Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 10
ÍO
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
Gréta Sigfúsdóttir, rithöfunduLr:
Ólík sjónarmið
(Starfsfé eða ölmusa?)
Sjónvarpsþátturinn „Mammon og
menningin“ hefur áreiðanlega komið
hjákátlega fyrir sjónir. Mér virðist
sem hann hafi verið undirbúinn með
það fyrir augum að lítillækka út-
hlutunarnefnd listamannalauna og
láta hana verða sér til skammar á
opinberum vettvangi, enda fengiu tæp
ilega aðrir að talka tiil málls, en óflsitæk-
isfullÍT hópar úr ýmisum listgreinum,
sem hafði sett sér þetta miður drengi
lega takmark, og má með sanni segja
að þætti þessum hafi ekki verið
stjórnað á hlutlausan hátt.
Annað mál er það að úthlutunar-
nefnd stóð sig með afbrigðum vel og
endursendi hverja hnútuna af ann-
arri til réttra hlutaðeigenda. Sann-
aði nefndin með þessu tilverurétt
sinn að fullu, og mun hún hér eftir
njóta trausts og virðingar víðsýmna
og ráðvandra listamanna, þó að
nokkurs tviskinnungs hafi gætt hjá
einum nefndarmanna, er lastaði það
kerfi sem hann á sínum tíma mun
hafa átt þátt í að skapa.
Flestir sem þarna tóku til máls
telja sig vinstrisinnaða en vilja þó
koma á argasta afturhalds- og ein-
ræðisskipulagi með því að leggja nið
ur úthlutunarnefnd, svo að þeim gef
ist tækifæri til að úthluta sjálfum
sér sem allra hæstum styrkjum af al
mannafé, en hver og einn þessara
menningarpostula álítur sig snilling
í sinni grein og því sjálfkjörinn til
að innheimta þau hlunnindi sem völ
er á,
Þegar vinstri stjórnin hóf feril
sinn, væntu menn þjóðfélagsumbóta
og réttlátrar meðhöndlunar mála. En
nú sýnir sig að aldrei hefur rikt
meiri þröngsýni og hlutdrægni í út-
varpi og sjónvarpi, og róttæku dag-
blöðin Vísir og Þjóðviljinn leyfa sér
þá ósvinnu að salta eða rangfæra
innsendar ályktanir lögmætra félags
samtaka. Sem dæmi má tilfæra þeg-
ar Félag islenzkra rithöfunda sendi
inn ályktun sína um að félagið harm
aði að ljóðabók Jóhannesar úr Kötl-
um hefði dagað uppi í þýðingu, var
sú ályktun alls staðar birt nema í
Vísi og varð félagsstjómin að setja
sig i samband við aðalritstjóra blaðs
ins til þess að fá ályktunina birta,
þar eð „menningarritstjórinn" hafði
stungið henni undir stól.
1 dag (2. marz) sé ég að önnur
ályktun frá stjórn sama félags er
birt í Visi undir tvíræðri fyrirsögn,
en rétta fyrirsögnin er „Ályktun",
eins og fram kom i Morgunblaðinu i
gær, en þar er ofangreindri ályktun
gerð þau skil sem 'henni ber. 1 Visi er
henni aftur á móti klesst í dálíkinn
„Lesendur hafa orðið.“ Þá er það Þjóð
viljinn. Þar er ályktuninni slegið
upp á réttan hátt, nema hvað fyrir-
sögnin er ennþá svívirðilegar fölsuð
en i Visi og auk þess veifað dindli,
sem er ekki annað en tilraun til
skemmdarstarfsemi. Hvers konar
blaðamennsku er þetta og hverjir
bera ábyirgðina ?
Svo ég viki aftur að listamanna-
laununum, þá virtust þeir sem tóku
þátt í málþingi sjónvarpsins lítinn
áhuga hafa á laununum sjálfum, sem
voru of iítilmótleg að þeirra dómi,
heldur heiðurstitlinum að kallast
listamaður. Hvers vegna ekki að
veita þessu fólki einhverja umbun
án fjárframlaiga, t.d. einhvers konar
orðu sem það gæti tyllt utan á sig,
eða skrautritað „sveinsbréf" sem
það gæti hengt upp á stofuvegg eða
birt í fjölmiðlum?
