Morgunblaðið - 25.02.1972, Síða 28
28
MORGUNBLADH), FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1972
SAGAIM
TVITUG
.STULKA
OSKAST.:
1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
bili. Við Roy gengum út í garð
inn með Loðhnoðra á hæla okk-
ur.
„Búningskleíar“, sagði Roy
og benti á viðarstaíla úti á flöt-
inni.
„Já.“
„Roy, hvaða greiða varstu að
talaum?"
„Greiða?"
„Þú sagðist ætla að biðja mig
að gera þér greiða."
„Já. Bara að sýna mér um-
burðarlyndi. Lofa mér að
nöldra. Hér er enginn, sem ég
get talað við.“
„Ég skil. Það er hægur vandi
að gera þér þann greiða."
Hann fór með mig inn í hlöðu
byggingu þar sem tiisniðnar
spýtur lágu holt og boit. „Ég
ætlaði að innrétta vinnuher-
bergi fyrir mig hér.“
„Hvort á að ganga fyrir, her-
bergið eða sundlaugin?"
„Æ, Duggers, vertu nú ekki
svona smáborgaralegur. Tímam
ir breytast, hvort sem þér líkar
betur eða verr. Weber er ágæt-
ur, ég viðurkenni það, en þó
ekki eins hnyttinn og Webern.
Hann hefði getað samið tónverk
sem jafnvel þú hefðir getað orð
ið hrifinn af, ef Kanarnir hefðu
ekki drepið hann.“
„Fjárinn hirði alla hnyttni og
hann fórst i slysi og var orðinn
63 ára....“
„Verdi var kominn á níræðis-
aldur, þegar. .. “
„Roy, við skulum ekki fara
að þrátta um þetta aftur."
„Nei, fyrirgefðu."
Við gengum út úr hálfrökkr-
inu í hlöðunni og niður mjóan
stíg. Fallnir trjábolir iágu á víð
og dreif. Loðhnoðri þaut inn í
lárviðarrunna með dinglandi
rófu og trýnið við jörð.
„Snertirðu nokkuð píanóið
þessa dagana?“
„Ekki svo að ég sé konsert-
hæfur. En ég sit þó oftast við
einn dag í viku.“
„Mér datt í hug að við tækj-
um eitthvað saman á eftir.“
„Já, þvi ekki.“
„Hvernig litizt þér á Brahms
í D minor?"
„Þá verðurðu að sýna þolin-
mæði."
„Nú, eða eitthvað auðveldara.
Mozart?"
„Já. Og meðan ég man:
hættu þessu nærbuxnafári", og
ég sagði honum söguna alla til
þess að hann eyddi ekki óþarfa
tíma í að þykjast ekkert skilja.
„Djöfuls Gestapó," sagði
hann, þegar ég hafði lokið máli
minu.
„Kitty finnst þú geta keypt
þér nýjar og ég er henni sam-
mála. Þú gætir sparað þér . . .“
„Jú, takk og láta afgreiðslu-
manninn segja svo: Var það
nokkuð fleira, sir Roy? Svi-ta-
lyktareyði eða hormónapillur?
Það er fjárans kjaftagangurinn
alitaf. Satt að segja verð ég allt-
af að vera skithræddur um að
einhver kóninn þekki mig. Eitt
kvöldið var ég til dæmis að fara
inn í fjölbýlishús í . . . jæja,
sleppum því hvar . . . og þá rak
húsvörðurinn hausinn út um lúg
una og kallaði: Lyftan er biluð,
sir Roy. Þér verðið að ganga
upp tröppurnar. Ef yður
er sama! Þetta er tóndeikunum
að kenna, sem ég stjórnaði fyrir
sjónvarpið í fyrra. Og hring-
borðsumræðunum. Ég vildi óska
að ég hefði ekki látið tilleiðast
að taka þátt i þeim.“
Ég óskaði þess sama, en þó af
öðrum ástæðum. „Úr því þér
finnst þú korna upp um þig með
því að kaupa eitt par, þvi kaup-
irðu þá ekki dúsin í einu. Eða
heldurðu að þá verðirðu grun-
aður um að ætla þér tólf dúf-
ur hverja á fætur annarri? Og
hvaða máli skiptir það? Ég skil
ekki þessa við'kvæmni."
„Ég ætla ekki að ganga um
með tólf pör, hvert sem ég fer,
skáltu vita.“
„Það er óþarfi. Þú getur
geymt þær í klúbbnum.“
„Otilokað."
„En ka uptu þá . .."
„Ég ræði þetta ekki frekar."
Stigurinn lá að rimlahliði og
handan við það var hagi,
þar sem tveir hestar stóðu á beit.
Roy ætlaði sýnilega í fyrstu að
láta mig halda að hann ætti hest
ana, en sagði mér þó loks að
svo væri ekki, og hver ætti þá.
Ég velti því fyrir mér, hvort
kenning Kittyar um nærbuxurn
ar væri ekki á rökum reist. Eðöi
legri viðbrögð hefðu verið sekt
arkennd og feimnisvottur. En
hann sýndi bara þrjózku og fyr
irslátt. Ég velti því líka fyrir
mér, hvaða greiða hann ætlaði
að biðja mig að gera sér. Hon-
um fannst greinilega ekki tóma-
bært að minnast á greiðann
núna. Ætlaði að bíða þangað til
staðan hefði breytzt mér í óhag,
ég yrði drukkinn eða altekinn
ástarbríma eða lamaður af dauðs
ótta. Ástarbríminn var líklega
nærtækastur, þar gæti Penny
átt hlut að máli. Ég ákvað að
færa samræðurnar á það svið, að
hann mundi ekki standast freist-
inguna.
