Morgunblaðið - 17.08.1971, Síða 20
20
MORGUNBlIðIÖ, ÞRIÐJU.DAGUR Íí.' ÁGÚS'l' 19’71
Geioge Harmon.
Coxe:
Græna
Venus-
myndin
37
Bacon hugsaði sig um. — Þú
ert ekki viss um, hvort það var
einn maður eða tveir, sem þú
heyrðir koma upp stigann? . . .
Líklega tveir. Það lítur ekki út
fyrir, að Lorello hafi verið drep
inn úti. Mér datt í hug, að hann
kynni að hafa verið skotinn í
bíl eða einhvers staðar og morð-
inginn svo drasiað honum hing-
að upp. Hann er ekki svo hold-
ugur — hann ætti að hafa verið
iéttur að bera.
— Hafi svo verið, sagði Mur-
dock. — Þá hefði morðinginn
varla farið að athuga, hvort per
an væri skrúfuð í lampann. Þá
hefði hann bara opnað dyrnar,
fieygt honum inn fyrir og tekið
til fótanna.
— Lorello hefur komið með ein
hvern heim með sér, sagði Bae-
on. Þegar siökkvarinn var
óvirkur vissi hann, að þarna var
ekkert ljós. Innan tveggja mín-
útna stakk þessi maður hlaup-
inu að brjóstinu á honum og
hleypti af. Nógu fast að, til þess
að draga úr hvellinum. Og svo,
áður en hann kæmist út, komst
þú upp stigann að framan og
barðir á dyrnar. Baeön hristi
höfuðið og andvarpaði. — Þú ert
heldur betur heppinn, karl
minn.
—- Það sama hefur mér dottið
í hug.
— Hann vissi ekki, hve lengi
þú hafðir verið að berja eða
hver þú værir. Hann þorði ekki
að fara út um framdymar, af
þvi að það var alltaf hugsan-
legt að þú værir á höttunum þar
og sæir hann þegar hann kæmi
út, og því fór hann út bakdyra-
megin. Ekki veit ég, hvað það
er, sem hlífir þér og þínum lik-
um, sem þurfa að stinga nefinu í
svona hluti, en . . .
— Þú heldur, að ég geri þetta
að gamni mínu. Tónninn í Mur-
dóck var ólundarlegur. —- Ég
hafði atvinnu við að taka mynd-
ir. Ég varð að ná þeim,
hvar sem bezt gekk, af því að
það er ekki eins auðvelt að
falsa mynd eins og fréttagrein.
í þetta sinn kom ég til borgar-
innar til þess að finna tiltekna
mynd. Ég hef ekki fundið hana,
og þar sem ég fæ heldur litla
hjálp frá þér, held ég áfram að
leita.
— Vitanlega, sagði Bacon. —
En það, sem ég ætlaði að segja
var þetta: þú veizt sjálfur, hvað
orðið hefði ef þú hefðir kallað
í þennan náunga í sundinu í
gærkvöldi. Ef þú hefðir ekki
stanzað á þeirri stundu og stað,
sem þú gerðir? Ef þú hefðir opn
að dyrnar út að sundinu og rek-
izt á hann í forstofunni eða stig-
anum?
— Ég veit það.
— Það er hreinasta undur, að
þú skyldir ekki elta hann. Þá
væri Mason læknir hérna i sund
inu að segja okkur, hve lengi
þú værir búinn að vera dauður.
Bacon settist niður og horfði á
fingrafaramanninn. Hann tók
upp vindil og stakk honum upp
í sig, án þess að hirða um að
skera af endanum. Svo fór hann
að tyggja hann, meðan hann at-
hugaði aftur bréfin, sem Mur-
doek hafði fært honum.
-- Hvernig vissirðu, að það
var bíllinn hans Georgs Damon,
sem tók Lorello upp við dyrn-
ar á Silfurhurðinni?
— Ég lagði númerið á minn-
ið, hringdi svo í mann á blað-
inu og bað hann að aðgæta það.
Svo hringdi ég í hann aftur, eft-
ir að ég hringdi i þig.
Bacon smellti fingrum á bréf
in. — Og þú varst svona fljótur
að finna þessi í dag, af því að
þú varst búinn að leita í skrif-
borðinu, kvöldinu áður, ha?
Murdock svaraði þessu engu.
Bacon andvarpaði aftur. —
Jæja, jæja, til hvers skrattans
ætti ég að vera að súta það? Þú
hefur náð i meira en við, enn
sem komið er, skal ég játa. Og
svo kann að vera, að þú vitir
heila glás, sem þú nefnir ekki á
nafn. Að minnsta kosti sé ég,
hvers vegna þú ert hrifinn af
Georg Damon.
Hann þagði um stund, og þeir
báðir. Keogh liðþjálfi kom
inn og skýrði frá eftirgrennsl-
unum sínum hjá hinum leigjend-
unum, en það var allt einskis
virði. Bacon tók þessum upp-
lýsingum með * þolinmæði og
ógeði.
— Ég vissi að minnsta kosti
nógu mikið til að búast ekki við
neinu, sagði hann. — Italir vita
aldrei né sjá né segja neitt þeg-
ar morð er annars vegar. Hann
stóð upp og gekk að bakdyrun-
um. Svo skipaði hann mönnum
sínum fyrir. — Þegar Orsatti
kemur aftur, sagði hann, — þá
segðu honum, að ég bíði í bíln-
um.
