Morgunblaðið - 28.12.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1971, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1971 24 MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR, VON - ÁTTRÆÐ „OG kvæðið er um konu og mann, sem áttu bæinn, byggðu bann.“ Nei, þetta er ekki kvæði og er bieldur ekki vitnað til ljóðs í orð- um á blað með með bleki ritað, heldur ljóð skrifað lifs á land. „Ó, leyf mér þig að leiða tii iandsins fjaliaheiða um sælusumrin löng. Þar angar blómabreiða við bliðan fuglasöng,“ evona sungum við þá. Fyrir íimmtíu árum átti fólk hugsjón- ir á íslandi. Það brauzt áfram -gegnum frumskóga af torfærum til að gera þær að veruleika. Færa þær frá skýjum og tindum niður á jörðina. Og þessar hug- ejónir gátu fæðzt eða öliu held- -ur ljómað á ólíklegustu stöðum 4ijá ólíklegasta fólki. Smalinn í hiíðimii, stúlkan við hlóðimar, kaupmaðurinn í búðarkompunni, móðirin við vögguna, allir gátu eignazt sína mynd, hyllt sína hugsjón út yfir hriinginn þrönga. Og þetta fólk gat flogið á klæði sinna hugsjóna og orðið að ódauð iegri fyrirmynd á þann hátt ein- an, að lifa samkvæmt hugsjón sinni. Þannig var með hjónin. i Von, kaupmannshjónin í búðinni á Laugavegi 55. Þau voru sam- hent og dugleg, sparsöm og nægjusöm, þótt þau á hinn veg- inn gætu verið höfðinglynd og rausmarleg. Fjöldinn sagði, að þeim gengi veL Þau efnuðust á öllu. Og öí- undin sagði að þau væru rík og gætu allt en gerðu mest af þvi, að safna fimmeyringum í ibúð- inni sinnd, sem ekki þætti þó neinn glæsibær nú á dögum. En hvort sem þau voru rík eða óskar ef tir starfsfölkí í eftirtalin störf= BLADBURÐARFOLK ÖSKAST Hverfisgata II — Reynimelur Túngötu — Tjarnargötu I — Háteigsvegur — Tjarnargata II Sóleyjargata — Skipholt I — Austurbrún I — Lynghagi Laufásvegur frá 2-57 — Selás Suðurlandsbraut — Langahlíð Afgreiðslan. Sími 10100. Umboðsmaður óskast til dreifingar og innheimtu fyrir Morgun- blaðið í Gerðahverfi Garði. Upplýsingar hjá afgreiðslustjóra, sími 10100 eða umboðsmanni, sími 7128. Garðahreppur Barn eða fullorðin óskast til þess að bera út Morgunblaðið í ARNARNES. Upplýsingar í síma 42747. KOPA VOGUR Sími 40748. Blaðburðarfólk óskast. DIGR ANESVEG — IIRAUNTUNGU. fátæk, um það veit ég ekki og hef þó þekkt þau í 40 ár, þá áttu þau sér draum. Og sá draumur var að gera aurana eitt með lífi lands og þjóða. Þau ræktuðu mela og móabörð og gerðu úr þvi græna jörð. Og þau menntuðu dæturnar og það var einmitt til að kenna þeim að lesa, sem mdg rák á þeirra fjörur. Og hjónin i Von voru ekki eitt í dag og annað á morgun. Þau voru traustir vinir og staðfastir þegnar. Og þess naut landið, sem þau gengu um og fólkið, sem þau völdu að vinum. Vetrardag nokkurn gekk umkomuiaus kenn araskólanemi upp stigann í Von og var fagnað af húsfreyju, með hiýju handtaki, Ijúfu brosi, skýru orðfæri og léttum hlátri og af dætrum hússins með ljóma blikamdi augna og seiðandi eftir- væningu, dulúðgri spum. Húsbóndinn, kaupmaðurinn var að vega grjón og höggva kjöt og vissi að hann þyrfti að- eins að skreppa upp andartak að heilsa þessum „unga manni“, annars mundi Maggý hans sjá um þetta adlt fyrir „systurnar litíu“. Og vormorgun kom ég að Gunnarshólma, þar sem allt iog- aði af lífi. En áður voru eyrar við Hólmsá og holt og börð í Hraun- jaðri. Húsfreyja tók á móti mér í dyr um hvita