Morgunblaðið - 25.02.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLA.f>IÐ, FÖSTUDA.GUR 25. FEBRÚA.R 1972 /Tf ItÍL i l.i.H.A \ 'ALUm 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 14444g 25555 Cirowl BU^IGAJjVEFÍSGOlJJJOlJJ 14444S25555 LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. BIJJUflGA CAR RENTAL TZ 21190 21188 BÍLALEIGAN AKBMAUT 8-23-áT sendum r HAFNFIRÐINGAR ATHUGIÐ Ný og betri þjónusta. SÍMI 51870 BÍLALEIGAN BLIKI hf Lækjargötu 32. Le.gjum Volkswagen 1300, 1302, 1302 S og Land-Rover, dísil. — Símsvari eftir lokun. Ódýrari en aárir! Shodh ICICAH AUÐBREKKU 44 - 46. SlMI 42600. Hingað og ekki lengra I NÝÚTKOMNU tölublaði af mánaðarritinu „Frjálsri verzl un“ birtist forystugrein, þar sem varað er við sivaxandi þrýstingi af hálfu Sovétríkj- anna hér á landi. f forystu- grein þessari segir svo: „Það vakti athygii, er lóðs- inn á Akranesi neitaði að flytja sovézka kvikmynda- tökumenn upp í Hvalfjörð fyr ir nokkru, af því að hann vildi ekki stuðla að sovézkri njósna starfsemi á íslandi. Þessi af- staða lóðsins á Akranesi sýn- ir, að enn eru til menn á fs- landi, sem kæra sig ekki um að gerast óafvitandi verkfæri í höndum erlends stórveldis, sem færir sig æ meir upp á skaftið og reynir að notfæra sér út í yztu æsar hina dipló- matísku viðleitni íslenzkra stjórnvalda til að hafa þá góða. En er þetta ekki að verða diplómatískur undirlægjuhátt ur? Hefur enginn velt því fyr ir sér, hvar setja skuli mörk- in í margháttaðri fyrirgreiðslu við gestkomandi Sovétmenn? Á síðustu árum höfum við fengið nokkrar heimsóknir frá Sovétríkjunum, allar sam- kvæmt óskum þeirra sjálfra, sem augljóslega þjóna þeim tilgangi meðal annars að kanna, hversu Iangt sé unnt að ganga áður en íslendingum ofbjóði. Sovézkar herflugvélar hafa verið á sveimi yfir Hvalfirði samkvæmt heimild íslenzkra stjórnvalda, sovézkir vísinda- menn hafa fengið 700 loft- myndir af hálendi íslands og fjörðum og víkutn á Horn- ströndum samkvæmt heim- ild íslenzkra stjórnvalda, og nú siðast fóru sovézkir kvik myndatökumenn upp í Hvai- fjörð með heimild íslenzkra stjórnvalda upp á vasann.“ Beita þrýstingi Síðan segir í forystugrein „Frjálsrar verzlunar“: „Um það skal ekkert sagt, hversu stórfelld njósnastarfsemi licf ur verið stunduð í þessum ferðum. Þó má minnast þess, að upplýsingaöflun hernaðar- velda er í langflestum tilvik- um rekin á miklu óæsilegri hátt en menn gera almennt ráð fyrir. Nákvæmur yfirlest ur blaða og tímarita á hinum almenna markaði, sakleysis- leg samtöl við „rétta“ aðila, skemratiferðir um helgar, — allt eru þetta mikilvægir þætt ir í störfum njósnarans. Hvað okkur fslendinga snertir, eru Sovétmenn fyrst og fremst að beita þrýstingi. Þeir eru að prófa okkur. Er það því ekki fyllilega tima- bært að fara að sýna fram á, að þrátt fyrir alkunna íslenzka gestrisni sé ekki hægt að bjóða okkur hvað sem er? — Hvernig væri, að hugsa upp einhvern diplómatiskan mót- leik, sem við eigum vitaskuld orðið inni hjá Rússum? Hver yrðu t.d. viðbrögð þeirra við ákvörðun íslenzka sjónvarps- ins um gerð heimildarkvik- myndar um Petsamoferð ms. Esju í striðsbyrjun og óskum um að kvikmyndatökumenn sjónvarpsins fengju að vaða um norðvesturhéruð Sovétríkj anna og mynda að vild? Þætti þetta of djarfleg áætl un, væri alla vega vel við hæfi að krefjast þess, að takmörk- unurn á ferðafrelsi íslenzkra sendimanna i Moskvu væri af létt, áður en við bjóðum næsta hópinn frá Sovétríkjunian vel kominn til íslands." „Grátbroslegt44 Ofangreind fyrirsögn var yf irskrift á forystugrein í „Vest firðingi“, blaði Alþýðu- bandalagsins í Vestfjarða- kjördæmi og lýsir hún skoðun blaðsins á Bandaríkjaför Hannibals