Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 16

Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 16
16 MORG UN'BL AÐÍÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 O.tgefandí hif Átvafcur, R;éy!kiavík Fna'mkvæmda stjóri Hasrafdur Sveinsson •Rtetjórar Matthías Joh.anneasen, Eýjólifur Konráð Jórissor? AðstoSarritstjóri Stýrmir Gunnarsson Rftstfórnarfiuiítrúi Þrorbjönn Guðmundsson Fréttastjóri Bjöm Jóíhannsson Augíýsingastjðri Ámi Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1Ö-100. Aug'fýsingar Aðal'straeti 6, sfmi 22-4-80 Áskriftargjard 225,00 kr á imánuði innanfandis f fausasö'tu 15,00 Ikr eintakið fjallaði sérstaklega um þetta ófremdarástand, sem skapazt hefur sl. fimmtudag og sam- þykkti ályktun þar sem seg- ir m. a., að afleiðingin af drættinum á afgreiðslu skatta frumvarpanna sé sú, að fjár- hagur sveitarfélaganna og framkvæmdir allar á árinu verði í óvissu. Ennfremur segir í ályktun borgarstjórn- ar Reykjavíkur, að þessi dráttur komi sér' sérstaklega illa fyrir Reykjavík og önn- ur sveitarfélög, sem hafi með VEGIÐ AÐ HAGSMUNUM REYKJAVÍKUR I Tm það bil þrír mánuðir eru liðnir frá því að rík- isstjórnin lagði fram á Al- þingi frumvörp sín um breyt- ingar á skattalögunum. Þrátt fyrir að nær fjórðungur árs “er liðinn frá því að þau sáu fyrst dagsins Ijós hafa þau enn ekki hlotið afgreiðslu og 2. umræða um þau hefur ekki farið fram á Alþingi. Fyrsta lífsmark með þessum frum- vörpum sást á þinginu fyrir nokkrum dögum, er fram komu tillögur frá fulltrúum stjómarflokkanna um minni háttar breytingar á frum- varpinu um tekjustofna sveitarfélaga. Þessi meðferð ríkisstjórn- arinnar á skattamálunum er náttúrlega fyrir neðan allar hellur. Drátturinn á af- greiðslu skattafrumvarpanna hefur valdið því, að ekkert sveitarfélag á landinu hefur getað afgreitt fjárhagsáætlun eins og gera skal lögum sam- kvæmt fyrir áramót. Nú rík- ir svo mikil óvissa um fjár- hag sveitarfélaganna á þessu ári, að fyrirsjáanlegt er, að allar framkvæmdir þeirra fara meira og minna úr skorð- um. Einstaklingar og fyrir- tæki hafa enga hugmynd um, hver skattbyrði þeirra verður á þessu ári og hljóta því að halda að sér höndum um fjár- hagslegar ráðstafanir. Slíkt óvissuástand hefur lamandi áhrif í öllum greinum þjóð- lífsins. Borgarstjórn Reykjavíkur höndum fjölþættar fram- kvæmdir. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, gerði annan þátt þessa máls að umtalsefni í ræðu er hann flutti á fundi borgar- stjórnar. Borgarstjóri benti á, að með skattafrumvörpun- um væri markvisst stefnt að því að draga fjármagnið og þar með sjálfsákvörðunarrétt borgaranna og samtaka þeirra í hendur stærra og meira ríkisbákns en við nokkru sinni höfum búið við. í stað þess að dreifa valdinu, sem er almenn krafa nú, sér- staklega hjá æskufólki, væri það dregið saman á einn stað og lýðræði þar með skert. Þá vék Geir Hallgrímsson að því, að með tekjustofna- frumvarpinu væri kostur Reykjavíkurborgar þrengdur mjög og sagði: „Þegar á þetta er litið er augljóst, hversu mjög frumvarpið að tekju- stofnalögum skerðir tekju- möguleika borgarsjóðs og svigrúm til framkvæmda og í raun heggur nærri sjálfs- ákvörðunarrétti Reykjavíkur borgar. Ljóst er, að við samn- ingu þessa frumvarps virðist enginn nefndarmanna, er hlut áttu að máli, hafa talið sig þurfa að gæta hagsmuna Reykjavíkurborgar.