Morgunblaðið - 20.10.1971, Síða 13

Morgunblaðið - 20.10.1971, Síða 13
MORGUNBLAÐTÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971 13 Benedikt Qrn Benediktsson: Vamarmál og landhelgi Ég vona að enginn misvirðd þó að ég, Vestur Islendingur, láti í 1 jós skoðanir minar á mál- um, sem nú eru efst á baugi með bjóð minni. Frelisi hvers lands verður að njóta herverndar. Svo er líka um þau tvö iönd í Evrópu, sem ekki tilheyra neinu hernaðar- bandalagd, Sviþjóð og Sviss. Bæði hafa öflugan her og mik- ánn vigbúnað, þótt hvorugt hafi ekM tekið þátt i styrjöld í fram undir hálfa aðra öld. fsland, sem ekki hefur nema 200.000 iibúa, mundi hvorki hafa til þess mannafla né fjárafla, að halda uppi hæfilegu herliði. Og landfræðileg staða Islands er hin mikilvægasta. Hvaða sam- tök — hvort sem það er Atlantshafsbandalagið eða önn- ur samtök — sem hafa herstöð á Islandi O'g njóta samvinnu Is- iendinga, eru i ákjósanlegri að- stöðu. Segja má hreint og beint, að Norður-Atlantshafið sé á vaidi Islands. ★ fslendingar hafa gaman af dæmisögum. Hér er ein slik: Maður í góðum efnum kærði sig ekki um að búa í stórborg Hann reisti sér þvi fallegt hús úti í sveit. 1 þessu húsi var allt, sem hann gat óskað sér — og hann og fjölskylda hans glöð og ánægð. Húsdð var einangrað, mjög einangrað — engir ná- grannar í grennd, en í kring vötn og skógar. Og nú kemur þjófur til sög- unnar. Þjófur þessi hafði alltaf hjá sér augu og eyru, ef vera kynni, að hann sæi hús, sem auð velt væri að brjótast inn í og ræna — og varð því haría glaður, þegar kunningi hans sagði hon- um frá þessu einangraða og rík- mannlega húsi, sem virtist svo auðvelt aðgöngu. Þjófurinn ákvað að athuga staðinn — og gerði það. „Einhverja dimma nött“ — hugsaði hann — „verð ur mér vafalaust gott til fjár í þessu húsi.“ En sem hann var að fá sér kaffisopa í þorpi þar skammt frá, fékk hann frétt sem honum kom illa. f einangraða húsinu hafði verið svefnherbergi sem var ónotað, en nú var búið að ieigja það lögreglumanninum í þorpinu. Hann svaf þar nú á hverri nóttu. Þjófurinn yppti öxlum, þá va,rð þessi ráðagerð vist að vera úr sögunni. Þó fannst honum hart að láta slikt happ úr hendi sieppa, og því hugsaði hann með sér: „En ef ég gæti fundið ein- hverja leið til þess að koma lög- reglumanninum burt . . .“ ★ Ég hef séð myndir í biöðun- um okkar af þeim myndarlegu og skýrlegu mönnum, sem við höfum sent til Sameinuðu þjóð- anna, tii þingmannaráðstefnunn ar í Ottawa og viðar til þess að kynna málstað okkar. Ég hef les ið einarðlegar ræður þeirra, þaí sem þeir leggja fiskveiðivanda- mál íslands skorinort fyrir. Þetta er ekki nóg. ; Þegar utanríkisráðherra okk- ar ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðoi þjóðanna, talaði hann fyrir næstum tómu húsi. Hver.s vegna? Vegna þess, að hér var enn eitt smáríkið að halda fram sérstökum málstað, sem varðaði mjög fá þeirra rikja, sem þarna eiga fulltrúa. Aðferð okkar er röng. Við leggjum okkar sterka mál- stað ekki fyrir með réttum hætti, þegar við tökum afstöðw sem ekki er hægit að hvika frá. Það er í fyrsta lagi ekki ein- ,-hUtt að eiga góðan málstað ef ekki er tekin vigstaða sem sé sterk frá baráttulegu sjón- armiði. f öðru lagi verðum við að hafa eitthvað fram að bjóða til samkomulags. Við höfum hvort tveggja, en svo furðulegt sem það má teijast, höíum við cO:ki notfært okkur það. Leyfið mér að skýra þetta nánar. Þegar við leggjum vandamál okkar fyrir ríki veraldar, ætti baráttuaðferð okkar að vera sú, að skýra sem vandlegast að fisk veiðivandamál fslands séu ekki einnngis lí f sh agsm unaniál lit- illar þjóðar, heldnr heimsvanda mál eða eins og Jacques Costeau, hinn heimsfrægi fiski- málasérfræðingur og haffræðing ur sagði: „Ef siglingaríkin gera ekki eitthvað varðandi mengun hafsins, eyðingu fiskimiða og tor tímingu svifsins i sjónum, verð- ur svo komáð eftir hálfa öld að úr sjó verður hvergi neitt að hafa.