„Hvernig ferðu að, þegar þú
vilt bjóða henni út, úr því þér
finnst þú þurfa að fara í dular-
gervi, þótt þú kaupir þér nær-
buxur?"
„Ég býð henni ekki út. Held-
urðu að ég sé einhver blábjáni."
„Hvernig ferðu þá að?“ spurði
velvakandi
0 Trú á niálstaðinn
Velvakandi góður!
„Þú kvartar yfir því að hafa
hlotið gagnrýni fyrir að birta
grein, er ég skrifaði um sjón-
varpsþáttinn „Er nokkuð hinum
megin?“ Þú vilt meina, að ég
hafi ekki meiri trú á málstað
minn en svo, að ég vilji skýla
mér bak við upphafsstafi, sem
þú nefnir dulnefni. Að vísu
setti ég bara S.E. undir grein-
ina en þú hafðir nafn mitt og
heimilisfang, og hélt ég, að ef
einhver hefði áhuga á að vita
það gætir þú veitt þær upplýs
ingar, en kannski ert þú bund
inn þagnarskyldu, ég er ekki
svo kunnug reglum ykkar
blaðamanna.
Sá málstaður, sem ég vildi
geta túlkað, og hef trú á er
Guðsorð eins og það er að
finna í heilagri ritningu. Ég tek
því undir með Páli postula og
segi: „Ég fyrirverð mig ekki
fyrir fagnaðarerindið þvi það
er kraftur Guðs til hjálpræð-
is, hverjum þeim, sem trúir."
Sigurborg Eyjólfsdóttir,
Sörlaskjóli 44.“
£ Skorturinn á
hjúkrunarfólki
Velvakandi!
Á sunnudag birtist í dáilki
þinum bréf sem bar heitið
„Skortur á hjúkrunarfólki."
Þessi grein er allathyglisverð,
en þar var ekki litið á málið
frá öllum sjónarhornum, þvi að
margir vilja leggja starfið fyr-
ir sig en fáir útvaldir. Ef til
vill vegna stöðugra og sifelldra
menntunarkrafa, þvi eru þeir
þegar útilokaðir í upphafi, sem
ekki hafa að minnsta kosti
gagnfræðapróf, en til þess að
komast beint inn i skóiann
þarf nú orðið stúdentspróf. Það
er i rauninni sjálfsagt og rétt,
það eru aðrar og meiri kröfur
gerðar til umsækjenda nú en
áður var, þar sem æ fleiri
ljúka nú gagnfræðaprófi.
Siðan vekur bréfritari að og
vekur athygli á vaxandi áhuga
karlmanna fyrir hjúkrunar-
námi og tekur það fram að nú
muni einir þrír eða fjórir sMk-
ir hafa lokið námi í greininni.
Hins vegar er mér kunnugt
um það, að enginn þessara fjór
menninga starfar beinlínis við
almenn hjúkrunarstörf á
sjúkrahúsu-m.
Þeir eru (allir) meira og
minna sérmenntaðir eða sér-
hæfðir á öðrum sérsviðum
hjúkrunarinnar, svo sem við
svæfingar, röntgenmyndasér
fræði og fleira þar að lútandi.
Þannig að þeir geta ekki bein-
linis talizt hjúkrunarmenn í
orðsins almennu merkingu, mið
að við allan fjöldann, sem starf
ar að almennri hjúkrun. En
nóg um það.
Ekki er nú hægt að tala
beinlínis um „fjölda kari-
manna" sem eru útlærðir
sjúkraliðar, eins og bréfritari
drepur á því það er ég bezt
veit, starfa einir 7 við Klepps-
spítalann, einn við geðdeild
Borgarsjúkrahússins og einn á
Landakotsspitala, þannig að að
sókn karlmanna mætti að skað
lausu aukast.
Að iokum sé ég, að bréfrit-
ari getur þess, að gott sé að
láta útlærða hjúkrunarmenn og
sjúkraliða annast böðun karl-
manna og lyftingu „þungra"
sjúklinga. Ég get ekki séð í
fljótu bragði að það þurfi
þetta sérlærða fólk til þessara
starfa.
Ekki svo að segja að það
megi ekki nota það til slíkra
starfa, þá er ráð að nota til
þess svokallaða aðstoðar- og
gangamenn (eða fólk) til þess
og nýta heldur vinnukrafta
hins við þau svið hjúkrunar,
sem gera a.m.k. kröfur til
menntunar þess oig þeirra sem
það hafa á sig lagt.
Með fyrifram þökk fyrir
birtinguna,
Hjúkrunarmálaáhiigasinni."
0 Pennavinir óskast
Velvakanda hafa borizt
nokkrar óskir erlendis frá um
pennavini á Islandi. 24 ára gam
all Kanadamaður óskar eftir að
skrifast á við einhvern eða ein
hverja íslendinga, oig hann vill
frimerkjaskipti. Nafn hans er:
Pierre L. Begin,
Box 12,
Notre-Dame des Prins,
Beanee, Kanada.
Þá er samskonar ósk frá 17
ára júgóslavneskri stúlku og
vill hún bréfaskipti við 17 ára
pilt. Nafnið er:
Suzana Smolcic,
Arapova 11,
58000 Split,
Jugó.slavíu.
Opið til 10
í kvöld
Nýkomið! Kápur + Kjólar
peysur síðbuxur með upp-
broti og fleira og fleira.
Grettisgötu 46 Reykjavík
25580
POP HÚSIÐ