Morgunblaðið - 21.12.1971, Page 31
MORGU'NBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1971
31
Ármenningar urðu
Reykjavíkurmeistarar
eftir spennandi
úrslitaleik við KR
hefði getað farið öðru \isi ef
KR-íngar hefðu vitað að niunitr
inn var ekki meári.
Arnienningar urðu Reykjavik
urmeistarar í körfubolta 1971.
Sem kunnugt er, þá urðu ÍR,
KR og Árniann jöfn að stigiim
þegar mólinu la.uk, og þurftn
því ÖD að leika innbyríis. f
þeint ieikjuni sigraði Ármann
baeði KR og ÍR, og ÍR sigTaíS
KR og hafnaði þar með í 2. sseti.
l»að var auðséð i leiknum
milli Ármanns og KR að niik-
ið var i húfi, mildð var um fum
og fát á leikmönnum beggja
fiða, og þa*r voni margar send-
ingarnar i leiknum sem fóru for
görðum.
Bæði liðin beittu maður á
mann varnaraðferð, og það urðu
Ármenningar sem urðu fyrri i
>gang. Ármann komst í 5:2, en
KR-ingar voni búnir að jafna í
7:7 á 5. mín. Þá kom góðuir kaffli
Sjá einnig
íþróttir
á bls. 25
j hjá Ái-manni og staðan breytt-
ist í 17:10. Enn taka KR-ingar
við sér, og þegar 7 min. voru
eftir af háifleiknum var staðan
23:23. Ármenningamir hittu
mjög vel það sem eftir var hálf
[ leiksins, og voru i hálfleik með
I forustu 38:30. 1 byrjun síðari
j hái'fleiks leilt út fyrir að KR-ing-
ar væru að taka ieikinn í sán-
ar hendur, þvi þegar aðeins
f jórar mín. voru liðnar af hálf-
| leiknum var staðan orðin 42:40,
og þá var Jón Sigurðsson tek-
j inn út af vegna þess að hann
j var kominn með 4 villur. Þá
komu „kriitísk" augnabiik, og
„Jónslaiisir*' breytitu Ármenn-
ingar stöðunni í 50:42. En á
næstu tveim min. skoraði Kol-
beinn Pálsson 6 stig 50:48, og
spennan í algieymingi. En Ár-
m-enningar komust á ný í 10
stiga forskot 62:52 á 12. min.
Þegar finim niín. voru til leiks
loka sýndi taflan 68:63 fyrir Ár
niann, en átti að vera 64:63, og
það leiðréttist eftir leikinn.
Þarna voru mistök ritara leiks-
ins mikil, og er ekki gott að
segja til um hvaða áhrif þetta
hafði á gang leiksins. Alla vega
má gera ráð fyrir að hann
Ármenningar reyndust hins
vegar sterkari aðiiinn næstu
minútur, og komust yfir sex
stig, en KR-ingar skoruðu síð-
ustu fímm stig leiksins úr vit-
um, og er ekki gott að segja
hvering farið hefði ef leikur-
inn hefði verið örlítið lengri,
því 4 af beztu mönnum Ár-
manns hafði verið vísað af weili
með 5 viiiur. Þegar búið var að
ieiðrétta vitieysu ritarans eftir
leikinn kom i ijós að Ármann
hafði sigrað með aðeins einu
stigi 72:71, og Ármenningum
rann kait vatn miffli skinns og
hörunds við tilhugsunina, ef mis
tök ritara hefðu verið aðeins
stærri.
Það er einn maður öðrum
fremur sem á mestan þátt í því
að Ármannsiiðið náði þessum
áfanga, að sigra í Reykjavikur-
móiti í flyrsitia sinn. Það er Bir\g-
ir Öm Birgis. Birgir hefur l'eik-
ið í m.ffl. í 13 ár, og þedr menn
Siem hafa fylgzt með körfluboit-
anuan á þeim tima segja að hann
ha.fi aldrei verið betri en einmitt
nú, 29 ára gamal'l. Birgir er
geysisterkur loikmaður, hairður
varnarmiaðíur sem hirðir mikinn
fjöilda frákasta í hverjum leik,
Franiliald á bls. 25
Árinenningamir er urðu Reykjavíkurmeistarar í körfuknattleik 1971, ásanit þjátfara sinnni og
form anni félagsins, Gunnari Eggerts syni.
