Morgunblaðið - 21.12.1971, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.12.1971, Qupperneq 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1971 Athuga- semd yið greinargerð bókasafns- stjórnar í Hafnarfirði Þar sem nafn mditt hefur ver- ið nefnt og einr. umsœkjandi hef ur giert að umræðuefni stöðuveit ingu yfirbókavarðar í Hafnar- firði sé ég ástæðu til að gera at- hugasemd við greinargerð bóka- safnsstjórnarinnar, sem bi.rtist i Morgunblaðinu 1. des. s.l. Að efni til er greinar- gerð bókasafnsstjómar svar við grein í Þjóðviijanum frá 10. otet. undir fyrirsögninni ,,Va3da- níðsla í Hafnarfirði". Var þar skýrt málefnaJega frá gangi málsins og fullyrt að fyrirfram hefði veráð ákveðið, hver fengi stöðuna, gilti einu ur.i hœfni eða reynslu annarra umsaekjenda. I svari stjórnarinnar er þessi skoð un staðfest. Þar segir: „Þessi áikvörðíun bóka. afnsstjómarinn- ar felur ekki í sér neinn dóm rni aðra umsækjendur, hvorki um menntun þeirra, hæfni né Starfsreynsíu. Sem sagt: það var ekki frá þeim sjónarhóh, að sá hæfasti fengi starfið, sem bóka- safnsstjórnin tók sína ákvörð- un, heldur var hún bundin af íyrri gerðum eins og tekið var skiúmerkilega fram 1 Þjóðviija- gTeininni og stjómin sjáií viður- kennir í sínu plaggi. Um einn umsækjenda segir í gréinargerð stjómarinnar: „Auk þess höfðu stjórnar- menn af þvi spurair, að hún ætl aðá í framhaidsnám á næsta ári. Hennar umsókn kom þvi varla íi8 greina.“ Það er á orðrómi og sögusögn um, sem sá umsækjandi er af- greiddur af dagskrá. Um undirritaðan segir orðrétt í greinargerðinni: „Hilmar Jónsson hefur að visu lengri starfsreynslu sem bóka- vörður en Þ.B.“ Þetta orðalag „að vísu" er rétt að skýra nánar. H.J. heíur 15 ára starfsreynslu sem bókavörð ur og í 13 ár hefur hann stýrt sinni stofnun. Sá, sem var ráð- mn, hafði 3 ára starfsreynsliu og hafði stýrt stofnuninni í 1 ár. Fyrir einu ári var ráðinn bóka- vörður á SeMossi. Um starfið sófltu m.a. bókavörður með prófi i bókasafnsfræðum, en ekki Janga reynslu og bókavörður, sem um aJliangt skeið hafði stjómað bæjarbókasafni. Sá síð arnefndi var ráðinn og var eng- in athuigasemd gerð við það. Á undanförnum áratuigum hafa nokkrir þekktustu rithöf- undar þjóðarinnar verið bóka- verðir, Davið Stefánsson, Guð- mundur Hagalin, Magnús Ás- geirsson, Snorri Hjartarson, Agnar Þórðarson og Jón úr Vör. Knginn dregur i efa mikJa bók- menntalega þekkingu þessara man..a, þótt þeir að Agnari und- anskddum séu ekki langskóla- gengnir. En yfirgripsmikil bók- menntaleg þekiking itel ég frum- ^kilyrði þess að reka al- menningsbókasafn svo vel sé. Ættu alllir sanngjarnir menn að geta viðurkennt, að sá, sem ger- ir ritstörf að ævistarfi, hafi að jáfnaði ekki minni bókmennta- lega þekkingu en þeir, sem stundað hafa háskólanám í 3—4 ár. 1 lok greinar sinnar segir bókasafnsstjóm Hafnarfjarðar að eiflt höfiuðskilyrði þess að fá bókavarðarstöðu í Hafnarfirði sé að „vera þar í starfi". Er þetta sjálísagt aðalskýringin á stöðuveitingu hennar nú. En mér og mörgum fleiri er spum: Hvers vegna er þetta heiðurs- fólk að atiglýsa stöður, ef það telur enga nema Hafnfirðinga koma þar til greina, lætur lönd og leið menntnn og starfsaJdur og er fyrirfram búið að ákveða hverjlr þær hljóta áður en þær eru auglýstar? Hilmar .Jónsson. Torfi Ólafsson: Berlínarráðstefna kaþólskra manna frá Evrópuríkjum Dagana 19.—21. nóvember s.J. var haldinn í Austur-Berlín 4. allsherjarfundur svonefndrar „Berlínarráðsitefnu kaþólskra manna frá Evrópuríkjum", sem efnt vax tö í fyrsta sinn 17.