Morgunblaðið - 25.02.1972, Side 5

Morgunblaðið - 25.02.1972, Side 5
MORGUNBLAÐU), FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1972 Úr Guttormslundi á Hallormsstað. NÝ KVIKMYND UM SKÓGRÆKT Aðalfundur JöklarannsóknaféJ agsins; Mikil verkefni næsta sumar Keyptur nýr snjóbíll 1 GÆR, fimmtudag, var frum- sýnd ný íslenzk litkvikmynd um jarðvegseyðingu og andstæðu hennar, skógrækt og gróður. — Heitir myndin: Faðir minn átti fagurt land. Var myndin sýnd boðsgrestum í Gamla bíói, og var henni vel tekið af áhorfendum. í upphafi flutti Hákon Bjarna son skógræktarstjóri stutt ávarp og rakti þróun mála þessara hér lendis og saigði deili á kvikmynd inni. Hún er tekin af Gísla Gests syni kvikmyndatökumanni, en þulur í myndinni er Hjörtur Páls son. Hákon Bjarnason samdi text ann. Tónlistin er eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Myndin sýnir vel þessar tvær andstæður, uppblásturinn, jarð- vegseyðinguna annars vegar, og grænan gróðurinn og skóginn hins vagar. Mesrt; var sýnt frá Hallormsstað og Vaglaskógi. — Kvikmynd þessi verður vafa- vafalaust sýnd skólanemendum, og mun verða til þess að auka áhuga þeirar á þvi að vernda gróður og verja land. — Fr. S. JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG Is- lands hélt aðalfund sinn föstu- daginn 4. febrúar. Kom þar fram í ræðu formanns, Sigurðar Þór- arinssonar, að mikil verkefni hafa verið í undirbúningi þetta ár. Bæði er búizt við Skeiðarár- hlaupi úr Grímsvötnum, sem nú skiptir miklu vegna fyrirhugaðr- ar vegagerðar sunnan við Vatna- jökul og einnig stendur fyrir dyr- um að bora niður í gegnum is- hettuna á Bárðarbungu næsta sumar á vegum Raunvisinda- stofnunar og með aðstoð frá JökQarannsóknafélaginu. Þar sem snjóbílakostur félags- ins er mjög lélegur orðinn þótti nauðsynlegt að bæta þar úr. Hef- ur verið pantaður snjóbíM af Bombardier-gerð, sem á að vera kominn tU landsins fyrir vorið. En þá verður farin hin venjulega mælingaferð á jökulinn, auk ferða í sambandi við fyrrgreind viðfangsefni. Þá sagði Sigurður, að æskilegt væri að fara að mæla aftur snið milli Grtmsfjaila og Kerlinga til að sjá hvort jökuUinn hefur hækkað á þessu svæði, sem hugs- anlega gæti gefið skýringu á því, hve langt hefur nú orðið á miili hlaupa úr Grímsvötnum. En hlaup he-fur ekki orðið úr vötn- unum síðan 1966, þó vatnshæðin hsifi þegar mælzt í þeirri hæð, sem hún er mest áður en vatnið fær framrás undan íshettunnl Með lagabrej’tingu veir á fund- inum fækkað í stjórn Jöklarann- sóknfélagsins og kosnir fimm menn. Er Sigurður Þórarinsson form., Sigurjón Rist gjaldkeri og aðrir i stjórn Guðmundur Sig- valdason, Bragi Ámason og Stef- án Bjarnason. Varastjórn skipa: Magnús Eyjólfisson, Guðmundur Pálmason, HaUdór Ólafsson og Hörður Hafliðason. Kosið var í nefndir og endurskoðendur end- urkjörnir. VERKAMANNAFÉLAGIÐ HOif í Hafnarfirði hélt upp á 65 ára afmæU sitt sl. laugardag i Skip- hóU með kaffisamsæti. Guðni Kristjánsson stjórnaði samkom- unni. Hermann Guðmundsson rakti sögu verkamannafélagsins Hlifar og karlakórinn Þrestir söng. Síðan fluttu ávörp Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Islands, Stefán Gunnlaugsson, forseti bæjar- stjómar Hafnarfjarðar, Guð- mundur J. Guðmundsson, vara- formaður Dagsbrúnar, Guðríður Elíasdóttir, formaður verka- Að loknum aðalfundarstörfum sýndi PáU Theodórsson, eðlis- fræðingur, myndir af borunum í Grænlandsjökui, er hann tók þátt í með Dönum í fyrra, og Jörundur Guðmundsson úr Flug- björgunarsveitinni sýndi myndir frá för á Vatnajökul, er þeir fóru 6 félagar á skiðum i fyrrasumar og lentu í nokkrum hrakningum. Var aðbúð og ferðamáti i þess- um tveimur ferðum mjög óUk- ur, þar sem beitt var flugvélum og allri nútímatækni í hinni fyrri, en leiðangursmenn i hinni siðarnefndu höfðu ekíki annað en tjöld, skíði og snjóþotur til að draga á farangurinn. kvennafélagsins Framtíðarinnar, Karl Steinar Guðnason, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur. Þá var Karl Einars- son með eftirhermur og tríóið „Lítið eitt“ söng. Hermann Guðmundsson, sem ♦ verið hefur formaður verka- mannafélagsins Hlífar í 30 ár, var sérstaklega heiðraður, svo og kona hans. Mikið fjölmenni var, fjöldi af skeytum og gjöfum barst verka- mannafélaginu Hlíf og þótti af- mæli.nhófið takast vel. Gott afmæli Hlífar KLIMALUX SUPER Rflkogjaii Lofthreinsari Klimalux Super rakagjafinn vinnur á þann hátt, að stofuloftið sogast gegnum vatnsúða, sem veitir því raka, en hreinsar jafnt úr því óhreinindi og tóbaksreyk. Klimalux Super gefur frá sér mikinn raka. Afköst má stilla frá 0,2 til 0,7 lítra á klst. Hetta er á rakagjafanum, er stilla má þannig, að hið raka loft leiti í ákveðna átt. Mótor þarf ekki að smyrja. Hreinna og heilnæmara loft — aukin vellíðan. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN IIF., Bankastræti 11 og Skúlagötu 30. Er Ríkisútvarpið hlutlaust í fréttaflutningi ? ? Njörður P. Njarðvík, formaður útvarpsráðs, verður áreiðanlega beðinn að svara þessari spuningu á klúbbfundi Heimdallar að Hótel Esju, laugardaginn 26. febrúar kl. 12.15, Njörður P. Njarðvík gestur fundarins. kprnmylla hestafóður reiðhestablanda Við bjóðum nú mjög góða reiðhesta- blöndu, mjöi eða köggla. Blandan inniheldur steinefni, salt og öll þau vítamínefni, sem eru hestinum nauðsynleg. f blöndunni er mikið af hveitiklíði, völsuðum höfrum og Melasse. Blandan verður því mjög lystug. folaldablanda Höfum einnig ungviðisblöndu fyrir folöid. heykogglar í 50 kg sekkjum. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Símar: 11125 11130

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.