Meinið er að ríkisstyrkur til list-
iðkana er of lítill í samanburði við
fé það sem veitt er til leikhúss- og
tónlistarstarfsemi (Þjóðleikhús, sin
fóniuhljómsveit) og listgreinum fjölg
ar stöðugt. Ef taka ætti tillit til há-
launaðra stétta svo sem arkitekta og
fleiri nýtilkominna greina yrði lítið
eftir handa þeim sem verulega þurfa
stuðnings með. Það er sagt að rit-
höfundar séu tvískattlagðir og að
Gréta Sigfúsdóttir.
söluskattur bóka nemi 19 milljónum
króna. Samkvæmt þessu standa rit-
höfundar undir listamannalaunum
sínum sjálfir, án allrar ölmusu, og
ætti þessi fjárhæð að nægja til að
rétta hlut félagsbundinna rithöfunda
gagnvart öðrum listgreinum, sem
stöðugt sækja á með aukinni hðrku.
Ég veit af eigin reynslu að rithöf-
undar eiga örðugt uppdráttar, og ég
þykist fullviss um að margir hverj-
ir tóku undir með mér í hjarta sínu,
þegar mér loksins tókst að komast
að til að þakka nefndinni fyrir þá
upphæð sem féll í minn hlut og kem-
ur að góðu gagni.
Baldur Hermannsson ==^= FÓLK og VÍSINDI
Á síðasta áratug hafa fjöl-
margar vísindalegar rann
sóknir leitt í ljós skaðsemi
tóbaksnotkunar. Það er nú
hverjum manni kunnugt, að
reykingar eyðileggja háls og
lungu fólks, gera það and-
fúlt og hrukkótt fyrir aldur
fram — í sannleika sagt er
furðulegt að þær skuli ekki
hafa nú þegar lagzt
niður fyrir fullt og allt.
Neyzla ýmissa eiturlyfja, sér
staklega meðal óþroskaðra
unglinga og fólks á glapstig
um, er á góðum vegi með að
verða heimsvandamál, en
jafnmiklum ólíkindum sæta
þó reykingamar, þessi fánýti
skaðlegi ósiður, meðal full-
orðins, ráðsetts fólks. Nýj-
ustu rannsóknir benda nú
til þess, að ekki sé nóg að
forðast reykingar, heldur sé
einnig full ástæða til
að halda sér í hæfilegri fjar
lægð frá reykingamönn-
um! Þessa ályktun má draga
af skýrslu frá bandaríska
heilbrigðiseftirlitinu, þar
sem gerð er grein fyrir áhrif-
um tóbaksreyks á fólk sem
ekki reykir.
Athyglin hefur einkum
beinzt að kolsýrlingnum, sem
myndast við sigarettu-
reykingar. Kolsýrlingur-
inn er litlaus lofttegund, sem
myndar efnasamband með lit
arefni blóðsins, tekur
sæti súrefnisins ef svo mætti
segja og hindrar þannig
dreifingu þess í líkamanum,
veldur eins konar innri köfn
un. Kolsýrlingur finnst í út-
blæstri bílvéla og hefur oft
kæft fólk í lokuðum bílskúr
um, þar sem bíll hefur verið
í gangi.
Kolsýrlingurinn veldur
því sífelldum truflunum
á dreifingu súrefnisins í
líkama reykingamanna.
Bindindismenn, sem dvelja í
herbergi þar sem reykt er,
verða fyrir sömu truflunum
en þola þær öllu miður. Með
al annars hefur komið i ljós,
að tímaskyn þeirra truflast
verulega af kolsýrlingn-
um. Áhrifin aukast eftir því
sem meira magn er í blóð-
inu, þegar það hefur náð 5%
verður vart ýmissa annarra
áhrifa, meðal annars sljóvg-
ast eftirtektin.