Valdimarssonar. — Forystugrein þessa stjórnar- málgagns á Vestfjörðum er svohljóðandi: „Hannibal Valdimarsson, fé lagsmálaráðherra, hefur a® undanförnu verið í Bandaríkj unum, þar sem hann átti við- ræður við herforingja og aðra forustumenn þessa stórveidis. Morgunblaðið hefur birt mynd af honum við liliðina á yfirmanni Altanzhafsbanda- lagsflota NATO, Charles K. Duncan aðmírál, og sama blað segir í fréttaskeyti fri Washington, að ráðherranu hafi m.a. rætt við Zumwalt, æðsta yfirmann Bandaríkja- flota og Jolin Irwin aðstoðar- utanrikisráðherra um framtíð NATO-stöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Sannarlega er það grátbros- legt, þegar fulitrúar þjóðar, sem ekki hefur tekið sér vopn í hönd síðan á dögum Magnús ar prúða, fara utan til að ræða við helztu oddvita ný- tízku morðtólatækni, sama gildir, þegar slíkir menn þykj ast þess umkomnir að lýsa frá herfræðilegu sjónarmiði nauð syn herstöðvar hér á landi, eins og Jóhann Hafsteim reyndi að gera í sjónvarps- þætti um herstöðvarmálið fyr ir skömmu. Hvert mannsbarn veit, að hvorki félagsmálaráð- herra okkar né Jóhann Haf- stein hafa hundsvit á her- málum. Þetta er ekki sagt þeim til lasts heldur loi's. Það er heiður hverjum íslendingl að hafa ekki hundsvit á þeim málum.“ ORÐ I EYRA ÞESS skal getið af gefnu tilefni (ótrúlegt en satt!), að þættir Jakobs eru gain- anþættir. Húmorlausu fólki er þvi ráðlagt að lesa þá ekki. Þess má geta, að þættir Jakobs birtust fyrir nokkr- um árum hér í blaðinu und- ir nafninu Jobbi. Voru þeir þá vinsælir — og verða það vonandi áfram. MIKIÐ er nú annars gaman að eiga sér hugsjón. Loksins hef ur sá hluti aeskulýðsins, sem hvað verst hefur verið hald- inn menningiarlega, verið grip inn logandi hugsjónaeldi. Yfirlýsingar og orðaleppamir gætu gefið til kyrma, að í vændum væri heilagt stríð til að leysa úr herfjötrum og reisa á ný þá heiiögu borg, Mekka allra sannra tánínga, Kanaan Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Baldurs óskarssonar, það dýra musteri, sem varð að bráð eldi óslökkvanda eina dimma og válega haustnótt, kátínuhúsið Glaumbæ. Aldrei hefur jafngöfug og háleit huigsjón gripið jafn margt efnilegt æskufólk. Enda væri nú annað hvort: Hvaða máli skiptir húmbúkk eins og skattpíning, þegar annað eins þjóðþrifamál er á döfinni og endurreistur Glaumbær? Hvaða máli skiptir það, þó einföld lagasetning kunni að koma í veg fyrir það, að ungt fólk (og fullorðið raunar líka) geti með sæmilegu móti eignazt þak yfir höfuðið? Hverju skiptir, að ísleinzka stúdenta vantar vinnuað- stöðu, þó að lottiríið gefi þó nokkuð í aðra hönd? Hvaða máli skiptir, að elztu menntastofnun þjóðarinnar eru boðin húsakynni, sem margfrægt fjósið í Skáiholti, hvar Oddur reit Gottskálka-. son, hefur verið reisulegra og loftbetra en þau? Hver var að tala um of- drykkju unglinga? Hefur nokkuir heyrt minnzt á eiturlyfjaneyzlu ? Kannast nokkur við, að til þurfi að taka höndum í þvi skyni að ráða bót á vandræð- um og eymd? Slíkir smámunir kalla ekki á stóryrði og glaumsamkom- ur hugsjóniaririddara. En „böll- in verða að kontinúerast“. Hvað um mengunina, land- grunnið, herhlaup grimmoa þjóðflokka vítt um heims- byggðina? Skiptir engu, móti þvi glæsta baráttutakmarki að reisa Glaumbæ úr bruwa- rústum. Háleitar hugsjónir blómstra enn í brjóstum baráttuglaðra glaumgosa. Glaumbæjarhreyfingin lifi! mcð DC-8 L0FTLEIBIR pflRponTun bein líflo í for/kráídcild PÍSIOQ ^KaupmdnnahöPn ^Osló } Stokkhólmur sunnudaga/ sunnudaga/ mánudaga/ mánudaga/ þriðjudaga/ briðjudaga/ föstudaga. fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga ^ GldSSOW laugardaga ^ London laugardaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.