—18. nóv. 1964. „Berlínarráðsteflnan" er ekki félag, heldur samtök kaþólskra manna, sem efna ððru hverju til fundahalda til að ræða frið og öryggi í Evrópu og um Jeið í heiminum öllum út frá sjónarmiðum kaþól.skra manna, og taka einnig annað veifið þátt í þingum annarra sam taka, bæði austan tjalds og vest- an, sem hafa áþekk áhugamál á dagskrá. Páfabréf Jóhannesar XXIII „Pacem in terris" (Friður á jörðu) mun hafa verið kveikj- an að þessari starfsemi. Til þessa fundar var boðið tveim kaþólskum mönnum héð- an af IsJandi. Var þess óskað, að annar þeirra væri prestur, ef þess væri kostur, en þar sem biskup kaþólskra hér á Jandi sá ekki ástæðu til að leyfa neinum af prestum sinum að taka þátt í fundahöldum 1 svo viðsjárverð- um heimshluta, varð úr, að höf- undur þessa ferðaþáttar og Sig- urjón I. Hilaríusson kennari úr Kópavogi þágu boðið. Við lentum á fiugvellinum i Austur-Berh'n síðdegis 17. nóv., og þar tóku fulitrúar „Berlinar- ráðstefnunnar" á móti okkur og öðrum gestum, sem var að drífa að hvaðanæva úr Evrópu. Okk- ur var hlíft við tollskoðun, og þegar inn í borgina kom, feng- nm við í hendur nauðsynleg skiJ riki því til sönnunar, að við vær um þar friðsamlegra og kristi- Jegra erinda. Þá var okkur ek- ið til dvalar að 39 hæða hóteli við Alexanderplatz, sem nefnist „Interhotel Stadt Berlin" en við nefndum til hægðarauka „Hótel Borg Berlin". í þvi húsi geta yf- ir tvö þúsund gestir búið i einu. Notuðum við þetta síðdegi og næsta dag til að litast um í borg- inni. Þar hafa orðið geysimiklar framfarir siðan 1%9, er ég kom þangað i fyrsta sinn. Er nú torg- ið stóra, AJexanderplatz, full- gert, svo og stórbyggingamar umhverfis það, m.a. fyrrnefnt hótel og stóreflis verzlunarhús á fjórum hæðum, þar sem fá má hinn margvfelegasta vaming. Á efstu hæðinni er veitingasalur, og íannst okkur mjög til fyrir- myndar, að þar voru bannaðar reykingar, enda var andrúmsloft ið þar betra en títt er á slíkum stöðum. Skammt frá torginu er nú risinn af grunni íjöldi sam- bygginga, ný og ásjáleg hús, en bráðabirgðaíbúðimar, sem reist- ar voru eftir styrjöldina, til að bæfla úr sárustu neyðinni, hafa verið rifnar niður og fjarlægð- ar. Frekar var kalt í veðri og því það eitt fólk á stjái, sem erind- um átti að gegna utanhúss. Það vakti athygli okkar, hve miklu minni bilaumferð er um götur Austur-Berlínar en í borg- um Vestur-Evrópu. Var þó sið- ur en svo, að okkur þætti það miður, .þvi að bæði var auðveld- ara að komast yfir götur þama en við eigum að venjast og and- rúmsloftið ekki eins mengað bensínfýlu og kolsýringi og ann ars hefði verið. En þar sem efna hagur manna í þýzka alþýðulýð veldinu er orðinn góður og fram leiðslugetan fer sívaxandi, má reikna með að sama leiðindaþró unin eigi sér stað þar og ann- ars staðar, að fóHd virðist lífs- hamingjuna helzt að íinna á mjúkum hægindum einkabif- reiðanna, og að forráðamenn framledðslunnar sjái vinsæJdum sínum bezrt borgið með því að aúka framleiðsJu þessara tækja, svo sem farið hefur austur í Sovétinu. Ro9kinn Breti, sem átti að baki margar ferðir um meginland Evrópu, sagði eitt sinn við mig, að hinn gamli sjarmi Parísar, iðandi lífið á gangstéttunum og skeyting- arleysið um tímann, væri farinn veg ailrar veraldar, og það væri bílaplágunni að kenna. Það, sem okkur fannst einna leiðinlegast fyrir augað í Aust- ur-Berlin, svo sem í fleiri aust- antjaldslöndum, eru stóreflis borðar og plaköt með áminning- ar- og hvatningarorðum til fólks ins um allt mögulegt, sem væn- legt er að temja sér og hafla hug faist 1 þeim löndum, til að vera góður sósíalisti, friðarsinni og þar fram eftir götunum. Segja má að vísu, að skárra sé að hafa fyrir augumum á öðru hverju götuhomi áminningar um að ástunda rétt líferni, en eggjan- ir að drekka kókakóla eða reykja Winston, en mikill þrifn- aður þætti mér samt að því að taka niður allt þetta auglýsinga- og áminningadót, að hverju sem það miðar og hvar sem það fyr- irfinnst í