Morgunblaðið - 14.11.1971, Síða 8

Morgunblaðið - 14.11.1971, Síða 8
MORGUNBLAÐDÐ, SUNINUDAGUR 14. NÓVEMBER 1971 40 Úr endur- minningum Lyndon B. Johnsons ■*~ *'»*<*■ ií j*... "* M -ii * v» ss?!s*™í*<1**8 ■« ->.< ~ 21. júU 1965 ákvað Johnson að senda hershöfðlngjnm síniim í Vietnam þá menn og þan her- gögn sem þeir töldu sig þiufa. Tonkinflóaárásin og upphaf loftárásanna í ENDURMINNINGUM sín- lun fjallar Lyndon Baines Johnson eðlilega mikið um stríðið í Vietnam, þar sem það var efst á baugi í utan- rQdsstefnu Bandaríkjanna öll árin, sem hann var for- seti. í einum kafla bókar- innar fjallar Johnson um ákvörðunina um að hefja sprengjuárásir á N.-Viet- nam, eftir Tonkinflóaárás- ina, er norður-vietnamskir tundurskeytabátar gerðu árás á bandarísku tundur- spillana U.S.S. Maddox og U.S.S. C. Turner Joy. Johnson segir að upphafið að þessu máli hafi verið árás- irt, sem gerð var á U.S.S. Maddox í ágúst 1964. Aðfarar- nótt 2. ágúst hafi skeyti bor- izt til Washington þar sem Skýrt hafi verið frá því að 3 n-vietnamskir tundurskeytabát ar hafi gert árás á tundurspill- inn, en skipstjóri Maddox hafi svarað árásinni með skot- hrtð ag jafnframt beðið um að- stoð flugvéla. Ekki varð mann tjón um borð, eða skemmdir á skipínu sjálifu. Bandarxsku fktgvéiiamar löskuðu alla tund urskeytabátana. Johnson kallaði þegar saman aha helztu ráð- gjafa sina og er fregnir af at- buirðinum höfðu verið kannað- ar nákvæmlega var ákveðið að grípa ekki til gagnaðgerða, þar eð hér gat verið um mistök n-vSetnömsku skipstjóranna að ræða. Ákveðið var að senda stjöminni í Hanoi harð- orða mótmælaorðsendingu, þar sem hún var vöruð við að ef atburðurinn endurtæki sig myndi slSkt hafa alvariiegar af- leiðingar í för með sér. Johnson segir að svo virð- ist, sem Hanoistjómin hafi ekki ítetoið þessa orðsendingu alvar- lega, þvl að tveimur dögum síð ar gerðu n-vietnamskir tundur Skeytabátar aðra árás og þá á tundurspililana tvo, sem áður er getið um. Hér var það að BandaHkjastjórn tók ákvörð- un um að gera gagnáréis á bát- ana, bækistöðvar þeirra og auk þess olíustöð í N-Vietnam. Þessi áíkvörðun var ekki tek- in, fyrr en rækilega hafði ver- ið gengið úr skugga um að skipin hefðu raunverulega orðið fyrir árás og þegar öll- um gögnum hafði verið safnað saman voru menn á einu máli um að svo hefði verið. John- son kallaði þá saman öryggis- ráð siitt til fundar, tiil að ræða málið og skömmu síðar ræddi hann við þingleiðtoga. John- son sagðist hafa sagt við þing- leiðtogana að hann teldi nauð- synlegt fyrir stjórnina að fá samþykkta þingsályktunartil- lögu, þar sem lýst væri yfir stuðningi við aðgerðir stjórn- arinnar í SA-Asíu, til að styrkja stöðu hennar. John- son segist hafa sagt þeim að hann vildi ekki grípa til að- gerða, nema með fuMtingi þingsins. .Allir leiðtogarnir tjáðu honum að þeir teldu að tiillagan yrði samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta SA—-ASÍUÁLVKTUNIN Johnson segir að hugmynd- in um að fá þingið til að sam- þykkja slíka tillögu hafi ekki verið ný af náMnni. Hún hafi fyrst komið fram, er byrjað var að ihuga aukna þátttöku Bandarikjanna í striðinu i Viet nam, en Johnson segist aliltaf hafa borið þá von í brjósti, að hægt yrði að kornast hjá því. En hann segir: „Eftir árásirnar í Tonkinflóa gátum við ekki lengur verið svo vissir i okk- ar sök. Við vissum ekki nema kommúnistar væru að undirbúa stórfellda innrás inn í S-Vitet- nam og að þeir gætu hugsan- liega fengið Kinverja til liðs við sig. Möguleikarnir voru fjöl- margir og ég vildi tryggja að við yrðum viðbúnir hiinu versta. Til þessa þurfti ég að fá stuðning þingsins fyrirfram við hverjar þær aðgerðir, sem grípa yrði tll.“ RÆÐU FRESTAÐ Johnson hafði ákveðið að skýra bandarísku þjóðinni frá ákvörðuninrti um loftárásirnar síðar um kvöldið í ‘Sjónvarps- og útvarpsræðu, en frestaði því um rúmar tvær klukku- stundiir þar til flugvélarnar voru komnar á loft til að gefa ekki stjórninni í Hanoi tæki- færi til að gera ráðstafanir til að verjast árásinni og einnig til að tryggja það að Kínverj- ar fengju að vi'ta strax og flug vélarnar kæmu yfir Tonkin- flóa, að þeim væri ekki beint gegn þeim, heldur væri hér um aðgerðir að ræða gegn N ■ Viietnam. 