Morgunblaðið - 21.12.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1971
23
Minning;
Gísli Þorkelsson
ef na verkf ræði ng u r
Fæddur 2. okt. 1912
Dáinn 14. des. 1971
AÐ morgmi híoms 14. desember,
1971 andaðist Gísli Þodkelsson,
efnaverkfræðingur eftir erfiða,
en vonlausa baráttu við illkynja
ajúkdóm. Gísli deyir lan'gt um
aldur fram því hamn var rétt
nýlega 59 ára gaimall, fæddur á
Akureyri 2. október, 1912, aonur
merkishj ónanma Þorke's Þor-
feelssonar, veðurstofustjóra og
feonu hans Raninveigar Einars-
dóttur.
Gísli lau'k stúdentsprófi í
Reykjavík árið 1932 og hélt síðan
tdl Dananerkur og lauk prófi í
efnaverkfræði frá Danmarks
Teknidke Hdj skole í Kaupmanna-
höfn árið 1939. Að lokniu námi
hélt Gísli í kyntnisför til Þýrka-
lands, en hann hafði þá þegar
ákveðið að sérmennita sig í máln-
ingarefnafræði og ©r heim kom
hóf hann störf hjá Lakik- og \
Málntogarverksmiðjunni Hörpu j
og starfaði þar fram til ársins'
1946, er hann tók við stjóm Iðn-
aðardeildar Atvinniudeildar Há-
skóla íslamds og stjómaði þeirri
stofniun fram til ársins 1955.
Strax við stofnun Málningar
h.f. réðst Gísli til fyrirtækisins
aem tækndlegur ráðunautur, en
hóf síðan full störf hjá því fyrir-
tæki árið 1955 og sbarfaði þar
til dauðádags sem yfirefnaverk-
frœðingur.
Ég, sem þetta rita, hef átt því
láni að fagna, að hafa þekkt
GSsla heitinn og starfað með hon-
um allt frá því er hann hóf störf
sin í málningariðinaði hér á landi,
að undanskildum þeim árum, er
hann vann hjá iðnaðardeild At-
vinmudeildar Háskóla íslands, og
vil ég því fyrst og fremst minnast
starfa Gísla heitins í þágu máln-
ingariðnaðarins á íslandd.
I mínum huga er eniginn vafi
á því, að enginn einin maður hef-
Uir lagt meira af mörkum tækni-
lega til þess að hafa gert ísl.
málniingariðnað svo hátækniþró-
aðan sem hann er í dag, því að
míniu viti stendur hann á fáum
sviðum að baki málndngariðnaði
frændþjóða okkar en á mörgum
sviðum skrefi framar, og tel ég
það að verulegu leyti verk Gísla
heiitinis. Sem ungur og lítt reynd-
ur efnaverkfræðingur fékk hann
strax það vandasama verkefni að
þurfa á örskömmium tíma að
kynnia sér og ákveða málningar-
hiráefnakaup frá Bandarílkjunum
þar sem öll málningarhráefni
höfðu áður verið keypt frá Vest-
ur-Evrópu, en vegna síðari
heimsstyrjaldarininar urðu þarna
mijög snögg umiskipti, og við það
bættist, að erfitt var að útvega
mörg hráeflni og þá sér í lagi
ýrnsar olíur, sem varð til þess
að Gísii sneri sér að að rann-
aaka notkun'armöguleika á bæði
þorska- og síldarlýsi til máln-
ingarfram'leiðslu, sem honum
tókst með mijög góðum áramgri
og var á stráðsárumim og fyrstu
árunium eftir stríð rnotað all veru-
legt miagn af þorskalýsi til máln-
iinigarframleiðslu. í þeiriri miklu
tækndlegu byltingu, &r átt hefur
sér stað í málniingariðnaðinum á
síðasta áratugnum hefur Málniinig
h.f. notið góðs af hinni miklu
þekkingu Gísla heitins og himu
ótrúlega minni hans, sem aldrei
brást, en ótrúlegust var kunnátta
hans á hinum fjölmörgu og mér
er óhætt að segja þúsundum efna,
sem notuð eru í málmmgariðnr
aðinum og hver áhrif þau hei'ðu
hvert gagnvart öðru. En þessi
kunnátta Gísla skapaði fjölmarg-
ar landsþekktar og viðunkenndar
vörutegundir, svo sem Grip-tré-
lím, Jötun-Grip, Þol, Galdra-
Grip, Þan þéttikátti o. fl. o. fl.
