Morgunblaðið - 20.10.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.10.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971 •*17 \ Siðari hluti þingræðu Jóhanns Hafstein: Málefnaleg og ábyrg st j órnarandstaða Er ekki samstaða með vestrænum lýðræðisríkjum? MISTÖK RÍKISSTJÓRNAR: Nú hefur hæstv. ríkisstjórn eða stjómarflokkar lagt fram aömu ályktunartillögu í land- helgismálinu og þeir lögðu fyrir þiingið í vor og þá va>r afgreidd imieð rökstuddiri dagskrá, þar sem Alþingi hafði þegar afgreitt máíið með annarri tillögu. Það voru að vísu viss atriði í tillögu stjórnarandstæðinga þá, eða þess- ari tillögu, sem nú er flutt af ríkisstj óroarinnar hálfu, sem ekki fólust í tillögu þeirri, sem Al- þingi samþykkti í vor, en að ýmsu leyti gekk sú tillaiga, sem samþykíkt var verulega lengra og fóil t. d. í sér ákvæði um friðun- arráðstafanir, sem ekkeit er að vilkið í tillögu þeirri, sem nú er flutt og flutt var af hálfu stjórn- arandstæðina á s.l. þiingi. Ég harma þennan tillöguflutning vegna þess í fyrsta lagi, að með homum hefur ekki verið gerð minnsta tilraun til þess að ná samstöðu um eina og sameigim- lega tillögu í þessu mikla máli, enda þótt óskað hafi verið eftir samvinnu og samráði við okkur og við höfum fúslega látið það í té. Slík vkunubrögð lýsa mikl- um mistö'kum hæstv. ríkisstjórn- ar. Úr þessu má að vísu bæta við meðferð málsins. Samkvæmt þingsköpum verður þessari til- lögu ríkisstjórnarinniar í land- helgismálinu vísað til utanríkis- málanefndar. Utanríkismála- nefnd mun þá einnig fá til með- farðar breytingatillögur, sem við þessa tillögu kunna að verða fluttar. Meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksins er til íhugunar til- löguflutniingur, sem smertir þetta mál, en slí’kar tillögur frá þing- mörmum bæri að sjálfsögðu að slkoða í utanríkismálamefndinni samhliða tillögu hæstv. rikis- stjórnar. SAMSTAÐA UM AFGREIÐSLU: Ég hefi á opinberum vettvangi hreyft tillögu í þessu máli, sem ég teldi, að gæti verið vænleg til samkomulags alra aðila. í þeirri tillögu felst, að Alþingi lýsi yfir, að allt landgrunnið sé okkar iandhelgi, íslendinga, að landið i>g landgrunnið sjálft sé eitt, ekki síður varðandi fiskveiðar í haf- íniu yfir landgrunninu en nýt- ingu auðæfa í landgrunnsbotn- inum sjálfum. Jafnframt sé því lýst yfir, að fyrst í stað sé fiski- skipum erlendra ríkja heimilt að veiða upp að 50 mílma mörkum, þar til við íslendingar sjálfir ákveðum annað, eftir að hafa námar rannsakað og mælt land- grurunið og ákvarðað endamlega Iandhelgislínu landgrunosins. í þessu fælist, að við ættum ekki síðar, að nokkrum árum liðnum, að þurfa að hefja nýja baráttu fyrir útfærslu frá 50 mílum, en tökum málið allt í einum áfanga, sem engum þarf að koma á óvart og sízt Bretum og Þjóðverjum, sem við tilkynntum með sam- komulaginu frá 1961 að við myndum halda áfram að afla viðurkenningar á rétti okkar tii landgrunmsims alls, sem við teld- um okkur eiga Skýlausan rétt til. Það er auðveldara fyrir okkur íslendinga að vinna almennings- álitið í heiminum á okkar band á grundvelli baráttu okkar fyrix landgrunnssjónarmiðinu en ein- hverri tiltekinni mílulengd, hvort sem það er 50 mílur eða amnað frá grunnlínum. Aðalatriðið er nú, að Alþingi auðnist að stainda samati um endaníl'ega afgreiðsilu þessa máls, og umfram allit verður það að vera ljóst viðsemjenduim ckkar, Bretum og Þjóðverjum og öllum öðrum þjóðum, að við ísiend- ingar hvikum ekki frá útfærs'lu landhelginnar. Það er tífshags- rnunamál þjóðarinnar og bað er einnig hagsmunamál allra að fiskstofnar á miðúnum við Is- land verði ekki eyðilagðir vegna ofveiða. Sú hætta er yfirvofandi, þegar litið er til þeirrar upp- byggiingar á fiskveiðiflota ann- arra þjóða að allrar þeirrar nýju tækni, sem þeirri uppbyggingu er saimfara. frá vinstri: Gunnar Thorodd- GILDANDI ÞINGSÁLYKTUN Ég vil nú minna á að á siíðast- liðnu vori samþykkti Alþingi