Morgunblaðið - 23.07.1971, Side 30

Morgunblaðið - 23.07.1971, Side 30
Noregur - England 2-1 I keppnisför til Danmerkur NOEÐMENN sigruðu áhuga- ma.unalið Englajids í knatt- spymu með tveimur mörkum gegn einu í landsleik sem fraim fór i Stafangri í fyrrakvöld. Svo sem kunnngt er þá em Englend- ingar vaentanlegir hingað til lands áður en langt um líður og leika þeir landsleik við Islend- Inga á Laugardalsvellinum. Dregið hjá U.M.F.Í. DREGIÐ hefur verið í lands- mótshappdrætti Ungmennafélags Jslands, en ágóðanum af því er varið til að styrkja utanferð frjálisiþróttafólks ungmennafé- laganna eftir 14. landsmótið á Sauðórkróki. Vinningamir, sem eru þrjár ferðir til Kaupmannahafnar og heim aftur, komu á eftirtalin númer: 1588, 3183, 4700. Vinn- ingshafar snúi sér til skrifstofu UMFl, Klapparstíg 16, Reykja- vik, simi 12546. Frétt frá UMFl. (Vinningsnúmerin eru birt án ébyrgðar.) 1 viðtali við norisku fréttastof- una NTB, segir Öivind Jóhaímes- sen, norski lan dsi iðsþjálfarinn, að hann hafi verið ánægðuir með sigurlnn og segir að ens'ka liðið sé mjög erfitt viðureignar. Það Xeiki af miklum krafti og hraða og margir leikmannanna hafi góða knattmeðferð. 1 frásöign NTB af leiknium er sagt að hann hafi verið mjög jafn, en Norðmenn hafi verið langt frá sdnu bezta. Sagt er að leikaðferð Englendinganna hafi verið sú að aðeins tveir menn lágu framrni og unnu úr send- ingum sem þeir fengu þargað. Vöm liðsins hafi hins vegar ver- ið mjög góð með Keit Mead sem bezta mann. Englendingar náðu forystu 5 leiknum á 3. mínútu með marki Roger Day, sem skorað var úr langskotl. Á 9. minútu jafnaði Ottof Nielsen fyrir Norðmenn með sikafla og á 33. mlnútu i síð- ari hálfleik slkoraði svo Oia Dyb- ward Olsen sigurmark Norð- manna. NTB segir að þeir Tom Dund og Svein Kvia hafi verið beztu menn norska iiðsins. f fyrrakvöld hélt fjölmeninjr hópur UMFÍ-félaga til Danmerkur, en þar mun íþróttafólkið taka þátt í að minnsta kosti tveimnr íþróttamótum. Utan fóru allir þeir sem voru í 1. og 2. sæti á landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Myndin var tekin er hópurinn var að leggja af stað. í miðröð lengst til vinstri er Sig- urður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, en annar maður til hægri í sömu röð er Hafsteinn Þorvalds- son, formaður UMFÍ. %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%<%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%< 1 ÞRJÁTÍU og eitt ár hefur íþrótta- samband Islands gefið út blað um íþróttir, „Iþróttabiaðið". Hefur sú útgáfustarfsemi verið þyrnum stráð, enda mun ekki heiglum hent að ætla sér að gefa út íþróttablað á Islandi, þótt furðulegt megi teljast, þar sem íþróttaáhugi er hér mjög mikill og aimennur. Hafa margar tilraunir ver- ið gerðar til útgáfu íþróttablaða og nú síðast í vetur. Var myndarlega að þeirri tilraun staðið, en árangur- inn ekki eftir því. Rekstur Iþróttablaðs ISl hefur löngum gengið heldur erfiðlega og blaðið hefur einnig óneitanlega ver- ið mjög mismunandi að gæðum. Virðist þar hafa miklu ráðið hver var ritstjóri blaðsins, og er t.d. áber- andi hversu blaðið hefur verið lang bezt úr garði gert fyrir árið 1950, þegar hinn kunni íþróttablaðamaður Jóhann heitinn Bernhard var rit- stjóri þess. Þá má einnig segja að biaðið hafi verið um margt ágætt á meðan Þórður B. Sigurðsson var rit- stjóri þess og sennilega hefur aldrei verið lögð jafnmikil