Morgunblaðið - 17.08.1971, Síða 5
MÖTtGUNBLAÐlÐ, ÞRIÐJUDAGCJR' 17.: AGlSBT -1971M
Þorskurinn og varnir
hins vestræna heims
Eftir C. L. Sulzberger
BANDARÍSKI blaðaniaAurinn
C. L. Snlzbrrgcr heldur áfrani
að skrifa um fsland og birtist
þriðja grein hans í Internati-
onal Herald Tribune sl. föstn-
dag. I»ar segir í upphafi, að
franitíðarstefna rikja Atlants
hafsbandalagsins liyggist á
því sanikomulagi, sem þau
geri varðandi veiðar „hins
glitrandi, næringarríka Jiorsks,
sem svo mikið er af undan
ströndum þessarar eyjar (ís-
lands)“, eins og hann kemst
að orði. Þorsk- og ýsuafli, seni
veiddur sé á niiðunuin um-
hverfis landið sé mikilvæg-
asta anðlind landsins og standi
fjárhagslega undir hinum
góðu lífskjöriim og athyglis-
verðri menningu þjóðarinnar.
,,Á árunum 1950—60,“ seg-
ir hann, „þegar islenzka rík-
isstjórnin færði út fiskveiði-
lögsögu ríkisins í 12 siómíl-
ur, virti Bretland, sem er
helzti markaður fyrir íslenzk-
an fisk, þá ákvörðun að vett-
ugi og það kom raunverulega
til vopnaðra átaka, þó svo eng
inn hlyti þar sár. Árið 1961
viðurkenndi brezka stjómin
nýju mörkin og aðilar kom-
ust að samkomulagi um að
vísa framtíðardeilum sínum
til Alþjóðadómstólsins í Haag.
Nú hafa Islendingar til-
kynnt, að þeir ætli að rjúfa
þetta samkomulag, færa út
fiskveiðilögsögu sina í 50 sjó-
mílur og útiloka erlenda tog-
ara frá því svæði. Bretarhafa
harðlega neitað að fallast á
þetta og Vestur-Þjóðverjar
taka sömu afstöðu.
Og rétt eins og þessi deila
við tvö bandalagsriki sé ekki
nægileg, hefur nýja ríkis-
stjórnin einnig lýst því yfir,
að hún hafi í hyggju að visa
úr landi bandaríska herliðinu,
sem annast og ver herstöð
Atiantshafsbandalagsins í
landinu. íslendingar eru sjálf
ir vopnlaus þjóð, svo að her-
stöðin yrði þá skilin eftir
handa hverjum, sem taka
vildi, þó svo að ríkið æski þess
ekki að segja sig úr Atlants-
hafsbandalaginu sjálfu.
Sérsamningar
Loks viija íslendingar —
sjáandi fram á, að Bretar ger-
ist aðilar að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu — komast að
samkomulagi við EBE til þess
að tryggja nægan fiskútflutn-
ing. Þeir hyggja ekki á fulla
aðild heldur gera sér vonir
um sérsamninga, sambærilega
við loftferðasamningana við
Bandaríkjastjór i,
Flugfélagið Loftleiðir er
ekki aðili að Alþjóðasambaindi
flugfélaga — IATA — og því
ekki bundið fargjöldum þess.
Því hefur tekizt að undir-
bjóða IATA flugfélögin á flug
leiðunum yfir Norður-Atlants
hafið en Bandaríkjastjórn
heimilar islenzkum flugvél-
um — einum véla utan IATA
félaga — lendingu, enda þótt
bæði bandarísk og erlend
flugfélög hafi mótmælt þvi.
Nýja ríkisstjórnin vakti öll
þessi vandamál upp samtím-
is með djarflegum loforðum
fyrir kosningarnar, sem komu
henni til valda: Að ban.na veið
ar erlendra fiskimanna innan
50 sjómílna marka; að visa
brott Bandaríkjamönnum, og
að komast að samkomulagi
við Efnahagsbandalag Evrópu.
Nú er stjórnin farin að veltá
því fyrir sér, hvort öll þessi
atkvæðaveiðandi fyrirheit eru
framkvæmanleg.
Stjórnirnar í London og
Bonn hafa tilkynnt, að þær
muni ekki viðurkenna 50 sjó-
mílna mörkin. Bretar stað-
hæfa að samkomulagið frá
1961 sé órjúfanlegt. Og hvorki
brezka stjórnin né hin v-
þýzka eru liklegar til að mæl-
ast tii þess við Efnahags-
bandalagið, að það sýni Is-
lendingum tillitssemi svona
rétt eftir að þeir hafa gefið
þeim kjaftshögg.
Deilur tvær
Svo að nú deila menn inn-
an NATO burtséð frá deil-
um Islendinga sjálfra um
NATO. Þegar stjórnin í
Reykjavík hefur kannað alla
erfiðleika, sem við er að etja,
gæti svo farið að henni þætti
viturlegra að ganga á bak
kosningaloforða og hætta við
að reka Bandaríkjamenn á
brott. Hún hefur þegar tekið
yfirvofandi þorskastrið fram
ýfir þetta mál.
