Morgunblaðið - 20.11.1971, Síða 21

Morgunblaðið - 20.11.1971, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1971 21 BRIDGE EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ í bridge fyrir árið 1971, sem fer að þessu sinni fram í Aþenu, hefst næstkomandi þriðjudag. Mótið stendur i 12 daga og lýkur þvl 4. desember. Mót þetta er hið 22. í röðinni og er þetta í 14. sinn sem íslenzkir bridgespilarar keppa á Evrópumótum. Islenzka sveitin, sem tekur þátt í mótinu, fer utan næstkom- andi sunnudag, og er þannig skipuð: N V A S MINNKANDI ÚTFLUTN- I INGUR FREÐKJÖTS Mjög hefur dregið úr út- flutningi freðkjöts undanfarin tvö ár, og voru aðeins fluttar úr landi 1.770 lestir af dilka kjöti fyrstu 10 mánuði þessa árs. Til samanburðar má geta þess að á almanaksárinu 1969 voru ails fluttar út 6.012 lestir af freðkjöti. — Mótmæla Framh. af bls. 32 Ásmundur Pálsson, Einar Þorfinnsson, Hjalti Elíasson, Páll Bergsson, Stefán J. Guðjohnsen, Þói'ir Sigurðsson. Fararstjóri og fyrirliði sveitar- innar er Alfreð Alfreðsson. 1 opna flokknum spila 22 sveit- ir og þýðir það, að hver sveit verður að spila tvær umferðir á dag nema mánudaginn 29. nóv- ember. Þá taka spiiararnir sér frí og lokadaginn fer aðeins fram ein umferð. Dregið hefur verið um röð þátttökuþjóðanna og mun íslenzka sveitin keppa við hinar sveitirnar í þessari röð: 1. umferð Fralíkland 2. Italía 3. -— Tyrkland 4. — England 5. — Júgóslavía 6. -— Israel 7. — Ungverjaland 8. - Þýzkaland 9. — Austurríki 10. Pólland 11. —- Finnland 12. Spánn 13. - Noregur 14. Holland 15. Irland 16. — Sviss 17. Belgía 18. — Grikkland 19. - Danmörk 20. — Portúgal 21. Svíþjóð íslenzku sveitinni fylgja beztu óskir um góða frammistöðu. — Borgarmál Framh. af bls. 17 Niðurstaöan hér verður því sú, að minnihlutafiokkarnir hafa ekki eins mikla trú á ásétlunar- gerð og nauðsyn þess að raða op- inberum framkvæmdum, eins og þeir vilja vera láta í örði kveðnu. I borgarstjórn Reykjavíkur eru það því í raun fyrst og fremst Sjálfstæðismenn, sem vilja lita á málin í heild, gera heildaráætl- un um framkvæmdir, þegar þörf- in á öllum sviðum liggur fyrir og vitað er um fjármagn það, sem til ráöstöfunar er. Á fundinum var gerð grein fyrir gangi samningamála og niðurstöðum útreikninga og ann- arra gagna frá Efnahagsstofn- uninni. Mikill áhugi kom fram á fund- inum um trausta samstöðu og að leitað yrði þeirrar lausnar á kjaradeilunni, sem farsælust væri fyrir atvinnuvegi lands- manna og efnahagskerfið þyldi. Á fundinum var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga i sambandi við þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að reka ríkisfyrir- tæki úr Vinnuveitendasamband- inu án tillits til þess, hvort fyr- irtækin teldu hag sínum betur borgið með þátttöku i samtök- unum: „Fundur í aðalstjórn Vinnu- veitendasambands Islands, hald- inn 19. nóv. 1971, mótmælir ein- dregið árás ríkisstjórnarinnar á heildarsamtök vinnuveitenda í landinu, með þvi að hún fyrir- skipar ríkisfyrirtækjum, sem í samtökunum eru, að ganga úr Vinnuveitendasambandi Islands. Telur fundurinn aðgerðir þessar vera alvarlega aðför að félags- frelsi i landinu og skaða þá fé- lagslegu uppbyggingu, sem þró- azt hefur um áratuga skeið, þar sem fyrirtæki þessi hafa verið félagsmenn i Vinnuveiteindasam- bandinu um langt árabil, sum allt frá 1944. I þessu sambandi er rétt að benda á, að starfsmenn þessara fyrirtækja erú í verkalýðsfélög- um og vinna eftir hinum al- mennu kjarasamningum. Fundurinn vill sérstaklega vekja athygh á því, að aðeins fá sjálfstæð ríkisfyrirtæki eru fé- lagar Vinnuveitendasambands Is lands, en hins vegar hefir marg- fallt kostnaðarmeiri rekstur rík- isins, svo sem vegagerð, hafna- framkvæmdir og öll mannvirkja- gerð, notað samninga Vinnuveit- endasambands Islands, án þess að taka á