Morgunblaðið - 20.10.1971, Side 1
32 SIÐUR
237. tbl. 58. árg. MJÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Fyrsti vetrardagur
er ekki fyrr
mynd,
en á Iaugardag, en þó er víða orðið æði vetrarlegt eins og þessi
sem ljósm. Mbl. Kr. Ben tók sýnir.
Kínamálið:
Island með
tillögu Albaníu
Saoruemuðu þjóðunum
19. október AP.
SENBIHERRA íslands hjá Sam-
einuðu þjóðumim, Hannes Kjart-
ansson flutti í dag stutta ræðu
á allsherjarþinginu, þar sem
hann skýrði frá því að ísland
myndi greiða atkvæði með öllum
tillögum, sem miðuðu að þvi að
tryggja Pekingstjóminni sæti i
Sameinuðu þjóðimum og greiða
atkvæði gegn öllum tillögum,
sem reyndu að hindra eða seinka
aðild þess.
Ambassadorinn sagði ekki
ákveðið um hvort ísland mynði
greiða atkvæði með tillögu Alb-
aniu íun að Pekingstjómin tækl
sæti Formósustjómar, en dipló-
matar hér telja víst að svo verði.
Eins og kunnugt er sagði
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra á Alþingi í dag, að sendi-
nefnd íslands hefði fengið fyrir-
mæli um að greiða atkvæði með
tillögu Albaníu og segir nánar
frá því í þingfréttum Mbl. á bls.
10.
The Sunday Times:
Fangar pynt-
aðir á N-írlandi
London, 19. okt. — NTB
★ BERNADETTA Devlin og
annar n-irskur þingmaður höfð-
ust við úti fyrir bústað brezka
forsætisráðherrans í Downing
Street 10 í nótt til þess að leggja
áherzlu á kröfur sínar um opin-
bera rannsókn á staðhæfingum
um pyntingar manna á Norður-
írlandi, sem fangelsaðir hafa
verið án dómsúrskurðar. Gripu
þingmennimir tveir til þessa
ráðs, þegar þeim hafði mistekizt
að fá neðri málstofuna til þess
að taka þetta mál til sérstakrar
umræðu nú þegar.
Staðhæfingar um pyntingar
íanga á Norður-lrlandi hafa
meðal annars komið fram í „The
Sunday Times“, sem segir, að
fyrst og fremst séu þeir beittir
andlegum pyntingum, sam-
kvæmt heilaþvottaraðferðum,
sem byggðar séu á sovézkum
aðferðum og hugmyndum.
Ríkisstjórnin hefur ekkert
viljað segja um skrif blaðsins en
írskir þingmenn og þingmenn
brezka Verkamannaflokksins
hafa látið í ljós áhyggjur sínar.
1 gærkveldi ræddi Edward
Heath, forsætisráðherra, eins-
lega við Harold Wilson, leiðtoga
stjórnarandstöðunnar. Ekki er
vitað hvað þeim fór í milli en þó
Framh. á bls. 19
7. skákin:
Misjöfn viðbrögð við aðgerðum
dönsku stjórnarinnar
Innflutningsgjaldið virðist hafa lítil áhrif
á útflutning íslendinga
Kaupmannahöfn, 19. október.
— AP-NTB —
10% aukainnflutningsgjald-
ið, sem danska stjórnin til-
kynnt í gær, kom Dönum, svo
og öðrum, mjög á óvart, enda
hafði verið farið mjög leynt
með það og ekki einu sinni
öllum ráðherrunum skýrt frá
því, f,yrr en skömmu fyrir
ræðu Henrys Griinbaums,
f jármálaráðherra.
Upphaflega hafði verið ákveð-
ið að gjaldið tæki gildi þegar á
morgun, en eftir fund Jens Otto
Krags forsætisráðlherra og Karis
Skyttes, forseta þingsins, ásamt
öðrum flokksformönnum var
ákveðið að gildistökunni yrði
frestað þar til málið hefði verið
rætt í þinginu neestu tvo daga.
InnflutningsgjaJdið á að gilda
þar til 1. april 1973 og verður
það 10% þar til 1. júlí 1972, er
það lækkar í 7% og siðustu þrjá
mánuðina verður það svo 4%.
Talið er að gjaldið nái til 2/3
hluta alls innflutnings Dana.
Meðal vörutegunda, sem undan-
skildar eru toilinum, eru olía til
kyndingar, óunnin matvæli, svo
sem fiskur og kjöt, iyf, blaða-
pappír, málmar, te og kaffi og
áburður. Ríkisstjórnin hefur
tryggt sér meirihluta til að koma
þessu máli í gegn, þar eð Sósíal-
íski þjóðarflokkurinn hefur fall-
izt á að styðja það með skilyrð-
um, sem jafnaðarmenn gengu
að.
ÓHAGSTÆÐUR
GREIÐSLUJÖFNUÐUR
Innflutningsgjald þetta á að
afla fjár til að rétta við óhag-
stæðan greiðslujöfnuð Dana,
sem nú nemur um 3,5 milljörð-
um danskra króna. Auk þess
eru erlendar skuldir alis um 7
milljarðar danskra króna, en
gjaldeyrisvarasjóðurinn er að-
eins um 3 mihjarðar. Áætlað er
að tekjur af toilinum nemi um
2,5 milljörðum danskra króna.
Ákveðið var að setja fremur á
þetta aukainnflutningsgjald held
ur en að hækka skatta i Dan-
mörku, að þvi er fjármálaráð-
herrann sagði í ræðu sinni.
VIÐBRÖGÐ NORÐMANNA
Viðbrögðin við þessum aðgerð
um dönsku stjórnarinnar eru mÍ3
jöfn, en jafnframt er yfirleitt lát
inn í ljós skilningur á aðstæðun-
Framh. á bls. 19
Fischer
sigraði
Buenos Aires, 19. okt. AP.
BOBBY Fischer sigraði
Tigran Petrosjan í 7. ein-
vígisskák þeirra í kvöld í
34. leik. Fischer hafði
hvítt, en Petrosjan beitti
Sikileyjarvörn gegn hon-
um. Fischer hefur nú unn-
ið tvær síðustu skákirnar
og hefur nú 4% vinning
gegn 2Vz fyrir Petrosjan.
6% vinning þarf til að
sigra í einvíginu. — sjáV
skákina á hls. 14.
Ráðstefna um losun eiturefna í sjó:
Útlit fyrir samkomulag
um bráðabirgðabann
— Ellefu lönd þinga í Osló um eiturefnalosun í sjó
Osló, 19. október.
Frá blaðamanni Mbl.
Sigrúnn Stefánsdóttur.
I DAG hófst í Osló ráðstefna um
losnn eitnrefna í Norðursjó, en
ráðslefinu þessa tsækja fulltrúar
II lanila. Allt litlit or fyrir að
samkomulag náist á ráðstefn-
nnni um bráðabirgðabann við los-
un eiturefna I sjó. Bann þetta
mnn væntanlega ekki aðeins
eiga \ið Norðursjó heldnr miklu
víðtækara svæði. Bjartsýniistu
þátttakemdiirnir á ráðstefnunni,
þar á meðal Bretax, telja að bann
ið m>ini ge.ta tekið gildi fyirir
áramótin, en gangi í allra síð-
asta lagi í gildi áður en ráðstefn
an um umhverfi niannsins verð-
ur halilin í Stokkhólmi á miðju
ári 1972. Kom þetta fram í við-
tali við Hjálmar R. Bárðarson
Framh. á bls. 19