Ekki var kunnátta hans eingöngu
bundin við efnaiðnaðinn, heldur
hafði hann mörg áhugamál og
var víðlesinn, og sérsitaklega
fannst mér hanm hafa gaman af
íslenizfcri tungu og ekki var
ánægja hanis minnist þegar við
sátum samian og vorum að firuna
nlöfn á hinar ýmsu framleiðslu-
tegundir og á hann sinn stóra
þátt í því að hafa fundið
skemmitileg nöfn, en umfram allt
íslenzk nöfn er gjörlýstu í stuttu
nafnd himum ýmsu framieiðslu-
tegundum, sem hann skapaði.
Verðugt hefði verið að geta
hanis margháttuðu starfa og
áhugamála, en ég tel að aðrir
muni gera það. Gisli var heirna-
kser og ástrikur heimilisfaðir,
kvæntur hinni ágætustu komu,
Elínu Helgu, sem margir þefekja
betur sem Stellu, og lifir hún
mann sinn ásamt 3 dætrum þeirra
Jóhönnu, Rannveigu og Ingi-
björgu. Við samistarfsmenn Gísla
færum Stellu og dætrum þeinra,
innilegustu samúðarkveðj ur og
arum forsjóninni þalkklát fyrir að
hafa femgið að kynnast slíkum
ágætis dreng sem Gísli var.
Kolbeinn Pétursson.
GÓÐUR vinur og skólabróðir er
kvaddur. Horft er á gengnar slóð
ir, og í nokkrum kveðjuorðum
verður aðeins staðnæmzt við örfá
kennileiti á þeirri vegferð, sem
Gísli Þorkelsson hefur nú lokið
með sóma.
Minnzt er skólagöngu í mennta
skóia, þar sem Gistli var vinsæll
og tryggur félagi. Eftir stúdents
próf hóf hann nám í efnaverk-
fræði við verkfræðíhéskólann í
Kaupmannahöfn. Kom þá þeg-
ar í ljós hæfileiki Gísla til vis-
indalegra vinnubragða, en þann
eiginleika mátti rekja til föðux
hans, dr. Þorkels Þorkelssonar
veðurstofustjóra, sem var eðlis-
fræðingur að menntun og kunnur
visindamaður.
Að lloknu háskóianámi hóf
Gísli störf árið 1939 við að byggja
úpp islenzkan málningariðnað,
fyrst hjá málningaverksmiðj-
unni Hörpu, síðar hjá Málningu
h.f. Gerðist Gísli brautryðjandi
í mörgum greinum þessa iðnaðar
og mun hafa skilað þar iengra
starfi en nokkur annar hérlendis
til þessa. Var Gisli m.a. höfundur
fjölda lakk- og límtegunda, sem
nú eru á markaði hér.
Gísli skildi vel, að það er hverj
um manrai holit, að hafa nokkur
önnur áhugamál en þröngt af-
markaða sérgrein sína. Verkfræð
ingur meg slíkt viðhorf nýtur í
raun mikilla forréttinda. Hann er
laus við þá fordóma, sem allmarg
ir hafa nú gagnvairt hinni þróuðu
tækni, en hefur tii viðbótar sér-
grein sinni góða aðstöðu og gruna
menntun til að taka þátt i ýms-
um mannlegum samskiptum. Af
slíkum áhugamálum Gísla skai
nefnd hér nokkur þátttaka í bæj
armálefnum Kópavogskaupstað-
ar, ennfremur skógrækt, gróður
vernd og önnur landbúnaðarmál.
Liggja m.a. eftir hann greinar um
skjólbeltarækt, votheysgerð, efna
greiningu á íslenzku heyi, auk
kennslubókar í efnafræði fyrir
búfræðinema.