nokkum hátt þátt i kostnaði við gerð þeirra eða framkvæmd. Skorar fundurinn á alla vinnu- veitendur í landinu að fylkja sér fast saman um samtök sín og svara þannig furðulegri aðför ríkisstjórnarinnar að Vinnu- veitendasamtökunum." Bragi Steingrímsson dýralæknir — Kveðja MÉR kom ekki á óvart andláts- fregn starfsbróður míns og vin- ar Braga Steingrímssonar. í sjö ár hafði hann orðið að lifa „öðru lífi í þessu lífi“, eins og faðir hans, Steingrímur Matthíasson, nefndi örlög sín, sem þó voru allt annars eðlis en Braga. En síðastliðin ár hafði hann átt við átakanleg veikindi og öt’kuml að strlða. Sviptur starfsþreki ekki sextugur, það er áfall fyrir mann, hvers lífsstarf hafði ver- ið kröfuharka um þrek og dugn- að. Ég kynntist Braga aðallega sem mjög virkum og ötulum fé- laga í Dýralæknafélagi íslands, en hann var einn af stofnendum þess. Á öllum þeim þingum, sem við vorum samtimis á, hafði hann ávallt eitthvað gott til mál- anna að leggja, fjörmikill og geislandi af góðlátlegri kímni. Þar ræddi hann við okkur yngri dýralækna um aðkallandi verk- efni og nýjungar í starfi, án nokkurrar minnimáttarkenndar fyrir „sprenglærðum kandidöt- um“, því Bragi stóð ávallt fyrir sinu. Ég hefi saknað Braga á undanförnum ársfundum, en þar var hann ætíð hrókur alls fagn- aðar ásamt elskulegri konu sinni, Sigurbjörgu, en þau voru sam- rýnd og frá þeim geislaði smit- andi gleði og hamingja. Kæri látni kollegi. Við yngri dýralæknar þökkum þér fyrir allt það, sem þú gafst okkur. Ástvinum þínum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur og kveð þig með tveim erindum úr kvæð- inu Leiðsla eftir afa þinn, Matt- hías Jochumsson: Og andinn mig hreif upp á háfjalla tind, og ég horfði sem örn yfir fold, Verði útfærsla landlielginnar bundin við 50 sjómílur mun karfasláðin við ísland lenda utan henn- ar, en sáralítil karfaveiði er utan 400 metra dýptarlínu. Á kortinn sést utan 50 niílna karfaslóðin vestur af landinu. Á norðurhluta hennar veiða íslenzku togararnir uni 80% af sínuni karfaafla og sunnar á slóðinni stunda Þjóðverjar sínar karfaveiðar. — Krafizt Framh. af bls. 32 Kostnaðurinn við gerðardóm- inn nam 100 þúsundum dollara, eða um 8,8 millj. ísl. króna, en stai’f hans fór fram í tveimur heimsálfum: Ameríku og Evr- ópu. Starfaði gerðardómurinn í New York, Washington, Lissabon og París. 280 MILLJ. KRÓNA KRAFA Samningsgreiðslur, sem greidd ar höfðu verið í ágúst 1970, námu samtals 274 milljónum króna, en verktakinn taldi sig bara þar skai’ðan hlut frá borð: og höfð- aði gerðardómsmál samkvæmt á kvæðum verksamningsins. Kröf ur þær, sem verktakinn lagði í dóminn, námu að heildarfjár- hæð tæplega 280 milljónum kr. Jafnframt krafðist verktakinn meiri tímaframlengingar i verk inu, en honum höfðu verið veitt ar. Áður hafa verið nefndar fjár hæðir þær, sem gerðardómurinn úrskurðaði stefnanda, en til við- bótar þeim úrskurðaði meirihluti gerðardómsins verktaka átta mán aða frest í verkinu, en minnihluti dómsins úrskurðaði, að verktím- inn hefði verið eðlilegur. Vita- og hafnamálastofnunin taldi sig ekki geta unað úrskurði gerðardómsins, en úrskurðir sem þessir eru ekki aðfararhæfir án þess að málið hafi fyrst komið og mín sál var lík ístærri svalandi lind, og ég sá ekki duft eða mold. Mér þótti sem hefði ég gengið upp gil fullt með grjótflug og hræfuglahljóð, fullt með þokur og töfrandi tröllheimaspil, unz á tindinum hæsta ég atóð. Ágúst Þorleifsson. fyrir almenna dómstóla í viðkom andi landi. Hochtief AG og Vél- tækni h.f. stefndu þá Vita- og hafnamálastofnuninni og var stefnan þingfest i bæjarþingi Reykjavíkur 30. september sl. — Það skal tekið fram, að sam- kvæmt samningum er það ÍSAL, sem endanlega skal greiða allan byggingakostnað hafnarinnar í Straumsvík. SKORTUR Á VETTVANGS- SKODUN í greinargerð sinni segir lög- maður stefnda m.a.: „Þeir sér- stöku annmarkar, sem teljá má á úrskurði meirihlúta gerðarmanna eru allmargir, og sýnast ótvírætt nægja til þess, að synja úrskurð- im/m áðfararhæfis að íslenzkum lögum.