Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 13

Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 13
MORGUMBLAÐIt) SU’NNUDAGUR 5. MARZ 1973 13 TIL þess að skilja sæmilega það ástand sem nú ríkir á Norður-írlandi og stuðning kaþólska minnihlutans við Irska Iýðveldisherinn er nauð- synlegt að hafa í huga at- burði síðustu þriggja ára. Fulltrúar kaþólskra halda því gjarnan fram, að hefði stjórn landsins og að- standendur hennar komið nógu fljótt til móts við upphaflegar kröfur Mann- réttindasamtakanna hefðu málin aldrei komizt á nú- verandi stig, þá muntíu menn ekki lifa í stöðugum ótta við sprengingar og skothríð. Það er alltaf erfitt fyrir þá, sem wtan standa, að skera úr um líkindi slíkra staðhæfinga, en sé litið um öxl sýnist mér erfitt að neita því, að þær hafi talsvert til síns máls. í fréttum frá N-írlandi síð asta árið hefur hæst borið sprengingar og önnur hryðjuverk beggja arma IRA og morð hermanna og óbreyttra borgara. En fram til þess tíma var hlutur IRA tiltölulega lítill í heimsfrétt- unum. Astæðan var sú, að lýðveldisherinn var í mol- um, þegar NICRA setti fram sínar kröfur. Eteilurnar innan Sinn Fein áttu meðal annars rót að rekja til misheppnaðrar herferðar IRA gegn Stor- montstjórninni á árunum 1956—62. Sú herferð var smá vægileg hjá yfirstandandi baráttu, þá voru alls drepn- ir 6 irskir lögreglumenn og 11IRA menn. Innan Stormont stjórnar- innar voru margir þeirr- ar skoðunar, að veigamesta vopnið gegn IRA þá hefði verið sérvaldslögin ill- ræmdu, sem heimiluðu stjórn innj að halda mönnum um ótakmarkaðan tima r varð- haldi án dómsúrskurðar. Helzti talsmaður þessara ráð stafana var Brian Faulkner, þáverandi innanríkisráð- herra, nú forsætisráðherra Ég heyrði þvi tíðum hald- ið fram, bæði af kaþólskum og reyndum blaðamönnuim, að kaþólski minnihlutinn hefði alls ekki verið tilbúinn til uppreisnar gegn Stormont á árunum 1956—62 né á fyrstu árum NICRA. Á hinn bóginn hafi flestir forystumenn mót- mæíenda litið svo á, að kröf- urnar væru upphaf tilrauna til að steypa stjórninni og því bruigðizt neikvæðar við en eðlilegt gat talizt. Andstaða Graigs Eins og fram kom í síðustu grein, urðu Mannréttindasam tökin ekki almennings- eign, ef svo má segja, fyrr mörgu leyti rétt á sér. Fór svo siðar. að O’Neill vék Craíg úr embætti. Fleiri sambandssinnar voru kröfunum andvígir og það var ekki fyrr en nefnd sú, er brezka stjórnin skip- aði síðar undir forsæti Cam- erons, lávarðar, staðfesti rétt mæti þeirra, að fiestir for- ystumenn þeirra létu undan. Cameron nefndin komst einnig að þeirri niður- stöðu að viissulega hefðu fáeinir kunnir stuðnings- menn IRA verið I göngunni i Dungannon en áhrif þeirra þá verið lítil sem engin. Er það flestra álit, að hefðu mót mælendur sætt sig við að meg inkröfurnar yrðu uppfylltar, hefði IRA aldrei tekizt að komast upp á yfirborðið, a.m.k. ekki í þetta sinn. Átökin í Derry Næst boðaði NICRA til göngu í Londonderry sem 'er sögulegur átakastaður í landinu. Hvergi er . gjáin milli kirkjudeildanna jafn breið og þar og hatrið hvergi eins heitt. Gangan var boðuð 5. októ- ber og tilkynnt í umsókn um göngulevfið hvaða leið ætti að fara. Þegar leyíið var feng ið tiHkynntú Iðmsveinasamfök- in 1 Derry (sam-'.