Morgunblaðið - 20.11.1971, Page 16
16
MORGUNIBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1971
Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavtk.
Framkvaamdastjórí Heraldur Sveinsson.
Riletjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kr. eintakið.
HÖFT OG PÓLITÍSK FORSJÁ
Tiyfeð frumvarpi því um
lfl Framkvæmdastofnun
ríkisins, sem lagt var fram á
Alþingi í fyrradag, hefur rík-
isstjórn Ólafs Jóhannessonar
snúið baki við þeirri frjáls-
ræðisstefnu í athafnalífi
þjóðarinnar, sem ríkt hefur
frá upphafi stjórnarferils
Viðreisnarstjórnarinnar og
fram til þessa dags. Nú er
bersýnilega stefnt að stór-
kostlegri samþjöppun valds í
höndum pólitískra valdhafa.
Stofnun á borð við Fram-
kvæmdastofnun ríkisins þekk
ist ekki nú á tímum í vestr-
ænum lýðfrjálsum löndum,
þar sem horfið var frá hafta-
stefnu og opinberri forsjá fyr-
ir u.þ.b. tuttugu árum, eftir
skammvinnt haftatímabil að
lokinni heimsstyrjöldinni síð-
ari.
Framkvæmdastofnun ríkis-
ins á að starfa í þremur
deildum, hagrannsóknadeild,
áætlanadeild og lánadeild.
Yfir hverri þessara deilda
verður forstöðumaður, þ. e.
þrír forstöðumenn. Yfir þess-
um þremur forstöðumönnum
munu starfa þrír aðalforstjór-
ar Framkvæmdastofnunar-
innar, einn frá hverjum
stjórnarflokkanna. Yfir öllu
bákninu verður svo 7 manna
þingkjörin stjórn.
Framkvæmdastofnuninni
er ætlað að taka við þeirri
upplýsingasöfnun og skýrslu-
gerð, sem Efnahagsstofnunin
hefur haft með höndum, en
hún verður lögð niður. Þá er
þessu nýja bákni ætlað að
hafa með höndum undirbún-
ing að stórfelldum áætlunar-
búskap að sósíalískri fyrir-
mynd. Loks er stefnt að því,
að mikið peningavald færist
í hendur þeirra þriggja póli-
tísku forstjóra, sem stjórna
eiga daglegum rekstri þessa
bákns. Framkvæmdasjóður,
sem verið hefur í umsjá Seðla
bankans verður færður yfir
til hinnar nýju stofnunar og
Atvinnujöfnunarsjóður lagð-
ur niður en stofnaður Byggða
sjóður, sem einnig verður í
höndum pólitísku forstjór-
anna. Ljóst er, að á miklu
veltur, hvernig framkvæmd-
in verður og víst er um það,
að það mun taka ríkisstjórn-
ina nokkurn tíma að koma í
gang starfrækslu þessarar
viðamiklu stofnunar. En eng-
inn þarf að draga í efa, að
hjá þessari ríkisstjórn er full-
ur vilji til þess að nýta út í
yztu æsar þær heimildir, sem
frumvarpið um Framkvæmda
stofnun ríkisins veitir til víð-
tækra afskipta af öllu at-
vinnulífi landsmanna.
Þegar eftir valdatöku sína
haustið 1959 tók Viðreisnar-
stjórnin ákvörðun um að
stórauka frelsi í athafnalífi
landsmanna, létta af ýmiss
konar höftum og bönnum og
leysa úr læðingi þann at-
hafnavilja og starfskraft, sem
felst í hverjum einstaklingi,
sem fær frjálsræði til at-
hafna. Þessi ákvörðun Við-
reisnarstjórnarinnar var
grundvöllur að þeim miklu
velmegunar- og uppgangs-
tímum, sem ríktu á stjórnar-
árum hennar, ef undan eru
skilin tvö sérstæð erfiðleika-
ár.
