Morgunblaðið - 21.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1971 Hákon Guðmundsson flytur ávarp er hestamenn og skógræktar- menn reistu Einari Sæmundsen bautastein í Heiðmörk. — Einari Sæmundsen reistur bautasteinn EFTIR fráfall Einars Sæmund- sen framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur og for manns Landssambands hesta- mannafélaga ákváðu stjórnir Skógræktarfélags íslands og Landssambands hestamannafé- laga að beita sér fyrir þvi, að reistur yrði bautasteinn til minn ingar um Einar og mikilvæg störf hans í þágu nefndra félagasam- taka. Var bautasteininum valinn staður í Heiðmörk, en Einar hafði sem framkvæmdastjóri Skógrækt arfélags Reykjavíkur haft aðal- umsjón með aliri ræktun þar og framkvæmdum um 25 ára skeið. Steinninn er úr íslenzku gabbr ói og ber þéssa áletrun: Þennan stein reistu skógræktar menn og hestamenn 1971 til minningar um Einar G. E. Sæ mundsen. Bautasteinninn var reistur í Heiðmörk sl. laugardag. Komu þar saman ættingjar Einars, auk margra samstarfsmanna hans og vina af vettvangi hestamennsku og skógræktar. Við minningarat höfn, er þá fór fram, fluttu ávörp þeir Hákon Guðmundsson for- maður Skógræktarfélags fslands og Albert Jóhannsson formaður Landssambands hestamannafé- laga, en viðstaddir tóku lagið undir stjórn Odds Andréssona.r, Að athöfninni lokinni buðu stjórnir hestamannasambandsins og Skógræktarfélagsins til kaffi drykkju að Þorgeirsstöðum, bjálkahúai Nordmianslaget í Reykjavík, í Heiðmörk. Bautasteinninn með áletrun Hafnorfjörður - Skrifstofustarf Iðnfyrirtæki óskar að ráða skrifstofumann. Verzlunarmenntun áskilin. Titboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 24. þ. m., merkt: ..Reglusamur — 5888". íbúð með húsgögnum Til leigu stór 3ja herbergja ibúð nálægt miðborginni með hús- gögnum og heimilistækjum. Leigutími fjórir mánuðir. Upplýsingar í síma 12003, Kvenfataverzlun Til sölu kvenfataverzlun í fullum gangi. Góðir greiðsluskilmálar. Tilboð, merkt: „Tízka — 5669“ sendist Mbl. fyrir nk. fimmtudag. Bezt að auglýsa í Morgunblatiinu Talaði f innski utanrík- frÉttir í stuttu máli DYRMÆTUR JAGUAR | Washington, NTB—AP. ÞEGAR tollyfirvöld fóru aðj kanna glæsilega Jaguarbif- reið, sem komið hafði með 1 „Queen Elizabeth" til Newí York, fundust í henni umi 200 pund af heróini, metin tilí nær 40 milljóna dollara eðar sem svarar nær 3.500 milljón-1 um íslenzkra króna. Er þettal næst stærsti heroinfarmur.l sem tollyfirvöld New York j borgar hafa gert upptækan. Heroinið hafði verið falið geymsluhólfi undir gólfi bif-1 reiðariinnar, í gírkassanum ogi í hurðum bifreiðarininar.! Sögðu tollgæzlumenn, að því' væri líkast sem bifreiðin hefðij verið smíðuð utan um heroin-1 farminm. Fimim manns voru ] handtekmir vegraa máls þessa.' ÓHÆTT AÐ HÆTTA AÐ BÓLUSETJA Genf, 21. sept. NTB. • TALSMAÐUR Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar1 í Genf, hefur lýst því yfir, að lönd, sem hafi vel þróuð heil- brigðismálakerfi, geti áhættu- laust liætt vanabundinni skyldubólusetningu gegn kúa- bólu. Sagði hann, að eins og nú væri komið málum til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi væri hættan af bólusetningu meiri en hættan á þvi að fá kúabólu. I Bandarí'kjunum hefði ekki verið skráð eitt einaista kúa- bólutilfelli í 22 ár, en sex manns hefðu látizt af völdum bólusetniragar. Mætti heita að sjúkdómi þessum væri útrýrnt í flestum löndum heims, þar á meðal Suður-Ameríku og Vestur-Afríku. Mest er kúa- bóluhættan enn á Indlandi, Pakistan og nærliggjandi landsvæðu.m. Af hálfu brezkra heilbrigð- isyfirvalda hefur því þegar verið lýst yfir, að sikyldubólu- setningu verði hætt og er bú- izt við, að bandarísk yfirvöld taki sömu stefnu, áður en langt um líður. KENNEDY FÉKK 26% Prineeton, New Jersey, NTB. EDWARD Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, virðist enn geta komið til greina til framboðs demókrata