Morgunblaðið - 20.10.1971, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971
5
Injijaldur Ragnarsson, Bragi Henningsson og Birgir Þór Bragason, og í kassanuni <*r söfnunar-
féð, tólf þúsund krónur. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
Fokker FÍ á flestum
innanlandsleiðum
UM þessar mundir ganga vetr-
aráætlanir Fliigíelags íslands í
gildi. Innanlandsáætlun gekk í
gildi um mánaðamótin septem-
ber-október og millilandaáætlun
hefst, 1. nóvember. I aðalatriðum
eru vetraráætlanir félagsins
með svipuðu sniði og síðasta vet-
ur. Millilandafliig félagsins verð-
ur álíka og í fyrravetur. Til Bret-
iands munu þotur félagsins
fljúga fjórum sinnum í viku en
fimm sinnum til. Norðurlanda. f
Norðurlandaflugi verður sú
breyting að ein ferðanna, sem í
fyrravetur var flogin með Fokk-
er Friendship-skrúfuþotii um
Færeyjar verður nú flogin með
þotu milli Keflavíkurflugvallar
og Kaiipmannaliafnar án við-
komu. Markverðasta breyting
innanlands er sú að nú er allt
innanlandsfiug flogið með Fokk-
er Friendship-skrúfuþotum,
nema tvær ferðir í viku, sem
verða flognar með DC-3 flugvél-
um. Þá er aukið flug til nokkurra
staða miðað við síðustu vetrar-
áætlun og ennfremur verða
teknar upp flugferðir ti| Nes-
kaupstaðar eins og þá.
Millilandaflug Flugfélags ís-
lands verður nú með líku sniði
og i fyrravetur. Til Kaupmanna-
hafnar verður flogið á mánudög-
um, miðvikudögum, föstudögum,
laugardögum og sunnudögum.
Allar flugferðir Flugfélags ís-
lands milli landa verða flognar
með Boeing 727-þotum, nema
ferðir til Færeyja, sem flognar
eru með Fokker Friendship-
skrúfuþotum. 4
aðrir
MCHEUN
Allt á sama staó Laugavegi 118 - Sími 22240
EGILL,
VILHJALMSSON HF
Þúfnafyllir í
„Hugmyndin að dansleikn-
um kom frá Ingjaldi, en hann
hafði verið í Bandaríkjunum
í fjórtán ár og vissi, að þar er
oft efnt tij siíkra dansleikja.
Við vissum að krakkarnir í
skólanum vildu gjarnan fá
dansleik og þess vegna bárum
við þessa tillögu okkar upp
við nemendaráðið og það fól
okkur að sjá um að halda þenn
an dansleik.
Við fórum í ýmis fyrirtæki,
gosdrykk javerksmiðj ur og
sælgætisverksmiðjur, og feng
um þar gefins gosdrykki og
sælgæti, sem við svo seldum á
dansleiknum. Yfirleitt tóku
fyrirtækin vel í beiðnir okkar
og lögðu dálítið af mörkum og
margt smátt gerir eitt stórt og
við höfðum að iokum nóg af
gosdrykkjum og sælgæti til
að selja á dansleiknum.
Dansleikurinn sjálfur var
plötudansleikur fyrir nemend
ur 1. og 2. bekkjar í gagn-
fræðaskólanum. Aðgangseyr-
ir var 50 krónur og það komu
90—100 krakkar. Við seldum
evo næstum því allar vörurn-
ar og í heild heppnaðist dans-
leikurinn bærilega, við feng-
um meira að segja að fram-
lengja í stutta stund.
Við erum ekki alveg búnir
að gera upp reikningana fyrir
dansleikinn, þar sem nokkrir
krakkar eiga eftir að borga
okkur aðgangseyrinn og dá-
lítið er ennþá óselt af vörun-
um, en líklega kaupum við
þær bara sjálfir. En ágóðinn
er þegar orðinn um tólf þús-
und krónur, þannig að líklega
verður endanlegur ágóði ná-
lægt þrettán þúsund krónum.