Bindindismaður, sem dvelst
í tvo tíma í venjulegri stofu,
þar sem reýktar eru 60 sígar-
ettur, ifær 1 sig kolsýrling, sem
nemur 5%. Á átta tímium
myndi hann fá í sig sama
magn í stofu með þrisvar
sinnum minni reyk. Aðrar
rannsóknir hafa sýnt, að við
þetta kolsýrlingsmagn trufl-
ast blóðstreymið um hjarta-
vöðva hjartasjúklinga.
Skýrslan tekur ennfrémur
fram, að tóbaksreykur hafi
sérstaklega slæm áhrif á of-
næmissjúklinga, sem ekki
reykja.
1 ljósi þessarar skýrslu,
virðist ekki til of mikils
mælzt, að reykingamenn
reyni eftir megni að iðka
nautn sína í einrúmi. Reyk-
ingar eru nú þegar bannað-
ar í mörgum almenningsfar-
artækjum og má geta þess að
minnsta kosti eitt flugfélag
hyggst hefja ferðir með sér-
stökum klefa fyrir reykinga
menn.
Rannsóknir síðustu ára
hafa leyst margar gátur lykt
arskynsins, en þó vant-
ar mikið á að við vitum til
fulls hvað gerist þegar mið-
taugakerfið vinnur úr þeim
upplýsingum, sem fást um
umhverfið, þegar sameindir
efnisins komast i snertingu
við ákveðnar frumur, lyktar
frumurnar. Það er til dæmis
flest á huldu með þá stað-
reynd, að tvö mjög áþekk
efni geta lyktað mismunandi,
en afar ólik efni geta mynd-
að svipaða lykt.
Það er þó vitað, að lykt-
arfrumumar bregðast við
ýmsum efnasamböndum
þannig, að rafsvið þeirra
breytist. Þessi starfssemi á
sér einkum stað í vissum hlut
um frumunnar sem kannski
mætti kalla viðtæki. Viðtæk-
in eru næm fyrir útliti sam-
eindanna én geta einnig kom
ist á snoðir um innri bygg-
ingu þeirra. Viðtækin get.a
þannig gert sér mynd af sam
eindinni, en ekki er vitað
hvernig þau senda hana
áleiðis til heilans, svo að
okkur sé ljóst um hvaða efni
sé að ræða, eða með öðrum
orðum, hvaða hlutir séu í
námunda við okkur, ilmandi
drós eða gamlir sokkar.
Eðlisfræðingar og líffræð-
ingar glíma nú við þetta
vandamál, og nota einkum
skordýr við tilraunir sinar,
því að lyktarfrumur þeirra
eru utan á líkamanum. Þær
liggja á sérstökum hárum á
fálmurum dýranna. Með því
að stinga örsmáum rafskaut-
um í hárin og fálmarana má
magna þær spennubreyting-
ar sem verða, þegar sameind
snertir lyktarfrumu. Með-
afl annars hefur það komið í
Ijós, að ein einasta sam-
eind af kynkirtlaefninu bom
bykol nægir til að setja af
stað taugaboð hjá karldýrum
silkifiðrilda. Ef örlitar breyt
ingar eru gerðar á þessu iim
efni þarf þúsund sinnum
meira magn til að koma á
stað taugaboði.
Karl Schranz er ekki eini
þyrnirinn í holdi Ólympíu-
kóngsins Avery Brundage.
Það færist nefnilega mjög í
vöxt að íþróttamenn neyti
örvandi lyfja til að bæta ár-
angur sinn. Sum þessara
lyfja hafa skammvinn áhrif,
auka snerpuna eða úthaldið
meðan á keppni stendur, en
önnur miða að vexti vöðva-
kerfisins. Frægt dæmi er
sænski kringlukastarinn
Ricky Bruch, sannkölluð
barnssál í bjamdýrsskrokki,
sem kannski bæri heldur að
telja trúð en iþróttamann.
