Morgunblaðið - 05.03.1972, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
7
DAGBÓK
BARNANNA
BANGSIMON
og vinir hans
frekar lítið vit, þá gat
hann ekki fundið réttu
orðin til að útskýra það
fyrir Grislingnum.
„Já, en það er það ekki,“
sagði hann aftur.
„Áttu við, að það er
ekki lengur hlægilegt,?“
spurði Grislingurinn. Bang
símon leit á hann með að-
dáun og sagði, að það hefði
hann einmitt átt við, því
enginn gæti haldið áfram
að segja „ha — ha“ í það
óendanlega.
„En þá segir hann eitt-
hvað annað,“ sagði Grisl-
ingurinn.
„Já. Hann segir: „Hvað
á þetta að þýða.“ Og þá
segi ég . . . og það er ágæt
hugmynd, sem mér .datt í
hug einmitt núna . . . þá
segi ég: „Þetta er gildra,
sem ég hef búið til fyrir
fíla. Ég sit hér og bíð eftir
því að fíll detti hér niður.“
Og svo held ég áfram að
raula, og þá verður honum
ekki um sel.“
„Bangsímon,“ hrópaði
Grislingurinn. „Þú hefur
bjargað okkur.“
„Bangsímon,“ hrópaði
Grislingurinn. „Þú hefur
bjargað okkur.“
„Er það?“ spurði Bang-
símon. Sjálfur var hann
ekki alveg viss um það.
En Grislingurinn var viss
um það. Hann sá fyrir sér
Bangsímon og fílinn þar
sem þeir voru að tala sam-
an. En þá datt honum í
hug, að gaman hefði það
nú verið, ef Grislingurinn
og fíllinn hefðu talað sam-
an. Því í rauninni hafði
hann meira vit en Bang-
símon og samtalið mundi
verða fjörlegra, ef það
væri hann en ekki Bang-
símon, sem talaði við fíl-
inn. Það væri skemmtilegt
að geta hugsað til þess
seinna um daginn, að hann
hefði þorað að svara fíln-
um, alveg eins og fíllinn
væri alls ekki þarna. Hon-
um fannst það mundi vera
afskaplega auðvelt. Hann
vissi nákvæmlega, hvernig
samtalið mundi verða:
Fíllinn (sigri hrósandi):
„Ha — ha.“
Grislingurinn (kæruleys
islega): „Tra-la-la, tra-la-
la.“
Fíllinn (hissa): „Ha —
ha “
Grislingurinn (ennþá
kæruleysislegar): „Tra-la-
la, tra-la-la.“
Fíllinn (vandræðalega):
„Ha, hm. Hvað á þetta að
þýða?“
Grislingurinn (undr-
andi): „Góðan daginn,
fíll. Þetta er gildra, sem
ég hef búið til, og ég sit
hér og bíð eftir því að fíll
detti í hana.“
Fíllinn (mjög vonsvik-
inn): „Ertu alveg viss um
það?“
Grislingurinn: „Já.“
Fíllinn (hræddur!: „Nú-
ú. Ég . . . ég hélt að þetta
væri gildra, sem ég hafði
gert til að veiða Grislinga.“
Grislingurinn (með undr
unarhreim): „Nei, það er
misskilningur.“
Fíllinn (afsakandi):
„Jæja, mig misminnir
þá.“
Grislingurinn: „Já, ég er
hræddur um að svo sé
(kurteislega): Mér þykir
það leitt.“ (Svo heldur
hann áfram að söngla).
Fíllinn: „Jæja . . . nú, já
. . . jamm og jæja . . . þá
verð ég víst að fara heim.“
Grislingurinn (lítur
kæruleysislega upp): —
„Þarftu að fara strax?
Heyrðu, ef þú hittir Jakob
á leiðinni, segðu honum
þá, að ég vilji gjarnan tala
við hann.“
Fíllinn (sem vill um-
fram allt vera vingjarn-
legur): „Það skal ég gera.
Það skal ég gera með
ánægju.“ (Flýtir sér burt).
Bangsímon (sem á elg-
inlega alls ekki að vera
FRflMHflbÐS
SflEfl
BflRNflNNfl
VÖRUBHFREIÐ TfL SÖLU
Mercede® Benz 1413 1£í>6
með túrbínu og baMansstöng-
um. Sími 99-1395 á kvöldin.
BUXNATERYLENE
Vín'rautt og liMablétt, köhfótt
dralonefni og bilateppi á kr.
347.00
Verzl. Anna Gunnlaugsson.
laogavegi 37.
SKINN
Sauma skinn á olnboga
Tekið á móti í SÓ-búðinr»i
Njálsgötu 23. (Aðeins tekinft
hreimn fatnaður.)
DRENGJAFATNAÐUR
Peysur, gallabuxur margar
gerðir, skyrtur, nærföt, nótt-
föt, sundský'luT, sokikar,
anorakkar og m. fl. SÓ-búðin
Njálsgötu 23, sími 11455.
HEITUR OG KALDUR MATUR
Smurt brauð, brauðtertur.
leiga á dúkum, diskum, hnifa-
pörum, glösum og flestu sem
tilheyrir veizlunöldum.
Veizlustöð Kópavogs
sími 41616.
HÚSEIGENDUR
Gerum tilboð í þéttingar á
steinsteyptum þökum —
sprungur í veggjum og fleira,
5 ára ábyrgð.
Verktakafélagið Aðstoð,
simi 40258.
NÝKOMIÐ FRÁ KlNA
Útsaumaðir borðdúkar, stól-
setur og bök, púðaborð og
klukkustrengir. Vandaðar vör-
ur — mjög lágt verð.
Rammagerðin Hafnarstræti 17
Rammagerðin Aosturstræti 3.
ANTIK-HÚSGÖGN
Nýkomið: Útskomir skápar,
borð, Victorian skálar, sauma
borð, ruggustóll, skrifborð,
snyrtiborð, skrifborðsstóM,
borðstofustólar, rennibraut,
hornhillur, píanóbekkir.
Antik-Húsgögn, Vesturg. 3,
kjallara, sími 25160.
------ ""^1
Finnboga saga ramma —
það. Var hann mjög stirður. Leggst hann niður í
sæng sína og lætur sem hann hafi sofið. Um morg-
uninn tók Bárður á fótum honum og var þá til
ferðar búinn. Hann spyr hvort Finnbogi vildi fara
með honum.
Teikningar eftir Ragnar Lár.
34. Finnbogi kveðst það gjarna vilja. Síðan fóru
þeir. Sjá þeir að björninn liggur þar og hefur sauð
undir. Bárður bauð nú mönnum sínum að vinna
til fjár og ganga að birninum. Þorði það enginn
þeirra. Bárður kvað þá maklegt að hann gengi
fyrstur að honum.
Háriagningarvökvi
er fyrir allt hár