Morgunblaðið - 20.10.1971, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.10.1971, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÖBER 1971 Landhelgisgæzlan: Leiguflugvélin komin LANDHELGISGÆZLAN fékk í gær flngrvél þá, sem hún hefur tekið á Ielgu til mánaðartima ogr „við ernm svona að bolla- leggja um kaup á henni, ef okk- ur lizt nógu vel á liana,“ sagði Pétur Sigrurðsson, forstjöri Land helgrisgræzlunnar. Hingrað tii lands kom vélin frá Kambódíu, þar sem hún var í leigruflugi, og er förinni heitið vestur um liaf til Bandaríkjanna. Flugvél þessi er af gerðinni Beechraft Queen Air B-80, og mun, ef af kaupum verður, leysa Sif af hólmi. Landhelgisgæzlan hefur undanfarið verið að kanna möguleika á sölu Sifjar. „Mögu- leikarnir eru alltaf fyrir hendi,“ sagði Pétur, „en það er óskap- lega erfitt að fá viðunandi verð fyrir svona gamlar flugvélar.“ Leiguflugvélin, sem er frá 1968, er af miðlungsstærð — ell- efu manna. „Það sem ókkur vant ar er flugvél, sem hefur mikinn viðbragðsflýti og er hagkvæm í rek.stri,“ sagði Pétur. Sif, sem er af gerðinni DC-4, tekur 44 far- þega. Pétur sagði, að n,ú hefðu opnazt margir flugvellir úti á landi fyrir miðJungsstórar flugvélar, þar sem stærri flug- vélar, eins og Sif geta ekki lent. Leiguflugvélin getur flogið jafnhratt og Sif og sagði Pétur hana að auki mun viðbragðsifljót ari. Þá nægir og að hafa einn flugmann í henni, en á Sif þurfa þeir jafnan að vera tveir tals- ins. Meðan flugvélin er hér, mun flugmaður frá eigendunum fylgjast með henni. Pétur Sig- urðsson kvaðst ekki vilja nefna neinar f járupphæðir í sambandi við dvöl leiguflugvélarinnar hér, en um hugsanlegt kaupverð, sagði hann, að svona flugvélar gengju á sjö tii tólf miljónir króna eftir aldri, flugtímum pg ásigkomulagi. Þessi flugvél er 3 árn og hefur ekki verið mikið flogið. LeigufIugvél Landhelgisgæzlunn ar. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Gunnars Jóhannssonar fyrrverandi alþingismanns minnzt á Alþingi í gær ÁÐUR en gengið var til dagskrár í sameinuðu Alþingi í gær minntist forseti sameinaðs þings Eysteinn Jónsson Gunniars Jó- hánnssonar fyrrverandi alþingis- mianns, sem andaðist hér í borg, aiðfaranótt síðasitliðins sunnudags 76 ára að aldri. Forseti sagði m.a.: Guninar Jóhannsson átti lengi sseti í stjóm Verfealýðsfélaga á Siglufirði og var fastráðinn starfsmaður þeirra um 10 ára skeið. Hann átti sæti í bæjar- stjórn Siglufjarðar í 24 ár og var forseti bsejarstjómar eitt kjör- támabil. Margvíslegum nefnda- atörfum gegndi hann á Siglu- firði og átti sæti í stjóm Al- Mýsnar reknar úr starfi Lonidon, 19. ofct. NTB. TVÆR litlar mýs voru nýlega reknar úr starfi sínu við safn nokkurt í brezka bænum Stoke- on Trent. Þær höfðu það verkefni að sýna safngest- um hvemig hægt væri að búa til rafmagn með lítiili stig- myilu, en stóðu sig ekki sem skyldi. I fyrstu sinntu þær starfi sínu ágætlega en fóru svo að slá slöku við og eftir nokkra daga voru þær famar að sofa allan tímann, sem safnið var opið. Starfsfólk safnsins komst brátt að því, að ástæðan var efcki letin einber, heldur «ú, að mýsnar litlu hömuðust í stigmyllunni eins og vitlausar alla nóttina og voru orðnar, algerlega uppgefnar í morgun- J sárið. Svo sem við var að búast ákvað safnsstjómin að ekfci væri hægt að notast við slika starfskrafta, sem