Morgunblaðið - 22.08.1971, Síða 28

Morgunblaðið - 22.08.1971, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1971 Geioge Harmon, Coxe: Græna Venus- myndin 4/ i'ous beið eftir svari, svo glotti harrn. -— Nú jæja, sleppum þvi. En hver fékk þetta bréf ? — Það var stílað á Georg Damon. Watrous drap í vindlingnum sínum. Svo strauik hann lófan- um yfir þunna jarpa hárið. Mur- dock sagði: — Ég spurði í gærkvöldi, hvort þú hefðir séð safn Dam- ons, og þú neitaðir því . . . Hvers vegna? — Hvers vegna hvað? — Hvers vegna neitaðirðu þvi? — Af því að ég hafði ekki séð það. — Þú varst samt heima hjá hon um kvöldið, sem Andrada var myrtur. Munnsvipurinn á Watrous harðnaði og annað augnlokið seig. Hann hysjaði sig upp í stólnum og sneri sér að Mur- dock. — Var ég það? —■ Já, um klukkan háif tólf. Ég sá þig koma þaðan út. Watrous horfði fast á hann. — Þú ert heidur betur á ferð- inni, sagði hann. — Já . . . Damon á einn Corot. Ég á lika einn, en hann er eitt af seinni verkum listamannsins og ekki eims góð- ur. Ég held ég hafd verið prett- aður þegar ég keypti hann — enda þótt hann sé ósvikinn. En ég hafði frétt af þessum, sem Damon á. Frá því um 1850. Þekkirðu Corot? Nú, ekki það? Jæja, ef þú ert hrifinn af lands- lagsmyndum og grágrænum lit- um þá . . . Hann lauk ekki við setninguna. — Ég fór þangað til þess að vita, hvort Damon vildi selja sinn. Það vildi hann ekki. Hann bauð mér ekki að sjá saflnið sitt. Ég sá fjögur eða fimm málverk í ganginum og í stiganum. Það var allt og sumt. — Þú heíur þá etóki staðið þar lengi við? — Nei. Watrous virtist ætla að segja eitthvað meira, en hætti við það. Hann horfði fast á Mur dock og allt í einu sagði hann: Hvers vegna spyrðu ? — Ég viildi bara hafa það á hreinu, sagði Murdock. Watrous þagnaði aftur. — Komum aftur að bréfinu, sem Tony kom með. Það var til Georgs Damon. Fékk Damon það? Murdock var einmitt að reyna að koma þessum sterklega manni heim og saman við það, sem hann var nýbúinn að heyra. Honum fannst það undarlegt að svona manngerð skyldi vera að tala um impressjónistann Corot og grágrænt landslag. Og ekki sízt þegar það leit út fyrir, að hugur fylgdi máli. En þannig hafði Watrous verið. — Hann segist ekki hafa feng ið það, sagði hann. — En Tony játaði að hafa skil að bréfinu ? Murdock hristi höfuðið, og horfði á stóra manninn, og at- hugaði Ijósið, sem skein á gróf- gert andlitið, og reyndi að sjá, hvað á seyði væri bak við hálf- lukt augnlokin. — Hann viðurkenndi það ekki? sagði Watrous, — en þú vissir, að hann var með bréf. Þetta vefst fyrir mér, sagði hann, — enda hef ég aldrei ver- ið duglegur að geta gátur. En mér virðist helzt sem þú hafir náð í þetta bréf eða afrit af því. Hann hallaði sér yfir stólbrík ina. — Og úr þvi maður minnist á afrit, þá var eftirmynd gerð af grænu Venusmyndinni, ekiki satt? Hann dokaði við og leit til hliðar. — Var þetta hérna? Murdock vax að horfa á hurð- ina. Einhver hafði barið á hana, en svo laust, að hann var ekki viss um, að það væri að hans dyrum. Hann stóð upp og beið, en þá heyrði hann það aftur. Hann opnaði og Gaii Roberts brosti til hans og sagði: — Halló! Ertu vant við lát- inn? Murdock brosti á móti og tók i hönd hennar. — Ekki aldeilis! sagði hann. — Komdu inn. Hann dró hana inn í herberg- ið og lokaði. — Ó! sagði hún, er hún kom auga á Watrous. — Ég vissi ekki . . . ég á við . . . ég ætlaði bara að . . . —- Halló, ungfrú Roberts. Watrous stóð upp brosandi. —- Ég þurfti bara að fara út. Andlitið á Gail var þreytulegt og þegar hún brosti, þá spillti það bara fyrir, vegna þess, hve bágt hún átti með það. — Ég þoldi ekki lengur við inni í húsinu. Hún þagnaði. Murdock sá, hve einmana hún var og skammaði sjálfan sig fyrir að hafa van- rækt hana svona lengi. Hann ieit á Watrous og Watrous skildi, hvei'nig ástatt var. — Fáið yður sæti hérna, sagði hann. -— Ég er alveg að fara. — Nei, það eruð þér ekki, sagði Gail. — Ég hefðí átt að hringja neðan úr afgreiðslunni. Þér meg ið ekiki fara. Ég get ekki staðið við nema eina mínútu . . . Nei, mér er alvara, Kent. Hún var berhöfðuð og í þykk Hrúturinn, 21. niarz — 19. april. Ef þú ekki forðast deilur í dag-, getur það leitt til lungvuraudi misklíðar. Nautið, 20. april — 20. maí. Áraiiffur af fyrra starfi ber i»ú fyrst á gómu, en þuð er of fram- orðið til að það meifi að ga&ni koma. Tvíburarnir, 21. mai — 20. júní. I.áttu gott af þér leiða og reyudu allar leiðir til að gera ást- vinum þínum greiða. