Morgunblaðið - 17.08.1971, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1971
*
Islendingar
sigursælir
— á skákþingi Noröurlanda
SKÁKWNG Norðurlanda hófst
I Norræna húslnu á sunnudag
með því að Magfnús Torfi Ólafs-
son, menntamálaráðherra setti
mótið. Teflt er í fjórum flokk-
um, landsliðsflokki, þar sem eru
12 keppendur, tvískiptum meist-
araflokki og ungrling-aflokki.
1 1. umferðinni i landsliðs-
flokki lauk fjórum skáikum og
var frammistaða íslenzku skák-
mannanna mjög góð. Jón Krist-
insson vann Hákon Ákvist,
Bjtörn Þorsteinsson vamn Sejr
Hblm, en jafntefli gerðu Mikael
Nykopp og Helge Gundersen,
svo og AHan Jensen og Ingvar
Barda. Biðskákir urðu hjá Kenn-
eíh Josefsson og Friðriki Ólafs-
syni og hefuAPriðrik rýmra tafl,
sem sennilega neegir til vinn-
ings. Einnig varð biðskák hjá
Johnny Ivarsson og Freysteini
Þorbergssyni og er staðan tvi-
sýn.
Töfluröð í landsliðsflókki er
þannig: 1. Björn Þorsteinsson,
2. Jón Kristinsson, 3. Johnny
Ivarsson, Svíþjóð, 4. Ingvar
Barda, Noregi, 5. Kennet'h Jos-
efsson, Svíiþjöð, 6. Mikael Ny-
kopp, Finnlandi, 7. Helge Gund-
ersen, Noregi, 8. Friðrik Ólafs-
son, 9. Allan Jensen, Danmörku,
10. Freysteinn Þorbergsson, 11.
Hákon Ákvist, Sviþjóð, 12. Sejr
Holm, Danmörku.
3. umferð verður tefid í kvöld
kl. 18. Þá tefla saman: Jón Krist
insson og Sejr HoLm, Johnny
Ivarsson ag Bjöm I>orsteinsson,
Ingvar Barda og Hákon Ákvist,
Kenneth Josefsson og Freysteinn
Þorbergsson, Mikael Nykopp og
Allan Jensen, Helge Gundersen
og Friðrik Ólafsson og hafaþeir
fyrmefndu hvitt.
Myndin er frá 1. umferð á Skákþingi Norðurlanda og sést Friðrik Ólafsson stórmeistari í bak-
sýn. Af öðrum keppendum sjást frá vinstri Ingvar Barda gegnt Allan Jensen og Jonnny Ivarsson
gegnt Freysteini Þorbergssyni. (Ljósm. Sveinn Þorm.).
9-
SOGIÐ
Saimkvæmt upplýsingum
Halls Árnasomar, Þrastarlundi,
hefur veiði verið mjög góð í
Soginu í sumar. Á land eru
komndr alls 140 laxar og er
meðalþyngd þeiira um 9 pund.
Stærsti laxinn sem veiðzt hef-
ur í sumar var 19 pund og
veiddist hann á Schrimp-flugu
númer 6. Vinsælasta flugu-
tegundin við Sogið er hins
vegar Blue Charm. Ennfrem-
ur er veitt mikið á bæði maðk
og spún, en vinsælasti spúnn-
inn er Black-Toby. Hallur
sagði að heldur hefði dregið
úr veiði að undanförnu, en á
sunnudag var að byrja ný
ganga, og sást laxinn stökkva
mikið neðan við brúna.
Veiði virðist ætla að verða
mjög góð í Soginu í sumar,
en hún hefur aukizt verulega
undanfarin fá ár, t. d. fengust
alls 17 laxar árið 1969, en í
fyrra fengust alls 100 laxar,
en að sögn Halls er aðalveiði-
tíminn nú rétt að hefjast.
Eru þeir
að fá‘ann?
FÁSKRÚÐ, FLEKKU-
DALSÁ OG HAUKADALSÁ
Hannes Jónsson hjá Stang-
veiðifélagi Akraness veitti
þættinum þær upplýsingar í
gær, að góð veiði hefði verið
í Dalaám í allt sumar. Úr Fá-
skrúð væru nú komnir 450 lax
ar á land, en þrjár stengur eru
í ánni. Mest veiðist þar á
maðk en einnig veiðist tals-
vert á flugu. Laxinn hefur
verið í smærra lagi í Fáskrúð
í sumar, mest um 4—5 pund-
ara.
