Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 19
MORCrUNBLAÐIÐ, SUNiNUDAGUR 7. NÓVEMBE31 1971
51
250 lesta stálskip
til Suðureyrar
Undirbúningur hafinn að
hörpudisksvinnslu
Suðureyri, 2. nóv.
NÝLEGA kom hingað 250 lesta
stálskip, Sigurvon, áður Búðar-
fell, er keypt var frá Fáskrúðs-
firði, og er hann þegar byrjaður
á linuveiðum. I>á hafa á rúmu
ári verið keyptir hingað þrir stór
ir bátar, mb. Kristján Guðmunds
son frá Noregi og mb. Trausti,
smíðaður í Stálvík. Seldir hafa
verið tveir 90 lesta bátar, mb.
Sif og mb. Friðbert Guðmunds-
son.
Héðan verða gerðir út í vetur
sex bátar, fjórir munu stunda
línuveiðar, einn togveiðar og einn
hörpudisksveiðar.
Prestur
dæmdur
Pretoria, S.-Afríku 1. nóv. AP.
DÓMPRÓFASTUR ensku kirkj-
unnar í Jóhannesarborg, séra
Gonville A. ffrench-Beytagh, var í
dag sekur fundinn um undirróð
ursstarfsemi og dæmdur til
fimm ára fangelsisvistar. Hann
áfrýjaði dóminum og var látinn
laus gegn tryggingu.
Áður en dómuxinn var kveð-
inn upp lýsti ffrench-Beytagh því
yfir að hann væri sa.klaus. Dóm
arinn taldi þó sekt hans sann-
aða í fjórum af tíu ákæruatrið-
um. Við dómsuppkvaðningu
sagði dómarinn meðal annars:
„Ég trúi því að sannfæring hafi
ráðið gerðum yðar. Vegna stöðu
yðar í landinu og innan kirkj-
unnar finnst mér rétt að ákveða
lágmarksrefsingu. Ég dæmi yð-
ur því til fimm ára famgelsisvist-
ar.“ Hámarksrefsing fyrir undir-
róðu rsstarfsemi er líflát.
Að sögn dómarans var ffrench-
Beytagh sekur um stuðnimg við
félaga í kvennasamtökum, er
berjast fyrir borgararéttindum
blökkumanna.
— Ljósmyndun
Framhald af bls. 39
sýnimgin skyldi standa undir
sér.“
— Voruð þið ánægðir með við
íökurnar?
„Já, við voru ánægðir með
þær, nema hvað okkur þótti erí
it't að fá fólkið til að gagnrýna
myndimar. Það var yfirleitt
mjög hrifið af þessiu framtaki
ókkar, en vildi Mitið segja urn
myndimar, enda þótt við hefð-
am sjálifsiagt margt getað af
þeirri 'gagnrýni lært.“
LISTIN
— Og svo kernur klassiska
spummgin: Hvað vilfu segja að
tokuim?
„Ég vii benda þér á, að þú
hefur aiveg glieymt að spyrja
urn listina i þessu, en sú spum-
ina vaiknar vafalaust hjá mörg-
mn. Og sem sivar við þeirri spurn
ingu vii ég siegja, að við viljum
hailda ókkur sem aiira lengst
frá ölilum umræðum um list. Ljiis
myndiun er iðnigrein, en hún get
iur iíika verið listsköpun. Ég
hieyrði nýlega, að um helmingur
af ölium verkum, sem Listasafn
í New York keypti, væri ljós-
myndir, og af því má sjá, að
þetita er listgrein i öfliugri sókn.
En við álitum okkur bara vera
fiiktara!“
— sh.
onGiEGn
Aflinn í októbermánuði var
168 lestir og auk þess seldu tveir
bátar afla sinn I Englandi.
Endurbygging frystihúss fisk-
iðjuinnar Freyju h.f. gengur vel,
og er nú fokhelt hús á hafnar-
svæðinu, sem er að stærð 15 m
breitt og 110 m langt. Áætlað er
að vinna við að innrétta það í
vetua* og taka í riotkun næsta
sumar.
Undirbúningur er hafinn að
vinmlu á hörpudiski og var í
þeim tilgamgi stofnað fyrirtæki er
tók sláturhús Kaupfélagsins á
leigu, og standa nú jrfir breyting
air á því húsnæði svo vinnsla geti
hafizt.