1 gagnárásunum voru 25 tundurskeytabátar eyðilagð ir og 90% af olíutönkunum í Vinh. Bandarikjamenn misstu tvær flu'gvélar. Þingsályktunartillagan var samþykkt i Öldungadeildinni með 88 atkvæðum gegn 2 og fulltrúadeildin samþykkti hana samhljöða með 416 atkvæðum. Johnson segir að SA-Asíuþings álykt'Unartil'lagan hafi oft ver- ið ranglega kölluð Tonkinflóa- tillagan. Tillaga þessi var svo. hljóðandi: „Bandáríkjaþing veitir Bandaríkjaforseta stuðn ing tóil að girfpa til allra nauð- synlegra aðgerða til að brjó'a á bak aftur vopnaða árás á bandaríska heri og til að fyrir byggja frekari árásir. Einníg að Bandarikin séu tilbúin til að gera allt það sem forsetinri telur nauðsynlegt, þ.á.m. beit- ingu hervalds, til að aðstoða hvert það land, sem á aðild að hinum sameiginlega SA-Asíu varnarsamningi, sem biður um aðstoð t±l að verja frelsi sitt LOFTÁRÁSIR Johnson segir að hugmviid- in um að gera loftárásir á N- Vietnam í gagnaðgerðaskyni hafi lengi verið rædd innan stjórnarinnar og í bandarísk- um blöðum, en hann segir að fyrsta ár sitt í Hvita Húsinu hafi hann a.ldrei fengið form- lega tiiilögu þess efnis, sem ail- ir ráðgjafar hans hafi stutt. Hann segir að í hvert skipfci, sem málið hafi verið rætt, hafi menn venj'ulega minnt á hæfct- una, sem loftárásum yrði sam- fara, á að Kínverjar fengju af- sökun fyrir meiriháttar ihlut- un í Vietnam. Dean Rusk hafði miklar áhyggjur af því að ef þjarmað yrði að N-Vietnam, þá myndu Sovétríkin auka spennu I Berlin og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Johnson segist hafa verið sam- mála Rusk, þvi að aðgerðir og markmið Bandarilkjamanna I Vietnam hafi verið takmörkuð og hann hafi viljað halda þeini þannig. SVARTSÝNI Johnson segir að árið 1964 hafi hann sífellt verið að fá skýrslur frá herforingjum og embættismönnum, þar sem mik- iilar svartsýni gætti um þróun mála í S-Vietnam. Snemma í janúar 1965, fékk John- son skýrslu frá Maxwell Tay- lor, þar sem hann sagði m.a. „Það hallar stöðugt undan fæti hjá okkur og við verðum að taka áhættuna á að breyta tiL Ef við gripum ekki til já- kvæðra aðgerða nú, þýðir það, að við bíðum ósigur í náinni framtíð." Johnson segir að þetta hafi verið einróma álit allra hernaðarsérfræðimga og að borgaralegir ráðgjafar sin- ir hafi, með trega þó, komizt að sömu niðurstöðu, því að ekki hafi þýtt annað en að horfast í augu við kaldar staðreynd- ir. | 27. janúar fékk Johnson skýrslu frá ráðgjafa sín- um MacBundy, þar sem Bundy sagði að hann og McNamara væru þess fullvissir að Viet- namstefna stjórnarinnar gæti aðeins leitt ti'l hroðaiegs ósig- urs. Bundy sagði að þeir væru þeirrar skoðunar að að- I eins væri um tvær leiðir að j ræða, beitingu hernaðarvalds ! til að knýja í gegn breytingu á ! stefnu kommúnista eða að ! reyna eftir fremstu getu að 1 fara samningaleiðina til að bjarga þvi sem bjargað yrði áti þess að stefna ástandinu í meiri voða. Bundy sagði að þeir höll uðust fremur að fyrrnefndu leiðimni. PLEIKUÁRÁSIN Johnson rekur því na;st þró- un þessara mála næstu daga á eftir, þar sem svartsýni gættí í síauknum mæli og hver ráðgjaf inn af öðrum hvatti til auk- inna hernaðaraðgerða. Ákvörð- unin um fyrstu loftárásírnar á N-Vietnam var tekin eftir að kommúnistar höfðu gert mikia árás á bækistöðvar 'aanda- rLskra hernaðarráð'gjafa við Pleiku, þar sem 9 Bandaríkja- menn féllu og yfir eitt hundrað særðust. Árásirnar voru gerð- ar á 4 skotmörk og tóku þátt í þeim bæði bandarískar og s- vietnamskar flugvélar. Tveimur dögum síðar kom MacBundy frá kynnisfierð til S-Vietnam og skýrði Johnson frá því í skýrslu sinni að ástandið væri orðið svo alvarlegt að ósigur væri bara spurning um vikur eða mánuði ef Bandaríkin gripu ekki til nýrra aðgerða. MacBundy lagði til að gripið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.