ályktun um réttindi Islendinga á hafinu umhverfis Is'land. Þar segir m. a.: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd, einn frá hverjum þingflokki, til að semja frum- varp til laga um rétt Islendinga til landgrunnsins og hagnýtingar auðæfa þess. Skal frumvarpið lagt fyrir næsta Alþingi og með- al annars fela í sér eftiirfarandi atriði. Nokkrir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á þingfundi. Talið sen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Matthías Bjarnason, Matthías Á.Mathiesen og Ragnhildur Helga- dóttir. — Ljósm. Kr. Ben. ■*WSSpí; y 1. Skilgreininigu á lictndigruinnf ísliands miðað við sem næst 400 metra jafndýpistínu, möguleg hagnýtismörk eða 50 mfuliur eða meira frá grunntíouim umhverfis landið, eftir þvi sem frekari rannsðkmir segja til um, að hag- stæðast þyki. 2. Ákvæði um ós'kertan rétt Islendinga til fiskveiða á hafimu yfir landgrunniníU eins og rétt- urinn til hafsbotmsins hefur þeg- ar verið tryggður með lögum frá 24. marz. 1969 um yfirráðairétt ísl'ands yfir l'andgrunninu um- hverfis landið. 3. Ákvæði um ráðstafanir, er séu nægjanlega víðtækar tiil þesis að tryggja eftirlit af íslands hálfu og varnir gegn því, að haf- ið krimgum Islænd geti oirðið fyrir skaðleguim mengunaráhrif- um úrgangsefna frá skipum eða af öðrum ástæðum.“ Þessi nefnd hefir haildið simm fyrsta fund þar sem hæstv. sjáv- arútvegsráðherra var kosinn for- maður niefndarinnar. Það má nú ekki dragast lemgur að nefndin taki ti'l við samningu þess firum- varps, sem henni var faiið að semja og Alþingi fái það tiil með- ferðar og afgreiðsl'u áður en það lýkur störfum. Það hefir áður verið talið rétt af hæstvirtium stjórnarflokkum, að Alþingi sjálft ákvæði fiskveiðilandhelg- ina með lögum, en það væri ekki aðeins reglugerðarákvæði, hver hún skyldi vera. Nú liggur einin- i'g miikið við að allir alþingis- menn sýnl einn viija í þessu Mfsihagsmunamáli Islendinga. 1 fyrrgreindri ályktun Alþimgis fól það einnig ríkisstjórninm að undlrbúa nú þegar friðunarað- gerðir fyrir öll'um veiðum til verndar ungfiski á landgrunns- svæðinu utan 12 milna mark- amna, þar sem viðurkennt er, að um uppeldisstöðvar ungfisiks sé að ræða. Þetta mál þoiliir heldur ekki bið. ALVARLEGASTA GÁLEYSIB Langalvarlegasit er gáleysi hæstv. forsætisráðherra í utan- ríkis- og öryggismáluim þjóðar- innar, samikvæmt því, sem sjálf- ur stjórnarsáttmálinm segir till um. Þót't hæstv. rikisstjóm lýsi yfir, að hún telji að vinna beri að þvl að draga úr viðsjám í heimimum og stuðla að sáttum og friði með aukmum kymmum mii'li þjóða og ailmenmri afvopn- un og teiji, að friði milli þjóða verði bezt borgið án hemaðar- bandalaga, þá skiptir auðvitað sáralitlu máli, hvað hún segir um þetta. Við Islendingar ráðum Framh. á bls. 18 Kalman Stefánsson: Undir nýrri stjórn NÚ ER nýkjörið alþingi komið oaman til starfa. Alltaf fylgir því nokkur eftirvænting, ekki sízt í þetta sinn, þar sem einnig er setzt að völdum önnur ríkisstjórn en verið hefur undanfarin ár. Vonandi fylgir gifta hinu ný- kjörna þingi og störfum þess. Ekki liggur ljóst fyrir að sinni hvaða afstaða tekin verður af hálfu hins nýja þingmeirihluta í mörgum meiriháttar málum, en telja má víst að öll verði stefn- an meira til vinstri en áður, enda er það i samræmi við málefna- samning hinnar nýju ríkisstjórn- ar og stefnu, að minnsta kosti aumra þeirra flokka, sem hana mynda. Það er líklegt að stefnt verði að aukinni stjórn ríkisins á atvinnurekstrinum og einnig rík- isrekstri meira en hingað til. Ef til vill bregður fólki hér á landi ekki svo mjög við það þó ríkis- rekstur verið aukinn, þar sem hann er ærinn fyrir. Er það ekki lítill hluti af atvinnulífi lands- ins, sem nú þegar er í höndum ríkisins á einn eða annan hátt, Hitt er líklegt að valdi meiri óánægju, ef hin nýja atvinnu- málastofnun ríkisins fér að hafa afskipti af framkvæmdum þeim, er atvinnurekendur og aðrir, sem