aðeins vildu vinna á nót'tunni en ekki á daginn. Voru því fengnar til 3tarfsins tvær stærðar rottur og mýsnar litlu hafa slegizt í hóp nær milljón annarra at vinnulausra Breta. þýðusambands Norðurlands og Alþýðusambands íslands. Hann átti sæti á Alþingi á árunum 1953—1963, sat á 11 þingum alls. Guninar Jóhanmsson ól aldur sinn lengsit af á Siglufirði, bæ mi’killa athafna og umsvifa við síldveiði og síldarverkun á þeim tíma. Hann hafði ungur gemgið í samtök þeirra manina, sem börðust ötullega fyrir bættum kjörum verkalýðsins. Hann var snemrna vali/nn í forustusveit siglfirzkra verkamarma og átti þar upp frá því fylgi þeirra að fagna. Hann vamn af alúð og harðfylgi að hagsmunamálum verkalýð3ins. Einlægni hans og drengskapur öfluðu honum trausts samherja og andstæðinga. Á Alþingi beitti hann sér aðal- lega fyrir umbótum í atvinnu- og samgöngumálum Siglfirðinga og auknu öryggi og bættum að- búnaði sjómanna. Ósérhlífinn var harnn jafnan og óeigingjarn, brást ekki þeim málstað, sem hann helgaði ævistarf sdtt. Um sjötugsaldur flutti han,n heimili sitt frá Siglufirði til Reykjavíkur og dvaldist hér síðustu æviárin. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Gunnars Jó- hanmssonar með því að rísa úr sætum. Síldarsölur í Danmörku: 26 skip seldu fyrir 21 milljón króna ÍSLENZK síidveiðiskip seldu 1.211,4 lestir af síld í Danmörku í síðustu viku fyrir samtals kr. 20.991.452 — heildarmeðalverð var 17,33 kr. hvert kg. Þá seldu skipin og 51,4 lestir i bræðslu fyrir 204.866 kr. og 1,5 lestir af makríl fyrir 47.924 kr. — Sam- 25 sækja um Norræna húsið TUTTUGU og fimm menn sækja um stöðu forstöðumanns Norr- æna hússins í Reykjavík, en um- sóknarfrestur um hana rann út 15. okt. sl. Meðal umsækjenda eru tveir íslendingar, en aðrir eru; 10 Svíar, 7 Finnar, 5 Danir og einn Norðmaður. Sigurður Þórarinsson, stjórnar maður Norræna húsis'ins, saigði Morgumblaðinu í gærkvöldi, að stjórn hússins hefði ekki endan- lega ákveðið fund sinn, þar sem umsóknirnar verða teknar fyrir. BALLETTDANSARAR FÓRUST Buenos Aires, 11. október. Níu ballettdansarar frá hinu fræga Colon-leikhúsi, létu lífið þegar Beechcraft-leiguflugvél þeirra hrapaði skömmu eftir flugták frá Buenos Aires. Meðal þeirra voru Jose Neglia og Normia Fontela, sem voru heimsfræg í ballettheiminum, og hafa m. a. dansað með Mar- got Fonteyn og Rudolf Nure- yev. Krónutöluaukning HEILDARSALA áfengis frá Áfengis -og tóbaksverzliin rikis- ins nam á tímabilinu 1. júlí til 30. september 1971 samtals 286,7 milijóniim króna, en var á sama tíma í fyrra í krónutölu 229,4 milijónir króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Áfengis- varnaráði. Þar segir ennfremur: „Söliiaukning er 25% miðað við sama tima í fyrra. Þess ber þó að geta, að á sl. ári var áfengi hækkað allmikið í verði.“ Morgunfblaðið bar tölur þessar undir Jón Kj artansson, forstjóra Á.T.V.R. og sagði hanm að verð á áfengi hefði verið hækkað hinn 1. marz 1970 um 4% og síðam um 15% hiimn 30. ofctóber 1970. Þá ber þess einnig að geta að á þessu tímabili er ferðamarma- straumur til lamdsins hvað þynigstur og má gera ráð fyrir því að einhvern hluta þessa sölu- magns hafi ferðamenm keypt. Krómitöluaúkning í sölu áfemg- is er í öllum kaupstöðum landsims, samkvæmt yfirliti Áfengisvarna- ráðs. í Reykjavík seldist nú fyrir 210,8 