Morgunblaðið - 05.03.1972, Síða 17

Morgunblaðið - 05.03.1972, Síða 17
MORGUN'BLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 17 JÓHANN HJÁLMARSSON ^C^STIKUR Óþekkti hermaðurinn I Óþekkta hermanninum (Tunte- maton sotilas, 1954) lýsir Vainö Linna styrjöld Finna og Rússa 1941- 1944. Óþekkti hermaðurinn er meðal þeirra norrænu skáldsagna, sem mesta athygli hafa vakið síðustu ára tugi. Bókin kom út fyrir jólin í Ss- lenskri þýðingu Jóhannesar Helga, en útgefandi er Skuggsjá. Váinö Linna lýsir stríðinu af eigin reynslu i Óþekkta hermanninum. Raunsæi Linna og kaldhæðni gera hetjudýrkunina skoplega. „Þarna stóðu þeir, óæfðir, og raðirnar enn óreglulegar, þessir menn sem Móðir Finnland háfði nú valið til að fórna á altari veraldarsögunnar. Ungir bændur í þungum óbrotnum klæðum, yfirhafnarlausir verkamenn, jafnvel stöku borgarbúi í frakka og með háls bindi, tortrygginn að sjá, og að því er virtist ekki búinn að átta .sig á því, hvernig hann væri hingað kom inn né til hvers.“ Föðurlandsáistin eða réttara sagt hin rtikjandi og ýkta mynd hennar, sem oft brýst út í innihaldslausum áróðiri og máilæði, sleppur ekki við ádeilu skáldisins. Að því leyti er Óþekkti hermaðurinn brautryðjendaverk. í finnskum bókmenntum. Aðrir rit- höfundar höfðu vegsamað hugrekkið og hinn ósigrandi finnska hermann, en í verki Linna er gyllingin afmáð. Hermennskan er ekki uppfylling glæsilegra hugsjóna, heldur ótti, hungur og kuldi. Að sjálfsögðu er Vainö Linna ekki fyrsti rithöfundur- inn, sem dregur upp þessa mynd af styrjöldum, en finnskum þjóðernis- sinnum var áreiðanlega hollt að sjá sjálfa sig á blöðum Óþekkta her mannsins. Það eru einkum yfirmenn hersins, sem verða fyrir barðinu á Linna. Hann sýnir taumlausa metorðagirnd þeirra, sem eru staðráðnir í að láta striðið fleyta sér áfram. Óbreyttu hermennirnir hafa aftur á móti oft til að bera mikla mannlega reisn þrátt fyrir smæð sina. Þess vegna segir Kai Laitinen i sögu finnskra nútímabókmennta, að Óþekkti her- maðurinn sé meira en ádeila á stríð- ið, hann sé minnisvarði finnska her- mannsins. Það er þessi hermaður, sem snýr heim úr stríðinu með bros á vör og hefur úrslitin í flimting- um: „Samband sósíalísku ráðstjórnar lýðveldanna vann, en litla, þraut- seiga Finnland varð þó í öðru sæti.“ Kai Laitinen bendir á, að úr þessum jarðvegi hafi sprottið nýtt Finnland. Samtölin í Óþekkta hermanninum skipta miklu máli eins og í öðrum verkum Váinö Linna. Að sögn kunn ugra eru mállýskur áberandi í frum textanum. Tal söguhetjanna gefur til kynna hverjar þær eru. Hermennirn ir ræða mikið saman áður en stríðið hefst. Þeir eru ekki heldur þögulir á vigvellinum. Samræður þeirra spegla oft boðskap höfundarins um fánýti stríðsins. Á sama hátt sanna gjörðir þeirra, að stríðið er þeim að- eins skylda, en skylda, sem þeir hlaupa ekki frá. Þeir standa sem einn maður gegn óvininum og eru fljótir að breytast i villidýr þegar út Váinö Linna. í alvöruna er komið. Skáldsaga Linna er saga um stríð, könnun á striði, en ekki skýrsla um hugsjóna baráttu, föðurlandsást, dirfsku lítill ar þjóðar gagnvart ofurefli. 