“ Ef skozkir, brezkir og þýzk- ir togaraeigendur vilja segja eins og Loðvík 14. „Lafir meðan ég lifi“, þá látið mannkynið vita af þvi. Ef erlendu togaraeigend- urnir, sem gera fiskiskip sín út á hafsvæðin við land okkar, væru spurðir um þetta, gæt.u þeir í fullri einlægni sagt: „Fisk veiðarnar við fsland kunna að bregðast, en afMnn er þar í ár og verður að öllum líkindum næsta ár. Meðan hann er fyrir bendi, ætlum við að veiða á þess um miðum. Þegar þau bregðast eins og Dooger Bank og miðin við Holland og Belgíu, — nú, þá eru til önnur fiskimið, eða önn- ur viðfangsefni!" En fslendingum eru fiskimiðin umhverfis eyjuna þeirra skilyrði lífs og afkomu. Þetta er íslenzkt vandamál. En það er einnig heimsvanda- mál. ★ Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna skulum við minna Allsherj arþingið á, að lítill munur er á lögum okkar um fiskveiðar og lögurn Bandaríkjamanna um yf- irráð þeirra yfir olíuleit undan ströndum Bandaríkjanna. f Bandarískum lögum er svo kveð- ið á, að alls staðar á landgrunn- inu, sem nær um 100 sjómilur út eða meira, — þeir skilgreina það fremur óljóst — verða erlend oi'íuféiög, sem óska að bora eft- ir olíu, að fá til þess leyfi bandariskra yfirvalda og og greiða hátt verð fyrir. Það er vandséð hver munur ætti að vera á lögsögu okkar yf- ir fiskimiðum og Bandarikjanna yfir hafsbotni út af ströndum þeirra. Við eigum einn mikilvægan bandamann: Tímann. Okkur ligg ur ekkert á. (Leyfum engn stjórn að halda, að hún sé svo mikilvæg, að aðgerðir í þessu máli verði að vera henni einni að þakka.) Landsmenn vita bet ur. Við ákvörðun landhelginnar er telft um líf og dauða fyrir þjóð okkar. Stjórnmál koma þessu ekki við. Við stöndum sam einaðir. Athugum nú hvaða aðstöðu við höfum til að semja við um- heiminn um réttindi okkar og þar með framtið. Lítum á upp- drátt -af Norður-Evrópu. Við sjá um, að ísland er á miðri leið til Norður-Ameríku, gnæfir yfir Norður Atlantshafi, andspænis langri strönd Noregs og annarra landa. Island er bensýnilega heimsfriðnum stórum mikilvæg- ara en Malta. Ekkert annað ey- land er nándar nærri eins mik- ills virði Atlantshafsbandalag- inu til verndar öryggis og frið- ar. Ég vildi heyra einhvern af fulltrúum okkar hjá Sameinuðu þjóðunum, eða. öðrum viðeigandi samtökum, spyrja fulltrúa Bandaríkjanna eftirfarandi spurninga? 1. Hví skyldu íslendingar ekki setja lög um fiskveiðar á miðum sínum á landgrunninu við ísland, svipuð þeim, sem ríkis- stjórn Bandarikjanna hefur sett og fylgt eftir um oláuleit er- lendra fyrirtækja á landgrunni Bandaríkjanna? 2. Spyrjið fulltrúa Bandaríkja manna og Alteherjarþing Sam- einuðu þjóðanna, hvort ekki sé kominn tími til þess (ef til vill Benedikt Örn BenediKtsson. er það of seint —) að stöfna á vegum Saméimuðu þjöðanua eft- irlitslið með fiskveiðum. Verk- efni sliks liðs mundi vera að hafa eftirllt méð náttúru- auðlindum hafsins og sjá svo um, að þær séu ekki rányrktar og eyðilagðar algerlega með villi- mannlegum og skynlausum tor- timingaraðferðum, svo sem veið- um með smámöskvanetum, botn- sköfum, ofveiði ög þar fram eft- ir götunum. 