“ Meðal þeirra annmarka, sem lögmaðurinn telur til í greinar- gerðinni, er skortur á vettvangs- skoðun, en oddamaður dómsins, sem- til var kvaddur vegna sinna sérfræðiþekkingar, kom aldrei til íslands að kynna sér aðstæður. Um þetta atriði segir svo i grein argerðinni: „Samkvæmt regium ICC (skammstöfun Alþjóða verzl unarráðsins — innsk. Mbl.) er það skylda gerðarmanna að ganga úr skugga um staðreyndir máls- ins. Það er alkunna, að íslenzkir dómstólar leggja höfuðáherzlu á vettvangsskoðun og atvik máls- ins gáfu fullt tilefni til þess, að hún færi fram, eins og þau lágu fyrir eftir vitnaleiðslurnar í maí mánuði. Það dregur óneitanlega úr gildi þess, sem gerðarmenn á lyktuðu t.d. um jarðvegsskilyrði við verkið, lýsingu útboðsgagna á þeim og hvernig þau reyndust, að þeir þekktu ekki staðhætti af sjón og raun. Þó er hér um að ræða undirstöðuatriði í rnálinu." í lok greinargerðarinnar segir: „Með vísan til framanritaðs telur umbj.m. að málsmeðferð fyrir hin um umstefnda gerðardómi og úr skurður meirihluta gerðarmanna fullnægi ekki þeim gildiskröfum, sem gera beri eftir starfsreglum gerðardómsins og ísl. lögum, eða þeim grundvallarreglum, sem almennt eru viðui'kenndar á al- þjóðavettvangi. Hafi gerðar- menn ekki gengið nægilega úr skugga um málsatvik né gefið varnaraðila nægan kost á að tjá sig um málið, eins og það lá end anlega fyrir. Þeir hafi ekki rök- stutt dóm sinn nægilega og ekki byggt hann á löglegum sjónarmið um að öllu leyti.“ FRESTUR Þegar lögmaður hafði lagt fram greinargerð sína i gær, var málinu frestað. — Karfaslóð F’ramh. af bls. 14 kyns en fiskinn sjálfan. Áiið 1969 fluttum við út 3.248,4 tonn af karfamjöli fyrir 42,4 millj. kr. og 1.113,7 tonn af karfalýsi fylrir 12,6 millj. kr. Árið 1970 fluttum yið út 2.203,6 tonn af karfamjöli fyrir 36,3 millj. kr. og #98,5 tonn af lýsi fyrir 5,3 millj. kr. Danir eru langstærsti viðskiptaaðili okk ar í karfamjöli, en Bretar kaupa langmest af lýsinu. Samkvæmt þcpsum tölum nem Ur útflutningsverðmæti karfa- vara tvö síðustu ár samtals 622,7 millj. kr. Framieiðsla þessa árs á karfar flökum og biokkum nam um síð- ustu mánaðamót 7.250 tonnum. Litlar sem engar karfarann- sóknir hafa verið stundaðar frá íslandi síðustu árin, en að sögn Jakobs Magnússonar, fiskifræð- ings eru karfauppeldisslóðir í Breiðafirði og út af honum, en að aluppeldisslóðirnar eru við A- Grænland. Af Evrópuþjóðum erú það einkum Þjóðverjar og Rússar sem auk íslendinga, sýna karf- anum áhuga, en einnig veiða Bandaríkjamenn nokkurt magn sin megin Atlantshafsins. Að sögn Jakobs er karfinn mjög út breidd fisktegund í N-Atlantshafi. í N-Kyrrahafi eru fisktegund ir náskyldar karfanum og stunda Bandaríkjamenn, Japanir og Rússar þar veiðar. — Fiskvinnslu- skóli Framh. af bls. 11 kveðjur til Vestmannaeyinga — ummælin um, að ekki væri einu sinni ákveðið, hvenær skóla- nefndin yrði skipuð, svo að minnsta kosti væri hægt að hefja undirbúning að stoínun skólans. 1 Vestmannaeyjum væn þegar fyrir hendi aðstaða bæði fyrir bóklega kennslu og verk- lega. Einnig taldi hann slæmt ef ráðherra efaðist um nauðsyn á merantuðum starfskTat'ti við fisik- vininslu í Vestmaninaeyjum. Allir vissu, að þörfin á slíkum starfs- krafti væri brýn. Óskaði hann eftir, að ráðherranm lýsti sig reiðubúinn til að skipa undir- búnimgsnefnd í málið. Magnús Torfi Ólafsson, menmta málaráðherra, sagðist ekki efast um að í Vestmamnaeyjum væri þörf fyrir skólann. Það þyrfti einungis athugunar við, hvort skipuleggja ætti skólanm þamnig, að um verkaskiptingu milli sikól- amma yrði að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.