milljónár króna, en á sama tíma í fyrra fyrir 167,7 milljónir króna. tals seldu skipin þá fyrir kr. 21.244,262 í Danmörku í síðustu viku. Það var Hilmir SU, sem makr ílinn seldi og var meðalverð á kíló 31,95 kr., en hæsta meðalverð fyrir síld fékk Guliver NS, sem seldi 28,2 lestir fyrir 619.764 kí. —i meðalverð á kíló 21,98 krón- ur. Hæstu síldarsölu náði Hilmir SU, þegar hann seldi 74,6 lestir fyrir 1.331.909 krónur — rneðal- verð á kíló 17,85 krónur. Hér fer á eftir listi yfir síld arsölur í Danmörku: Magn Verðm. Verðm. lestir: ísl. kr.: pí. kg.: 11. okt. Loftur Baldvinsson EA 49,8 865.477,00 17,38 11. okt. Eldborg GK 55,9 966.135,00 17,28 11. okt. Reykjaborg RE 54,7 942.509,00 17,23 11. okt. Ásgeir RE 29,4 441.410,00 15,01 11. okt. Óskar Halldórsson RE 66,5 1 040.311,00 15,64 11. okt. Bjartur NK 44,4 768.952,00 17,32 11. okt. Börkur NK 68,9 985.723,00 14,31 Í2. okt. Þórður Jónasson EA 67,4 1.148.901,00 17,05 12. okt. Dagfari ÞH 42,8 752.594,00 17,58 12. okt. Akurey RE 47,5 853.664,00 17,97 12. okt. Jörundur III. RE 44,1 781.858,00 17,73 12. okt. Helga II. RE 65,1 1.128.743,00 17,34 12. okt. Hilmir SU 74,6 1.331.909,00 17,85 12. okt. Sveinn Sveinbjömss. NK 42,7 753.797,00 17,65 13. okt. Álftafell SU 39,8 673.637,00 16.93 13. okt. Birtingur NK 36,0 628.078,00 17,45 13. okt. Fífill GK 46,3 786.515,00 16,99 13. okt. Þórkatla II. GK 32,7 560.068,00 17,13 13. okt. Venus GK 35,4 602.840,00 17,03 13. okt. Grindvíkingur GK 30,9 480.378,00 15,55 13. okt. Vörður ÞH 21,7 368.734,00 16,99 14. okt. Gullver NS 28,2 619.764,00 21,98 15. okt. Tungufell BA 44,8 857.070,00 19,13 16. okt. Bjarmi II. EA 53,1 999.317,00 18,82 16. okt. Magnús NK 18,6 336.845,00 18,11 16. okt. Heimir SU 70,1 1.316.223,00 18,78 Fundir Sjálf- stæðisflokksins - i Norðurlandskjördæmi vestra SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til þriggja almennra stjórn- málafnnda í þessari viku og um helgina. Eru þessir fundir þátt- ur í fiindarliöldum flokksins um land alit. Á Blömduósi verðmr haldinm ai- menmur stjórnimálaíundur nk. föstudag 22. október kl. 20.30 í r'iagsheimi'linu, á Sáuðárkróki, nk. laugardag 23. október kl. Ásu Wright fyrirlestur DR. Joseph Raftery frá Þjóð- minjasafni íslands í Dublin mun flytja Ásu Wright fyrirlestur í Árnagarði fimmtudaginn 21. okt. kl. 8,30. Dr. Raftery er þekktur forn- leifafræðingur og mun eriindi hans fjalla um írskar fomiminjar og list á þeim tíma er norrænir menm höfðu margvísleg siam- skipti við íra og gagnkvæm áhrif má rekja á ýrmsan hátt. Á þeim tí-ma byggðist ísland, og er þetta því efni sem varðar forma sögu og menningu Islendinga. Öllúm er frjálst að sækja fyrir- lesturinm. (Frá Þjóðminjasafninu). 14.00 í saimkomuhúsimú Bifröst og á Siglúifirði sunnudaginn 24. október toL 16.00 í Hótel Höfn. IngóMur Jónssom mætir á öll- um fundum og flytur ræðu og enrafremur mæta þingmenm SjáLfstæðisfllo'kiksins í Norður- landskjördæmi vestra á fundum- uim. Vestur- og Mið- bæjarhverfi AÐALFUNDUR Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjarhverfi verður í kvöld kl. 20,30 1 Átthagasat Hétei Sögu. Ingólfur Jónsson, alþm. mætir á fundinum, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum. Sjálf- stæðisfólk í Vestur- og Miðbæj- arhverfi «r hvatt tíl að fjöl- un'ima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.