Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 27
MORGUN’BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
27
Æskulyðsdagurinn
Framhald af blaðsíðu 11.
Málfríður Finnbogradóttir
„Hvað virðist þér um
Krist, Málfriður?“
„Ég trúi þvi, að hann sé
guðssonur, og að það sé satt,
sem um hann stendur i Biblí-
unni. Ég hef lengi verið í
KFUK, einkanlega á Holta-
veginum. Séra Sigurður
Haukur I Langholtssöfn-
uði fermdi mig. Ég gekk í
KSS, Kristileg skólasamtök,
og hitti þar krakka, sem öðl-
azt höfðu trúna á Jesúm
Krist, og mig langaði til að
eignast þá trú líka. En eitt
ár leið. Svo var það einu
sinni á skólamóti, að ég fékk
þessa fullvissu, fékk vitund-
ina um, að Jesús héldi
í hönd mína, og upp frá því
ræður hann mínu lífi.“
Njáll Helgi Jónsson
★
15 ára nemandi úr Réttar-
holtsskóla, Njáll Helgi Jóns-
son, var næsti viðmæl-
andi minn. Hann er formaður
í Æskulýðsfélagi Bústaða-
kirkju yngri deildar, og
sagði hann þá reyna að hafa
fundina fjölbreytta. „Félagið
skiptist í tvær deildir, og er
miðað við að 2. og 3. bekk
i skólanum. Fundarsókn
er oft mjög góð, allt að 80
stúlkur og piltar. Séra Ólaf-
ur Skúlason situr alla fund-
ina og leiðbeinir okkur. Okk
ur fer sífellt f jölgandi, og við
munum reyna að fjölmenna
til messunnar á Æskulýðsdag-
inn. Annars hefur allt ann-
áð viðhorf skapazt með öl-
komú kirkjunnar okkar
nýju, betri aðstaða en áður
var, meðan við héldum fund
ina i skólanum.“
„Hvað virðist þér um
Krist?“
„Ég held hann hafi verið
ósköp venjulegur maður, en
hann var Guðssonur, og hon-
um var ætlað það starf að
frelsa mannkynið. Mér finnst
hann veita mér styrk og ör-
yggi. Ég bið alltaf bænir á
kvöldin, ævinlega Faðir vor-
ið og eins önnur bænavers.
Og ég ber undir Jesúm öll
mín vandamál, og þegar ég
hef það gert, finnast mér þau
leysast, vera i góðum hönd-
um.“
Pétur Oddsson
★
Snaggaralegur maður, sem
augsýnilega vissi, hvað hann
vildi, barst næst á fjörur
mínar. Pétur Oddsson heitir
hann, og er 14 ára að aldri.
Hann tilheyrir Æskulýðsfé-
lagi Dómkirkjunnar, þótt
hann eigi raunar heima á
Rauðalæknum. „Við höldum
fundi á mánudögum, hálfs-
mánaðarlega, og svo kemur
að þvi, sem sjálfsagt má ekki
segja frá, að við erum 24 i
því og ég er eini strákurinn.
Þú gætir þess, að geta ekki
um þetta, annars eru þetta
ágætar stúlkur allar saman.
Þetta er nýstofnað félag, og
séra Þórir Stephensen mæt-
ir alltaf á fundunum og leið-
ir okkur í starfinu."
„En hvað virðist þér um
Krist, Pétur?“
„Jú, sjáðu, þegar ég
hef komizt í einhvern vanda,
hef ég alltaf getað leitað til
hans. Ég bið bænir minar á
hverju kvöldi, reyni að biðja
sem oítast, og mér finnst það
meira virði að tala við Krist
þannig í gegnum bænirnar,
en nokkuð annað. Þá finnst
mér hann nálægur, vera við
hlið mér, hjálpa mér í þeim
vandamálum, sem oft koma
upp i hinu daglega lífi.“
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
er 16 ára gömul röskleika
stúlka úr Bústaðaprestakaíli,
í landsprófsdeild Réttarholts
skóla og við spurðum auðvit-
að fyrst: Er ekki geysimun-
ur á þvi að starfa, eftir að
kirkjan ykkar reis?
„Segja má, að það skipti
sköpum, því að vera í skól-
anum, Réttarholtsskóla með
starfið — og þar var okkur
raunar alltaf vel tekið,
og þakkir eiga þeir skilið for
ráðamenn hans, en við vor-
um eiginlega allan daginn í
skólanum, svo að okkur
fannst það frekar lítið spenn
andi að koma í „skólann" aft
ur á kvöldin. En nú eígum
við kirkjuna og allt starfið
fer þar fram. Starfið fer fram
í tveim deildum, yngri og
eldri, og fimmtudagar eru
fundardagamir, þannig að
hver deild heldur fundi
hálfsmánaðarlega.“
„Hvað virðist þér um
Krist, Guðrún Ebba?“
„Ég hugsa mér hann sem
mann. Mér finnst hann vera
mér fyrirmynd. Fyrst fannst
mér hann vera venjulegur
maður, en eftir að hann dó,
breyttist viðhorfið, þá var
hann orðinn miklu meira en
venjulegur maður, ég held
hann hafi dáið fyrir mig, að
hann hafi viljað koma fólki
í skilning um hið rétta í lif-
inu. Og fyrir slíka fullvissu
er ég þakklát."
„Biður þú bænirnar þínar
á kvöldin?"
