Morgunblaðið - 14.11.1971, Page 12

Morgunblaðið - 14.11.1971, Page 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUINNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1971 feanna VIVIENNE — ljósmyndari fræga fólksins Konan hér á myndinni virðist vera dæmigerð amma, feitlagin, gráhærð með góðleg og glettnis- 3eg augu. En hún er alls ekki nein venjuleg amma, held- ur frægur ljósmyndari, sem á langri ævi hefur tekið ótai myndir af ýmsum mönnum. Enn er hún í fullu fjöri, 84 ára göm- ul og starfar að iðn sinni innan um síðhærða og nýtízkulega klædda starfsbræður í London. Vivienne hefur tekið myndir af forsætisráðherrum, kviik- myndastjömum, konungbornu fólki og leikkonum, öll leggja þau einhvern tíma leið sina í Ijósmyndastofu hennar í London. Hún hóf feril sinn sem listmálari, og eru myndir eftir hana í konunglega listasafninu í London. Sonur hennar — Anthony Beauchamp — var eiran af helztu Ijósmyndurum í London. Hann tók fyrstu mynd- irnar af leikkonunni Vivien Ledgh, þegar hún lék á leiksviði í East End. Þegar hann lézt, hafði hann myndað aliar helztu fegurðardisimar 1 Hollywood, aMt frá Gretu Garbo tií Elísa- betar Tayior. 51 árs að aldri tók Vivienne við starfi sonar síns, og fyrsta myndin, em hún tók, birtist á forsíðu blaðsins Tatler, og var af leikkonunni Beatrice Lilie. Og þar sem hún er mjög brezk í eðlá sínu og sannur föðurlandsvinur, er hún stoltust af myndum sínum af sjö brezíkum forsætisráðherrum. Henni firanst mest spennandi fyr irsæta sín hafa verið Winston Churchill. Hún hafði hitt hann áður, vegna þess að sonur henn ar, Anthony, var kvæntur Söru Churchill, og þegar ákveðið hafði verið, að hann sæti fyrir hjá henni, birtist hann í Ijós- myndastofunni snemma morg- uns, kom sér fyrir í stól og spurði: „Hvaða svip viltu?“ Hún varð dálítið taugaóstyrk, en myndin varð stórfín, og sjálf ur varð hann mjög ánægður með hana. Fegursta kona, sem hún hefur myndað, var Vivien Leigh. „Hún kom átta sinnum til myndatöku til mín. Andlit hennar var stórkostlegt og næst um ógerningur að taka vonda mynd af henni,“ segir Vivienne. Nú er hún að gefa út æviminn- ingar sínar, sem auðvitað verða skreyttar myndum, sjálf segir hún líf sitt hafa verið óvenju viðburðarrikt. Burton-hjónin vilja, að myndir af þeim birtist í bókinni, sem á að bera nafn- ið: Portrait by Vivienne. En hún heldur áfram að starfa. „Hamingjan góða", segir hún, „hvers vegna í ósköpunum ætti ég að setjast i helgan stein? Myndatökumar eru allt mitt lif. Apótek Stúlka óskast hálfan eða allan daginn. Helzt vön í apóteki eða snyrtivöruverzlun. THboð sendist Mbl., merkt: „APOTEK — 3475“ fyrir 18. þessa mánaðar. Ódýr skrifborð hentug fyrir námsfólk á öllum aldri, borðin eru framleidd úr eik og teak. Stærð 120x60 cm. G. SKÚLASON & HLÍÐBERG HF., Þóroddsstöðum, Rvík. — Sími 19597. ÚLTÍ MA-gluggatjöld Orval af nýjum vörum. Gluggatjöld, dúkar, handklæði, straufrí sængurveraefni. JÓLAVÖRUR. ÚLTÍMA KJÖRCARÐI II. hæð. Um kvennablöð þær halda mér gangandi." Þrisvar í viku fer hún frá heimili sínu í Brighton i Ijós- myndastofuna í London. Ef hún hefur óvenju rarikið að gera, gist- ir hún þar, svo að hún geti tek- ið til starfa snemma næsta morg un. Hún segir leyndarmálið við velgengni sina vera það, að hún gefi sér alltaf nægan tíma og sé mjög vandvirk. Hún seg- ist hafa skoðað fólk allt sitt líf og reynt að kynnast því. Þeg- ar fóQk komi í myndastofuna, sé það oft taugaóstyrkt og spennt. Þá er það hennar verk að fá fólkið til að slappa af og láta því Hða vel. Það, ásamt góðri lýsingu, segir hún vera aðalatr- iðið. Vivienne segir, að duglegir kaupsýslumenn séu erfiðustu fyrirsæturnar. „Þeir koma i Ijós myndastofuna í svörtu fötun- um sínum með stífa, hvita flibba, dauðhræddir um, að und irhakan komi fram á myndinni," segir hún. „Ég segi þeim að hafa ekiki áhyggjur af undirhökunni. Ég eigi töfrablýant, sem muni laga hana, þegar myndatakan sé afstaðin.