hússins á grundinni grænu í garðinum. Og nú var bros hennar kannski enn bjart- ara, orðin enn hraðari, en þó jafn skýr i hverju atkvæði. Og við bjuggum til blómabeð í garðinum og gróðursettum tré sitt hvorum megin dyra hússins. Ofujflitla anga, sem ilmuðu í sólkyrru morgunsins í nánd hvítasunnu. — Annar anginn varð að stóru tré, sem lifir, hinn dó reynda.r löngu seinna, en skildi samt eftir sprota, sem spratt upp í hans stað. Og hús- bóndinn, kaupmaðurinn úr búð- inni kom á kvöldin og gekk um í garðinum eins og ungur guð í aftanhlænum sem saet er frá í Hf Útbod bSamningar Tilboðaöflun — samoingsgerð. Sóleyjargötu 17 — »lmi 13583. HÖRÐUR ÓLAFSSON hBestaréttadögmaður skjateþýðandi — ensku Austu-strœtí 14 sdmar 10332 og 35673 goðsögnum þjóðanna. Hann var þögull að vanda, en sagði kannski örfá orð, sem urðu að veruleika lífi klædd. Hann tal- aði og það varð. „Annars sér hún Maggý mín um þetta allt,“ sagði hann, þegar hann hallaði sér út um bilgluggann að morgni snemma og fór hægt niðyr veg- inn, hægt og mjúklega, en kom þó aldrei of seint. Og það var áreiðanlega rétt. Hún Margrét var lífið og sálin í sérhverri framkvæmd og fylgd- ist með öllu af lipurð og innlifun. Hún skipti aldrei skapi. Hún byrsti sig aldrei, bara brosti, tal- aði hratt og skýrt og hló við, kannski stundum ofurlítið glettnislega eða meinlega, eftir því sem áheyrandi tók því. Og þarna var margt að sjá, margt að starfa. Það voru ekki einungis víðáttumikil tún sem blöstu við vegfarendum, þar sem áður voru rnelar og börð við ána, heldur voru þanna hjarðir á beit, síð- júgra kýr, með spakleg djúp augu, lömb að leik og jafnvel kalkúnar, sem litu út eins og flyksur í fjarlægð. Þarna voru Mka fannhvít hænsni í stórum breiðum flokkum og lágfættar kindur í kofa og refir í stíu. Og svo má ekki gleyma svínunum, sem gáfu frá sér dularfull hljóð, einkum á morgnana, en áttu ann ars friðsælt sambýli undir sama þaki og kýrnar, rauð voru þökin, hvitir veggir, græn tún. Og þarna vann margt fólk, sumt útlent af fjarrænum strönd- um. Það var forvitnilegt og frábært á ýmsan hátt, allt frá dönskum fjósameisturum og sér- fræðingum í svínarækt og jarð- yrkju, hænsnahirðingu og mæl- ingum til stúdenta og listamanna, sem fengu vinnu í kreppunni hjá Gunnari í Von. Og svo voru ungar stúlkur, eig inkonur í heimsókn og ekki má gleyma ráðskonunum á Gunn- arshólma. Því húsfreyjan, hún Áttadagsgleði stúdenta verður haldin í LAUGARDALSHÖLLINNI 31. des. 1971 kl. 23—04. Hljómsveitin Náttúra leikur fyrir dansi. Veitingar (vín, gosdr., brauð) seldar á hagstæðu verði. Verð miða í forsölu er kr. 350.—, en kr. 450.— viö innganginn. Forsala miða í anddyri Háskólans 28.—31. des. 1971 kl 15—17. SHl Aramótaferð í Þórsmörk Fario verður á gamléfsdags- morgun kl. 7 og einnig kl. 13.30 og komið heim á sunnu- dagskvöld. Farseðlar í skrif- stofunni. Ferðaféleg Islands, Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Fíladelfía, Reykjavík Almeonur biblíolestur í kvöld kl.8.30. Einar Gíslason talar um efnið: Englarnir. Hjálpræðisherinn Þriðjudag kl. 20.30 Jólahátíð fyrir almenning. Auður Eir VH- hjólmsdóttir caud. theol. talar. AMir velkomnir. Mavgrét, var ekki ráðskona bús- ins, en hún var ráðkona. Hún sá um allt, og allir lutu henni með sjálfsagðri hlýðni. Hún kunni tök á öllu og gat látið allt þetta ól'ika fólk, sem