vinna í það og þá. Síðan Þórður hætti með blað- ið hefur aftur haUað undan fæti og hefur það verið íþróttaáhugafólki lítið tilhlökkunarefni að fá blaðið að undanfömu, jafn þunnt og efnis- rýrt og það hefur verið. Nú skal það tekið fram, að sjálfsagt er núverandi ritstjóra þess að mörgu leyti vork- unn. Fjárhagur blaðsins hefur verið það þröngur, að lítið hefur verið hægt að gera, jafnvel þótt vilji hafi verið fyrir hendi. Nú er það vitanlega spurning hvort ÍSl á að vera að berjast við að gefa út íþróttablað, sem er fjár- hagslegur baggi á samtökunum og kemur íþróttalífi í iandinu að mjög takmörkuðum notum. En siðar gefst tækifæri til þess að fjalla um það atriði. Tilefni þessara hugleiðinga um Iþróttablaðið er fyrst og fremst grein, sem birtist í júníhefti þess og er eftir ritstjórann, Alfreð Þorsteins- son. Ber grein þessi heitið: „Mis- heppnuð bylting", og er tilgangur hennar að reyna að sýna fram á, að störf Alberts Guðmundssonar og stjórna hans í KSl hafi lítinn árang- ur borið. Með fyrirsögn blaðsins er ekkert spurningarmerki, þannig að í henni felst fullyrðing og höfundur- inn eyðir síðan drjúgu rúmi I að reyna að skjóta stoðum undir skoð- un sina. Nú er Alfreð Þorsteinssyni vitan- lega frjálst að halda hverju sem er fram í þessum efnum, en heldur finnst manni það ósmekklegt hjá honum að nota málgagn ISl til þess að veitast að ákveðnum forystu- mönnum íþróttahreyfingarinnar. Finnst manni ákaflega ótrúlegt að stjórn ISÍ sé slíkum vinnubrögðum samþykk, þótt hún hafi reyndar ekkert látið til sín heyra út af um- ræddri grein. Aðferð Alfreðs Þor- steinssonar til þess að koma skoðun sinni á framfæri er þeim mun ósmekklegri, að hann hefur mjög greiðan aðgang að einu dagblaðanna, Tímanum, og ekkert við því að segja að slík grein birtist þar, sem hún og gerði, þar sem Alfreð endurprent- ar hluta greinar sinnar þar sl. sunnu- dag. En hefur byltingin sem boðuð var misheppnazt? Umrædd grein hefur tilefni til þess að meta stöðuna eins og hún var og eins og hún er, þótt slíkt hafi að sjálísögðu ekki allt að segja. Alfreð skiptir landsleikjum íslendinga sl. 8 ár í tvö tímabil — fyrir og eftir umtalaða byltingu. Nær fyrra tímabilið yfir 5 ár frá 1964—1968, en hið síðara yfir 2—3 ár, frá 1969—1971. Nú er það eitt út af fyrir sig at- hyglisvert, að sl. þrjú ár hafa Is- lendingar leikið jafnmarga landsleiki og þeir gerðu á næstu fimm árum á undan, og má segja að á þessu sviði einu hafi orðið stórbylting. Flestir geta verið sammála um að nauðsynlegt sé að skapa landsliðinu hæfilega mörg verkefni, og varla verður annað sagt en að það hafi verið gert undanfarin þrjú ár. 1 grein sinni sleppir Alfreð einnig að geta þess, hvenær landsleikirnir hafi verið leiknir. Hann man e.t.v. ekki eftir þvl, að t.d. á árinu 1970 fór einn landsleikur okkar fram í febrúar og annar í maí. Fyrir nokkr- um árum hefði það þótt fjarstæða að leika landsleiki á þessum árstima, en nú þykir það ekki óeðlilegt. Þetta bendir til þess, að tímabilið hafi lengzt. Þetta er bylting. Þá gleymist einnig að geta um það, að af 13 leikj- um á síðara tímabilinu eru 7 leikir á útivelli, en á fyrra tímabilinu fóru aðeins tveir leikjanna fram á úti- velli. Samanlögð markatala fyrra tímabilið er 16:44 Islendingum í óhag, en síðara timabilið 12:19. Þetta er ef til vill ekki bylting, en óneitanlega breyting til batnaðar. Á fyrra tímabillnu léku Islendingar einu