“ Öll með ferð ríkisstjórnarinnar í skattamálunum er til skamm- ar, en það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál, sem Reykvíkingar munu ekki sætta sig við, að í skjóli rang- látrar skattalöggjafar er einn ig vegið að hagsmunum höf- uðborgarinnar. NÝTT VARÐ- SKIP lVTú er tæplega hálft ár til stefnu, þar til ákvörðun Alþingis um útfærslu fisk- veiðitakmarkanna í 50 sjó- mílur tekur gildi. Augljóst er, að við eigum harða bar- áttu fyrir höndum til að tryggja viðurkenningu ann- arra þjóða á hinni nýju fisk- veiðilögsögu og verja hina nýju landhelgi. Þrátt fyrir það hefur núverandi ríkis- stjórn engar ráðstafanir gert til þess að efla landhelgis- gæzluna. Nú mun að vísu vera á lokastigi undirbúningur að því að efla flugvélakost land- helgisgæzlunnar, en þar er um að ræða ákvarðanir frá tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Vinstri stjórnin hefur hins vegar ekkert gert í þessu efni. Þess vegna hafa for- ystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Jóhann Hafstein og Geir Hallgrímsson, flutt á Alþingi tillögu um, að hraðað verði byggingu nýs varðskips og verði gerð þess og stærð miðuð við vernd hinna nýju fiskveiðitakmarka. Ennfrem- ur leggja þeir Jóhann og Geir til að gerð verði alhliða áætlun um eflingu gæzlunn- ar. Hér er augljóslega um mjög stórt mál að ræða. í Bret- landi er á það bent, að íslend- ingar muni tæpast geta varið hin nýju fiskveiðimörk og Bretar muni því meira og minna óáreittir geta haldið áfram veiðum í hinni nýju landhelgi okkar. Við svo bú- ið má ekki standa. Gera verð- ur tafarlausar ráðstafanir til undirbúnings byggingu nýs varðskips, og landhelgisgæzl- una þarf að efla að öðru leyti. Það sýnir öðrum þjóðum að hugur fylgir máli. j Reykjavíkurbréf 2------ Laugardagur 4. marz- Finnlandsför forsetans 1 tilefni af Finnlandsför for- seta íslandis, munu í Finnlandi verða miklar umræður um ís- lertzk málefni, og finnska þjóð- in mun þá kynnast högum okk- ar betur, vegna fréttaflutnings fjölmiðla og dagskrárliða, sem "verða bæði í finnsku útvarpi og sjónvarpi. Sjálfsagt veit finnsk- ur almenningur ekki ýkja mik- ið um ísland, en hversu mikið vitum við í raun og veru um Finnland, þegar allt kemur til alls? Býsna oft ber það við, er ís- lenzkir menn ræða við útlend- inga, t.d. Engilsaxa, að þeir rugla saman Finnlandi og ls- landi. Bréfritari hefur margsinn is orðið fyrir þessu, en aldrei að Islandi væri brenglað saman við neitt annað land en Finnland. Þessir menn vita auðvitað, að fs- land er allt annað land, en einhvern veginn finnst þeim _þessi lönd svo skyld, að þeir " óvarft nefna Finnland í fslands stað. Ekki er gott að átta sig á, hvað þessu veldur, en liklega hafa þeir Skandinava í huga, Norðmenn, Svía og Dani pg finnst þá íslendingar og Finnar líkari, eins konar útverð ir Norðurlanda. Vera má líka, að fjarskyldum þjóðum finnist fslendingar og Finnar með ein- hyerjium dularfuWium hætti lík- ari hvorir öðrum en öðrum Nonð uirilandaþjóðum, oig ekki er laust við, að íslendmgum finnist þetta stundum sjálifum. Hvað sem þessu líður er ljóst, að íslenzka þjóðin vill hafa ná- in samskipti við Finna, og okk- ur er líka Ijóst, að Finnum er það mjög mikilvægt að halda tengslum