Morgunblaðið - 28.12.1971, Side 16

Morgunblaðið - 28.12.1971, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1971 Otgafandí hf. Arvakur, Reykjavfk. FramkvMmdaatjóri Haraldur Sveinaaon. Rilatjórer Matthfae Johanneeaon. Eyjólfur KonráS Jóntton. AðstoSarrrtatjórí Styrmir Gunnarason. Ritatjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundaaom. Fróttaatjóri Bjöm Jóhanneaon. Auglýaingeetjóri Ámi Garðar Kríatinason. Ritatjóra og afgreiðala Aðalatreeti 6, slmi 10-100 Auglýaingar Aðaletr«ti 6, simi 22-4-80. Átkriftargjald 195,00 kr. á ménuði innanlands. f leueaoðlu 12J30 kr. eintekið. LÍF- OG ÖRORKUTRYGGING SJÓMANNA Bjartmar Guðmundsson: Frá einu til annars SUMARDÝRÐ ÞJORSARVERUM FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ hefur stöku stnnum samkomur í Norræna húsinu til að kynna fugia og fuglalíf og er staðurinn samboðinn starfi þess. Arnþór Garðarsson, náttúrufræðing- ur, flutti þar erindi um Þjórsárver og sýndi myndir þaðan þriðjudagskvöldið 23. nóvember. Þar var hann við rann- sóknir næstliðið surnar ásamt fleiri fræðimönnum. Verin eru um 100 ferkm. og 6—7 hundruð metra yfir sjó. Þar er mesta heiðagæsabyggð á hnettinum og áiíta fræðimenn, að þar verpi nu vor hvert um 10.000—12.000 gæsir. Auk heiðagæsanna gengur nokkur hópur sauðfjár í Verunum meðan þau eru í mestum blóma, Uklega um 3—4 hundruð. Gróður er þarna furðulega fjöiskrúðugur og þroskamikill svo hátt uppi. Þar er hvönn. Þar er eyrarrós, Þar er bumirót. Þar er ljósberi og steinbrjótar og margt fleira skrautjurta. Þar eru heilgrasategundir fjölmargar og hálfgrös í flóum og flæðum. Fleiri fuglar gista verin en gæsin, þó hennar gæti langmest. Þar er slæðingur af önd- um. Þar em smáfuglar og vaðfuglar. Þar sjást álftir, þó ekki komi þeim vel SEunan við gæsimar. 1 Verunum eru ránfuglar, helzt til margir, svo sem hrafnar, svartbakar, skúmar og kjóar. Við hefur borið að þarna sjáist öm og snæugla og eitthvað af fálkum. Leið- angursmönnum hefur talizt svo til, að um 15 þúsund gæsaegg fari I varg og annað eins af ungum á ýmsum aldri. Það er stór skattur. Hins vegar gera refir og minnkar ekki mikinn usla, aí því að vetrarríkið þama uppi gerir þeim erfitt fyrir. Þegar heiðagæsin yfirgefur Þjórsár- ver seinni hluta ágústmánaðar, færir hún sig fyrst neðar í hálendið, þar sem hún finnur sér æti svipað og í Verun- um. Hafa þá heiðagæsimar tvöfaldað sínn hóp, því taiið er að upp komist tveir ungar úr hreiðri til jafnaðar. Meg- inhluti þeirra heiðagæsa, sem hér verp- ir, á varpstöðvar i Verunum. Þó er slæðingur af þeim viða annars staðar um hálendið, t.d. nokkuð í grennd við innstu kvíslar Skjálfandafljóts norðan jökla og stundum hefur verið mikið gæsavarp í Grafarlöndum. Sumrin 1951 og 1953 merktu fugla- fræðingar 11 þúsund gæsir í Þjórsár- verum, eitt þúsund 1951 og 10 þúsund 1953. Seinna sumarið tókst þeim að smala saman þessum fjölda í kvíar eða réttir, sem þeir komu upp úr netum að fyrirmynd gamalla gæsarétta, sem enn sjáist viða í Þjórsárverum. Þær hafa verið gerðar úr grjóti og fuglinum smalað inn í þær eins og sauðfé eftir samanrekstur. Þá var fullorðni fuglinn í sárum en ungamir ófleygir. Til eru sagnir um þessar veiðar frá 17. öld. En eftir það er svo að sjá að minnkað hafi að mtm um þessar veiðar og lák- legf að þá hali verið búið að ganga nokkuð nærri Þjórsárveragæsum. Smalamennska þessi gat hafa orðið þeim mjög skæð og ekki faUeg. Má nokkuð í það ráða, hvað heUum hópum vermanna gat tekizt að drepa mikið, þegar Utið er tU þess að merkingamenn- imir 1953 náðu 10 þúsundum með þess- ari aðferð, óvanir þó, fáir saman. Heiðagæsin er aUt önnur gæs en grá- gæsin, sem mörgum er hálf illa við, af þvi að hún sækir I tún, komakra og matjurtagarða Aðalfæða heiðagæsa er hálendisgróður. Náttúran raðar böm- um sínum vísdómslega á jöturnar. I Þjórsárvemm gengur gæsin svo nærri störum í flóum og fenjum að flæðamar eru sem snöggslegin engi, þegar