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. l»ú skalt gjarnan segja hug þinn sem fyrst, til að koma í veg fyrir misskilninsr. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. I»ér er uú iiinan handar að hvíla þig‘ um sinn. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. l»ú græðir úvænt á því að halda kyrru fyrir heima. Vogin, 23. september — 22. október. l»ér verður mikið ágengt með að jafna þig á vandamálum þínum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. I»ú ert bjartsýnn á framtíðina og hefur fulla ástæðu til að vera það. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. l»ú hittir í mark með smáfleipri, og; það kemur sér vel. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. l»að græðist ekkert á því að vera fáskiptiiin úr hófi fram. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. L Meira felst I orðum dag:sius í dag en þig1 grunar. i Fiskarnir, 19. febrúar — 20. inarz. / l»ú verður að halda sjó og- vera stilltur sjálfur, ef þú átt að geta orðið öðrum að liði. I o Húseign Til sölu eða leigu er húseign á bezta stað í Austurborginni. Húseignin, sem er allt að 1100 ferm., hentar mjög vel fyrir allskonar kaupsýslu, svo og laekna, lögfræðing, þjónustustarf- semi o. þ. h. Húseignin er á byggingarstigi. Lysthafendur sendi nöfn sín á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Húseign — 5616" fyrir 25. þ.m. um frakka, sem Murdock var farinin að hneppa frá henni. Wat rous fór í sinn frakka. — Vitið þér hvort Louise er heima? spurði hann. Gail Roberts hristi höfuðið. Hún stóð kyrr meðan Murdook færði hana úr frakkanum. — Ekki var hún það þegar ég fór. — Hm . . . nú jæja. Watrouis gekk til dyra. Ég koim við í Listamarkaðnum i dag, sagði hann. - Carrcvll er með nokkrar myndir þar. — Já, hann er það. Sem snöggv ast ljómmðu augun í Gail og röddin varð eins og glaðlegri. — Já, sagði hún. — Leizt yður á þær? — Já, eina þeirra, sagði Watrous. Hann stanzaði við dyrnar og leit á Murdock. — Ég kann enn að kaupa þessa götu- mynd, sem ég sá í motrguin. En ég var þá í hálfvondu skapi. Þegar hurðin féll aftur, gaí Murdock Gail vindlinig og spurði hvort hann ætti ekki að biðja um eitthvað að drekka handa henni. Hún afþakkaði það, en laut svo fram og andlitið OKKAR ARIÆGA UTSALA ER HAFIN STENDUR ADEINS í FÁA DAGA LÍFSTYKKJAVÖRUR, UNDIRFÖT, SOKKABUXUR, SÓLFÖT f llymp! LAUGAVEGI 26. var sakleysislegt o,g á'kaft. - — Ég ætlaði að biðja þig . . . sagði hún, en þagnaði síðan, rétt eins og hún væri að leita að orðum- um. — Manstu, að ég sagði þér, að ungur maður að nafni fjor- ello kom að finna hann frænda um daginn. Það var einhver frétt í blaðinú . . . Hún þagnaði, rétt eins og hún sæi eitthvað í svipnum á Mur- dock. — Nú? Það er þá sá sami? Louise sagði mér það, og svo sagði Murdoök, að þau hefðu verið í Silfurhurðinni kvöldið áður. — Já, en hvernig hangir þetta saman, Kent? Það stóð í blað- inu að Lorello léki á gitar. Hvaða erindi gat hann átt til Alberts frænda? Og svo finnst hann dauður. — Hann var myrtur, sagði Murdock. — Eins og Andrada. Hún leit bara á hann og kviði og ótti skinu út úr augnaráði hennar. Hann gekk út að gl-ugg- amuim og starði út, stóð þar tein- réttur og sá alls eklki ljósin í borginni og stjörnurnar á himn inum — sá aðeins rrneð bugan- um, og fann það smögglega á sér, að hann ætlaði að segja Gail Roberts frá hinni raun- veruleigu þýðingu girænu Venus myndarinnar. Hann gekk aftur til hennar, brosti og sagði: —• Láttu fara vel um þig. Þetta tek ur -taisverðan tíma. Hún hallaði sér aftuir á bak og dró að sér fæturna og slétti pilsið niður fyrir hné. — Ég ætla að segja þér sögu, sagði hanrn, og svo saigði harm söguna, rétt eins og hann hafði sagt Bacon hana, daginn áður. Hann talaði um Andradabræð urna, og hvernig farið hefði fyr ir þeim og hann sagði, hvernig hann hefði rekizt á málarann frá Venatra, sem hafði stunið upp sögunni af grænu Venus- myndinni. Hann talaði rólega og flýtti sér ekkert og þær áherzl- ur, se-m hann kyn-ni að hafa ia-gt á einstök atriði sögunnar, komu ósjá'lfrátt, eingöngu vegna þess, hve mikilvæg þau voru honum sjáifum. Gail Roberts sat hreyfingar- laus. Andlitið vax afbur orðið fölt, en nú stafaði það ekki leng ur af þjáningu eða endurminning unni um það, sem fyrir hana hafði komið síðustu tvo dagana. Fölvinn stafaði af einbeitingu huigans, meðvitundinni um þess-i brögð, sem beitt hafði verið til þess að stela mvndinini, og slkiln ingnum á þeirri þýðingu, sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.