I löngum og ströngum veikind
um sýndi Gísli vel, hvern rnann
hann hafði a ð geyma. Hann
stundaði starf sitt meðan stætt
var ekki verið að æðrast, en rætt
var ekki verið a ðæðrast, en rætt
um allt annað fremur en sjúkdóm
hans. Hann sýndi þannig í verki,
að hann lifði í samræmi við við-
horf viturs manns, er sagði, að
dauðinn minnti okkur á að lifa,
lifa af alefli, vaxa, starfa, njóta,
þar sem lífið yrði þvi auðugra og
hvert augabragð því dýrmæt-
ara, sem ævin styttist meir.
Ágætri eiginkonu Gísla, dætr
um og öðrum vandamönnum
sendi ég og koraa min innilegar
samúðarkveðj ur.
Ótafur Tryggvason,
GÍSLI Þorkelsson var fæddur á
Akureyri, 2. október 1912, hann
var því nýlega orðiran 59 ára er
haran lézt. Hann var sonur hjón-
anna dr. Þorkels Þokelssonar og
konu hans Rannveigar Eiraarsdótt
ur. Hamn tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1932 og próf í efnaverkfræði frá
Danmarks tekniske Höjskole ár
ið 1939.
Starfsævi sinni eyddi Gísli
fyrst, sem efnaverkfræðingur hjá
Lakk og málningarverksmiðjunni
Hörpu, 1939—1946, én var síðan
deildarstjóri iðnaðardeildar At-
vinnudeildar Háskólans til 1954
og síðan prófdómari við Háskóla
íslands, Hann var síðan efnaverk
fræðingur hjá Málningu h.f. í
Kópavogi frá 1955 til dánardæg-
urs,
Mörgum trúnaQarstörfum öðr-
um gegndi Gisli á ferli sínum
meðal okkar og liggur margt eft
ir hann af rituðu máli í gredn
hans, s.s. Kennslubók í efnafræði
fyrir búfræðinema, Iðnsiaga ís-
iands II, um skinnaverkun,
Kennslubók í efnafræði, ásamt
meðhöfundi og ýmsar greinar i
ritum Vísindafélags íslendinga,
og timaritum,
Eftirlifandi konu sinni Elínu,
kvæntist Gísli 6. maí 1939, höfðu
þau því verið gift í rúm 32 ár.
Gísli var einn af þeim mönn-
um, sem rnaður sér eftir að hafa
ekki þekkt miklu lengur og notið
kunningsskapar hans og hollráða.
Kynni okkar hófust vegna sam
eiginlegs áhugarriáls okkar, fri-
merkjasöfnunair, og varð hann
fyrsti formaður Félags frímerkja
safnara í Kópavogi, er það var
stofnað, og ætíð síðan. Hann var
um skeið 2. varaforseti Lands-
sambands ísilenzkra frimerkja-
safnara og frá 1969 1. varafor-
seti þess. Þá átti hamm og sæti í
ráðgj afanefnd Pósts og síma um
frimerkjaútgáfur fyrir hönd
Landsambandsins og sæti í ýms
um nefndum þess.
Það var íslenzkri fímerkjasöfn
im mikið lán er Gísii hóf störf
fyrir frímerkj asöfunina í landinu
og þá fyrst og fremst L.Í.F. og
F.F.Í.K., sem nutu óskiptra starfs
krafta haras, jafnvel eftir að hann
hafði tekið sjúkdóm þann er
leiddi til láts hans.
Persónuleg kynni mín af Gísla
voru svo einstæð, að mér finnst
ég hafa misst ekki aðeins kæran
vin, heldur og þann mann er ég
gat alltaf leitað til og fengið hjá
leiðbeiningar um hvemig hvert
mál yrði bezt meðhöndlað, enda
eru þær ótaldar stundirnar, sem
við ræddum hugðarefni okkar og
tók ég þá kannski oft frá honum
dýrmætan tírna. En manni leið
alltaf betur eftir að hafa rætt
við hann auk þess sem viðari yf
irsýn yfir málefnið opnaðist.