Atvinnuleysi er hér óþekkt fyr
irbæri og hér starfa við fisk-
vinnslu og sjómennsku miHli 20
og 30 aðkomumenn og vantar hér
alltaf fólk til starfa í þessar grein,
ar.
Vegurinn um Botnsheiði hefur
verið opinn til þessa og frekar
lítið þurft að ryðja snjó af hon
um, en vegir eru orðriir mjög
slæmir vegna mikilla rigninga
undanfarið.
Halldór.
TIL SÖLU
við Hdaleitisbraut
Glæsileg 6 herbergja íbúð við Háaleitisbraut til sölu.
íbúðin er á 4. hæð (endaíbúð) með fögru útsýni og fylgja
henni nýleg ensk gólfteppi. Laus til íbúðar snemma á næsta
vori.
Tilboð, þar sem tekið er fram, hve mikið væntanlegur kaupandi
getur greitt við afsal, sendist Morgunblaðinu fyrir 13. þ.m.
merkt: „Milliliðalaust — 5694".
Sundgerðingar - Miðnesingur
Samkvæmt samþykkt hreppsnefndar, hefur verið ákveðið að
kanna möguleika á því að hefja byggingu verkamannabústaða,
ef næg þátttaka fæst. Sérstök athygli skal vakin á hinum
hagstæðu lánakjörum, en 80% af íbúðarverðinu er lánað til
42 ára, með 2% vöxtum án vísitölubindingar.
Þeir, sem kunna að hafa áhuga á þessu vinsamlegast hafi
samband við sveitarstjóra eða oddvita fyrir 15. des. nk.
Sandgerði 5. 11. 1971
SVEITARSTJÓRI.
íbúðir til sölu
Við eigum ennþá örfáar 2ja og 5 herbergja íbúðir í 8 hæðe
sambýlishúsi við Þverbrekku.
Komið og skoðið líkan að blokkinni og fáið upplýsingar.
íbúðirnar seljast fullfrágengnar. Hitaveita kemur strax í húsið.
BYGGINGA-
MiÐSTÖÐIN hf.
Auðbrekku 55
Kópavogi
Sím/ 42700
Verzlunarhœð
Verzlunarhæðin á Vesturgötu 42 er til sölu. Hæðin er tilbúin
undir tréverk ca. 135 ferm. og mjög ákjósanleg fyrir sér-
verzlun, þjónustufyrirtæki, læknastofu, lögfræðistofu og/eða
aðra starfsemi. Eignalóð og bílastæði framan við inngang.
í kjallara getur fylgt lagerpláss.
Upplýsingar á skrifstofunni Vesturgötu 27, sími 19514 eða
hjá Hauki Jónssyni, hrl., sími 17266.
ÞORSTEIIMN JÓNSSON.
Einbýlishús í Kópuvogi
Einbýlishúsið að Hlaöbrekku 2 er tii söiu í fokheldu ástandi,
eins og það er nú, eða tilbúið undir tréverk seinni hluta
vetrar. Húsið er 145 ferm. á tveim pöllum ásamt 70 ferm.
kjallara og bílskúr. Lóðin er um 770 ferm.
Skemmtilegt hús og staður.
Upplýsingat á skrifstofunni Vesturgötu 27, sími 19514.
ÞORSTEINN JÓNSSON.
Sjómannafélag
H afnarfjarðar
Tillögur trúoaðarmannaráðs um aðalmenn og varamenn i
stjóm Sjómannafélags Hafnarfjarðar fyrir árið 1972, liggnr
frammi í skrifstofu félagsins.
öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 18 þann 25. nóvember
1971 í skrifstofu Sjómannafélags Hafnarfjarðar Strandgötu 11
og er þá framboðsfrestur útrunninn.
T rúnaða rmanna ráð
Sjómannafélags Hafnarfjarðar.
Toyota Corolla
Tilboð óskast í TOYOTA COROLLA árgerð "71 skemmda
eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis að Höfðatúni 4 mánudag
og þriðjudag.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora Laugavegi 176 eigi síðar
en fimmtudag.
SJÓVATRYGGINGAFÉLAG ISLANDS hf„
Bifreiðadeild.