1 upp- hafi treystu Finnar á sigur Þjóð- verja yfir Rússum, en Mannerheim marskálki varð ekki af þeirri ósk sinni. Stríðið tók aðra stefnu en gert hafði verið ráð fyrir. Váinö Linna lýsir orrustum af ná- kvæmni þess manns, sem veit hvað hann er að skrifa um. Fáar stríðs- bækur, sem ég hef lesið, lýsa bar- dögum með jafn trúverðugum hætti. Lesandinn er jafnan staddur í miðri atburðarás. Hann fær ekki tima til að. gaumgæfa rök sögunnar, en er hrifinn með, verður hiuti hennar. Stíll Linna er breiður og epískur, en hvergi þunglamalegur. Hann hefur lært mikið af Aleksis Kivi og Leo Tolstoj. Enginn skyldi forðast Óþekkta hermanninn af þeim sökum, að hann sé bara fyrir vandláta les- endur, svokáliað bökmenntafólk. Vin- sældir sögunnar sanna, að Váinö Linna skírskotar til hins almenna les anda. Þeir, sem sækjast einkum eftir „spennandi" lestrarefni, munu ekki verða fyrir vonbrigðum með Óþekkta hermanninn. Satt að segja á ég bágt með að trúa því, að saga eins og Óþekkti hermaðiurinn fari framhjá íslenskum lesendum. Hitt er svo annað mál, að margir, sem fylgjast af áhuga með norrænum bókmenntum, hafa lesið söguna á norsku, dönstou eða sænsku. Það er gamla sagan um seinagang út gefenda hér á landi. Þeir virðast ekki átta sig fyrr en bækur eru búnar að fá á sig öruggan frægðar- ag sölustimpil. í kynningarorð- um á hlífðarkápu islensku útgáf- unnar stendur m.a.: „Höfundurinn varð heimsfrægur fyrir þetta skáld- verk á samri stundu og anna-r í röðinni þeirra, er hlotið hafa hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs." Engin ástæða er til að draga i efa verðskuldaða frægð Óþekkta hermannsins, en sannleik- urinn er sá, að Linna fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda- Franibald á bls. 21. er það að vísu kaldhæðni örlag- anna, að einmitt þessi gagnrýni beindist að of miklu valdi, en sú meginbreyting, sem vinstri stjórnin hefur gert og er að gera, er að færa vald í geysi- miklum mæli frá borgurun- um til ríkisins, t.d. með þvi að hækka fjárlög um helming og skófla peningum frá borgurun- um, stofnunum þjóðfélagsins og sveitarfélögum til ríkisins. Engu að síður var það þess virði að gera þessa tilraun, þvi að nú er að renna upp ijós fyr- ir landslýð öllum. Tvær meginstefnur Segja má, að í íslenzkum stjórnmálum sé um að ræða tvær meginstefnur, annars vegar stefnu mikils miðstjórnar- valds og hins vegar stefnu vald- dreifingar. Þegar sú rikisstjórn var mynduð, sem fólkið gaf nafn ið Viðreisnarstjórnin, var verk- efnið tvíþœtt, annars vegar að rétta við fjárhag þjóðarinnar út á við og hins vegar að afnema höft og bönn og koma á frjáls- ræði og valddreifingu í þjóðfé- laginu. Þeirri stjórn varð vissu- lega mikið ágengt, ekki sízt framan af stjórnarferlinum, því að mikið verk var þá að vinna. Er á stjórnarferilinn leið komust málin í all fastar skorð- ur, enda var Viðreisnarstjórnin sterk stjórn, en ekki veik. Og svo undarlegt sem það kann að virðast þá ergði hið fasta stjórn- arform ýmsa; þeir vildu breyt- ingar, breytinganna vegna. Maður nokkur orðaði þetta svo, að ekki ylli neinum vafa, að Við- reisnarstjórnin yrði, er tím- ar rynnu, talin góð stjórn. Fólk- ið vissi þetta raunar, en því hefði undir iokin fundizt stjórn in vera orðin leiðinleg. Þess vegna hafi farið sem fór. En ef þessi skýring er rétt, þá hafa menn líka fengið það, sem þeir kepptu að, því að svo sannarlega hefur Ólafía veitt landsmönnum margvislega skemmtun, bæði meðan hún var í burðarliðnum og eins síðar. En þeir, sem þoldu illa það farg, sem þeir töldu vera ein- kenni stjórnarfarsins, eru nú að vakna við vondan draum. Þeir sjá nú, að samhliða skemmtileg- heitunum er verið að gera rót- tækar breytingar á íslenzku stjórnarfari, og allar miða þær að þvi að auka rikisvald og þrengja valdsvið borgaranna. Stofnunin og skrifstofu- og