Lögreglubíllinn stóð bak við
ráðhúsið og þeir gengu upp
brekkuna að honum og stigu
upp í hann.
— Þú veizt, hversu mikils
virði þessi bréf eru, sem þú
fannst, sagði Bacon.
— Já, sagði Murdock.
— Þau eru ekki túskildings
virði. Þau eru sýnilega afrit af
bréfum. Þú veizt nú orðið fyrir
víst, að þú hafðir á réttu að
standa um Bruno Andrada og
Georg Damon og sambandið
þeirra í milli. Þú veizt, að hug-
boðið þitt um Venusarmyndina
er rétt, og þú veizt að Tony
Lorello var náunginn, sem bar
Damon skilaboðin svo að hann
gat hafzt eitthvað að. En hvað
það snertir að klína nokkru á
Damon . . .
— Ég veit það. Murdock hnipr
ÚTSALA
KÁPUR — DRAGTIR.
BUXNADRAGTIR — STUTTBUXUR.
PEYSUR — PILS.
Mikill afsláttur
Andrés kápudeild
Skólavörðustíg 22.
Ilrúturinn, 21. marz — 19. april.
tér er óliætt að gera sjálfum þér gasn með öðrum verkum.
Nautið, 20. april — 20. maí.
>'á getur sert þér glaöan dag, þvi að margt kemur á óvart.
Tvíburarnir, 21. ntaí — 20. júni.
Þú getur notfært þér uppl.vsinear, sem þú hefur feneið. Reyndn
að stilla skap þitt oe vera göður.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
I'n hefur lagt mikið á þig og græðir á því.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að halda þér gangandi á þolinmæðinni, þótt erfitt sé.
Meyjar, 23. ágúst — 22. september.
Þú verður að gæta tungu þinnar, þótt tilfinningarnar séu iesl;#%.
Vogin, 23. september — 22. október.
Reyndu að forðast persónulega óvild.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Reyndu að komast í samhand við tilfinningar annarra.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Ekkert er óbrigðult ráð til frama, en reyna má ýmsar leiöir.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Reyndu að gera glögga grein fyrir fyrirætlunum þinum, og fáðu
það, sem þér ber.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Reyndu að iiafa hraðann á og verða á undan í krásirnar.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Gættu þín á of miklum útskýringum.
aði sig í sætinu. Hann var
þreyttur og svangur og niður-
dreginn og hann vissi vel á hve
réttu Bacon hafði að standa. —
Damon þarf ekki annað en full-
yrða að hann hafi aldrei séð
þetta bréf. Eini maðurinn, sem
getur sannað, að hann hafi séð
það, sá sem afhenti það, er dauð
ur.
Bacon lamdi hnefanum niður
í sætið. — Fjandinn hafi þetta
allt saman, Murdock! sagði
hann. Ef við ekki náum ein-
hverju upp úr þessum Erloff
eða Leo eða píunni og þessum
náunga, sem þú varst að tala
um, þá getum við ekki sannað
nokkurn skapaðan hlut á Dam-
on. Og við erum nákvæmlega
jafn ófróðir um morðið og við
vorum áður.
— Ég veit þó eitt, sagði Mur-
dock dauflega. Damon hefur
ekki Venusarmyndina í höndun
um . . . ekki enn.
— Nei, sagði Bacon. —
Hefði hann það, hefði hann ekki
sent þennan sendibíl til þess að
tæma vinnustofuna hjá Carroll.
Nei, hann hafði ekki myndina,
og hann gat ekki vitað nema
Carroll hefði málað eitth'rað
annað yfir hana, og að því varð
hann að komast.
Bacon þagnaði en hélt svo
áfram án allrar hrifningar:
— Ég held við verðum að tala
við CarrolJ aftur. Ég held ég
verði lika að tala við Damon,
ef saksóknarinn leyfir. En fyrst
held ég þú ættir að segja sak-
sóknaranum þessa litlu sögu
þína.
— Ég ætla nú að minnsta
kosti að fá mér eitthvað í svang-
inn fyrst, sagði Murdock. —- Þú
mátt koma með mér, upp á minn
kostnað, eða þá ég fer einn. En
ég verð að minnsta kosti að fá
eitthvað að éta.
14. kafli.
Klukkan var orðin fjögur áð
ur en Murdock hafði iokið við
að svara spurningum hjá sak-
sóknaranum, og svo leið enn
klukkustund áður en Bacon var
tilbúinn að tala við Georg Dam-
on. Yates, einn af gáfnaljósun-
lim hjá saksóknaranum, kom með
þeim og Bacon átti þennan um-
ræðufund í herbergi við gang-
inn þar sem skrifstofan hans
var.
Þarna var rúmbetra og betri
húsgögn. Hraðritari tók sér sæti
úti i horni og Keogh stóð í
næsta herbergi og tveir menn
með honum, til þess að bera
skilaboð, og allir voru orðnir
óþolinmóðir þegar Damon kom
inn kiukkan fimm. Hann var í
dökkbláum fötum, sem féllu að
beini. Með ljósgráan flókahatt
og bar ljósgráa hanzka í an.n-