Morgunblaðið - 20.10.1971, Side 20
20
MORGUNBI.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOiBER 1971
Saig-on.
Árið 1967, skömmu eftir að
l>amn var kjörinn forseti 9uð-
wr-Vietnams, sagði Nguýen Van
Thieu, að eftir margra ára her-
wiennsku yrði hann nú að læra
áð verða stjórmnálamaður.
Bandariskir embættismenn
höfðu þessi orð eftir honum,
því þeir töldu að þau gæfu í
skyn að maðurinn, sem
þeir höfðu gert svo mikið ti’l
að skapa, vildi, og ætlaði sér
að verða það sem Suður-Vie<t-
nam vantaði svo tiifinaniega:
reglulegur stjórnmálaleiðtogi.
Fyrir nokkrum dögum — i
heimsókn í Pleiku á mið-
háiendinu — kiæddist Thieu
Montagnard þjóðbúningi, saup
á hrísgrjónavíni og heilsaði á
báða bóga, eins og frambjóð-
andi sem sækist eftir atkvæð-
um. En þeim sem urðu vitni að
þessu, fannst það tiigangslaust
og yfirborðskennt.
í>ví ef ekkert aigeriega
óvænt kemur fyrir, og það er
aldrei hægt að útiloka í Suð-
ur-Vietnam, verður Thieu kjör-
inn forseti, í kösningum sem
iöngu hafa misst alla spennu
eða sigurgleði, vegna þess
að allir hinir frambjóðendurn-
ir höfðu dregið sig til baka.
Hinar opnu, réttlátu kosning
ar, sem Bandarikjamenn höfðu
vonað að yrðu Thieu aukinn
styrkur sem þjóðarleiðtoga,
fara ekki fram. Nær allt bend-
ir til þess að fólkið sem setur
hann aftur í forsetastólinn,
líti hann með kaldhæðni, fyr-
iriitningu og jafnvel bitru
hatri.
Liklega er ekki hægt
að kenna neinum einum manni
■um þetta ófremdarástand, en
margir bandarískir embættis-
menn benda ásakandi á Thieu.
Háttsettur Bandaríkjamaður
sem var minntur á orð Thieus,
um að nú yrði hann að læra
að verða stjómmálamaður,
brosti dapurlega og sagði: „Jú,
en sjáðu til. Hann lærði
aldrei." Þessi embættismaður
viidi ekki segja, eins og marg-
ir hinna enn daprari gera, að
aJðar tilraunir Bandaríkjanna
til að byggja upp reglulegt
lýðræðisríki, séu að engu orðn
ar. En hann taldi ákveðið að
Thieu hefði þarna misst af
tækifæri sem ekki byðist aft-
ur. „Hann hefur misst af tæki-
færi til að verða stórmenni í
sögu Vietnams, virkilegur leið-
togi. Og það hefði verið hægt
að koma í veg fyrir þetta. Þetta
eru mikil vonbrigði."
Mistök
Þessi kenning gefur í skyn
að Thieu hafi misreiknað sig.
Að ef hann hefði ekki gripið
til þeirra aðgerða sem hröktu
Ky, varaforseta, og Duong Van
Minh, hershöfðingja, úr fram-
boði, hefði hann unnið pólitísk
an sígur sem hefði verið vel
tekið bæði í Bandaríkjunum og
Suður-Vietnam. Þetta kann að
vera rétt. Úr því fæst aldrei
skorið.
En eina ályktun má draga af
starfsferli Thieus; hann er
mjög varkár og tortrygginn og
gerir aldrei neitt fyrr en hann
er viss um útkomuna. Það virð-
Ist nú ljóst að opnar, beinar,
kosningar hafi verið happ-
örætti sem Thieu vildi
ekki ieggja út í, þótt hann
fram á síðustu stundu fullviss-
aði Bandaríkjamenn ura að
Minh, hershöfðingi, hefði alls
ekki í hyggju að draga sig í
hlé.
Þegar I júní síðastliðnum,
þegar þjóðþingið samþykkti
lagafrumvarp Thieus, sem
beint eða óbeint stefndi að því
að útiloka aliia aðra frambjóð-
endur, sagði vestrænn diplo-
mat við Thieu að svo kynni að
fara að hann yrði einn i fram-
boði. „Hann ábyrgðist að
Minh yrði í framboði," sagði
dipiomatinn. „Þegar ég sagði
honum að ég væri í vafa um
það, sagði hann að ég skyldi
ekki hugsanagang Asíubúa."