nefndavaldið, sem komið hefur verið upp í Reykjavík, er að- eins einn þáttur þessara breyt- inga, og auðvitað verða menn ekki varir við þetta vald, fyrr en að alllöngum tíma liðn- um. Samhliða þessu hefur ver- ið ákveðið að rýra veru- lega tekjustofna sveitarfé- laga og minnka verksvið þeirra. Þar með er verið að flytja vald frá byggðarlögunum til mið- stjórnarinnar í Reykjavík. Jafnframt er hagur atvinnufyr- irtækja skertur, og það fjár- magn, sem þau eiga, verður í vaxandi mæli dregið til ríkisins. Allt ber þetta að sama brunni. Skipulega er unnið að því að efla rikisvaldið á kostnað borg- aranna. Yfirbygging ríkisvalds- ins vex dag frá degi og að sama skapi þrengist umráðasvið ein- staklinganna. Þessi stefna er í fullkominni andstöðu við þær hræringar, sem vart hefur orðið, bæði hér og viða erlendis á undangengn- um árum, og miða að því að auka beri gildi einstaklingsins, en ekki fella hann inn í kerfið sem dauða tönn i ríkismaskínunni. Þegar breytt verður til Ekki er hægt að neita því, að erfitt getur verið um vik fyrir ríkisstjórn, sem lengi hefur set- ið, að gera umtalsverðar breyt- ingar á stjórnarháttum. Þannig hefði reynzt harla erfitt fyrir Viðreisnarstjórnina á síðustu árum valdaferils síns að gera nýjar, róttækar breytingar til að dreifa valdinu í þjóðfélaginu, einfaldlega vegna þess að árásirnar á hana beindust að því, að miðstjórnarvaldið væri ekki nægilegt, allt væri skipu- lagslaust o.s.frv. En þegar vinstri stjórnin hef- ur gengið sér ’ til húðar, hvort sem það verður nú fyrr eða síð- ar (vonandi fellur hún ekki á næstunni), verður auðveld- ara um vik að gera viðtækar breytingar í þá átt, sem hér er um fjallað, ekki sízt að stórefla sjálfsstjórn byggðarlaga um allt land og fá þeim ný og mikilvæg verkefni, sem heimaaðilar eru miklu færari um að leysa af hendi en skrifstofuvaldið í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þau verkefni að vinna, að undirbúa slíka stefnuskrá. Þar er að vísu ekki um að ræða neitt grundvallarfrávik frá þeirri stefnu, sem sá flokkur hefur fylgt, en þó er nauðsyn- legt að skýra hana í einstökum atriðum, svo að fólkið eigi auð- velt með að átta sig á þeim grundvallarmun, sem er á miili stefnu Sjálfstæðisflokksins ann ars vegar og vinstri flokka hins vegar. Húsnæði tekið af landhelgis- gæzlunni í nýju lögreglustöðinni hefur landhelgisgæzlunni verið ætlað húsnæði á efstu hæð, og þak lögreglustöðvarinnar er þyrlu- flugvöllur, hugsaður til afnota bæði fyrir landhelgisgæzlu og lögreglu. Auðvitað fer mjög vel á því, að löggæzlan bæði til lands og sjávarins sé staðsett í sömu byggingu, því að marghátt- uð samvinna hlýtur að eiga sér stað á milli þessara tveggja stofnana. Landhelgisgæzlan á líka erfið verkefni fyrir hönd- um, og þess vegna var sjálfsagt að búa sem bezt að þessari stofn un og ekki ofverk okkar, sem áhorfendur verðum, þegar starfsmenn landhelgisgæzlunnar þurfa að sinna skyldustörfum sinum í haust, að sjá þeim fyr- ir sæmilegri aðstöðu. Nú hefur það hins veg- ar gerzt, að utanrikisráðuneytið telur sig vanta aukið húSrými. Þá kom einhver snillingurinn auga á það, að húsnæði land- helgisgæzlunnar væri voða fínt og við hæfi þess fína fólks, sem nú stjórnaði Islandi. Þá var ekki verið að tvínóna við hlutina. Landhelgisgæzlan er á götunni, en Einar Ágústsson flytur starfslið sitt í húsnæði það, sem henni var ætlað og sérstaklega. sniðið við hennar þarfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.