við aðra Norður- landamenn, jafnvel svo að varð- að geti frelsi þeirra og sjálf- stæði. Þess vegna er för forseta íslands til Finnlands sjálfsögð og öllum gleðiefni. Spenntar taugar Taugar ráðherranna í Ólafíu eru orðnar býsna spenntar. Þeir rjúka upp af minnsta tilefni í einkaviðræðum og á fundum, ekki sizt Lúðvík Jósepsson, sem allt hefur á hornum sér. Geð- vonzka hans er sjálfsagt af því sprottin, að samstaða skyldi nást í landhelgismálinu. Hann hafði gert allt, sem í hans valdi stóð, til að spilla fyrir því að svo færi. Þá taldi hann, að sér yrði auðveldara um vik að draga athyglina að sér í þessu máli, en frá utanrikisráðherra. Lúðvík Jósepsson hefur gert margítrekaðar tilraunir til að trana sér fram í sambandi við kynningu málstaðar okkar á er- lendri grund, þótt það málefni sé að sjálfsögðu í höndum utan- ríkisráðuneytisins, en ekki sjáv arútvegsráðuneytisins. Og hafa þessir tilburðir hans verið býsna broslegir. Sagt er, að nú sé verið að gefa út kýnningarbækling á erlend- um tungum um iandhelgismáiið og hafi Lúðvík Jósepsson kraf- izt þess, að mynd af sér yrði birt í bæklingi þessum. Einari Ágústssyni, utanrikisráðherra, hafi þá fundizt, að hans andlit mætti sjást þar líka. Samkomu- lag hafi þá orðið um að birta þar myndir af kempunum báðum — hvaða erindi sem þær myndir eiga í þetta rit — en hörð deila hafi staðið og standi jafnvel enn um það, hvor þeirra eigi að vera framar í bæklingnum! Ekki veit bréfritari um sönn- ur á þessu, en hitt vita allir, að grátbrosleg barátta fer fram á milli ráðuneytanna, enda helzta áhugamál Lúðvíks Jósepsson- ar að klekkja á utanríkisráð- herra og sölsa undir sig verk- efni, sem utanríkisráðuneytinu tilheyra. Lýðræðinu ekki fisjað saman Þótt vestrænt lýðræði sé bezta stjórnarform, sem þekkt er, hef- ur það sína ágalla eins og önn- in mannanna verk, og því mið- ur stendur lýðræðið ekki alls staðar jafn föstum fótum og menn álíta. Það sýna dæmin fyrr og síðar; í Þýzkalandi valda taka Hitlers, í Frakklandi, áður en De Gaulle hófst til valda og síðast í Grikklandi, svo að ein- ungis séu nefnd dæmi af þjóð- um, sem ætla hefði mátt að hefðu þroska til að viðhaida lýðræðinu. Með híiðsjón af biturri reynslu er ekki heifnilt að ganga út frá því sem vísu, að lýðræði muni ætíð verða í heiðri haft, því að sagan sýnir, að svo er ekki. Við íslendingar telj- um okkur búa við mikinn lýð- ræðisþroska, og líklega er þetta rétt, þegar allt kemur til alls. Lýðræðinu hér er ekki fisjað saman, úr þvi að það þolir með ágætum alla þá tilrauna- starfsemi, sem nú er verið að gera á þegnunum — úr því að engin hætta er á ferðum, þrátt fyrir allan afglapaháttinn, sem menn hafa fengið að sjá fram- an í. Líklega er meira að segja ! hægt að halda því fram, að til- vist ríkisstjórnar Ólafs Jóhann- essonar muni, er fram líða stund ir, verða til að styrkja og efla íslenzkt lýðræði. Satt bezt að segja bryddaði talsvert orðið á óróa eftir 12 ára stjórnarferil Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins og margir, ekki sízt í röðum hinna yngri, töldu, að það hlyti að vera hægt að stjórna betur. Þessu fólki fannst allt vera orðið í of fös-tium skorð- um og það vildi nýjungar. Nú Á göngu undir Svi>rtuloftum við Stórhö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.