Morgunblaðið - 05.03.1972, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5, MARZ 1972
I
*
O
22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
14444 '2' 25555
14444 t2‘ 25555
LEÍGUFLUG
FLUGKENNSLA
t
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 11422. 26422.
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
V 21190 21188
Jllorijtml'Tnfciíi
morgfnldar
markoð yðar
Sr. ÞórirStephensen:
HUGVEKJA
FYRSTI sunnudagur í marz hefur þeg-
ar unnið sér hefð sem æskulýðsdagur
þjóðkirkjunnar. f>á eru haldnar æsku-
lýðsguðsþjónustur í kirkjum landsins,
þar sem sérstaklega er talað til ungs
fólks, og það tekur einnig virkan þátt
í flutningi messunnar. Víða er einnig
safnað fé þenman dag til æskulýðsstarfs
ins, ýmist með merkjasölu eða samskot
um við messur. Þannig hefur dagurinn
orðið til að efla æskulýðsstarf kirkj-
unnar beint sem óbeint.
Æskulýðsstarf íslenzku kirkjunnar
lætur ekki mikið yfir sér, en það er
meira að vöxtum en margur hyggur.
Á hverjum sunnudagsmorgni yfir vet-
urinn sækja t.d. þúsundir barna barna-
samkomur eða sunnudagaskóla. Stór
hópur þessara barna fer einnig í sumar-
búðir á vegum kirkjunnar. Unglinga-
starf er aUtaf að aukast á vegum kirkj-
unnar. Æskulýðsfélög starfa víða, halda
fundi til skemmtunar og uppbyggingar,
standa fyrir tómstundaiðju, fara í útileg-
ur o. fl. Vinnubúðir fyrir unglinga hafa
verið reknar heima og erlendis. Neni-
endaskipti við aðrar þjóðir eru merkur
þáttur í þessu starfi. Þannig mætti lengi
telja. — Öllu þessu starfi þarf að sjá
fyrir fræðsluefni og margháttaðri að-
stoð annarri. Þess vegna er rekin þó
nokkur útgáfustarfsemi og ferðastarf.
Ekki má heldur gleyma fermingarundir-
búningnum.
Starfið er þvi mikið og fjölbreytt og
æskulýðsdagur kirkjunnar á m.a. að
minna á þetta starf, minna á, að enn er
hrópað: „Leyfið börnunum að koma til
mín.“
Æskulýðsstarfið er uppbyggingar-
starf. Því er ætlað að leggja gull í lófa
framtíðar hins unga íslands. Þó hefur
að sjálfsögðu ekki staðið á gagnrýni.
Kirkjan hefur m.a. verið gagnrýnd fyr-
ir að draga málefni hinnar uppvaxandi
kynslóðar sér i dilk og upphef ja dýrkun
sérstaks „æskulýðsguðs". Þama er þó
vissulega skotið yfir markið. Með æsku-
lýðsstarfi sinu vill kirkjan undirstrika
það eitt, að sömu starfsaðferðir hæfa
ekki jafnvel öllum aldursflokkum. —
Hinn sami, sígildi boðskapur er öllum
fluttur, en í mismunandi umbúðum.
Innihaidið hlýtur alltaf að vera hið
sama.
Bezta æskulýðsstarfið hlýtur þó alltaf
að vera það starf, sem góð heimili vinna,
þar sem talað er við börnin og ungl-
ingana um trú og kristið líf, þar sem
fjölskyldan sækir kirkju á helgum dög-
um. — En þetta er bara ekki nógu viða
nú orðið, svo að kirkjan verður að halda
uppi sérstöku starfi, sem miðar bæði
að stuðningi við starf heimilanna og
reynir að koma í stað þess, sem þar
kann að vera vanrækt.
Umbúðirnar eru mismunandi, sagði ég,
en innihaldið er alltaf hið sama. Og
hvað er það? Svarið er ofur einfalt:
Jesús Kristur.
Með því að nefna hann, þá nefnum
við allt, sem ungur maður þarf á að
halda til þess að verða hamingjusamur
í lífi sínu. Við ættum að vera löngu bú-
in að skilja, að það eru ekki peningar
eða vinsældir, ekki nautnalyf eða „hið
ljúfa líf“, sem færa sanna lifshamingju,
þegar allt kemur til alls. Allt slíkt er
af þessum heimi og þvi fallvalt, já, hlýt-
ur að bregðast fyrr eða síðar. En mað-
urinn er ekki bara af þessum heimi.
Hann er eilífðarvera með eilíf mörk og
mið og þarf á því að halda, sem er of-
ar hinu jarðneska, eiMft að gildi. Og
það finnur hann hvergi betra né áhrifa-
ríkara en í Jesúm Kristi, lífi hans og
boðskap.
Þeir eru margir mennirnir, sem hafa
reynt það, að hið jarðneska hefur brugð-
izt. Auðurinn reynist valtastur vina, vin-
sældir eru hverfular, „hið ljúfa líf“
leiðir til spiilingar, nautnalyfin draga
niður í sorann. — En Jesús Kristur hef-
ur aldrei brugðizt neinum, sem til hans
hefur leitað. Það, senri hann gefur, heitir
á máli trúarinnar eilíft líf. Það táknar
líf, sem er einhvers virði, hefur gildi í
sjálfu sér og opnar manninum leið til
sannrar lifsgleði.
Kristur er sá, sem gefur einkalífi
mannsins þann styrk, sem það þarf tii
að halda réttri leið, og hann á einnig
þá Mfshugsjón, sem ein er fær um að
leiða mannkynið út úr þeim ógöngum,
sem það er í. Þess vegna nefnum við
hann frelsara mannkynsins.