framkvæma vilja, fýsir að ráðast í. Það er ekki að undra þótt fjár- lagafrumvarp hinnar nýju stjórn ar sé miklum mun hærra en dæmi eru til áður. Það er aðeins afleiðing þeirrar stefnu hinnar nýju stjórnar að taka í sínar hendur mun stærra hlutverk i þjóðfélaginu en hingað til hefur tíðkazt hér á landi. Hitt er svo annað mái, að þeir, sem bjugg- ust við verulegum skattalækkun um þessarar nýju stjórnar, verða trúlega fyrir vonbrigðum. Fyrir þá, sem fylgjast með stjórnmálum almennt, var það mjög eftirtektarvert að hlusta á sjónvarpsviðtalið við Gerhard- sen og Erlander nú á dögunum. Auðvelt er að skilja hvers vegna Gerhardsen varð ekki vegavinnu maður eða Erlander kennari að ævistarfi, eftir að hafa hlustað á þessar margvitru kempur þessa stund. Athyglisverðast af því, sem þeir höfðu fram að færa, var mat þeirra á þvi, hvað væri þýð- ingarmest tii að skapa gott þjóð- féiagsástand, en það töldu þeir báðir vera fulla atvinnu fyrir alla og fjárhagslegt sjálfstæði hin3 al- menna manns. Fyrir þá, sem minnast málflutn ings hins látna íslenzka starfs- bróður þeirra, Bjarna Benedikts- sonar, er áberandi, hversu mat þeirra Erlanders og Gerhardsens á vandamálum þjóðfélagsins er svipað því, sem hans var. Hinn rauði þráður í mörgum ræðum hans og annarri viðleitni, var að reýna að fá aðila vinnumarkað- arins til að fallast á að kjarabæt- ur og kauphækkanir skyldu mest ar verða til hinna lægst launuðu og það viðhorf, að mestu varð- aði að halda uppi fullri atvinnu í landinu var meginatriði í stjórn- arstefnu hans. Það er umhugsun arefni nú, er frá völdum er farin sú samstjóm, sem Bjami heitinn veitti forsæti um langt skeið og ný tekin við, hvernig umhorfs er í þjóðfélaginu nú við þessi um- skipti og hvernig fólkinu líður hér norður á þessu litla landi. Er ekki það ástand sá vegleg- asti minnisvarði, sem viðreisnar- stjórnin gat hugsanlega reist sér, að er hún hverfur frá völdum er velmegun almennari og meiri en nokkru sinni fyrr og atvinna svo mikii að víða vantar fólk til starfa, sem bíða vinnufúsra handa. Þá er jöfnuður hér á landi manna á milli eflaust meiri en í flestum eða öllum löndum og Kalman Stefánsson virðist því ástandið hér vera nokkuð í samræmi við það, er þeir öldnu höfðingjar Gerhard- sen og Erlander töldu vera eftir- sóknarverðast í einu þjóðfélagi. Nú er tekin við völdum ný rík- isstjórn, sem tekur við þe3sum arfi. Fulltrúar hennar munu telja hana geta miklum mun bet- ur en sú er fyrr var. Er vissu- lega gott eitt um það að segja, ef satt reynist. Nýja stjórnin hefur að ýmsu leyti farið vel af stað, greitt fyrir hækkun fiskverðs til sjómanna, en að vísu með þvl að ganga á sjóð, er verða skyldi út- vegi til styrktar, ef versnaði I ári. Hún hefur lækkað olíuverð, en með því að finna til þess sjóð, sem endist að vísu ekki lengi, en er á meðan er. Þá hefur stjórnin hækkað bætur almannatrygg- inga og kaup nokkurs fjölda rík- isstarfsmanna, er áður töldu flig afskipta. Allt hefur þetta verið æskilegt og er nú ekki umdeilt. En að fleiru þarf að hyggja, og ein er sú stétt, sem sérstaklega taldi sig mega vænta aukinnar fyrirgreiðslu og bættra kjara, e£ farið yrði að því, er sagt hefur verið á liðnum árum. Það kemur því á óvart að ekk- ert verður vart við að bændur landsins, sem samkvæmt hag- skýrslum eru vissulega lægat launaða stétt landsins, fái neinar kjarabætur. Aðeins er fram- reíknaður sá kostnaðarauki aem orðinn er á liðnu ári og ekkert þar fram yfir. Er ekki ótrúlegt að ýmsir þeir stuðningsmenn nú- verandi stjórnarflokka, sem álit- ið hafa að þessi nýja stjórn myndi þegar við fyrsta tækifærí bæta kjör bændanna telji áratig- ur lítinn af stjórnarskiptum að þessu leyti til þessa. Er greini- legt að þeir mega herða róðurinn til þess að fá foringja sína til að framkvæma nú það sem þeir töldu fyrir aðeins hálfu ári hið m&sta réttlætismál. En kannakl Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.