Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 5
MÓRG'UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 19’íÍ O t\KO«"n Ve\Ko^»n p\easui« -tssss ’-rSESíí Sl/Æ •'Í'-Óúv ; : r sx i ' ■• ■ ■ • . •'•:•;•:•:: N " ' ' *< •»íSí¥ í illgresi köfnuðu hundruS þorpa, menn féllu unnvörpum; þúsundir heimila hurfu, draugar hlógu dátt. Á jörðu ferðast ég áttatíu þúsund li á dag, ég sé ógrynni áa um himininn streyma. Krefji kúrekinn frjétta af Guði plágunnar, skaltu svara: gömul gleði og sorg eru horfin í öldurnar. Vcrvindurinn lei’kur um tiu þúsund pilviðargreinar, • sex hundruð milljónir þessa helga lands jafngilda Yao og Shun. Likt og purpuraregn falla blómin í bylgjum að vild, að okkar ósk breytast græn fjöil í brýr; á himinháa tinda falla glampandi grjótgref; sterkar hendur færa fljótin og vagga jörðinni. Við spyrjum Guð plágunnar: Hvert ætlar þú? Logandi papírsbátar og kertaljós lýsa upp hknininn. Þrátt fyrir þá miklu erfið- leika sem blasa við, eru læknar í Peking bjartsýnir á lausn vandans, og benda í þvi sam- bandi á árangursríka útrým- ingu á kala azar, öðrum sníkla- sjúkdómi sem berst með flug- um. Vel hefur einnig gengið að vimja bug á sjúkdómum eins og kóleru, taugaveiki o. fl. Og sjálfsagt á ljóð Maós eftir að blása rnönnum eldmóði i brjóst. Sniglasótt leggur sveitir í auðn í Kína: Maó yrkir ljóð til höfuðs smitberanum VKIKI KIN, sem nefnd er sniglasótt og stalar af notk- un mannasaurs sem áburðar, er orðin alvarlegasta vandamál í heilbrigðismálum Kína, að því er læknar við Heimsvaldaand- stöðu-sjúkrahúsið í Peking segja. Veiki þessi sem einnig er nefnd schistosomiasis, liefur drepið þúsundir manna og geisar um svæðið eftir endi- iöngu Yangste-kiangfljóti, heilu þorpin hafa jafnvel lagzt í eyði al’ völdum hennar. Svo al- varlegt er ástandið að Maó formaðiir hefur ort Ijóð um málið og hvatt menn til að sýna ákveð'ni í að vinna bug á veik- inni, að því er fréttamaður New York Times skrifar frá Peking. Það eru sniglar sem lifa í bökkum skurða og sýkja sem hýsa þessa sníkla, en þeir koma úr mannasaur. Við vinnu á hrísgrjónaökrunum og öðrum ekrum fá bændur smíklana inn í líkamann. Þeir fá háan hita í stuttan tíma, en síðan maga- og lifrarsjúkdóm. Reynt hefur verið að hafa hemil á veikinni og flokkar ungs fólks fara með úðunar- tæki um svæðið til að reyna að drepa sniglana. Því miður eru það einkum börn sem eru fórnarlömb og smitberar veikinnar, af því að þau leika sér gjarnan í vatninu, sérstaklega í sumar, sem hefur verið hið heitasta í 16 ár. Einnig deyja húsdýr úr snigla- sótt, þar eð þau éta gróður sem saur heíui verið borinn á. En það er miklum erfiðleik- um bundið, að vinna fullan bug á veikinni, því að þetta er spurning um „eftirlit með öllu skolpi“, að því er Li Pang-chi, einn af fremstu læknum Kína, segir. „Það verður að geril- sneyða mannasaur áður en | hann er notaður sem áburður." Allmörg héruð hafa þó náð góðum árangri með þvi að, þekja saurinn leðju um tíma og leyfa honum að gerjast nógu lengi til að allir sníklarnir drepist. Maó formaður veitti þessum árangri athygli og skrifaði um vandamálið: „eftir að hafa lesið i Dagblaði alþýðunnar, hvem- ig sniglasótt var útrýmt í Yukianghéraði, sóttu svo marg- ar hugsanir að mér að ég gat ekki sofið. í hlýjum morgun- blænum, þegar sólargeislarnir féllu á glugga minn, beindi ég sjónum mínum til hins fjar- læga himins í suðri og í sælu minni orti ég eftirfarandi ljóð.“ Ljóð Maó formanns, „Kveðja til Guðs-plágunnar,“ á við fræg an lækni, Hua To, og tvo goð- sagnakennda keisara, Yao og — Velvakandi Framh, af bls. 4 á slíku, því enginn maður, eða kona getur komið í staðinn fyrir góðan hund. Hvorki í sveit né við sjó. Á ég þar fyrst og fremst við félagsskapinn við sjávarsíðuna, en þörfina við fjárgeymslu og smalamennsku i sveit og svo hvað hundar eru alltaf vinaleg og greind dýr, ef þeir eru vel upp aldir og af góðu kyni. Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Hestar eru álitnir ganga næst mönnum að greind, þarnæst hundar. Reynumst dýrunum vel og lofum þeim að lifa. Verum mannleg og heiðarleg eins og þau eru, sem eiga allt undir náð og miskunn okkar komið. En reynum okkar bezta, það göfgar sálirna.r og gefur lífinu gildi. Shun. Ljóðið fer hér á eftir í lauslegri íslenzkri þýðingu: Grænar ár, bláar hæðir, — en hvað stoða þær? Þessi smái sýkill gerði jaínvel Hua To máttþrota; Kai'átliiskáldið Maó Tse-tiing Kristjana Gestdóttir“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.