Þannig vini er gott að eiga. Hann
átti reynslu áranna og viðtæka
þjálfun í hvers konar félagsstarf
semi og starfsháttum, sem hann
miðlaði mér óspart af. Það er því
stórt skarð fyrir skildi hjá íslenzk
um frímerkjasöfnurum við frá-
fall hans, þótt þess gæti kannski
sárast hjá okkur, sem vorum nán
ir samstarfsmenn hans. Það var
sama hvort starfað var með
Gisla að félagsmálum hér heima
eða á alþjóðavettvangi, alltaf var
harun sami prúði, víðsýni ogstefnu
fasti drenglundaði maðurinn er
vann hverju máli það er hann í
samvizku sinni vissi bezt og holl
ast. Ég minnist t.d. daganna okk
ar í sambandi við alþjóðlegu sýn
inguna í London sl. haust og þing
þaó er þar var haldið, með sér
stakri ánægju og bollalegginga
okkar og ákvarðana um afsitöðu
íslands til mála þar. Með slíkum
manni var gott að vinna.
Allt fram á síðustu daga héld
um við stöðugu sambandi, þrátt
fyrir sjúkleika hans og ræddum
okkar mál, unz hamm fór á spital
ann til að kveðja þetta jarðneska
iíf endanlega. Engin mál voru
svo viðkvæm, að hann gæti ekki
rætt þau af fullri einurð og
hreinskilni og þeirri víðsýni er
einkenndi hann og gerði okkur
jafnframt mögulegt að ræða þau
frá hlutlausari sjónarhól. Það er
gott að eiga minningu um slík-
an mann og geta reynt að til-
einka sér fordæmi hans.
Eftirlifandi eiginkonu, bömum,
tengdabörnum og barnabörnum
votta ég dýpstu samúð í vissil
þess, að minningin um góðan
dreng er þó ailtaf huggun harmi
gegn. Guð geymi þig Gísli, hvil
þú í friði.
Sigurður H. Þorsteinsson.
f dag er jarðsettur vinur minn
Gísli Þorkelsson efnaverkfræðing
ur og vil ég minnast hans með
nokkrúm orðum.
Fyrir 12 árum kynntist ég Gísla
heitnum, en hann var þá hár í
Kópavogi einn af forystumönn-
um sj áLfstæðismanna og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum á
þeirra vegum, var m.a. formaður
Sj álfstæðisfélags Kópaivogs um
nokkurt skeið. Hann gegndi og
ýmsum mikilvægum trúnaðar-
og nefndarstörfum hjá bæjarfé-
laginu, átti sæti í framtalsnefnd
og í yfirkjörstjórn Kópavogs um
margra ám skeið. Gísli heitinn
var mjög einbeittur í skoðunum,
rökviss og flutti mál sitt af mik-
illi festu, enda var tekið mikið
tillit til hans ráðiegginga og álits
á mörgum sviðum.
Gísli var mjög sannfærður sjálf
stæðismaður og hafði m.a. djúpan
skilning á jákvæðum samskiptum
stétta sín á milli, og nauðsyn
þess að einkaframtak fengi að
njóta sín á frjáisum samkeppnis
grundvelli.
Hann vair einn af stofnendum
Sparisjóðs Kópavogs og var mjög
áfram um það, að sú stcfnun
fengi að dafna i friði og halda
áfram uppbyggingu sinni og
vinna af hendi það hlutverk, sr-m
slíkum stofnunum er ætlað í okk
ar þjóðfélagi. Gísli heitinn var
einn a<f virkustu félagsmönnum
í Rotaryklúbb Kópavogs og vair
einn af stofnendum hans og hef
ur verið forseti hans og gegndi
hann því starfi með einstakri
prýði og var mjög virtur og vin.
sæll af sínum félögum.
Gísli heitinn starfaði í fjölmörg
ár hjá Málningu h.f. og veitti for
stöðu efna- og rannsóknadeild
fyrirtækisins, en það er flestum
ljóst, að á sviði vöruvöndunar og
gæða í gerð málningar og skyldr
ar framleiðslu hefur það fyrir-
tæki öðlazt mikið traust og
trygga viðskiptavini. Það er ein-
mitt athyglisvert, að Gisli gekk
upp í því að afla sér stöðugrar
áframhaldandi menntunar á sín
um sviðum og er talinn af mörg-
um sérfróðum mönnum á meðal
uppfinningamanna i sínu fagi,
og langt á undan sinni samtíð.
Hér verður ekki farið nánar út
Framhald á bls. 24.
með DC -6
til
Stokkhólms
alla mánudaga og föstudaga.
LOFTLEIDIR