við næstu forsetakosningar í Bandaríkjiinum. í skoðana- könnun, sem sagt hefur verið frá i Princeton í New Jersey, fékk hann stuðning 26% þeirra, sem spurðir voru. Öldungadeildarþingmaðurinn Edmund Musikie fékk stuðn- ing 22% og Hubert Hump- hrey, fyrrverandi varaforseti, fékk stuðning 13%. John Lindsay, borgarstjóri í New York borg, sem nýlega snerist yfir tii flokks demókrata hlaut stuðning 6% þeirra, sem spurðir voru. isráðherrann af sér? POLITIKEN segir frá því, að utanríkisráðherra Finnlands, Va- inö Láskinen, neyðist ef til vill til að segja af sér, vegna þess að hann hafi gerzt full lausmáll á fundi utanríkisráðherra Norð- urlanda í Kaupmannahöfn í síð- ustu viku. Hafi afleiðingarnar orðið þær, að stjórn Finnlands hafi neyðzt til að tilkynna fyrr en luín ætlaði, að hún mundi hafa frumkvæði um að koma á eðlilegu sambandi við Vestur- og Austur-Þýzkaland. Hafði Láskinen látið orð um það falta í Kaupmannahöfn við utanrikisráðherra hinna Norður- Loftnet á bíl snerti há- spennulínu ÞEGAR jeppi með talstöðvarloft net var á ferð í Markholtshverfi um tvö leytið á sunnudag, snerti loftnetið háspennulínuna í Lág hoiti, þannig að talstöðin í bíln- um eyðilagðist og allur hennar útbúnaður. Kviknaði smávegis í bílnum, hjólbarði sprakk, en slys urðu ekki. Eigandi bílsins, Einar Gunnars son, Langholtsvegi 169, tjáði Mbl. að talstöðva-rloftnetið á bílnum væri 6,45 m í beinni línu, en það hallaði og væri því líklega um 5 m ofan við bílinn. Sagði hann að tvö' önnur farar tæki hefðu lent á þessari há- spennulínu, veghefill og olíubíll, og hefði kviknað í olíubílnum. Væri því mildi að ekki hefðu enn hlotizt slys af því hve lág línan væri þarna. landanma, að friðarviðræður við þýzku ríkin væru fyrirhugað- ar. Finnska blaðið „Helisingin San,omat“ segir, að unnið hafi verið vandlega að þvi að undir- búa þetta frutmkvæði af Finn- lands hálfu en ekki hafi átt að birta neitt þar um eða hefjast handa fyrr en eftir rnargar vik- ur. Eftir að Láskimem haifi talað af sér á ráðherrafumdinum, hafi stjórnin hins vegar óttazt að ut- anríkisráðherrar þeirra Norður- landa, sem aðild eiga að Atlants- hafsbandalaginu, mumdu flytja fréttina áfram til annarra ríkja imnan bandalagsims — og banda- lagið síðan gera einhverjar ráð- stafanir, sem kipptu frumkvæð- imu úr ih'ömdum Fimma. Innbrot tékkastuldur AÐFARARNÓTT siinnudags var brotizt inn í TómstundahöIIina og jafnframt í fyrirtæki, sem er í sama húsi. Einhverju var stolið af skiptimynt úf Tóm- stnndahöllinni, en úr fyrirtækinu . var stolið þremur ávísanaheftum og stimpli með nafninu Óli B, Bieldveldt. Eyðublöðin eru á Búnaðarbankann og framan við númer hvers eyðublaðs er staf- urinn U. Þá var brotizt imn í Tónabæ um helgina, brotinn þakgluggi og farið inn. Var aðkoman ljót í húsinu eftir innbrotið, en ein- hverju var stolið af pendmgum, plötuspilara o. fl. Leitað var mikið í húsakynmum og gramsað. Ingi Hrafn Hauksson við eina mynda sinna. Ingi Hrafn Hauks- son heldur sýningu INGI Hrafn Hauksson sýnir 20 Bergstaðastræti 4. Eru þær all relief myndir í vinnustofu sinni, ar gerðar á þessu ári. Er þetta fjórða einkasýning Starf erlendis Stúlka með góða menntun og málakunnáttu (enska, Norður- landamálin) óskast í ferðaskrifstofu erlendis til að veita upp- lýsingar um ísland. Þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf um miðjan október. Umsóknir, merktar: „3052" með upplýsingum um menntun og fyrri starfsreynslu sendist blaðinu fyrir 25. september. hans, en áðu.r sýndi hann í Lands bankanum á Akureyri fyrir ári. Hann er fæddur árið 1941, nam við Myndlistar- og Handíðaskól ann og í Kaupmannahöfn. f París sýndi hann í Modern Gaerie 1969. 1968 átti hann myndina Fallinn víxill á Skólavörðuholtinu, pg einnig á hann verk í Listasafni íslands. Verð myndanna er 11—16 þús. krónuJ". Sýningin verður opin í 2 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.