NÝJAR
UNGLINGABÆKUR
Eins og undanfarin ár koma á þessu hausti frá Leiftri nokkrar
góðar unglinga- og barnabækur. Eftirtaldar bækur koma í dag
í bókabúðir, og fleiri koma um miðjan mánuðinn.
1. Frank og Jói á fslandi. Þýðandi Jón Birgir Pétursson,
fréttastjóri. Þetta er 8. bókin um þá bræður, Frank og
Jóa, og nú gerist sagan á Islandi. Þeir koma á Hótel
Sögu, I Keflavik, á Akureyri, á Vatnajökul, vestur á Snaa-
fellsnes, um borð i varðskipið Þór og víðar. Sögurnar af
Frank og Jóa eru gefnar út í stórum upplögum í Banda-
rikjunum og víðar og njóta mikilla vinsælda.
2. Bob Moran. Njósnarinn ósýnilegi. Þýðandi Magnús Joch-
umsson, fyrrv. póstmeistari. Sögurnar um Bob Moran,
hetjuna miklu, eru vinsælastar hér á landi, unglingar um
allt land biða hverrar bókar með eftirvæntingu En þetta
er ekkert einsdæmi hér á iandi. Sama sagan gerist. víða
um heim.
3. Kim og ilsigni maðurinn. Þýðandi Knútur Kristinsson læknir.
Margar unglingabækur eru lesnar bæði af drengjum og
stúlkum. Þó skiptir þar nokkuð í tvö horn. Bækurnar um
Kim hafa þá sérstöðu, að þær eru alveg jafnt lesnar af
stúlkum og drengjum. Lesmál þeirra er aðlaðandi, sögurnar
viðburðaríkar og skemmtilegar.
4. Dóra í hópi umsjónarmanna. Þýðandi Gísli Ásmundsson,
kennari. Dóru-bækurnar gerast í heimavistarskóla ungra
stúlkna. Og eins og að líkum lætur gerist margt spaugi-
legt í hópi ungra glaðværra stúlkna. En frá því segir bókin.
5. Það er mér að kenna. Þýðandi Gunnar Sigurjónsson, cand.
theol. Þessi bók kom fyrst út í Englandi 1950. Síðan hefur
hún komið út í mörgum útgáfum í Englandi, og verið þýdd
á fjölda tungumála, svo sem kínversku, frönsku, þýzku,
grísku, ítölsku, japönsku, portúgölsku, dönsku og norsku.
Og nú hefur Gunnar Sigurjónsson þýtt bókina á íslenzku.
Lesið bókina, hún mælir með sér sjálf.
6. Drengur á flótta. Þýðandi Benedikt Arnkelsson, cand. theol.
Söguhetjan á heima í höfuðborginni. En vegna erfiðleika
á heimilinu er honum komið fyrir hjá góðu fólki í sveit.
Frásögnin er þrungin spennu og eftirvæntingu, sem heldur
huganum vakandi og spyrjandi. — Þetta er úrvalsbók
handa röskum drengjum á aldrinum 12—15 ára.
7. Spánska eyjan. Þýðandi Þorlákur Jónsson, fyrrv. stjórnar-
réðsfulltrúi. Spennandi frásögn um þrjá unglinga: stúlku og
tvo pilta. Þau höfðu lesið frásagnir um það, að á átjándu
öld hafi freigáta úr spánska flotanum, sem hét „Almirante
Carios y Mendoza" sokkið í ofviðri og að likindum brotnað
við kletta Spánareyju. Allir vissu að í spænsku freigátunum
voru oft miklir fjársjóðir í gulli, silfri og sleginni mynt.
Unglingarnir ákváðu að finna skipsflakið og bjargá fjár-
sjóðnum. Þetta var spennandi ævintýri — það gat líka gefið
mikið í aðra hönd.
8. Smalahundurinn á Læk. Eftir Guðbjörgu Ölafsdóttur. Guð-
björg lætur Pílu litlu, smalahundinn á Læk, segja börnunum
þessa sérstæðu og fallegu sögu.
9. Jói og baunagrasið. Ný saga í hinum stóra bókaflokki
ódýrra barnabóka, sem Leiftur hefur gefið út á undanförn-
um árum og fást í öllum bókabúðum.
LEIFTUR HF.
Höiðatúni 12