Við erum mjög ánægðir með
þá upphæð, því að það dró
nokkuð úr aðsókn, að daginn
eftir var annað ball þai'na
skammt frá; það voru skátar
sem stóðú fyrir þvi og við
Skagafirði
Héldu dansleik og
söfnuðu 12 þús. kr.
— til Pakistansöfnunar
ÞRÍR piltar í Gagnfræðaskóla
Garðahrcpps héidu á föstu-
dagskvöidið dansleik í skólan
um til ágóða fyrir Pakistan-
söfnun Rauða krossins og sölii
uðust um tólf þúsund krónnr
á þennan hátt.
Morgunblaðið hafði tal af
þeim félögum, Braga Henn-
ingssyni, Birgi Þór Bragasyni
og Ingjaldi Ragnarssyni, og
spurði þá um dansleikinn.
Þeir sögðu:
vitum að sumir krakkar ætl-
uðu þangað og komu því
ekki á þetta ball.
Annars eru haldnir dans-
leikir í skóianum af og til og
það er nemendaráðið, sem
stendur fyrir þeim, en ágóð-
inn af þeim rennur í ferða-
sjóði óg aðra félagsstarfsemi.
Það má óhikað segja, að
mestur tíminn hafi farið í að
safna sælgætinu og gosdrykkj
unum, en við sjáum alls ekki
eftir þeim tíma, sem í þetta
fór og viljum aðeins segja að
lokum, að við skorum á ungl-
inga í öðrum skólum að gera
það sama og við til ágóða fyr-
ir Pakistan-söfnunina.“
Bæ, 13. okt.
NORÐAN áhlaup gerði í Skaga-
firði um síðustu helgi, eins og
víðar á Norðurlandi. Þó er ekki
ýkja mikil fönn á láglendi,
þúfnafyllir sem kallað er, á móti
venju er jafvel meiri fönn fram
í héraði en í útsveitum. Viða
var fé óvíst, en þó er ekki beint
talin hætta á að fjárskaðar hafi
orðið, og þar sem nú er komin
þíða má vona að snjó taki upp.
Lömb eru allvíða kominn á hús
og jafnvel fullorðið fé hýst.
Slátrun er að mestu lokið með
nokkru betri meðaldilk en 1970;
er það þó ekki sannprófað. í
Haganesvik reyndist þyngsti
dilkur 27% kg, en á Hosósi 26
eða 26% kg. Bændur munu
setja á fóður töluvert fleira en
síðastliðið ár vegna góðra og
mikilla heyja.
Eitlhvað ber á gormaveiki i
héraðinu, og jafnvel kúm lógað
vegna þessa meiniega faraldurs.
Sjósókn er ekki stunduð nú frá
Hofsósi, enda virðist fiskitregt
fyrir Norðurlandi.
Kíghósti hefur gengið i sumar,
og eru ennþá eftirstöðvar af hon-
um. Annars er sæmilegt heilsu-
far að sögn lækna. — Björn.
finnur þú til öryggisleysis
í hálku eöa snjó ?
MICHELIN XM S
MICHELIN radial hjólbarðar beygja sig í hliðunum og hafSa öllum
snertifleti hjóibarðans á veginum, lika í beygjum.
Radial snjóhjólbarðar frá MICHELIN eru gerðir til að auka
öryggi þitt. Notfærir þú þér það? Þeir stuðla að því að
halda bílnum einmitt þar á veginum, sem þú vilt hafa hann.
Sóli hjólbarðans helzt alltaf láréttur á veginum. Hann er
því stöðugri og grípur betur en ella.
En — það er of seint að óska sér MICHELIN snjóhjólbarða
undir bilinn þegar komið er á hálkublettinn. Þeir þurfa að
fara undir bílinn nú, sem fyrst.