Ráðgátan Thieu
Misskilningur er ekkert
nýtt í samskiptum Bandarikj-
anna við Asiutoúa, en Thieu
kann að vera meira misskiiinn
en flestir aðrir. Hainn er leynd-
ardómsfullur maður og þótt
harm hafi verið iengur við
vöQd en nokkur annar suður-
vietnamskur leiðtogi síðan Ngo
Dinh Diem, þá er furðulega iít-
ið vitað um hann.
Metorðahækkun hans hefur
verið svo lítið áberandi að það
er engu likara en hann hafi
læðzt til valda. Jafnvel eftir
fjögurra ára náið samband við
bandarísku sendinefndina í
Vietnam, er hann hálfgerð ráð
gáta bæði hemaðar- og stjórn-
málafu'lltrúum hennar.
Thieu er nú 47 ára gamal'l.
Hann fæddist í. fiskiþorpí við
Suður-Kinahaf. Þorpið heitir
Tri Thuy, og er skammt frá
hinum stóra bandaríska flug-
velli við Phanrang. Faðir hans
og afi voru fiskimenn.
Hann hefur ekki gleymt
þorpinu sínu, sem var á ein-
manalegum skaga, en er nú
tengdur meginlandinu með nýj-
um steyptum vegi, og hann fer
þangað öðru hvoru til að heilsa
upp á þá ættingja sína sem
enn búa þar. Fjölskylda hans
vildi honum mikinn frama.
Eldri bróðir hans, Nguyen Van
Hieu, hætti í skóla til að
vinna, og borga þannig mennt-
un Thieus. Hieu er nú sendi-
herra S-Vietnams í Róm.
Sjómaður — hermaður
Thieu ætlaði sér í upphafi að
verða sjómaður í verzlunarflot
anum en fjöiskylda hans kom í
kring hjónabandi við fallega
stúlku af auðugum ættum, úr
Mekong-héraði og þá breytti
hann fyrirætlunum sínum og
gekk í franska herinn tii að
geta verið áfram í Vietnam.
Hann stundaði nám við
franska herskólann í Dalat í
Vietnam og var eitt ár við fram
haMsnám I herfræði i Frakk-
landi. Hann reyndist góður
nemandi og hlaut jafnan góða
vitnisburði.
Árið 1949 þegar striðið við
Vietminh (sem Ho Chi Minh
stjórnaði, og var undanfari Viet
Cong) fór að harðna, voru
Thieu falin ýmis verkefni. Ef
hann hefur einhvern tima verið
í vafa um hvort hann ætti að
berjast með Frökkum gegn eig-
in landsmönnum, þá kom sá
vafi a.m.k. aMrei i ljós. 1 einni
herferðinni í Ninhthuan
héraði, þaðan sem hann var
upprunninn, fyrirskipaði hann
stórskotaliðshfíð á þorp þar
sem nokkrir ættingjar hans
bjuggu, en þar höfðu Vietminh
hermenn leitað skjóls.
Árið 1952, var hann við her
skólann í Hanoi, og var svo á
vígvellinum tvö siðustu ár
stríðsins. Fyrir nokkrum dög-
um, eftir langan kvöldverð í
Sjálfstæðishöll Suður-Vietnams
talaði hann með söknuði um
þetta tímabil sem beztu dagana
í lífi sinu.
Hægt en stöðugt
Eftir að Vietminh vann sig-
urinn við Dienbienphu, 1945,
og stríðinu lauk með Skiptingu
Vietnams, var um skeið ró á
framabraut Thieus. Það er iít-
ið vitað um það tímabil ævi
hans, nema það að herforing-
inn ungi hélt skildi sínum
hreinum og skipti sér ekki af
stjórnmálum.
Það var um það leyti sem
hann skipti um trú, og gerðist
kaþólskur eins og kona hans.
Undir stjórn hins kaþólska
Ngo Diem, sem kjörinn var for
seti 1955, var mikill akkur i því
fyrir herforingja að vera
kaþölskrar trúar. Thieu hélt
áfram að auka herkunn-
áttu sína og fór m.a. tvisvar
til Bandaríkjanna i þeim erind
um. Hann byrjaði þá að læra
að tala ensku, og talar hana
mjög vel nú. Þeir sem standa
nærri honum segja að hann
Thieu í búningi Montagnarda,
i eina kosningaleiðangri sínum.
í»essi grein
birtist í
bandaríska
blaðinu The
Washington
Post, daginn
sem gengið
var til
kosninga í
S-Vietnam
vilji frekar tala um hermái á
frönsku, en stjórnmál á ensku.
