Morgunblaðið - 20.11.1971, Side 13
MORGliNBLAEÆÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1971
13
BOKMENNTIR - LISTIR
BOKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
Helvíti stríðsins
Mark Lane:
OG SVO FÓR ÉG
Að SKJÓTA ...
Frásagnir bandarískra her-
luanna nr VietnamstriðiiHJ.
Bók þessi er þýdd af félögiiim
í SlNE-deiidinni i Osló og
geifin út að tilhlutan SlNE.
Mál og menning.
Reykjavik 1971.
TTLGANGUR bandaríska lög-
roftnnxins Marks Lanes með bók
sinnd Og svo fór ég að skjóta
. . . , er að sanna að banda-
rískir hermenn hafi gerst sekir
luirn striðsglæpi í Víetnam, ekki
eiiniuinigis í Song My i mars 1968,
heldur viðar i landinu og bein-
Mnis fengið þjálfun í því skyni
að iama viðnámsþrótt Víetnama
með tatomarkaiausum ofbeldis-
verkum. Niðurstaðan verður sú,
að aðgerðir þýslcu nasistanina og
bandarisku hermannanna séu aí
sömu rótum runnar; algert fá-
nýti stríðsins er dregið
fram hvað eftir annað, hermenn
irnir eru ráðviiltir og breytast
fijótlega úr venjulegum heiðar-
iegum bandarískum drengjum i
miskunnarlausa manndrápara og
skepnur. Einn íer að skjóta og
hinir fylgja fordæmi hans. Engu
máli skiptir hver verður fyrir
skotinu, sekur eða saklaus.
Einkunnarorðin eru: drepa,
drepa, drepa.
Og svo fór ég að skjóta . . .
er viðtalsbák vdð bandaríska
hermemn, sem tekið hafa þátt í
Víetnaanstríðinu. Mark Lane
skrifax í innganigi: „1 marga
máriuði ferðaðist ég um Kanada,
Bandaríkin og Svíþjóð til þess
að hitta amdstæðinga striðsins
og iiðhlaupa úr bandaríska
'hemium. Ég kvikmyndaði viðtöl,
hiustaði á tugi ungra mamna og
frásögn hundmða annarra
vitna“. Maiik Lane heidur áifram
að segja írá kynnum sínum af
þessum monnum og aðdraganda
bðkarinnar: „Ég fann, að stór
hópur hermanma úr hernum og
landgönguliðinu, já og jafnvel
yfirmenn voru fúsir tii að skýra
frá reynsiu sinni í Víetnam.
Margir þeiirra höfðu gerzt lið-
hlaupar, aðrir gegndu ennþá
herþjónustu en biðu með
óþreyju eftir að losha.“
Margir þeirra manna, sem
Mark Lane ræðir við, eru lið-
hlaupar. Frásagnir þeirra verð-
ur að skoða í því ljósi, en aftur
á móti er ljóst að fjöldamorðin
í Song My eru ekki „einangrað
fyrirbæri" eins og Níxon forseti
viU halda fram. 1 striði
er grimmdin það afl, sem mestu
ræður og bitnar ekki síst á hin-
um sakiausu, vamarlausum borg
urum: konum, börnum, gamai-
mennum. Enginn, sem séð hefur
myndirnar frá Song My og les-
ið lýsingar sjónarvotta á blóð-
baðinu þar, litur Vietnamstríðið
Góðir dómar um
leik Hafliða
Hallgrímssonar
— á hljómleikum í Wigmore
Hall í London
HAFLIÐI Hallgrínisson, sellóleik
ari, hélt tónleika í Wigmore Hall
I London 8. nóv. sl. við nujög
góðar undirtektir. Áheyrendasal-
ur var fiillskipaður og var Haf-
liði klappaður fram margsinnis
að leik sinum lokmim.
Morgiinblaðinu hefur borizt
dómur úr brezka blaðinu „The
Daily Telegraph“ þar sem farið
er lofsamlegum orðum um ieik
Hafliða; hann sagður hafa sýnt
góðan stil og tilþrif og að lag-
hna hans sé hrein og vel mótnð.