Nú hyggst vinstri stjórnin
snúa blaðinu við. Hún ætlar
að beita vinnubrögðum við
stjórn efnahags- og atvinnu-
mála, sem gengu sér til húð-
ar fyrir a.m.k. tveimur ára-
tugum. í stað þeirrar vald-
dreifingar, sem Viðreisnar-
stjórnin beitti sér fyrir og
leiddi til þess, að valdið í
efnahags- og atvinnumálum
færðist ekki einungis út í
fleiri stofnanir heldur til at-
vinnufyrirtækja og einstakl-
inga, stefnir vinstri stjórnin
að því að beina stjórn efna-
hags- og atvinnumála á eina
hendi, til pólitískra valdhafa.
Þetta eru starfsvenjur, sem
enn tíðkast í sósíalískum ríkj-
um, en hvergi í lýðfrjálsum
ríkjum. í stað athafnafrelsis
hyggst vinstri stjórnin gera
einstaklinga og atvinnufyrir-
tæki háða boðum og bönnum
nokkurra pólitískra umboðs-
manna þessarar stjórnar.
Frumvarpið um Fram-
kvæmdastofnun ríkisins er í
raun og veru boðskapur um
nýja haftastefnu, sem „mun
hafa ófyrirsjáanleg áhrif á
athafnafrelsi einstaklinga og
þróun atvinnumála“, eins og
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, benti á
í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Höft á athafnafrelsi þeirra
manna, sem starfa í atvinnu-
lífinu og pólitísk forsjá vald-
hafanna er kjarninn í frum-
varpi vinstri stjórnarinnar
um Framkvæmdastofnun rík-
isins. Samþykkt þess á Al-
þingi getur haft mjög alvar-
í fnndarsal öryg-gfisráðsins
Sameinuðu þjóðirnar
að verða gjaldþrota
Mest vegna vanskila kommúnistaríkjanna
45 ríki greiða minna en Island
Á UNDANFÖRNUM mániiðum
hefur U Thant, aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, hvað eftir ann-
að varað við því að samtökin
væru að verða gjaldþrota. Það
er engin nýlunda að SÞ eigi í
fjárhagsörðugleikum, en ástand-
ið nú er svo siæmt að það getur
haft lamandi áhrif á starfsemi
samtakanna á mörgum sviðum.
Hin ömurlega staðreynd er sú, að
hægt væri að þurrka út allar
skuldir mjög auðveldlega, ef að-
ildarríkin fengjust til að greiða
af hendi fé, sem þau skulda sam-
tökunum, en ýmis þeirra neita
því af pólitískum ástæðum.
Hinn 30. júní 1971, voru skuld-
ir SÞ samtals 69,6 millj. dollarar,
en skuldir ýmissa aðildarríkja
við samtökin námu 176,7 milljón-
um dollara. Gert er ráð fyrir að
í árslok verði skuldir aðildar-
ríkja við samtökin meira en 65
milljón dollarar, og að af því
verði 33,5 milljónir óinnkræfar.
Sovétxíkin, önnur kommúnista-
ríki, og Frakkland, líta svo á, að
fjárveitingar til friðargæzlu í
Mið-Austurlöndum og Kongó,
hafi verið ólöglegar, og hafa allt-
af neitað að greiða sitt framlag.
Fyrir fyrmefnda atriðið skulda
Sovétríkin og bandamenn þeirra
rétt tæplega 40 milljón dollara og
Frakkland tæplega eina milljón
doliara. Fyrir Kongó, eru upp-
hæðirnar 35 og 17 milljónir doll-
ara.
Þessi sömu lönd neita einmig
að greiða sinin hluta til skyldra
friðargæzlustarfa. Þar að auki
neita Sovétríkin og önmur komrn
únistaríki að greiða framlag sitt
til venjulegra tæknilegra áætl-
ana í öðrum gjaldeyri en rúbl-
um, sem Sameinuðu þjóðirnar
geta ekki nýtt, og verða því að
bera sem skuld.
Suður-Afríka hefur líka neitað
að greiða framlag sitt til ýmiss-
ar starfsemi SÞ, sem hún er mót-
fallin. Af þeim 176,7 milljónum
dollara, sem taldar voru til
skuldar 30. júní, eru því 143
milljómir til komnar vegna þess
að fyrrnefnd ríki hafa neitað að
greiða sinn hlut. Þá eru eftir 33,7
milljónir dollara frá ríkjum sem
eru skuldseig, em gera þó vænt-
anlega upp áður en yfir lýkur.
