Morgunblaðið - 08.02.1972, Blaðsíða 15
J
MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1972
15
Jón Árnason, alþm.:
Verða skattfríðindi
giftra kvenna afnumin?
Stóraukin fasteignagjöld koma
harðast niður á ungu fólki
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs-
Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
lamdskjördæmi var haldinn á
Akranesi þann 30. janúar sl. Að-
ailfundurinn var mjög vel sóttur
af fulltrúum úr öllu kjördæminu.
Miklair umræður urðu á fundin-
um um stjórmmálaviðhorfið og
stefnu vinstri stjórnarinniair á
ýmsum sviðum þjóðmála.
Hörð gagnirýni kom fram á þá
ákefjailiausu og stórauknu skatt-
heimtu ríkisins, sem ákveðin hef
uir verið af stjórnvöldum og sem
lýsir sér í afgreiðslu fjárlaga, þar
sem skattaálögur eru hækkaðar
á einu ári um meira en fimm
þúsund milljónir króna.
Eitt af því sem fundarmönnum
fannst hvað alvarlegast í sam-
bandi við hinar auknu álögur,
eru ákvæðin um stóraukin fast-
eignagjöld. Koma þau harðast
niður á ungu fólki, með nýstofn-
uð heimili, sem hefur brotizt
áfram af dugnaði og neist sér þak
yfir höfuðið, en jafmhliða stofn-
að til stórfelldra skulda. Fyrir
þetta fólk, eru fyrirhugaðir faist-
eignaskattar mikið áhyggju-
efni. — Varðandi eldra fólkið,
sem með fyrirhyggju og spar-
semi hefur eignazt sína eigin
íbúð og sem í mörgum ti'lfeUum
ar þeirra aleiga, þá á nú að gefa
því kost á að koma eins og bein-
Jón Árnason
ingamenn til opinberra aðila, og
óska eftir að fasteignaskatturinn
verði lækkaður eða felldur nið-
ur.
Óhófiegt álag beinna skatta
mun alils staðar hafa leitt til þeiss
að draga úr framboði' á vinmu-
markaðinum, og því orðið beinn
þáttur í því að minnka þjóðar-
framieiðsluna, eða þá verðmæta
sköpun sem vinnan er grundvöil-
ur að. — Enginn þekkir það bet-
ur en þeir sem búa í hinum
ýmsu sjávarplássum á fslandi,
hvað mikinn þátt íslenzkar hús-
mæður hafa átt í því, á undam-
förnum árum, að bjarga miklum
verðmætum með því að leggja
fram sína starfsorku við fiskiðn-
aðinn I frystihúsunum. Segja
má, að án þess að slíkt ætti sér
stað, hefði þegar mestur afli hef-
ur borizt á land á hverri vertíð,
verið vonlaust að fullnýta afl-
ann.
Óhætt er að fullyrða, að sú
skattaívilnun, sem átt hefur sér
stað, vairðandi giftar konur,
hefur hér ráðið miklu um. — í
fyrstu voru það eimistaka sjávar-
pláss sem byrjuðu á þessum
skattafríðindum. Engum var það
ljósara en foystumönnum þeirra,
hveirs virði það v»r, að laða fram
I þetta vinnuafl og auka með því
] heildarverðmæti byggðarlag-
anma.
Með hinu nýja lagafrumvairpH
um tekjustofna sveitairfélaga er
nú ákveðið að afnema þessi frið-
indi. Skal nú bæta tekjum giftra
kvenna við tekjur eiginmanna,
þannig að það sem konian vinnur
inn, lendir i hæsta sikattstiga
hvers gjaldanda. — Þegar svo á
það er litið, að a.m.k. í sumum
tilfellum, verður húsmóðirin að
kaupa sér nokka húshjálp, til
þess að geta tekið þátt í vinnu-
markaðinum og fær þann kostn-
að ekki frádreginm í skatti, þá
má það öllum vera ljóst, hvaða
afleiðingiar það muni hat'a í för
með sér, ef ríkisstjórnin knýr
fram þá breytingu á skattlagn-
ingu á tekjur giftra kvenna, sem
í frumvarpinu felst.
Um hin nýju skattalagafi’jnv
vörp ríkisstjórnarinnar sem nú
eru til afgreiðslu á Alþingi, er
það að segja, að efni þeirra er að
sjálfsögðu afleiðing þeirrar
efnahagsistefnu, sem ríkiastjónv
in markaði með afgreiðslu fjár-
lagannia. Slík gegndairlaus út-
þensla og eyðsla, sem þar átti sér
stað, eru gleggstu dæmin um þá
óðaverðbólgu, sem nú herjar á
allt efniahagslíf þjóðarimnar eins
og skæður sjúkdómur.
Gagnrýni fyrir byrjendur II
Á DÖGUNUM skrifuðum við
grein, þar sem við reyndum að
benda á nokkur, að okkar dómi,
þýðingarmikil atriði i sambandi
við væntanlega þjóðarbókhlöðu
og undirbúning hennar. Grein,
sem bæði var ætlað að varpa
ljósi á staðsetningu hlöðunnar,
tengsl hennar við umhverfið og
ringulreiðina í skipulagsmálum
Háskólans (þar sem skipulag
virðist framkvæmt á sama hátt
og Aalto staðsetti Norræna hús-
ið, „Jeg työkar det ar bra har“,
hrært saman við skeifu-póesíu G.
Samúelssonar).
Einnig var meiningin að stjaka
(varlega þó) við embættismönn-
um þeim, sem hafa mál þessi
með höndum. 1 hégóma okkar
héldum við, að einhver myndi
nenna að svara, eða a.m.k. koma
með leiðréttingar, ef við hefð-
um farið með rangt mál.