ök, sem halda í heiðri minningu iðn- sveina nokkurra sem lokuðu borgarhliðunum árið 1689, þag ar Jakob II ætlaði að taka borgina), að þau ætluðu lika að hafa göngú 5. okt. og fara sömu leið. Lögreglan sá, að vænta mátti átaka og Craig ákvað að banna báðar göng- urnar. Iðnsveinasamtökin hiýddu, en heimamenn úr NICRA litu þessa ákvörðun sem dæmigerðan stuðning vf- irvaldanna við Iðnsveinana. Þeir töldu, að Craig hefði verið í lófa lagið að beina göngu þeirra í annan farveg, þar sem áður var búið að leyfa göngu NICRA. Eft- Daginn eftir fóru stúdent- ar í Belfast heim til Craigs til að mótmæla aðförum lög- reglunnar. Hann svaraði með því að kalla þá „bölvuð fífl“, sem var ekki til þess fallið að stilla þá. Næsta dag fóru stúdentar í göngu til ráðhúss ins x Belfast og mættu þá í fyrsta sinn andstöðufylkingu undir stjónx Ians Pais- leys. Lögreglu tókst að stöðva göngurnar og afstýra átök- um. 22. nóvember boðaði O’Neill ýmsar umbætur í sam ræmi við kröfur NICRA. Hann setti jafnframt af bæj- arstjórnina i Deiry og skip- aði sérstaka nefnd til að fara með málin þar. Þessum umbótaloforðum var mjög vel tekið af kaþólskum en nú risu mót- mælendur upp öndverðir. NICRA hafði boðað göngu í Armagh, 30. nóvember og leit út fyrir að hún yrði sig- urganga. Lögreglan hafði leyft gönguna áhyggjulaus. En þá kom séra Ian Paisley. til skjalanna á ný og til- kynnti lögreglunni að stöðv- aði hún ekki gönguna mundi hann gera það sjálfur. Og hann lét ekki sitja við orð- in tóm heldur fór til Armagh með fylgismenn sina, vopnaða timburetöfum og öðrum ámóta bareflum. Lögreglu tókst að koma í veg fyrir átök en ólgan blossaði á ný upp meðal stuðningsmanna NICRA. Cameron- nefndin Næsta skref var nýjárs- gangan mikla fi'á Belfast til Londonderry. Þegar til þess er tekið, að O’Neill hafði boð að veigamiklar umbætur m& til sanns vegar færa, að þessi ganga hafi verið óþörf ógn- un. Paisley hafði að visu lífgað kulnandi glæður, en eft ir á virðist einsýnt, að þarna hefðu kaþólskir átt að láta Úr Irlandsferð blaðamanns Morgunblaösins — 6. grein: Eitt er að lýsa ábyrgð annað að f inna lausn en með kröfugöngu og fjölda fundi, sem þau stóðu fyrir í bænum Dungannon í ágúst- mánuði 1968. Leyfi yfirvalda hafði verið fengið og átti að halda fundinn á markaðs- torgi bæjarins. Þá komu til öfgasinnaðir mótmælendur og hótuðu hörðu, ef göngumenn færu inn á torgið. Það var ekki gert og bar því ekki til tíðinda, en mörgum þótti súrt í broti, að lögregian skyldi ekki sjá um, að fundurinn fengi aðlara fram. William Craigh, þávexandi innanrikisráðherra — nú leið togi öfgafyllstu samtaka mót mælenda, The Ulster Van- guards — skrifaði NICRA þegar á reikning IRA: Hann stóð frá upphafi gegn öllum kröfum samtakanna og brást hinn versti við, er Terence O’Neill, forsætisráðherra, við urkenndi, að þær ættu að ir miklar umræður var ákveð ið að ganga í trássi við boð og bönn. Lögreglan stöðvaði göng- una þegar í upphafi og sló strax x brýnu. Tugir manna meiddust og sjónvarpsmynd- ir af átökunum, sem sýndu Ijótar aðfarir lögreglunn- ar ollu óskaplegri reiði með- al minnihlutans. Atburð- ur þessi aflaði NICRA hins vegar óiskoraðs stuðnings. við sitja. Hvort róttækari öfl innan NICRA voru þá farin að nota sér reiði þá, sem and staða mótmælenda hafði vak ið, er ekki fulllijóst, en vel gæti það verið. Annað mál er, að gangan hefði sennilega farið friðsam lega fram, ef Paisley hefði setið heima. Hann gerði ítrek aðar tilraunir til að fá göng- una bannaða og þegar það Eramhald á bls. 29. 4 \ Séra Ian Paisley Terence O’NeilI, Brian Faulkner, John Taylor, Wiiliani Craig, fy’rrum forsæt.isráðherra núverandi forsætisráðherra núver. innanríkisráðherra fyrrum innanrikisráðherra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.