Hafliða er hælt fyrir góða
„intonation“ og sagt, að tónn
hahs sé óbrigðult músíkalskur,
þótt nokkuð sé hann veikur og
skorti meiri litbrigði.
Gagnrnýandinn segir, að í ein-
leikssvítu Bachs hafi Hafliði leik-
ið með sterkri hrynjandi — þó
stundum ekki nægilega sveigjan-
legri, en heildarsvipur leiks hans
á prelúdiunni og gígunni hafi
sýnt góðan músikalskan skilning.
1 adagio-kafia sónötu Beethov-
ens í G-moli telur gagnrýnandinn
að Hafiiði hefði átt að byrja
sterkar, en segir kaflann þó hafa
verið glæsilega leikinn. Og séu
fráskildar nokkrar tónai'aðir,
sem ekki voru nægilega greini-
legar, segir gagnrýnandinn, að
lokakaflinn — rondó — hafi sýnt
líflegri og styrkari hlið á tónlist-
armanninum, sem eila heíði
stundum virzt full hlédrægur.
Þessi hlédrægni hans hafi til
dæmis háð honum í sónötunum
eftir Debussy og Britten, þar sem
hefði þurft að marka skýrari Un-
ur og líflegri og fjölbreytilegri
litbrigði. Þ>ó hafi Hafliði náð
sterkum tóni í Serenödu Debuss-
ys og sýnt hógværa kímni og
ágæta tækni i Marciu og Moto
Perpetuo eftir Britten.
Loks segir gagnrýnandi „The
Daily Telegraph", að Hafliði
Hailgrímsson hafi notið góðs
meðleiks Roberts Bottones.
sömu augum og áður. En þar
með er ekki sagt, að Bandarikja
menn einir fremji striðsgiæpi í
Víetnam. Til eru íjölmargar
heimildir um hryðjuverk Norð-
ur-Vietnama. Um þaiu fjailar
Mark Lar.e vitainiega eikki. En
heimurinn gerir strangar kröfur
til bandariskra hermanna, þeir
eiga að hafa fengið uppeldi, sem
hafnar marmdrápum sem lausn
á skoðanaágreiningi og set-
ur virðingu fyrir einstaklingn-
um ofar fardómxim og bUndu
hatri. Eða er þetta blekking?
Er lýðræðishugsjónin ekki
merkilegri en það, að hún getur
á augabragði snúist í andstæðu
sána?
Flestum er ljóst, að strið breyt
ir mönnum. Það, sem veld-
ur mönnum öhuig heima í stof-
umni þeirra, verður sjáifsagður
hiutur á vígvellinum. Marg
ir hermannanna, sem 1 rauninni
eru bestu piltar, vitna um þá
ánægju, sem þeir hafi haft af að
pynta fólk og drepa. Ekkert var
eðiilegra í þeirra augum en
Framhald á bls. 23.
Nokkrir þeirra, sem myrtir voru i Song My í mars 1968.
Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um:
TÓNLIST
TÍMAMÓT
YMISLEGT var kannað „undir
smásjánni" á seinustu tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar, í
fyrstu „virtúósítet“ fiðlanna sam
kvaemt kröfum þeinra Oorellis
og Haydns, og var ekki laust við
að línurnar reyndust trosnaðar
hér og þar, en síðan var virtú-
óátet“ Ingvars Jónassonal-
„kannað“ í verkinu „Könnun"
eftir Atla Heimi Sveinsson. —
Þetta var fnimflutningur verks-
ins og stjórnaði höfundur sjálfur
hljómsveitinni.