í Flekkudalsá hefur verið
svipuð veiði og í fyrra, þótt
einni stöng fleira sé í ánni, þ.
e. þrjár st.engur. Fremur smár
lax er í Flekkudalsá, meðal-
þyngd um 5 pund, og er mest
veitt á maðk.
Úr Haukadalsá eru komnir
eitthvað yfir 600 laxar á þær
tvær stangir sem S. A. er með
á leigu. Laxinn í Haukadalsá
er nokkuð stærri en í hinum
ánum, og að undanförnu hef-
ur þar verið mjög góð veiði á
flugu.
ANDAKÍLSÁ
Heldur var veiðin treg í
Andakílsá fyrri hluta sumars,
sagði Hannes, en hún hefur
glæðzt nokkuð upp á síðkast-
ið. Mikið er af laxi í ánmi, en
þetta er fyrsta sumarið sem
hún er leigð út til stangveiða.
Veiðzt hefur nokkuð jöfnum
höndum á maðk og flugu að
undanförnu, en framan af
sumri veiddist nær eingöngu
á maðk. Loks sagði Hannes,
að nokkur bleikjuveiði væri í
ánni og væri aðalbleikjuveiði-
svæðið neðóin við þjóðveginn.
21 PUNDS MARÍULAX
Mairíulaxinin er flestum lax-
veiðimönmum eitt minnisstæð-
asta atvikið á laxveiðiferli
þeirra og víst er að þar verð-
ur Bryndís Kristinsdóttir frá
Reykjavík engin undantekn-
ing. Bryndís var fyrir skömmu
ásamt manni sínum, Þórði
Óskarssyni flugumsjónar-
manni, við veiðar í Laxá í
Aðaldal. — Voru þau stödd
við Núpabeiðuna og var Þórð-
ur að gera sig kláran uppi í
veiði'kofanum er Bryndís tók
stöng og kastaði af rælni út í
ána. Varia Var spónninn fyrr
búinn að snerta vatnið en
þrifið var óþyrmilega í. Bryn-
dís reyndi með ýrmsum ráðum
að gera manni símum viðvart
en hann tók ekki eftir neinu,
þar sem hann var önnum kaf-
inn við að gera sig kláran.
Hófst nú mikil barátta laxins
og Bryndísar, en Bryndísi til
aðstoðar var vinkona hennar,
sem ekki mun mikið reyndari
en Bryndís við iaxveiðar. Eft-
ir mikil átök tókst að lamda
laxinum með aðstoð veiði-
manns, sem var staddur tals-
vert ofan við þær stöllur, en
tók til fótanna er hann sá
hvað var á ferðinni. Laxinn
var hængur, 21 pund. F.kki
fara sögur af svipbrigðum
Þórðar er hann kom klár nið-
ur að á og sá veiði eiginkonu
sinnar. Hún mun aftur á móti
hafa tekið ólæknandi laxveiði
bakteríu.
Ráðstafanir Nixons:
Valda umróti víða
16. ágúst — NTB-AP
í FRÚTTIJM frá Washington í kvöld sagði, að fyrstu við-
brögð ýmissa hagfræðinga og fjármálasérfræðinga víða um
heim væru á þá lund, að ráðstafanir Nixons, Bandaríkja-
forseta, stefni að fyrstu verulegu leiðréttingunni, sem gerð
hefur verið á alþjóðagjaldeyrisskráningu í aldarfjórðung.
í Bandaríkjunum segir, að ekki komi ölllum á óvart, að
Nixon hafi gripið til þessara ráða, en hitt valdi furðu, hversu
langt hann gangi og segja megi, að hann hafi ákveðið að
gera allar ráðstafanirnar, sem mælt hafði verið með að grípa
til, m.a. af ýmsum talsmönnum demókrata.
Fréttastofum ber saman um, að ráðstafanir Nixons hafi
engu að síður komið af stað miklu umróti og í flestum
bönkum, austan hafs og vestan, voru viðskipti með erlend-
an gjaldeyri stöðvuð og forystumenn ríkisstjórna boðuðu
meðlimi sína til funda til að ræða hin breyttu viðhorf í al-
þjóðagjaldeyrismálunum. Um viðbrögð einstakra ríkis-
stjórna er enn of snemmt að segja, en nefna má, að brezka
stjórnin kom saman til fundar í kvöld og Pompidou, Frakk-
landsforseti, hefur tilkynnt, að franska stjórnin muni taka
málið til gaumgæfilegrar íhugunar.