íslandsmótið 2. deild
inn inn á línu og skorar.
Þróttur — Stjarnan
28-9
Á SUNNUDAGSKVÖLD, á undan leik Vals og FH, var leikinn
einn leikur í 2. deild, A-riðli, og áttust þar við Þróttur og Stjarn-
an. Þessi leikur var, satt að segja, einstefna á mark Stjörnunnar,
sérstaklega þó í fyrri hálfleik.
Fyrsta mark leiksins skoraði Stjaman og var þar að verki
Sveinn Sveiirasson og bjóst maður við að Stjarnan myndi nú veita
Þrótti meiri mótspymu en í fyrri leik liðanna, sem Þróttur vann
með yfirburðum 37:11. En eftir þetta mark skoruðu Þróttarar
13 mörk í röð, og kom þá loksins að þvi að Stjaman skoraði sitt
annað xnark. Þrótitarar bættu svo einu marki við fyrri hálfleik,
þannig að staðan var þá 14:2.
1 síðari háifleik byrjuðu Þróttarar á þvi að skora 2 mörk, og
bjóst maður við að þeii- héldu sömu yfirburðum það sem eftir
var leiksins. En þá skoraði Jón Jörundsson eitt mjög fallegt
mark fyrir Stjörnuna, en Þróttur svaraði strax fyrir það með
tveimur mörkum.
Leikmenin Stjörnunnar gáfust ekki upp og skoruðu sitt fjórða
mark, en sáðan skoraði Trausti Þorgrimsson fyrir Þrótt og var
það fjórða mark liðsins í röð, sem hann gerði. Staðan breyttist
siðan i 19:5, en þá kom kafli sem Þröttur gerði átta mörk i röð.
Á síðustu mínútum leiksins skoruðu Þróttarar svo eitt mark á
móti fjórum mörkum Stjömunnar, þannig að úrslit ieiksins
urðu 28:9.
Leikur þessi var lítt spennandi á að horfa, þar sem yflrburðir
Þróttar-liðsins voru svo miklir að Stjaman eygði aldrei möguleika.
Mörk Þróttar: Svelnlaugur 6, Trausti 6, Jóhann 6 (eitt víti),
Guðmundur Jóh. 3, Erling 2, Gurniar 2 (eitt viti), Halldór 2.
Mörk Stjömunnar: Sveinn 2, Jón Jörunds 2, Stefán 2, Magnús h
Eyjólfur 1 og Þorgrimur 1 (vití).
M. 6.
Nýr metsöluhöfundur á íslandi
Sambönd í Salzburg
EFTIR HF.LEN MACINNES
í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar
Þýzkaland nazista er komið að fótum
fram, fela þeirkistil nokkurn í djúpu,
óaðgengilegu stöðuvatni meðal þungbú--
inna, snarbrattra hlíða ausurrísku Alp-
anna. Svo líða rúm tuttugu ár og aðeins
fáeinar manneskjur hafa hugmynd um
tilvist kistilsins, og jafnvel enn færri
via hvar hann er og hvað í honum er.
Einn þeirra er fyrrverandi brezkur
njósnari, og athafnir hans einn morgun
snemma verða til að leysa úr læðingi
viðureign, þar sem einskis er svifizt og
enginn getur öðrum treyst.
ÞETTA ER ÆSISPENNANDI BÓK
FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
UM HÖFUNDINN
Helen Maclnnes hefur löngu náð heims-
frægð fyrir skáldsögur sínar, sem auk
þess að vera framúrskarandi og hörku-
spennandi bókmenntir hafa jafnan sam-
tímasögu og heimsviðburði að bakhjarli.
Það er ekki vonum fyrr að út komi á Is-
landi bók eftir Helen Maclnnes, en bæk-
ur hennar hafa um mörg undanfarin ár
verið í efstu sætum metsölulistanna er-
lendis.
Kr. 55,00 4” sölusk.
ÍSAFOLD