ung- arnir eru komnir á flugaldur og aUur hópurinn yfirgefur Verin í ágúst; þá leitar hún annarra gróðrarsvæða ofan byggða. Þarf því víst ekki að óttast að hún leggist i ræktunarlönd, minnsta kosti ekki meðan hún á Verin sín óspjölluð. Rannsóknir dýrafræðinga og jurtafræð inga í Þjórsárverum eru gerðar vegna bollalegginga um að setja þau undir virkjunarvatn. Ef það yrði gert færu mestöll hagalönd gæsarinnar í kaf. Sum- um hefur dottið í hug að rækta mætti handa henni ný beitilönd í grenndinni. Sjálfsagt mætti rækta þar upp eitt- hvert gras. En getur heiðagæs, og þá sérstaklega umginn lifað og þrifizt á þess konar gróðri? Sjálfsagt er hægt úr þvi að skera með langvarandi rann- sóknum. Þarna er mikið i húfi og má að engu hrapa. Þjórsárver eru mikU náttúruparadís og fagnaðarefni að annar eins staður skuli vera til í faðmi öræfanna. Ekki sízt er þetta stórkostlegt, þegar litið er til byggðanna, sem margar hverjar eru að verða fuglalausar, þar sem morandi var af viliifuglum fyrir 30—40 ámm. Spyrja menn nú hver annan: Verða varpstöðvar heiðagsesanna settar undir vatn? Fá ferðalangar og byssumenn að fara þama um eftirlitsMtið á óhrein- um skóm? Eða verða verin friðlýst og varin með einhverju móti eins og sjá- aldur í auga landsins? Náttúrurannsðknir eiga að undirbúa þær ráðstafanir, sem beztar eru. Fugla- vemdarfélag Islands hefur gert margt vel og á mikið þakklæti skilið fyrir bar- áttu tU vemdar „konungi fuglanna". Einstakir menn æfctu að fá fyrir það orðu, ef þeir vildu við henni taka. En það eru fleiri fuglar í hættu en assa og gæsirnar I Þjórsárverum. Um það mætti gjaman margt segja og skrifa og þó einkum eitthvað að gera. Góð úrræði á þvi sviði verða sjálfsagt vandfundin. Leitum þeirra samt og efl- um Fuglavemdarfélagið til aUra góðra hluta á því sviði. Brezkir togara- menn þinga Á ári hverju ferst nokkur hópur íslenzkra sjó- manna í sjóslysum. Slík slys hafa sterkari áhrif á þjóðina en önnur slys. Ástæðan er auðvitað sú, að í aldir hefur íslenzka þjóðin sótt björg í bú Ægis og háð harða bar- áttu við náttúruöflin. Sú bar- átta hefur kostað marga sjó- menn lífið. Nú eru fiskiskip- in fullkomnari en áður og aðstaða til björgunar marg- falt betri. Engu að síður far- ast margir sjómenn á hverju ári. Tæknin hefur ekki náð svo langt að koma í veg fyrir það. Á sl. 11 árum hafa 254 sjó- menn farizt í sjóslysum eða af öðrum orsökum í starfi. Líklega leiða fæstir hugann að því, hvernig séð er fyrir afkomu ekkna og barna þess- ara manna og annarra að- standenda. í samningum út- gerðarmanna og sjómanna er útgerðinni skylt að líf- tryggja undirmenn á fiski- skipum fyrir 600 þúsund krónur og 100% örorka nem- ur 800 þúsund krónum. Þetta er sú upphæð, sem ekkjur, börn og aðrir aðstandendur fá í sinn hlut, þegar sjómaður- inn ferst í starfi sínu og má öllum ljóst vera, að slík upp- hæð hrekkur skammt til þess að tryggja frambúðar af- komu þeirra, sem eftir lifa. í sumum tilvikum hafa ein- staka útgerðarmenn sjálfir tryggt skipshöfn sína fyrir hærri fjárhæð en hina samn- ingsbundnu, en sjálfsagt er það mjög mismunandi. Auk líftryggingarinnar fá sjó- mannsekkjur svo að sjálf- sögðu þær bætur, sem al- mannatryggingarnar inna af hendi í slíkum tilvikum. Ætla má, að landsmenn all- ír geti verið sammála um, að það sé hneisa, að ekki skuli betur séð fyrir afkomu ekkna og barna sjómanna, sem far- ast í sjóslysum, en raun ber vitni um. í þessum efnum er ekki við útgerðarmenn að sakast. Þeir hafa áreiðanlega fullan vilja til að sjá um við- unandi líftryggingu fyrir sjó- menn, eins og bezt sést af því, að margir þeirra tryggja skipshafnir sínar umfram hina samningsbundnu trygg- ingu. En í samningum sjó- manna og útgerðarmanna hef ur niðurstaðan gjarnan orðið sú, að beinar kjarabætur hafa setið í fyrirrúmi fyrir öðrum þáttum eins og líf- og örorkutryggingu sjómanna. Það hlýtur að vera metnað- armál þjóðarinnar, að á þessu verði ráðin