„Könraun“ er í 11 atriðum (i
stað þátta) og eru atriðin stund-
um afmörkuð með skilum, stund
um látin renna saman. Höfund-
ur segir, að verkið sé eins konar
hermitónlist, sem lýsir könnun á
einhverju óþekktu og hann fari
„í leiðangur með hljómsveitina
undir forystu einleikshljóðfæris.“
Heiti atriðanna ellefu lýsa þess-
ari ferðaáætlun nokkuð: Aðdrag-
andi, Brottför, Á leiðinni, Við
fljótið o.s.frv., en ákveðnum
áfanga er ekki náð, hann er enn
óþekktur, svo og „heimkoma". f
verkinu notar Atli risastóra
hljómsveit, og ósjaldan týnir
hún forystumanninum i tóna-
svelgnum. Margt er nýstárlegt í
vali og beitingu hljóðfæranna,
sem stundum fer íorgörðum,
þegar mikið gengur á, en nýtur
sín stundum skínandi vel, svo
sem samleikur víólu, gitars cg
kontrabassa á einum stað.
Þrátt fyrir nýstárlegt yfirbragð
ið, eru tengsl verksins við hefð-
ina eftirtektarverðari. „Ferða-
saga“ Berlioz fyrir víólu og
hljómsveit (Haraldur á Ítalíu),
er Atla eins konar bakhjarl,
sömuleiðis rómantískt tónamálið,
þar sem hreimur þess verður
sterkastur í atriðinu „Minning"
— og leiðir hugann aftur til
þeirra Strjuss og Schönbergs á
árunum fyrir fyrri heimsstyrj-
öld.
Hlutverk einleikarans kannar
yz VQ mörk leiktækninnar, og
sigraði Ingvar glæsilega allar
torfærur og sparaði hvergi kunn
áttu og dirfsku. Flutningurinn
var því stór sigur fyrir bæði ein-
leikara og höfund, og má mikið
vera, ef áheyrendur voru þarna
ekki vitni að merkum timamót-
um í list þeirra beggjá. Verkið
var líka klappað upp, og hefði
sannarlega átt að sinna því. Hins
vegar varð harðstjórn klukkunn
ar að ráða (en ekki gamansemi
eins og í „Klukkusinfónáu"
Haydns á undan) og George
Cleve komst að með Tod und
Verklarung.
Sú var tíðin, að tónaljóð
Strauss boðuðu alls konar ný-
tízku í hljómavali og beitingu
hljómsveitarinnar, og svo erfið
voru þessi verk viðfangs, að
lengi var óhugsandi, að þau væri
hægt áð flytja hér. Sjálfur þurfti
Strauss að áminna menn um að
æfa verkin og leika þau með
sama hugarfari og sömu ná-
kvæmni og scherzóin hjá Mend-
elssohn — en töluverð brögð
voru að því, að hljóðfæraleik-
arar spihiiCu ónákvæmt þær nót-
ur, sem þeir náðu i, í skjóli þess,
að þetta væri hvort eð er svodd
an glundroði.
Cleve lauk með þessu tónaijóði
Strauss glæsilegu starfstímabiii
sínu hér. Hann hefur verið kröfu
harður og óbilgjarn stjórnandi
og reynt að fá menn til að gera
eins vel og þeir geta — og siðan
enn betur. Sífellt má deila um
smekksatriði, tækniatriði, svo
sem hvers vegna hann skeytíi
svo lítið um „píanissimo" o.s.frv.,
en Cleve veit hvað hann vill, og
þjarmar að mönnum þar til und-
an er látið. „Endurfæðing"
Strauss hér á landi er vonandi
ekfi aðeins lok starfstimabils,
heldur Hpphaf nýrra og heims-
borgaralegri átaka hljómsveitar-
innar. Áheyr.'Cdur munu bjóða
Cleve aftur velkominn, hvenær
sem er.
Húrgreiðslusýning
verður haldinn í Súlnasal HÓTEL SÖGU á morgun,sunnudag kl. 3. íslenzku keppendumir úr Norður-
landakeppninni greiða Kokteil-greiðslur, daggreiðslur og kvöldgreiðslur á sviði.
ELSA HARALDSDÓTTIR greiðir einnig 2 greiðslur á sviði.
Aðgöngumiðar seldir á hárgreiðslustofunum og í anddyri Súlnasals frá kl. 1 á sunnudag.
Aðgangseyrir kr. 150.— HÁRGREIÐSLUMEISTARAFÉLAG ÍSLANDS.