“ (Christine Brown). Ritstjóri tízkublaðsins Vogue hefur um árabil verið banda- rísk kona, Diana Vreeland að nafni. Hefur henni tekizt að halda því frumlegu og sérstæðu, og hafa hinar glæsilegu síður þess endurspeglað hátízkuna með ölilum sínum glans og ævin- týraljóma. En eins otg svo mörg blómstrandi fyrirtæki, hefur Vogue verið seint að viður kenna þær þjóðfélagsbreyting- ar, sem orðið hafa á sviði tízku og blaðamennsku undanfarin ár, og hefur ekki breytt hinu glæsilega útliti sínu og stíl, sem það hefur alla tíð haft. Nú er Diana Vreeland orðm 71 árs gömul og hefur látið af störfum sem ritstjóri, en við er tekín Grace Mirabella, sem ver- ið hefur aðstoðarritstjóri s.l. 8 ár. Virðist nú augljóst, að Vogue muni breyta allveruiega um svip, og hefur hinn nýi rit- stjóri látið þau orð falla, að hún vilji að blaðið nái til scærra hóps kvenna, jafnvel þótt það kosti talsverða breytingu á efni og orðalagi. 1 hinum þrönga heimi tízku- blaðamennskunar eru menn vissir um, að Diana Vreeland hafi ekki af fúsum vilja vikið frá blaðinu. Menn segja, að Alexander Liberman, hinn hæfi leikamikli, rússneski mynd- höggvari, sem er forstjóri fyr- Diana Vreeland. Atvinnurekendur Ung stúlka, máladeildarstúdent, óskar eftir atvinnu fyrri hluta dagsins, eða kvöld- og helgarvinnu. Er vön afgreiðslustörfum, hef vélritunarkunnáttu. Margt kemur til greina. Tilboð sendist til afgr. blaðsins fyrir 16. nóv., merkt: „3476“. Vörubílar Tilboð óskast í nokkra Bedford-vörubíla, yfirbyggða, er verða til sýnis miðvikudaginn 17. nóv. 1971. Tílboðum sé skilað fyrir kl. 5 sama dag. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Mjólkurbú Flóamanna. irtækis þess, sem á blaðið, hafi ráðið þessari ráðstöfun, og orð- rómur hefur verið á kreiki um, að grunnt hafi verið á þvi góða milli þeirra. Einn tízkufrömuður hefur líkt tízkublaðinu Vogue við rúss- nesku hirðina, og telur að timi Diönu Vreeland hafi verið lið- inn. Annar segir, að Liberman stjórni blaðinu, og að hann hafi viljað fá betri stjórnanda. Grace Mirabella. Vreeland er afar frumleg, en ekki góður framkvæmdastjóri — hún er á annarri bylgju- lengd. Grace Mirabelia, sem er fertug að aldri, þykir af'ur á móti stórkostlegur vinnu- kraftur, enda þótt hana skorti frumleik fyrirrennara síns Vogue tapaði 38% af aug- lýsingatekjum sinum fyrstu mánuði þessa árs, og hetur það sennilega flýtt fyrir ritstjóra- skiptunum. Harðasti keppinaut- ur Vogue, Harper’s Bazaar þar sem Diana Vreeland vann í 25 ár áður en hún fór til Vogue, tapaði lika (37%), én kvenna- blaðið Glamour tapaði aftur á móti aðeins 3% miðað við næsta ár á undan. Þetta þykir tízku- blaðamönnum benda til þess, aö hin nýja gerð Glamour, sem fjallar um fjöldamörg áhugamál kvenna en ekki aðeins fatnað, verði e.t.v. höfð að leiðarljósi, þegar blaðið breytir um svip. Vogue ætti að verða meira 1 tengslum við nútímann. Hinn nýi ritstjóri er mjög vel iátinn af starfsfólki blaðsins og mikil hæfileikakona. Hún vill, að blaðið nái til allra kvenna, og segir það muni birta efni, sem verði skemmtilegt og speran andi fyrir utan auðvitað tizk- una. Hún segist vilja vekja áhiuga kvenna og fræða þær, og muni hún leita ráðlegginga hjá fyrirrennara sínum. Diana Vreeland mun vinna áfram á blaðinu, hefur þar sína skrifstofu og gefur góð ráð. Hún segir það alltaf hafa verið skoðun sína, að sérhver kona ætti að hafa tækifæri til að vera eins aðlaðandi og hún vill vera. Sjálfstœðiskvennafélagið EDDA helduri asar að Hallveigarstöðum í dag, sunnudaginn 14. nóvember klukkan IS.oo. Margt glœsilegra og góðra muna til jólagjafa fyrir lágt verð — Nefndin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.