1 kvöld var fundur í London,
þar sem Paul Volcker, aðstoðar-
fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
ræddi við seðlabankastjóra frá
Vestur-Þýzkalandi, Japan, Frakk-
landi og Italíu. Volcker sagði að
fundi loknum, að Bandaríkja-
menn óskuðu að alþjóðaviðskipti
ykjust.
John Connally, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, tók i dag
undir þau orð Nixons, að ekki
væri um að ræða gengislækkun
á dollar, en afleiðingar af ráð-
stöfunum Bandaríkjaforseta
væru undir þvi komnar til hvaða
ráða önnur lönd gripu. Ef kom-
ið yrði á réttri skráningu geng-
NM
1 SKÁK
ÚRSLIT í 2. umferð landsliðs-
flokks á skákþingi Norðurianda
í gærkvöldi voru sem hér segir:
Freysteinn Þorbergsson vann
Barda frá Noregi, Björn Þor-
steinsson vann Jón Kristinsson,
sem lék sig skyndilega í mát í
hörkuskák, Friðrik Ólafsson
vann Nykopp frá Fin.nlandi,
Akvist frá Sviþjóð og ívarsson
frá Svíþjóð gerðu jafntefli, Holln
frá Danmörku vann Gundersen
frá Noregi og Jósepsson Svíþjóð
varrn Jensen frá Danmörítiu.
is, myndi dollarinn hækka gagn-
vart sumum gjaldmiðlum, en
lækka gagnvart öðrum.
ÁHYGGJUR I AÐALSTÖÐVUM
EBE
1 fréttum frá Brússel segir, að
áhyggjur hafi gert vart við sig
í aðalstöðvum Efnahagsbanda-
lags Evrópu og sagt, að ákvarð-
anir Bandaríkjaforseta hefðu
skapað erfið mál úrlausnar fyrir
bandalagið. Evrópunefndin hefur
verið kvödd saman til fundar á
morgun, þriðjudag. Síðdegis
I TILEFNI fyrstu alþjóðlegu
vörusýningarinnar á Islandi efna
Kaupstefnan og Flugfélag Is-
lands ttl nýstárlegs gestaliapp-
drættls. Daglega verður dregið
úr innkommim miðum. Vinning-
ur er dagsferð fyrir tvo með
Fokker Frlendship flugvél Flug-
félagsins. Sérstakur leiðsögu
maður verður með í ferðinni.
Þeir heppnu mumu ieggja upp
i hringferðina 17. sept. n. k. Lagt
verður upp árla dags frá Reykja-
vík með Foikker Friendship frá
Flugfélagi Islandis og fyrsti án-
ingarstaður verður Isafjörður. —
Þaðan verður haldið til Akureyr-
Richard Nixon
sama dag kemur fjármálanefnd
EBE væntanlega saman til fund-
ar og búizt er við, að ráðherra-
ráðsfundur verði haldinn innan
fárra daga.
I röðum EBE-manna er sú
skoðun ríkjandi, að jafna megi
ráðstöfunum Nixons við gengis-
breytingu á dollar og grípi EBE-
löndin ekki til sameiginlegra ráð-
stafana, geti framtíð bandalags-
ins verið í húfi. í stuttri yfirlýs-
ingu, sem var gefin út í dag.
sagði, að lönd Efnahagsbanda-
lagsins yrðu að standa saman
og gæta hagsmuna sinna, og
leggja fram sinn skerf til að aft-
ar, þar sem lent verður uim 11
leytið og þar verður hádegis-
verður snæddur, en ferðalangar
miunu fá tækifæri til þess að
kynnast noikkrum helztu atvinmu
fyrirfcækjum Akureyrar. Þá verð
ur flogið yfir Mývatnssveit og
til Egi'lsstaða, en kaffi verðui'
dnxkkið í HaMormsstáðarskógi
þar sem haustliltimir verða ugg
laust í algieymingi um þær
mundir. Kvöldveirður verður síð-
an snæddur á Höfn í Homafirði
og þaðan verður síðan flogið út
í Vestmannaeyjar áður en hringn
uim iýkur í ReykjavÆk um mið-
næfcti.
Framhald á bls. 2S.
Umhverfis Island
á einum degi
Gestaferð Kaupstefnunnar
með Flugfélagi íslands