3. Gera siglingaþjóðir heims, sem eiiga aðild að Sameinuðu þjóðunum, sér grein fyrir þvi, að 98% af Öllum þeim fiski og fiskafurðum, sem íslenzkir togar ar afla, fara til neyzlu í öðr- um löndum, Bretlandi, Banda- rákjunum og svo framvegis? 4. Með hliðsjón af þeirri reynslu sem fékkst á árum síð- ari heimsstyrjaldarínnar, þegar Islendingar misstu marga menn og mörg skip við fiskveiðar og siglingar með aflann til Eng- lands (þar sem hvers kyns mat- væ'li voru af skornum skammtf, svo ekki sé meira sagt) — hver er þá munurinn á varðveidu fiskistofna við ísland og ál- birgðasöfnun Bandarikjamanna? Á árum heimsstyrjaldarinnar siðari varð álskortur i Banda- rikjunum eins tilfinnanlegur og matvælaskorturinn í Englandi. Bandarikjamenn vilja tryggja að slikt komi ekki fyrir aftur. Hvað um skort á islenzkum fiski á striðstímum? Svo við tökum að lokum sam- an meginatriði þess, sem hér hef ur verdð sagt: fslendingar verða að gera sér grein fyrir þvl, að Keflavíkui- málið er ekki nálægt þvi eins mikilvægt og landhelgismálið. Is lendingar verða að vita, að til þess að sigra í þessari orrustu verða þeir að eiga sér áhrifa- mikla vini að bakhjarli. Leyfið mér að benda á, að við þurfuin ekki að breyta samningi okkar við NATO i einu eða neinu. Eins og nýlega var bent á í Morgunblaðönu, hafa Banda- ríkjamenn alltaf verið vinir Okk ar. Hvernig væri að fara þess á leit við þetta mikla veldi, að það fari að ráði Williams James: „Ef þú ert vinur — þá sýndu það i verki“. Einmitt nú þarfnast fs- lendingar vina. fslendin,gar verða að gera sét ljóst, að til þess að fá sterka aðstöðu til samninga og notfæra hana, verðum Við að gera okk- ur ljóst, hve landfræðileg staða fslánds er mikilvæg, fyrir Bandaríkin, Atlantshafsbanda- lagið og fyrir málstað friðar I heiminum. Það, sem hér að framan hef- ut verið sagt, er sett fram af mestu einlægni, þvi hvort sem ég er kallaður Vestur fslendingur eða ekki, er ég ennþá ísiending- ur. Sem sl’íkur langar mig að heimfæra upp á land mitt það sem Wiiliam Faulkner sagði um mannkynið þegar hann veitti við töku bókmenntaverðlaunum Nóbels: „Ég trúi því, að fsland munl ekki aðeins standast, fsland mun sigra.“ Rafvirkjar Rafvirki, er getur unnið sjálfstætt óskast. Tilboð, merkt: „5535“ sendist Mbl. fyrir 1. nóvember næstkomandi. Erlendor bréfaskriftir Tek að mér erlendar bréfaskriftir, verðút- reikninga, banka- og tollafgreiðslur og fleira. Upplýsingar í síma 12082 kl. 9—5. Skipstjóra vantar á bát, sem gerður verður út frá Grinda- vík á komandi vertíð. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. þ. m., merkt: „Skipstjóri —-. 5541“. Til sölu er FORD ZODIAC, árgerð 1957, í góðu lagi. Stýrisút- búnaður og undirvagn að framan nýyfirfarinn, vél nýlega upp- tekin. Bíllinn er á öllum dekkjum nýjum og honum fylgja snjó- dekk. Þá er hann nýlakkaður. Tilboð óskast í bf.inn i Fordskál- anum, þar sem hann er til sýnis. 2BB KR. KRISTJÁNSSDN H.F. M f) n fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA U U SÍMAR 35300 (35301 — 35302). Gaz 53A Tilboð óskast í þessa vörubifreið, sem er ár- gerð 1969 með Perkings díselvél. Burðarþol 4,9 tonn. Til sýnis hjá oss. ^Bi Ðifreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Sudurlandnbraul 14 - Reykjavík • Simi 38800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.