Á hinum órólegu síðustu ár-
um Diems, og bróður hans Ngo
Dinh Nhu, hækkaði Thieu stöð
ugt í tign. Árið 1963 var hann
orðinn ofursti og yfirmaður
fimmta suður-vietnamska her-
fylkisins, sem hafði stöðv-
ar sínar við Bienhoa, fyrir ut-
an Saigon.
Það voru erfiðir tímar fyrir
hann. Honum lí'kaði vel við, og
dáði Ngo bræðurna, og þeir
tóku eftir honum, sérstakLega
Nhu sem taldi hann vera mjög
færan herforingja. En samsær-
in lágu í loftinu, og Thieu
þorði ekki annað en vera með.
Varkárni hans kom vel í ljós,
þegar byitingin gegn Diem var
gerð í nóvember. 1 stað þess að
beita herfylki sínu snemma í
byltingunni, eins og áætl-
að hafði verið, beið Thieu fram
á síðustu stundu, þar tll það
virtist alveg ljóst að bytttingin
hafði tekizt.
í öl'lum byltingunum sem
fylgdu í kjölfar dauða Diems,
tökst Thieu ailtaf að vera á
sveif með réttum aðila, og nálg
aðist toppinn við hver valda-
skipti.
Náði allri stjórn
Eftir að hafa sigrað Ky í for-
setakosningunum 1967, þurfti
Tháeu að leggja á si.g mikla
vinnu og mikið erfiði við að
styrkja stöðu sina, þvi að Ky
átti marga stuðningsmenn í
stjórninni og á öðrum mikiivæg
um stöðum, ekki sizt flughern-
um.
En á síðustu fjórum árum hef
ur Thieu — þótt hann hafi
kannski ekki máð stuðningi
fólksins — náð aigerum völd-
um í stjórninni. Vald hans yf-
ir stjómarkerfinu og hemum
er svo attgert, að það var aðal-
ástæðan til þess að Minh hætti
við að gefa kost á sér sem for-
setaefni. Hann sagði að heið-
arlegar kosningar væru
útittottcaðar, þegar það væru
menn Thieus, sem teldu atkvæð
in.
Bæði Vietnamar og Banda-
hver
er
thieu?
rílkjamenn telja að beztu ár
Thieus, sem forseta hafi verið
1969 og 1970. Friðunaráætlun-
in gekk mjög vel, suður-viet-
namski herinn varð stærri og
betur þjáttfaður, og innrásin í
Kambódíu varð honum mikil
upplyfting, og virðist hafa
keypt Vietnam frið um stund-
arsakir. Þetta árið hefur ann-
að verið upp á teningmum. Inn
rásin í Laos, heppnaðist ekki
nema að iitttiu 'leyti og var mjög
kostnaðarsöm.
Kosningalögin nýju (sem
Thieu barði í gegnum þingið
þrátt fyrir aðvaranir Banda-
rikjamanna), og afleiðingar
þeirra, vöktu að nýju upp
gamd'ar væringar.
Veltur á Banda-
ríkjunum
Hvað verður um Thieu í
framtíðinni, veltur að miklu
leyti á því hvað Bandaríkin
gera. Hann hefur tiltekið
þrennt sem yrði til þess að
hann segði af sér. 1) Ef Banda-
rikin hættu aðstoð við Suður-
Vietnam. 2) Ef hershöfðingj-
amir biðja hann að segja af
sér og 3) ef meira en helming-
ur fólksins sem gengur til kosn
inga í dag, eyðileggur kjör-
seðla sína, til að iýsa yfir van-
trausti á hann.
En vegna þess hve algera
stjóm hann hefur á kosninga-
véttinni, og vegna þess að hers-
höfðingjamir munu öruggttega
styðja hann meðan Bandaríkin
gera það, em þessi þrjú skil-
yrði eiginlega ekki nema eitt:
Áframhaldandi stuðningur frá
Washington.
Margir Suður-Vietnamar, sem
eru vel að sér í stjómmálum,
jafnvel nokkrir sem styðja
Thieu, eru sannfærðir um að
hann mumi ekfki halda embætt-
inu út kjörtímabilið.
I fyrsta lagi, segja þeir, er
Thieu sjálfur kannski stærsti
þröskuldurinn á vegi fyrir póli
tískri lausn Vietnamstríðs-
ins, og ef einhvern tima verður
útlit fyrir að hægt verði að
semja, munu Bandaríkjamenn
snarhætta öllum stuðningi við
Thieu.