„Samkomulag um fiskveiði-
takmörkin kemur fyrst," sagði
mér Éinar Ágústsson, utan-
ríkisráðherra. „Við munum
fara okkur mjög hægt i hin-
um málunum, þar til landhelg
ismálið er leyst. Ég ætla að
taka mér góðan tíma til að
ihuga herstöðvarmálið.“
Hann gerir sér vonir um að
hafa leyst landhelgismálið í
september 1972. Með öðrum
orðum, — mönnum þarf ekki
að fara að hitna í hamsi út
af herstöðvarmálinu fyrr en i
eftir meira en ár — á meðan
geta þeir skeytt öllu sínu
skapi á þorskinum. Bandalags
ríkin vona, að íslenzka ríkis-
stjórnin leggi til einhverja
aðra lausn í herstöðvarmál-
inu„ ekki alveg eins róttæka,
þegar hún hefur gert sér grein
fyrir því hverjar hættur það
hefur i för með sér að hætta
að verja herstöðina á íslandi.
Einu sinni áður -— á við-
kvæmu augnabliki árið 1956,
sem leið hjá með innrás
Rússa í Ungverjaland —
kváðu stjórnmálaflokkarnir,
sem nú fara með vöid, upp úr
með, að íslendingar skylöu
sjálíir „taka að sér að ann-
ast gæzlu og viðhatd hernað-
arlegra tækja og önnur hern-
aðarleg störf".
Þetta er tæpast gerlegt. Al-
gerlega vopnlaust ríki gæti
ekki varið herstöðina og Is-
lendingar, tvö hundruð þús-
und talsins, hafa ekki nægi-
lega þjálfaða tæknimenn eða
þá aðstöðu til gagnnjósna sem
þarf. Herstöðin er í beinu
sambandi við flugvélar í lofti
og skip ofan- og neðansjávar,
sem samræma upplýsingar
sinar.
Þær hugmyndir, sem lágu
til grundval'lar, þegar íslend-
ingar gerðust aðiiar að At-
lantshafsbandal&ginu árið
1949 — að enginn her eða her
stöð skuli vera í landinu á
friðartímum — fá ekki leng-
ur staðizt. Það er erfitt að
hugsa sér fyrirkomulag sem
komið geti í stað þess sem
er. Hafsvæðið milli íslands og
Grænlands og svæðið milli ís-
lands og Færeyja eru geysi-
lega mikilvæg og bezt að fylgj
ast með þeim frá íslandi.
Vonandi verður með þolin-
mæði, stjórnvizku og velvilja
hægt að finna málamiðlunar-
fyrirkomulag, sem tryggir Is-
lendingum nægar fiskbirgðir,
viðunandi evrópska markaði
og áframhaldandi ódýr far-
gjöld — og einhverja leið til
að hafa herlið bandamanna
til þess að viðhalda herstöð
Atlantshafsbandalagsins. Með
an tilfinningarnar snúast um
þorsk og ýsu gefst mönnum
tími til þess að íhuga hin
hernaðarlegu vandamál með
ró.“
Stúdentaráð
vítir stjórn SHÍ
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Stúdentaráði Háskóla íslands:
„Stúdentaráð Háskóla Islands
telur óeðlileg þau vinnubrögð
stjórnar SHl að ákveða, án sam-
ráðs við Stúdentaráð, að fulltrúi
SHl hætti störfum í stjórn Lána
sjóðs íslenzkra námsmanna. —
Stúdentaráð vítir þessi ólýðræð-
islegu vinnubi’ögð um leið og
það fellir úr gildi ályktanir
stjórnar frá 1. ágúst og 10. ágúst
1971.
Ennfremur felur Stúdentaráð
Háskó*lalslands núverandi full-
trúa sínum í stjórn Lánasjóðs
islenzkra námsmanna að halda
áfram störfum.“
A *
Utvegsbanki Islands;
Útibú í Heimunum
ÚTVEGSBANKI íslands hefur
flutt útibú sitt frá Grensásvegi
12, að Álfheimum 74 i hið nýja
og glæsilega verzlunarhús Silla
& Valda, á mótum Álfheima og
Suðurlandsbrautar.
Útibúið er þannig miðsvegar
milli Iðngarða og Heimanna.
Útibúið vei’tir alla almenna
bankaþjónustu og annast að auki
hvers konar innheimtu og gjald
eyrisviðskipti. Þá má og nefna
Giroþjó-nustu bankans, en Útvegs
bankinn er brautryðjandi á því
sviði hérlendis.
Öll aðstaða til afgreiðs'u er
hin bezta, og bilastæði næg.
Útibússtjóri er Halldór E. Hall
dórsson og gjaldkeri Ásgrimur
Hilrnis.
Stjórn bankans væntir þess, að
þjónusta útibúsins verði við-
skiptamönnum á starfssvæði
þess, til mikils hagræðis.
Útibú Útvegsbanka fslands
í Heiniumim.
Buff? Sfeikfur fiskur? Ekki þó einhver nýr réttur? - Eða eru það bara
þessar venjulegu bollur?
Það skiptir ekki höfuðmáli. Allt þetta getur verið hnossgæti, ef það
er mafreift á réftan hátf með réttum efnum.
Gleðjið fjölskylduna með reglulegu góðgæti. Reynið FLÓRU-smjör-
fíki, það gefur matnum lokkandi útlit og Ijúffengt bragð.
einnig eftirsótt
í allan bakstur
FLORU
SMJÖRLÍKI
HUNDRAD KRÓNUR Á MÁNUDI
Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuii seljum viS
RITSAFN JÓNS TKAUSTA
8 bindi í svörtu skinnlíki
Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SIÐAN 100 KRÖNUR Á MÁNUÐI
Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ
Hallveigarstíg 6a — Sím/ 15434