
SEM
ALLIR
ÞURFA
AÐ
EIGNAST
OG
KYNNAST
Bacon benti á blett milili
skitnu ábreiðanna. Einhver
hefur nuddað þetta til þess að
ná úr því bletti — og
það nýlega.
Murdock sýndi á sér vantrú-
arsvip. Þetta gæti eins hafa ver-
ið máining.
Já, eða súkkulaði, sagfti
Bacon. En það gæti verið eitt-
hvað meira á teppunum. Við ætt
um að taka þau með okkur og
iáta efnarannsaka þau. En hvað
um þessar myndir, sem þú tókst?
Murdock sagði honum það
sarna, og hann hafði sagt
Barry Gouid.
- Gott og vel, sagði Bacon.
— Útskiýrðu þetta nánar.
Murdock sagðist halda, að
myndin, sem Damon var með,
hefði verið eftirmynd. Hann
sagði, að svo hlyti að vera ef
uphafleg huigmynd hans
hefði verið rétt, og við hana
héldi hann enn fast, og kannski
hefði Roger Carold gert þessa
eftirmynd.
Hún er ekki hérna núna,
sagði Bacon. — Við erum búnir
að gá að því.
— Hafi hann gert eftirmynd
og fruimmyndin væri hérna,
sagði Murdock. og ef hann hef
ur myrt Andrada eða veit eitt-
hvað nánar um morðið, þá þyrfti
hann ekki að skilja myndina
eftir hérna, handa einhverjum
að finna. En til þess að leyna
henni gæti hann hafa málað yf-
ir hana það var
smyglað mörguim myndum út úr
Evrópu fyrir stríð, á þann hátt
— og ég er með nóg af film-
um með mér til þess að komast
að því.
Bacon neri á sér nefið. Hamn
tók vindilinn út úr sér og fór
að laga á honum oddinn. Þú
ert enn með Damon í huga, sagði
hann. erþaðekki?