sinni við Dani og einu sinni við Norðmenn. Danaleikurinn tapað- ist 14:2 eins og frægt er orðið, og leikurinn við Norðmenn tapaðist 0:4. Á síðara timabilinu var einu sinni leikið við Dani og varð þá jafn- tefli, 0:0, og þrisvar við Norðmenn. Tvisvar sinnum töpuðust leikir gegn þeim, 1:2 og 1:3 — í bæði skiptin á útivelli — en einn ieikur vannst, 2:0, á heimavelli. Af þvi sem hér hefur verið rakið má sjá, að ritstjóri Iþróttablaðsins virðist hafa verið búinn að gefa sér forsenduna fyrirfram, er hann skrif- aði grein sína, og neitað síðan að viðurkenna staðreyndir, sem brjóta í bága við hana. Um aðrar staðreyndir er einnig fjallað dálítið frjálslega í umræddri grein, t.d. eins og unglingastarfið. Þar er sagt, að ekki hafi verið um neitt skipulagt unglingastarf að ræða hjá Knattspymusambandi Islands fyrir árið 1964. Þarna gleymir grein- arhöfundur alveg þvi starfi, sem þeir Frímann Helgason og Sigurgeir Guð- mannsson lögðu af mörkum við upp- byggingu unfelingastarfs á vegum KSl. Það varð engin bylting í þessu starfi árið 1964, þegar greinarhöf- undurinn, Alfreð Þorsteinsson, tók við forystu í unglingamálum, held- ur var aðeins haldið áfram því starfi, sem byrjað hafði verið á. En siðan hefur verið unnið markvisst að upp- byggingu unglingaknattspyrnunnar. Það er ekki Islandi að kenna þótt unglingamót Norðurlanda væri lagt niður. Eftir það varð stjóm KSl að finna því önnur verkefni og nægir að minna á þátttöku íslenzka ung- lingalandsliðsins i Evrópukeppninni sl. ár, þar sem útkoman var hin þokkalegasta. Ritstjóri Iþróttablaðsins veit einnig að á mörgum öðrum sviðum hafa orðið miklar breytingar, hvort sem kalla má þær byltingu eða ekki. A síðustu árum hefur verið komið á meistarakeppni KSl, stofnanakeppni KSl, skólamóti KSl, Islandsmóti I innanhússknattspyrnu, stofnað hefur verið Knattspyrnudómarasamband Islands og Knattspyrnuþjálfarasam- band Islands og hafa þessi sambönd þegar gefið góða raun. Þá hefur ver- ið lögð aukin áherzla á að gefa þjálf- urum tækifæri á að komast utan til náms o.fl. Umrædd atriði skila sér e.t.v. ekki á andartaki sem aukinn árangur landsliðsins, en ég held, að allir hljóti að sjá, að þau stefna að einu marki — eflingu knattspyrnu á Islandi. Vitanlega er erfitt að gera saman- burð á milli ára í flokkaíþróttum, þar sem skeiðklukku og málstokk verður ekki komið við, og ennfremur er slíkur samanburður leiðinlegur, þar sem svo virðist að þegar það er tal- ið upp, sem vel hefur verið gert á ákveðnu tímabili, þá sé um leið verið að gagnrýna það, sem gert var á hinu tímabilinu, og kasta rýrð á þá menn, sem þá voru i forsvari. Það er þó alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ég held að það geti allir verið sammála um, að þeir menn, sem verið hafa i forsvari fyrir KSI frá stofnun þeirra samtaka, hafi all- ir verið af vilja gerðir til þess að efla íþróttina, og víst er að þar hafa margir lagt fram gífurlega mikla og óeigingjarna vinnu, sem aldrei verð- ur fullþökkuð, enda sennilega ekki til þess ætlazt af þeim, sem I eldlínunni standa. En rangtúlkun og hálfsögð saga um staðreyndir eru heldur eng- um til góðs —- ekki einu sinni þeim, sem voru í stjóm KSl á undan Albert Guðmundssyni. Steinar J. Lúðvíksson. \%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%>%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%<

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.