Hann hefur um árabil étið á
við 3—4 fullvaxna karlmenn
og sérstakt hormónalyf
að auki, sem gerir líkaman-
um kleift að notfæra sér all-
an þennan mat. Fyrir vikið
hefur hann öðlast tröllsleg-
an líkamsvöxt og burði eft-
ir þvi, enda er hann i
fremstu röð kringlukastara.
Taugakerfi hans er þó illa
leikið og háir það honum
mjög í harðri keppni.
Er þess skemmst að minnast
að hann fékk taugaáfall rétt
fyrir Evrópumeistaramótið í
Helsingfors á síðasta ári og
komst ekki einu sinni í úr-
slit.
Nýlega 'hefur kvisazt, að
íþróttamenn hafi nú tek-
ið upp notkun maríhjúana,
sem er systurefni hasjís, og
séu sMðamenn þar framar-
lega í flokki. Eru það eink-
um keppendur í svigi, og
segja þeir að maríhjúana
raski tímaskyniwu á þann
hátt, að neytandanum finnist
timinn líða hægar en ella, og
auðveldi þannig keppni þar
sem skjótra viðbragða er
þörf.
Bandarískir vísindamenn
hafa gert tilraunir með systk
ini okkar úr dýraríkinu,
sjimpansa og staðfesta þær
orðróminn. Var öpunum
kennt að styðja á tvo takka
með ákveðnu millibili ef
þeir vildu fá mat. Millibilið
mátti ekki vera undir einni
mínútu og ekki yfir eina og
hálfa mínútu; ekki olli þetta
fyrirkomulag öpunum nokkr
um örðugleikum. Síðan var
þeim gefið THC, sem er
skammstöfun fyrir eiturefn-
ið í maríhjúana, og kom þá
heldur en ekki babb í bát-
inn. Var greinilegt að eitur-
lyfið raskaði mjög tímaskyni
þeirra, því að þeir studdu
nú ávallt á seinni takkann
áður en ein mínúta var lið-
in — og fengu þá að sjálf-
sögðu engan mat;
Vísindamennirnir stað-
festu þessi og ýmis önnur
áhrif á apana, sem eiga sér
hliðstæðu hjá mönnum. Von-
ast þeir því til að geta (með
þessari aðferð) rannsakað til
hlítar áhrif þessa illræmda
eiturlyfs á miðtaugakerfið.
Skákþing
Kópavogs
SKÁKÞING Kópavogs 1972 var
hið 6., sem háð hefur verið i
Kópavogi. Skákþingið hófst 9.
janúar og lauk 6. febrúar. Þátt-
takendur voru 32. Skákmeistari
Kópavogs 1972 varð Jón A. Páls
son með 8 vinninga af 9 mögu-
legum. f öðru til þriðja sæti
komu þeir Lárus Johnsen og
Svavar Svavarsson með GVt vinn
ing hvor.
Samkvæmt ákvörðun Skák-
sambands íslands, öðlast Jón A.
Pálsson með þessum sigri sínum
sæti í landsliðsflokki á Skák-
þingi íslands 1972.
í fyrsta og öðrum flokki sam
einuðum voru 8 þátttakendur. —
Jónas P. Erlingsson sigraði með
7 vinningum og fær þar með
rétt til að tefla í meistaraflokki.
Ólafur Guðmundsson vann ann-
an flokk og færist upp í fynsta
flokk. í unglingaflokki voru 14
keppendur. Unglingameistari
varð Guðlaug U. Þorsteinsdóttir
og hlaut hún 11 vinninga. í öðru
sæti vflrð bróðir hennar Sigurð-
ur með sama vinningafjölda, en
Guðlaug vartn á stigum. Þau fær
ast bæði upp í annan flokk.
Skákþinginu lauk með hrað-
skákmóti. Þátttaikendur voru 46
og voru tefldar 9 umferðir eftiir
Monrad-kerfi. Sigurvegari og
þar með Hraðskákmeistari Kópa
vogs 1972 varð Lárus Johnsen
með 8 vinninga. í öðru sæti varð
Ögmundur Kristinsson með 7(4
vinning og í þriðja sæti Jón A.
Pálsson með 7 vinningia.
(Frétt frá Taflfél. Kópavogs)