Bandaríkin
greiða 31%
Nú sem stendur greiða
Bandaríkin árlega um 31,52% af
almennri fjárhagsáætlun Sam-
einuðu þjóðanna, eða 56.332.171
milljóm dollara, af fjárhagsáætl-
un upp á 195 milljóm dollara
(þesisar tölur eru fyrir árið 1971).
Af öðrum rikjum greiða t. d.
Sovétríkin rúmlega 22 milljónir
dollara, Frakklamd rúmlega 9,4
milljónir dollara, Bretland tæp-
lega 9 milljónir dollara og Kína
rúmlega 6,2 milljónir dollara.
Framlag Bandaríkjammia hefur
lækkað smátt og smátt að
tiltölu á undanförnum árurn.
Upphaflega var það 39,89%, en
Allsherjarþingið samþykkti að
minmka það simám samam þar til
það væri í mesta lagi 30%.
Fyrir utan framlag sitt til al-
menmirar fjárhagsáætlunar SÞ,
greiða Bandaríkin miikinm hluta
af fjárhagsáætlum einstakra
stofmania samtaikamna, svo sem
Barnahjálparinmar, Heilbrigðis-
stofnumarinmar og svo framvegis.
ísland nokk-
uð ofarlega
f skýrslu frá Sameimuðu þjóð-
unum, er greimt frá heildarfram-
lagi aðildarríkjanma til samtak-
anma, á árinu 1970. Þar kernur
m. a. í ljós, að ísland er furðu
ofarlega á listanum, þótt fram-
lag þesis sé ekki stórbrotið. Það
er t. d. fyrir ofan olíuauðug riki
eims og Líbanon og Líbýu, og
eintnig fyrir ofan þjóðir, sem
hafa margfaldan fólksfjölda okk-
ar. Þess ber þó að gæta að þar
er í flestum tilvikum um að
ræða vanþróuð ríki, sem mega
sín lítt fjárhagslega.
Fimm hæstu rílkin eru:
Bandaríkin
Bretland
Sovétríkin
Svíþjóð
Kanada
Millj. dollara
276.333.666
48.544.890
41.999.270
35.602.924
34.333.811
ísland er að vomum töluvert
meðan þesisara milljónamiærimga,
en fnamlag þess var 226.810 doll-
arar. Fyrir neðain það eru:
Líbýa Dollarar 202.776
Guatemala 205.322
Líbanon 207.313
Albamía 161.682
Barbados 181.260
Bolivía 157.374
Botswana 91.791
Kambódía 152.358
Kamerún 221.006
Mið-Af ríku lýðveldið 101.681
Chad 86.238
Kýpur 188.290
Dahomey 175.925
Dóminikanska lýðveldið 78.747
E1 Salvador 104.348
Mið-Afríku Ginea 5.011
Gambía 101.591
Guinea 139.343
Haiti 78.820
Honduraa 156.229
Kenýa 194.501
Laos 142.442
Lesotho 128.421
Líbería 186.609
Madagaskar 198.960
Malawi 152.490
Maldives 133.225
Mali 56.699
Malta 165.935
Mauritius 206.483
Mongólía 133.806
Nepal 207.388
Nicaragua 102.283
Niger 130.181
Pamama 178.663
Paraguay 79.539
Suður-Yemen 61.597
Korngó 127.058
Rwanda 157.446
Somialía 155.273
Swasiland 63.516
Togo 171.482
Uganda 162.437
Efri-Volta 172.650
Yemen 80.602
legar afleiðingar fyrir þróun
alls atvinnulífs og efnahags-
mála. Það mun einnig verða
til þess að draga ákvörðunar-
valdið enn. úr höndum manna
í hinum dreifðu byggðum
landsins til pólitískra vald-
hafa á suðvesturhorni lands-
inSi Verði það samþykkt og
komi það til framkvæmda
mun það reynast eitthvert
stærsta skref aftur á bak í
efnahags- og atvinnumálum
þjóðarinnar, sem tekið heftir
verið um langt árabil.