gat litið út eins og „Kaos“, sem allt gæti tvístrazt til allra átta heims vinna að settu marki, stefna að einum ósi far- sældar og gróandi. Ég vissi það ekki þá, en finn það þeim mun betur í fjarlægð, hvað þetta e<r mikil snilli. Og allt þetta gerðist svo hljóð- lega og íallega, að misklíð sem stundum gerði vart við sig í þese- um mislita hópi, hvarf eins og berangurinn inn í gróanda vorsins. Og ekkert okkar, sem þarna vorum, íslenzk eða útlend, munum gleyma þessum stað, þess um dögum og vikum í Edens- garðinum hennar Margrétar í Von við heiðarbarminn. Aðeins eitt þarna átti svipaða aðstöðu og húsfreyjan. Það var áin. Hóknsá sjálf, sem streymdi lygn og sæl í leyni úti við hæðirnar. Enginn heyrði niðinn, nema hlustað væri, því að þarna er allt svo slétt, þótt uppi á heiði sé. En án árinnar væri þarna varla líf né gróður. Hún er uppsprett- an, lífsvakinn. Og srtundum, eink- um á síðkvöldum eða snemma morguns, var eins og lágur þytur í lóftinu frá ánni. Og þá hlustuðu stráiin jafnt sem steinarnir. Það vissu allir að áin var þama. Og það var hún, sem var móðirin. Svo ætti ekki að gleyma öllum gestunum, sem komu á kvöidin til að skoða, stundum frá fram- andi löndum, og dáðust að land- náminu og landnemunum i heið- inni, höfðu varla séð annað eins við svo frumstæð skiiyrði í svo hróstæugu landi, sögðu þeir. Og veizlurnar i Von og á Gunn- arshólma þær voru ekkert gróm. Vel var veitt og ríkmannlega af rausn og höfðingskap og gest- irnir margir og virðulegir og þó engum gleymt af vinum húss og heimilis, þótt minni máttar þættu. Og húsfreyjan gekk um jaínt í eldhúsi sem danssal, hæglát, háttvís og myndaifleg, spaugsöm og létt í máli, brosljúf og björt og hafði á öllu hugsun og for- sögu jafnt í sanáu sem stóru, og ekki vantaði forsjá í öllu. Takmarkið var, að allir nytu gleðinnar og réttanna og faeru ríkari en þeir komu af reynslu hins góða. Veizlum þessum, sem hétu jólagleði og töðugjöld munu engir gleyma, sem urðu þess láns aðnjótandi að vera þátttak- endur og vinir fjölskyldunnar. Þar fylgdust að rausn og hóí- semi, svo ekkert varð um oí né af öfgum, aðeins eitt: Himneskt er að lifa. Og um ailan þennan gróamdi heim islenzkrar sveita- sælu og starfandi handa hlupu dæturnar, svífandi eins og fiðr- ildi eða leikandi eins og lömb, og giaðværar raddir heyrðust i hrauninu og hlátur barna við ána. Og í litilli stofu uppi á loítinu var aldin kona, sem fylgdist með öllu, bíessaði, bað og vann, lét fjúka í hendingum og fagnaði æskudraumi, sem dóttirin haíði gert að veruleika i heiðinni, móð- ir Margrétar húsfreyju, átti þarna sinn unaðsreit. Um Gunnarshólma var ort af einum vinanna og gestanna, Kristjáni Jónssyni, ljóð, sem end- ar svona: „Höfuðbýlishús i hvirfing, hrauns við jaðar vegleg standa. Snilldar þrifleg úti og inni. Iðnin sést til beggja handa. Gunnarshólma grundir víðar gesta augum broshýrt íagna, fuglar, dýr og fjöldi gripa forvitni og undrun magna.“ Og nú eru ár Margrétar í Von, húsfreyjunnar í vorlöndum heið- arinnar, landnemans við Hólmeá orðin áttatíu. Enn er hún sem fyrr hress i máli, einörð í orð- um, elskuleg, broshýr og ákveð- in, allt í senn. Enn er ilmur af kökum og kaffi, angan gestrisninnar söm á móti gestinum, sem kemur upp stigann i Von. Enn er sól-skin við borðið í stof-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.