Og Jesús Kristur er ekki bara sá, sem
var. Hann er og verður. Hann lifir enn
og er enn hinn óumbreytanlegi, sterki
kærleiksþáttur tilverunnar, sá kraftur,
sem þarf að fá að gagntaka líf hvers
einasta manns.
I dag hugsum við til hins unga manns.
Við viljum, að hann hljóti allt hið bezta,
sem völ er á. Þið, sem eruð foreldrar
eða uppalendur, krefjizt þess eðlilega, að
hið opinbera geri allt, sem unnt er til
þess að börnin ykkar eigi kost hins
bezta. Þið hljótið að krefjast hins sama
af ykkur sjálfum. En hafið þið reiknað
með Kristi eða metið réttilega gildi hans
fyrir líf einstaklinga og þjóða. Kristur
og kirkja hans eru undir sterkri gagn-
rýni, það veit ég vel. En ég spyr á móti:
Hvað hefur komið í staðinn, sem hefur
reynzt eins vel eða betur? Hvorir hafa
náð betri árangri, þeir, sem reynt hafa
í einlægni að fylgja Kristi eða hinir,
sem hafa hafnað honum? — Við erum
áreiðanlega ekki ánægð með ástandið í
uppeldismálum þjóðarinnar eins og það
er í dag. Sumir nefna æskulýðsvanda-
mál? Mér virðist það vera allt of víða,
sem Kristur er skoðaður eins og sá, sem
var, en hitt sniðgengið, að hann er ekki
síður sá, sem er og verður.
Jesús er „thema“ æskulýðsdagsins í
ár. Það er valið af ungu fólki, sem veit,
að gæfa þess er fólgin í kærleika hans.
En unga fólkið getur ekki valið þetta
fyrir okkur nema kannski þennan eina
dag. Fyrir framtíðina verður við að velja
sjálf. Og það, sem við veljum okkur,
veljum við um leið börnunum
okkar á einn eða annan hátt. Það
er því ekki sama hvert val okkar er. En
finnum við nokkuð, sem tekur þessu
fram, sem er Jesús Kristur?
ORÐ í EYRA
GAL í SÚM
NÚ ER maður glaður. Hefur
þá ekki uppvakizt spámaður
i Kópavoginum og sá ekki af
verri endanum? Hann hefur
fundið ráð til að fría lands-
menn við þeim hrellingum,
sem úthlutun svokallaðra lista
mannalauna hefur verið sönn
um listamönnum og öðrum
snillingum.
Fjöllistamaður í Kópavogin
um hefur sem sagt skotið á
loft þeirri ídeu að fá ákveðna
stofnun þar í sveit til að sjá
um úthlutunina, svo að Hall-
dór geti farið heim að
gefa kúnum og Staðarklerk-
ur söfnuðinum í stað þess
að vera að píra einhverri
húngurlús í Sam og Tór
og Je«nu og Hreiðar, að
ógleymdri Guðrúnu á, fyrir
menningarafrek á heimsmæli
kvarða. Hvaða vit ætli þeir
fyrir vestan hafi líka á menn-
ingu Súmera? Þeir spurja
bara, eins og þeir hafi aldrei
komizt í kontakt við Helga
sæm og Sverri menningarvita:
„Hvaða gal er i Súm?“
En áfram með smjörið. —
Þessi fjölskrúðugi menningar
viti þarna fyrir sunnan læk-
inn hefur jú fundið lausnina
Ekki man Jakob betur en Ól-
afur heitinn Daníelsson, sem
var nú bara stærðfræðingur,
hafi í denntíð látið hafa eftir
sér, að bezt væri að láta róm
antískar og skælandi kven-
persónur um alla Ijóðafram-
leiðslu á íslandi. Svokallað
sterkara kyn gæti þá sinnl nyt
samari störfum á meðan. Jak
ob leggur nú til, að þessar
tvær hugmyndir verði nú sam
einaðar í eitt rithöfundasam-
band: Ákveðinni stofnun í
heimkynnum Magnúsar sénís
verði falið að sjá um, ekki
einasta úthlutun listamanna-
launa, heldur og alla listsköp
un í landinu. Sumir gætu til
að mynda dundað sér við súm
erska myndlist, meðan aðrir
skrifuðu Hott, hott, sagði hæn
an og þeir þriðju framleiddu
hávaða með lúðrum og málm-
gjöllum. í staðinn mætti svo
setja alla sanna og þartilgerða
listamenn á sérstakar stofnan
ir, eins og þeir ku gera i Aust
urvegi, nú eða þá bara í rækj-
una eða á nýju skuttogarana.
Það slappasta við hugmynd-
ina er, að Jakob er ekki klár
á, hvaða stofnun heima hjá
sér séníið m-einti. En allaveg-
ana hefur það annaðhvort ver
ið Kópavogshælið eða Bæjar
skrifstofurnar. Og þegar
þetta er nú allt komið til fram
kvæmda, geta skömmtunar-
stjórar listamannalauna spurt
í heilagri einfeldni:
„Hvaða gal er í Súm?“
með DC 8
PARPOflTUn
b«in iíno i ÍQr/kráfdcild
u5IOO
^Kdupmannahöfn ^Osló
sunnudasð/ sunnudasa/
manudasa/ (oriójudaga/ briÓjudaga/
fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga
»
LOFTLEIDIR
Stokkhóimur
mánudaga/
föstudaga.
} GldSSOW
laugardaga
^ London
laugardaga