veröldtoni. Föstudaginn 19. nóv. hófst svo fundur „Berltoarráðstefnunnar" i þtagsal borgarinnar. Fundar- rmenn voru um 250 frá 23 lönd- uon, bæði karlar og konur (kon- ur þó í miklum mtoni htota), leikmenn og prestar. Eina kiaust ursystur hitti ég þar. Var hún úr Dominikanareglu, sem starfar í Lundi í Svíþjóð. Fyirstu ræðuna flutti Otto Hartmut Fuchs, aðalritstjóri og formaður miUifundanefndar „Berltoarráðstefnunnar". Ræddi hann um þýðingu „Berlínarráð- stefnunnar" fyrir friðarstarfið í heimtoum, skelfingar þær, sem styrjöldum fylgja, minnkaða póli tiska spennu í Evrópu, átökin i öðrum heimsMuflum, h<ungur og misrétti í heimtaum I og ábýrgð þá, sem öllum mönnum er á herð ar lögð varðandi meðbræð- ur þeirra. Þá flutti ræðu Witold Jan- kowski, þingmaður og ritstjóri frá Póllandi. Lagði hann út af ummælium í páfabréfum þeirra Jóhannesar XXIII og Páls VI um frið og skylldu allra kaþólskra til að verða meðbræðrum sinum að liði í hvivetna; hann veik að batnandi horfum á friði og sam- starfi í Evrópu, samningavið- leitni milli austrænna rikja og vestrænna um afvopnum og bann við kjamorkuvopnum, Mutverki kirkjunnar í sundruð- um heimi og mögu'leikum á sam- starfi kristinna manna og marx ista til góðra hluta. Síðdegis flutti ræðu Clovis Lugon, dómkirkjuprestur frá Sviss. Hann lagði höfuðáherzlu á að samvinna milli marxista og manna af öllum trúarbrögðum til trygigingar friði væri óhjákvæmi- leg, og að nauðsyn væri á Evrópuráðstefnu um öryggis- og friðarrná]. Þessi tvö atriði voru mikið rædd fundardagana þrjá og lögð á þau höfuðáherzla. Að þessum ræðuflutningi lokn um voru lesnar kveðjur til fund arins viðs vegar frá, m.a. frá Vatíkaninu (Justitia et pax), að- alritara Sameinuðu þjóðanna, Alflrtolk kardínáila, friðamefnd- um og kristilegum samtökum. Þá var fundarmönnum skipt niður í fjóra starflsihópa, sem ræddu frið og öryggi í Evrópu og öllum heiminum og hlutverk kaþólskra í því starfi. Optober tungumál fundarins voru þrjú: enska, þýzka og franska, og þar sem menn skipt- ust í starfshópa eftir umræðu- efnum, varð að túlka á tvö tungumái jafnóðum S hverj- um hópi. Stafaði af þessu hinn mesti vandi, þvi að ómögulegt er að þýða mælt mál jafnóðum og talað er, án þess að ræðan þynnist i meðferðinni, og oft vill upphafleg merktog raskast nokkuð við slíkar túlkanir. Varð mér þá oft hugsað til þess, hversu misráðið það væri að heimurinn skyldi ekki notfæra sér hina hugvitsamlegu gjöf dr. Zamenhofs, alþjöðamálið Esper- anto. Mikið fé mundi það spara og mikla fyrirhöfn, og miklu auðveldari væru allar umræður manna á milli, ef allir hefðu handbært eitt og sama hjálpar- málið. En manneskjan er treg til Torfi Ólafsson að notfæra sér margt hið nýja, hversu gagnlegt sem það er. Það kostaði t.d. langa og harða bar- áttu á sínurn tíma að fá menn til að leggja sér kartöflur til munns! Dagtan eftir var haldið áfram umræðum i starfshópunum. Eft- ir hádegi var ekið með okkur um borgina og okkur sýndir ýms ir merkir staðir, og síðan var haldið áfram umræðum. Á sunnudagsmorgun hlýddum við messiu i dóm'kirkju heilagrar Heiðveigar. Sú kirkja hefur ver ið endurbyggð eftir lemstranir styrjaldarinnar og er nútímaleg að innri gerð. Fimm prestar lásu sameiginlega messu, og var guðs þjónustan að öllu hin tonileg- asta. Eftir messu og morgun- verð voru lokaumræður í starfs- hópunum, og eftir hádegi var lokafundur í þingsalnum. Voru ræddar niðurstöður starfshóp anna og samin áiyktun á grund- velli þeirra. Urðu umræður mikl ar, og ætluðu menn aldrei að fást til að hætta að tala. Allmiklum vanda oMi þarna eins og á fleiri þingum, að menn komu með alllangar fyrirfram samdar ræður, sem þeir lögðu ailt kapp á að fá að flytja, og var því óhjákvæmilega nokkuð um endurtekningar. Þá var þama