bót. Nú hafa sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins á Alþingi hreyft þessu máli undir forystu Péturs Sigurðssonar. Þeir hafa lagt fram á þingi frumvarp um líf- og örorkutryggingu sjó- manna og er þar lagt til, að auk hinnar samningsbundnu tryggingar verði sjómönnum tryggð önnur líf- og örorku- trygging, sem nemi 750 þús- undum við dauða og 1 milljón við 100% varanlega örorku. Þá er því marki náð, að ekkjur og böm og aðrir að- standendur þeirra sjómanna, sem farast í starfi, hljóti ná- lægt einni og hálfri milljón króna í líftryggingu og að sjómaður, sem verður fyrir 100% varanlegri örorku, hljóti nálægt tveimur milljón um króna í örorkutryggingu. í frumvarpi þingmanna Sjálfstæðisflokksins er lagt til, að iðgjaldakostnaður af þessari tryggingu verði greiddur að hálfu úr Atvinnu leysistryggingasjóði og helm- ingur af útflutningsgjaldi. Þá er einnig lagt til, að trygg ingarupphæðin breytist á ári hverju í samræmi við breyt- ingar á samningsbundinni kauptryggingu sjómanna. Sú upphæð trygginga um- fram samningsbundna trygg- ingu, sem þingmenn Sjálf- stæðisflokksins leggja til, að upp verði tekin með þessum hætti, er í rauninni lágmark þess, sem viðunandi er. En mestu máli skiptir nú, að líf- og örorkutrygging sjómanna verði stórhækkuð og því marki verður náð, verði frumvarp Péturs Sigurðsson- ar og meðflutningsmanna hans samþykkt. Síðar gefst þá tækifæri til þess að hækka tryggingarupphæðina enn meira en nú hefur verið lagt til á Alþingi. Starf íslenzka sjómannsins er alveg sérstaks eðlis og áhættan, sem hann tekur á sig, meiri en í flestum öðr- um störfum. Sjómenn og fjöl- skyldur þeirra eiga kröfu til þess, að svo vel verði sér fyr- ir líf- og örorkutryggingu þeirra, að eiginkonur þeirra og börn þurfi ekki að óttast framtíðarafkomu, ef heimilis- faðirinn ferst í sjóslysi. Þetta er grundvallarkrafa, sem sjó- menn hljóta að gera til þjóð- félagsins, og þetta er sann- girnismál, sem allir hljóta að geta orðið sammála um. Nú hefur þessu mikilsverða máli, sem of lítið hefur verið TVEIR fulltrúar brezkra togara- skipstjóra, Jim Nunn frá Grims- by og Tom Nielsen frá Hull, hafa átt viðræður við fiskimálanefnd brezku stjórnarinnar um fyrir- hugaða útfærslu íslenzku land- helginnar. Að sögn blaðsins Fish ing News komu skipstjórarnir ánægðír af fundinum þar sem þeir voru fullvissaðir um að allt yrði gert sem hægt væri til þess fjallað um, verið hreyft á Al- þingi. Er þess að vænta, að samstaða geti orðið um framgang þessa réttlætis- máls. að tryggja hagsmuni brezkra togara. „Við viljum að fiskveiðitak- mörkin verði óbreytt og ekki fer á milli mála að þingmenn allra stærstu f iskveiðibæj anna eru jafnuggandi og við, hvar I flokki sem þeir stainda," sagði Nielsen skipstjóii í viðfcaH við blaðið. Nielsen skipstjóri sagði, að 66 síðutogarar væru gerðir út frá Hull,. en verið væri að taka upp skuttogara og stæði sú þróun enn yfir. Hann sagði að stækkun islenzku landhelginnar mundi flýta fyrir því að siðutogaramiir hyrfu með öllu, stöðva frekari smíði og valda mikkx atvinnu- leysS. „Við vorum fullvissir uim, að stjómin Uti fyrirætlainir ís- lendinga mjög alvarlegum augum og við ætlum að hafa náið aam- band við fiskimálajnefnd ríkis- stjórnarinnar eins og hingað til,“ sagði Nielsen. FAGNAÐ f GRIMSBY f sama töktblaði sagði Fishing News frá því að 16 íslenzk skip væm væntaleg til Grimsby á einni viku og mundi það auka þann afla, sem væri settur á land úr um það bil 10 þús. kitt í 11 þús. kitt. Þetta væri ekki eina fagnaðarefnið þvi að kaupmenh hugsuðu gott til glóðarinniair, þar sem áhafnir islenzku skipanna mundu gera jólainnkaup. John Olgeirsson, umboðsmaður íslenzkm togaira, sagði að sögn blaðsins að án íslenzku skipainna væri sáralítinm fisk að fá í Grims by. Biaðið segir að áætlað aé að skip eyði í vörur, þjónuatu og veiðarfæri allt að 5.000 pundum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.