Hvað Thieu snertir, segir
hann — eins og margir Banda-
rikjamenn — að pólitísk lausn
verði ekki mögutteg fyrr en
andstæðingarnir eru sanfærð-
ir um að Suður-Vietnam sé öf
stenkt til að hægt sé að vinna
hemaðarsigur.
Þegar talað er um framtið-
ina og hvað hann hyggist gera
þegar hann lætur af forseta-
embættinu, segir Thieu að
hann muni taka upp aftur
stöðu sina sem hershöfðingi, ef
herinn óski eftir þjónustu
hans. Ef ekki, vil'ji hann lifa
eins og hver annar óbreyttur
borgari, íerðast, kannski skrifa
endurminningar sínar. „Mig
mundi ianga til að ferðast tál
Spánar, Italiu, kannski Grikk-
iands." Hann langar einnig titt að
íara til Suður-Kóreu, en hann
er mikill aðdáandi Park Chu*g
Hee, forseta.
Engan hug á að hætta
En Thieu hefur ekki gert
neinar áætlanir um að setjast
snemma í helgan stein, og hettd
ur áfram að vinna af miklum
'krafti. Ungur frændi hans,
Hoang Duc Nha, sem er biaða-
íuttltrúi hans, og persónuttegur
trúnaðarmaður, segir að Thieu
hringi oft í hann seint á kvöld-
in eða jafnvett nóttunni, til að
spyrja hann um einhverja
frétt.
(Eintök af ölttum blöðunum
eru send til hallarinnar, þótt
engin ritskoðunarlög gildí).
Thieu fer einstaka sinnum í út-
reiðartúra í nágrennd við höll-
ina, en það er aðeins vegna
hreyfingarinar. Eina tóm-
stundagaman hans fyrir utan
stjórnmálabrögð eru fiskveiðar.
Hann fttýgur oft til eyjanna
Phuquonk eða Conson og eyðir
deginum við veiðar. Hann send-
ir oft El'ttsworth Bunker, sendi-
herra, httuta af veiðinni,
en þeir hafa haft náið
samband í fj'ögur ár, og Bunk-
er er eini Bandaríkjamaðurinn
sem hægt er að segja að þekki
Thieu vel.
Bandarikjamenn áttita Thieu
yfirleitt gáfaðan, þótt hann sé
erfiður viðureignar. „Hann er
eini forsetinn sem við höíum,"
heyrist stundum í bandaríska
sendiráðinu. Menn eru þó ekki
hrifnir af því hve ráðgjafa-
hringur hans er þröngur. Það
er talið að fáir hafi áhrif á
hann, fyrir utan Tran Khien
Khiem, forsætisráðherra, Nha,
blaðafulltrúa, og Dang Van
Quang, hernaðarráðgjafa hans.
Quang, er hershöfðingi, sem
ttestur var frá störfum fyrir
nókkrum árum eftir að hann
hafði verið sakaður um altts
konar spillingu.
Eftir kosningarnar
Bandarikjamenn vona, að eft
ir kosningarnar muni Thieu
reyna að breikka stuðn-
ingsgr.undvöll sinn, kannski
með þvi að bjóða búddista sæti
í stjórninni, í stað þess að
fyttgja þvingunarleiðinni sem
varð Diem að falli. Einn diplo-
matinn sagði: „Það er engin
leið að vita hvort hann gerir
þetta. Við erum að vona að hin
háþróaða sjálfsbjargarviðleitni
hans, sé enn starfandi."
Thieu er mjög einangraður,
jafnvel frá bömum sínum. Tiu
ára gamall sonur hans er i
skóla á Formósu, þar sem einn
af bræðrum Thieus er fyrsti
sendiráðsritari, og 17 ára göm-
ul dóttir hans er við nám i
Sviss.
„Hann er harðskeyttur,
þrjózkur og stoitur maður,"
sagði reyndur dipiomat hér í
Saigon. „Enginn þekkir hann
reglulega vel. En hann hefur
framtíð þessa langa áhættufyr
irtækis i hendi sér, og við get-
um aðeins vonað að hann muni
beita sér viturlegar og með
meiri hófsemi en hann hefur
gert undanfarna mánuði."
Það á eftir að koma i ttjós,
hvort Thieu fer leiðina sem
varð Diem að faltti, hvort hann
fer leið stórbrotins stjórnmátta-
leiðtoga, sem hann sjálfur ryð-
ur, eða hvort hann reynir að
ramba einhvern meðalveg. Sai-
gon bíður áhyggjufu'll eftir
ákvörðun hans. Undir henni er
mikið komið.