eins og viðar nokkuð af málglöðum mönnum, sem tala af hjartans lyst og þrautseigju, ef þeim einu sinni tekst. að komast i ræðustól. Fáir einir gera sér nógu ljóst, að löng ræða þreyt ir fólk, en stutt og gagnorð ræða verður jafnan minnisstæðari og umfram allt kærkomnari. Allmjög lögðu Austur-Þjóð- verjar áherzlu á að það mundi stuðla að eðlilegri samskiptum Evrópuþjóða, minnkaðri spennu og þar af léiðandi aukn um friðarhiorfium, ef Þýzka al- þýðulýðveldið yrði almennt við- urkennt og fengi upptöku í Sam etouðu þjóðirnar, og voru víst flestir á sama máli. Irar lögðu fram áskorunar- skjal, þar sem fundarmemn á „Berltoarráðstefinunni" skoruðu á brezku stjómina að hætta að beita vopnum I öeilunni á Nor8- ur-írlamdi, á írska lýðveldisher- ton að láta af hermdarverkum, á lýðveldisstjórntoa að leita elkki eftir breytingum á landamærum rikjamna að sinni og á Stormomt- stjómtaa að tryiggja öUu fólki í Norður-lrlandi sömu mannrétt- indi, hvaða trú og skoðanir, sem það aðhylltist. Var áskorun þessi samþykkt með lófataki. Vikið var að nauðsyn umhverf isverndar og þess getið, að ef ekki yrði tekið föstum tökum á þeim málum hið bráðasita, mundu menn ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur út af heimsmál- um eða trúmálum i framtíðtoni, þvi það væri einróma áliiit vís- indamanna, að náttúrudeyö- ing og eitrun umhverfis væri óð um að nálgast hættumarkið. Að lokum var borin upp til umræðna og samþykktar álykt- un fundarins, þar sem tekið var friam, að friður og örygigl í Evrópu væri óaðskiljanlegt frá friði og öryggi í heiminum öö- um. Skorað var á affiar þjóðir að hætta vopnaviðskiptum, veita öllum þjóðum sjálfsákvörð unarrétt, afnema kynþáttamis rétti, bæta sambúð þjóða með ólík hagkerfi, taika saman hönd- inm við þjóðir „þriðija h,eimstos“, hætta vopnaprangi og stefna að afvopnun. Krafizt var, að bumdinn væri endi á styrjöldina í Viet Nam og ameriskir herir væru fluttir á brott frá Viet Nam, Laos og Cam- bodiu, að Portúgalar hættu ný- lendustyrjöld sinni, að öllum AMkubúum yrðu tryggð sömu mannréttindi og hvitum mönnum, að Austur-Bengal fengi réttláta lausn sinna mála, svo að flóflba- menn þaðan gætu snúið heim aft ur, að öllum íbúum Norðwr-lr- lands yrðu tryggð jöfn mann- réttindi. Lýsit var yfir andstöðu við fas- istastjómirnar á Spáni, Portú- gal, Grikklandi og sumum ríkj- um Suður-Ameríku og við arð- rán erlendra valdhafa í „þriðja heiminum". Lýst var yfir stuðningi við af vopnun um heim allan og banm við kjarnorkuvopnum. Litið var svo á, að þörf væri fyrir hvem kaþólskan einstakl- ing í baráttunni fyrir þessum markmiðum og bæri að hvetja þá alla til átaka og samvtonu á þess um vettvangi, að kaþólskir eigi að ljá öllum Mðaröflum lið, ut an jafnt sem innan trúfélaga, þvS að Mður tákni velferð alls mannkynsins. Nokkur ágreiningur varð um orðalag ályktunarinnar og kepptust menn hver um annan þveran að fá að segja sitt álit, svo að næstum því vairð að draga þá langorðustu niður úr ræðu- stólnum. Allt fór þetta þó fram i bróðemi, þótt nokkuð bæri á milli stundum. Um kvöldið var fundarmönn- um boðið til rausnarlegrar veizlu i móttökusölum rikisins, og voni veizluföng ekíki skorin við nögL Morgunton eftir kvöddum við Austur-Berlin og héldum heim- leiðis. m Nú kunna menn að spyrja: Er nokkurt gagn að svona málþing- um? Var ekki kommúnistaáróð- urton gengdarlaus þarna? Var þetta allt ekki til þess eins gert að gera ykkur að trosberum austur-þýzkra kommúnista? Um þetta mætti skrifa langt mál, en ég skal vera stuttorð- ur. Allir mannfundir eru gagnUeg ir; merm skiptast þar á skoðun- um, kynnast sjönarmiðum hver annars, losna við fordóma, sjón- deildarhringur mamna víkkar, Framhald á bls. lt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.