Morgunblaðið - 25.02.1972, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1972
Óskar B. Erlendsson
lyfjafræðingur
F. 27. 11. 1904 D. 16. 2. 1972 ÓSKAR Bjarni Erlendsson, lyfja- fræðingur, er látinn, 67 ára að aldri. Útför hans verður gerð í dag frá Fríkirkjunni í Reykja- vik. Með Óskari er genginn góður drengur og hugþekkur samferða- maður. Glæsimennska var hon- um meðfæddur eiginleiki og fór þar saman andlegt og líkamlegt atgervi. Óskar brauzt ungur til mennta og tók stúdentspróf við Mennta- skólann í Reykjavik árið 1926, en embættispróf í lyfjafræði við Háskóla Islands árið 1930. Alla sina starfsævi starfaðí hann að-
t Guðmundur Sigurðsson, Elliheimilinu, Keflavík, t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar,
andaðist sunnudaginn 20. fe- brúar sl. Jarðarförin verður gerð frá Keflavíkurkirkju laugardag- inn 26. febrúar kl. 2 e.h. Vandamenn. Sigþrúðar Bæringsdóttur. Laufey Bæringsdóttir, Sesselja Bæringsdóttir, Þuríður Bæringsdóttir.
1 Systir mín, KRISTJANé andaðist í Landspítalanum 23 Fyrir hönd vandamanna. r JÓNSDÓTTIR, þessa mánaðar.
Sigurður Jónsson.
t
EINAR JÓNSSON,
verkfræðingur,
32209 Valor Pl., Palos Verdes,
Calif., 90274, U.S.A.,
andaðist í sjúkrahúsi í Chicago 20. febrúar.
Sigrún og Jón Jóhannsson,
Valgerður, Sigurlaug og Skírnir Jónsson,
Teresia Guðmundsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR VILHJÁLMSSON,
andaðist í Borgarspitalanum 24. þessa mánaðar.
María Jónsdóttir,
Erla Ólafsdóttir, Páll Þórarinsson,
Vilhjálmur Ólafsson,
Sigurður Jón Ólafsson, Norma E. Samúelsdóttir
og barnaböm.
t
Útför móður okkar,
GUÐMUNDU J. JÓNSDÓTTUR,
Grænuhlíð 3,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. febrúar klukkan 15.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingimar K. Sveinbjömsson, Einar G. Sveinbjömsson.
t
Útför eiginmanns mins,
KNÚTS KRISTINSSONAR,
fyrrverandi héraðslæknis,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. febrúar kl. 1.30. —
Blóm afþökkuð, en þeim er vildu minnast hins látna er bent
á líknarstofnanir.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna,
Hulda Þórhallsdóttir.
eins hjá tveimur fyrirtækjum,
Reykjavikurapóteki á fyrri árum
og síðar til dauðadags sem lyfja-
fræðingur hjá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur.
Jafnframt aðalstarfi rak hann
á tímabili snyrtivöruverzlunina
Pirolu og seinna um árabil
snyrtivöruverzlunina Medicu.
Öll sín störf rækti hann af
skyldurækni á meðan og þegar
heilsan leyfði, en síðustu einn til
tvo áratugina gekk hann ekki
heill til skógar, sjúkdómar herj-
uðu á hann svo að öðru hverju
varð hann að láta undan síga.
En i hvert sinn, sem bati fékkst,
reis hann upp af krafti og frá-
bærum hetjuskap, gekk að dag-
legum störfum og tók gleði sina,
svo að jafnvel þeir, sem þekktu
hann bezt, gerðu sér ekki grein
fyrir þvi hve vanheiil og þjáður
hann var.
Óskar var vel látinn og vin-
sæll og átti auðvelt með að
blanda geði við fóik og í vina-
hópi var hann að jafnaði glaðast-
ur allra. Hann var því eftirsótt-
ur félagi vina og samstarfs-
manna.
Umhyggjusamur og skyldu-
rækinn heimilisfaðir var Óskar
með afbrigðum og veitti heimili
sínu allt er hann mátti, enda
var það sá unaðsreitur, þar sem
öllum þótti gott að koma og
dvelja.
Hann gerðist félagi i Frímúr-
arareglunni árið 1931 og starf-
aði innan vébanda hennar óslitið
meðan kraftar entust. Gegndi
hann þar mörgum trúnaðarstörf-
um og var um árabil í forustu-
liði reglunnar hér á landi.
Óskar starfaði mikið að mál-
efnum Frikirkjusafnaðarins i
Reykjavík og sat i stjórn hans er
hann lézt.
Hann var alltaf reiðubúinn til
t
Hjartanlegar þakkir færum
við öllum, sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát
og jarðarför konu minnar,
móður og systur,
Margrétar Auðunsdóttur,
Fljótshlíðarskóla.
Sérstakar þakkir færum við
læknum og hjúkrunarfólki á
handlækningadeildum Land-
spítalans fyrir góða hjálp og
hjúkrun í veikindum hennar.
Jónatan Jakobsson,
börn og systkini.
að hjálpa öðrum enda einkennd-
ist framkoma hans af þeirri góð-
vild og hjartahlýju, sem er sjald-
gæf.