Upphaf skrifa um þjóðarbók-
hlöðumálið var framkoma bygg-
ingarnefndar gagnvart A.í. og
synjun hennar um að láta í té
upplýsingar um árangur undir-
búningsstarfsins. Það var aldrei
ætlun nefndarinnar að kynna al-
menningi málið, og gefa fólki
þar með kost á að taka afstöðu
til þess, þó svo að undirbúnings-
starfið hefði staðið í 14 ár.
í sjálfu sér er ekkert athuga-
vert við störf og framkomu bygg
ingarnefndarinnar. Hennar hlut-
verk er að vinna sem sérfræði-
legt verkfæri þeirra, sem með
yfirstjórn þessara mála fara.
Þannig er starfi nefnda á vegum
hins opinbera yfirleitt háttað.
Nefnd, sem þessi, er skipuð emb-
ættismönnum, sem ábyrgir eru
gagnvart ríkisstjórn. Á 4 ára
fresti gefst almenningi kostur á
að endurskoða mat sitt á störf-
um ríkisstjórnar og Alþingis,
hins vegar geta menn, skipaðir i
opinbera þjónustu eða í þágu
ráðuneyta, setið í embættum sín
um um aldur og ævi, án þess að
almenningur fái að endurskoða
álit sitt á störfum þeirra. 1 skjóli
sérhæfni, sérþekkingar og
reynslu af langri setu í embætt-
um, geta þeir mótað ákvarðan-
ir varðandi almenning allan,
langt út yfir kjörtímabilin.
Þótt við státum af lýðveldi og
lýðræði, sem auðvitað er gott
og ekki nema blessað, virðist
þarna vera þáttur innan stjórn-
sýslunnar, sem ekki samræmist
hugsjóninni um jafnrétti og at-
kvæðisrétt einstaklingsins. 1 upp
byggingu og starfsháttum emb-
ættiskerfisins og hinnar opin-
beru þjónustu er þátttaka almenn
ings í mótun markmiða og leiða
ekki skoðuð sem eðlilegur eða
nauðsynlegur þáttur, heldur virð
ist jafnvel oft sem slík þátttaka
sé óæskileg. Þrátt fyrir að emb-
ættismönnum sé það ekki lögboð
in skylda að gera opinberlega
grein fyrir markmiðum og
ákvörðunum sínum, eru þó eng-
ir lagabótstafir sem hindra þá
í að gera það. Hér er ekki átt
við public relation eða einhliða
starfskynningu, heldur miklu
frekar að unnið sé á umræðu-
grundvelli, þar sem hægt er að
skiptast á spurningum og svör-
um og leyfa öðrum sjónarmiðum
að komast að, áður en endanleg
ákvörðun er tekin. Slíkar um-
ræður hljóta að geta mótað mark
miðin og leiðirnar, þannig að
þegar til framkvæmda kemur,
standi almenningur ekki agn-
dofa í þögulli spurn: „Hvað á að
byggja hér?“
Eins og sakir standa er aðeins
svarað undan og ofan af, neit-
að um kjarna málsins í lengstu
lög og reynt að komast hjá um-
ræðum. Þá sést hver ræður lýð-
rseðinu. Okkur er neitað að taka
þátt i mótun þjóðfélags okkar,
spurningum ekki svarað og jafn-
vel fjölmiðlar látnir þegja.
Samband almennings við emb-
ættin reynist gatslitið og tengi-
liðurinn, ráðherrann, stendur og
tvistígur. Hver heldur, hver veld-
ur?
(Nemendur í arkitektaskólanum
I Kaupmannahöfn).
Kaupmannahöfn, 1.2. 1972.
Stefán örn Stefánsson.
Árni Þórólfsson,
Björn Jóhannsson,
Dagný Helgadóttir,
Einar E. Sæniundsen,
Finnur Björgvinsson.
Guðbjörg Zakaríasdóttir,
Halldór Guðmundsson,
Hilmar Þór Björnsson,
Stefán Thors.
„Sagt er, að embættismenn irnir stjórni landinu.“
(Teikning eftir Storm P.)
1 KVÖLD kl. 21.20 er á dagskrá sjón-
varpsins þáttur, sem mun vekja mikla
abhygli íslenzkra sjónvarpsáhorfenda, ef
að líkuim lætur. Hann hefur hlotið heit-
ið: „Er nokkuð hinum megin?“ umræðu-
þáttur um spurninguna miklu: Er líf
að loknu þessu lífi? Umræðunum stýr-
ir Magnús Már Lárusson, háskólarekt-
or.
Þáttur þessi hefst með inngangsorð-
um að sænskri hálftímamynd um þetta
efni, sem Magnús Már kvað þó gefa
mjög einhliða mynd af þessari mik'u
spurningu þar eð hún fjallaði einungis
um endurholdgun.
Strax að myndinni lokinni hefjast um-
ræður í sjónvarpssal í beinni útsend-
ingu, og sagði Magnús Már að þar yrði
leitazt við að víkka út sjónarmiðin, sem
fram komu í myndinni, og ræða þessa
spurningu á viðari grundvelli.
Þátttakendur með Magnúsi Má í þess-
um umræðum verða þeir Björn Franz-
son, er væntanlega mun túika sjónar-
mið efnishyggjunnar, prófessor Guð
mundur Eggertsson, liffræðingur, sem
væntanlega mun fjalla um fræðilegu
hliðina, og N.N., eins og Magnús nefndi
hana; kona með ófreskigáfu. 1 upptöku
verður þess gætt, að hún komi áhorf-
endum ekki fyrir sjónir.
Magnús benti á, að þau hefðu aðeins
hálfa klukkustund til umræðnanna, og
yrði því að stikla á helztu sjónarmiðum,
sem að þessum málum lúta.