Sjálfsagt hafa ekki allir æsku-
draumar Óskars rætzt og hann
fór ekki varhluta af andstreymi
á lífsleiðinni, en i heimilis- og
f jölskyldulífi var hann hamingju-
maður. Hann kvæntist ungur
mi'kilhæfri og umhyggjusamri
konu, Laufeyju Bryndísi Jó-
hannesdóttur og eignuðust þau
þrjá syni ,sem allir eru efnis-
menn, kvæntir og búsettir hér í
borginni. Þeir bera allir æsku-
heimili sínu fagurt vitni. Barna-
bömin eru orðin níu, en þau
hafa verið mestu gleðigjafar afa
og ömmu á seinni árum.
Frú Laufey bjó manni sínum
smekklegt og glæsilegt heimili
og stóð af festu og einstæðri
tryggð við hlið hans í blíðu og
stríðu. Hún hjúkraði honum af
alúð og nærgætni, þegar hann
þurfti á að halda.
Óskar undi sér vel heima, las
mikið og átti safn góðra bóka,
sem var smekklega fyrir komið
og þar varð allt að vera í röð og
reglu, enda hygg ég að hann hafi
haft gott bókskyn og valið bæk-
ur sínar eftir þvi. Vera má að
bókasafnið sé bezta heimildin
t
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát
og útför
Ingibjargar
Gunnlaugsdóttur
frá Kolugili.
Aðstandendur.
t
Faðir minn
BALDUR JÓNSSON
prentari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. febrúar
kl. 1,30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Baldur Baldursson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR LAXDAL,
verður jarðsungin frá Þingeyrakirkju, Austur-Húnavatnssýslu,
laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00.
Eggert E. Laxdal.
Sigrún Laxdal. Sturla Friðriksson.
um manninn Óskar B. Erlends-
son.
Að leiðarlokum á ég það erindi
helzt við þennan heiðursmann
að þakka honum órofa tryggð
við mig og mina fjölskyldu og
fjölsltyldulið allt og allar þær
góðu stundir, sem við höfum átt
heirna hjá honum í Garðastræti
43.
Sérstakar eru þó þakkir systur
minnar, sem dvalizt hefir á heim-
ili hans í aldarf jórðung, og bróð-
ur míns, sem frá unga aldri átti
þar öruggt skjól og vináttu að
mæta.
Þegar sorgin sækir að eru orð
lítils megnug, en ég bið um að
frú Laufey öðlist styrk til að
bera sorg sína og sendi henni og
allri fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveð j ur.
Guð gefi honum hvild í dauð-
anum.
Jón Ól. Bjarnason.
f DAG verður til moldar borinn
svipmikill samferðamaður Ósk-
ar B. Erlendsson, lyfjafræðingur.
Óskar fæddist að Reykjarfossi
í Ölvesi, 27. nóvember 1904. Þar
ólst hann upp með foreldrúm sín
um, Erlendi Þórðarsyni og Jón-
ínu Bjarnadóttur. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1926. Hóf þá
strax starf í Lyfjabúð Keflavík-
ur, ásamt háskólamámi í lyfja-
fræði, því lauk hann 1930. Hélt
svo áfram störfum þar sem lyfja-
fræðingur.
Um þetta leyti kvæntist hann
Laufeyju Jóhannesdóttur, ætt-
a,ðri úr Reykjavík, glæsilegri
ágætiskonu, er bjó honum fagurt
og höfðinglegt heimili. Þau eign-
uðust þrjá . syni, sem allir eru
uppkomnir, mestu athafnamenn,
sem gegna ábyrgðarstöðum hér í
borginni.
Árið 1936 gerðist Óskar lyfja-
fræðingur Sjúkrasamlags Reykja
víkur og starfaði þar til æviloka.
Hann var vinsæll maður með
afbrigðum, enda vildi háns hvers
manns vanda leysa, ef unnt var.
í Fríkirkj usöfnuði Reykjavíkur
starfaði hann mikið, enda trú-
maður mikill, þótt lítt bæri hann
það á torg.
Óskar var glæsimenni í þess
orðs beztu merkingu, mikill
vexti og vörpulegur á velli, með
heiðan og bjartan svip. Vakti
hann athygli hvar sem hann fór
og kom, það var sem höfðings-
skapur og drenglyndi geislaði
frá honum. Þannig maður var
Óskar B. Erlendsson og þannig
vil ég muna þennan vin.
Innilega samúð votta ég ekkj-
unni og aðstandendum, að
ógleymdum litlu barnabörnunum
hans öllum sem trega nú sárt
hinn góða og stórbrotna afa sinn.
V. S.
t
Jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
UNNAR ÁRNADÓTTUR,
Bólstaðarhl'ð 7,
fer fram laugardaginn 26. þ. m. kl. 10.30 árdegis frá Fossvogs-
kirkju,
Samúel Torfason,
Hlíf Samúelsdóttir, Pétur Stefánsson,
Ami Samúelsson, Guðný A. Bjömsdóttir,
Torfhildur Samúelsdóttir, Guðmundur Ágústsson
og bamaböm.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel við ancfiát og
útför föður okkar, afa og langafa,
ÓLAFS ÞORVALDSSONAR,
fyrrverandi þingvarðar,
Ásvallagötu 6.
Anna K. Ólafsdóttir, Marinó Guðmundsson,
Sveinn H. M. Ólafsson, Asta J. Sigurðardóttir,
böm og bamaböm.
Allar
útfararskreytingar
Gróðurhúsinu, Sigtúni.
sími 36770.
Grensásvegi 50, simi 85560