„Já, það' geri ég, en mér
finnst máski meiri þörf fyrir
að biðja bænir í einn tíma
en annan. Það fer eftir því,
hvernig dagurinn hefur ver-
ið. Að lokum hef ég trú á
því, að þessi Æskulýðsdagur
geti haft góð áhrif i allar átt
ir.“
★
Hún var nýflutt í bæinn,
hún Elín Stephensen, hafði
áður átt heima norður
á Sauðárkróki, oig þar var
æskulýðsfélag kirkjunnar
með miklu lífi, og hún sagði
okkur, að það hefði verið líf
legt félagslíf fyrir norðan.
Auðvitað voru áraskipti að
því, en á hverjum vetri var
alltaif eitthvert starf, eitthvað
að gerast. Það var t.d. sér-
staklega tekið eftir þvi, hve
mikill meirihluti altarisgesta
var ungt fólk.
„Æskulýðsfélag Dóm-
kirkjunnar er ungt félag,
líklega er það ekki fjöl-
mennt á venjulegan mæli-
kvarða, en þetta er harðsnú
Elín Stephensen
ið lið, sem ekkert er á þeim
buxunum að gefast upp. Við
skrifuðum öllum fermingar-
börnum frá árum áður, og
þau skrif hafa gefið góða
raun. Og ég trúi því, að fé-
lagið eigi framtíð fyrir sér.“
„Hvað virðist þér um
Krist, Elín?“
„Það, sem ég sé í þvi að
vera kristin, vil ég flokka
undir 2 meginatriði. 1 fyrsta
lagi veitir það mér öryggi.
Ég veit, að þarna á ég at-
hvarf, þangað get ég leitað
með öll min vandamál, sama
hvort þau eru litil eða stór.
í öðru lagi veit ég, þegar ég
bið um hjálp, þá fæ ég hana.
Ég fæ alltaf einhverja hjálp.
Auk þess hefur þetta starf
með æskulýðsfélögum kirkj-
unnar veitt mér lífsfyllingu,
og í félögunum hef ég eign-
azt mina beztu vini.“
★
Hilmar Baldursson úr ungl
ingadeild KFUM var síðasti
maðurinn, sem ég hitti að
máli. „Hvað haldið þið oft
fundi þarna í KFUM og
K?“
„Unglingadeildirnar halda
vikulega fundi, UD-KFUM á
föstudögum, en UD-KFUK á
fimmtudögum. Stundum höf-
um við lika unglingavikur,
og þá eru samkomur á
hverju kvöldi. Á þessum sam
komum og fundum er einung
is efni, sem bendir á Frels-
arann. Og við notum mikið
sumarbústaðinn okkar uppi
við Ulfarsfell. Erum þar um
helgar, og þá gefst okkur
tækifæri til að tala saman,
kynnast, ræða okkar vanda-
mál í ljósi kristninnar.“
„Hvað margir koma á fund
ina?f‘
„Jú. Þetta eitthvað milli
40—50, og það er víst svip-
að hjé KFUK.
„Hvað finnst þér um Krist,
Hilmar?"
„Hann kom hingað til jarð
arinnar, sem sonur Guðs, til
að sanna elsku Guðs. Hann
dó á krossinum, en ekki nóg
með það, heldur reis hann
upp frá dauðum. Jesús Krist-
ur er ekki bara súper-
stjarna, hann er sonur Guðs
og lifir með okkur. Við í
unglingadeildunum viljum
leggja Biblíuna algerlega til
grundvallar. Þar kemur eng-
inn undansláttur til greina.
Við viljum boða Krist, sem
persónulegan frelsara manns
ins. — Og þetta er þunga-
Hilmar Baldursson
miðjan á öllum okkar sam-
komum.“
Og með það skildi með
oikkur og þessum ungmenn-
um, sem ætla að halda sinn
æskulýðsdag í dag, sunnu-
dag. Man ég enn eftir því,
þegar ég kynntist fyrst séra
Jóhanni Þorkelssyni, Dóm
kirkjupresti, þá háöldruðum,
en hann gaf sér samt tima til
að staldra við hjá mér, og
segja: „Þú og þessir ungu,
þið eruð framtíð íslands, þið
eruð þetta unga lsland.“ Og
þeim orðum hef ég aldrei
gleymt. Það unga fólk, sem
við mig hefur talað vegna
æskulýðsdagsins, hefur sýnt
mér og saiinað, að ennþá á
Island von, ennþá á það ungt
Island, ungt fólk, sem veit,
hvað það vill, kann fótum
sínum forráð og þá höfum við
engu að kvíða. — Fr. S.
Lagagrundvöllur
s j ón var psley f is
Byltingarmenn-
irnir frá í
júlí dæmdir
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi:
1 yfirlýsingu póst- ög sima-
málastjóra dags. 25.2. 1972 segir,
„að leyfið fyrir sjónvarpsrekstri
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli hefur aldrei verið veitt á
grundvelli fjarskiptalaganna,
fþað er samkvæmt eðli málsins
augljós skilningur." Með þessum
orðum sinum telur póst- og síma-
málastjóri sig væntanlega hafa
kippt stoðum undan málflutningi
mínum í þessu máli. En sá aug-
ljósi misskiiningur sem hann sak
ar mig um er staðfestur af
Hœstarétti með dómi sem kveð-
inn var upp 4. nóvemiber 1966.
Nokkrir framkvæmdasamir
menn höfðu tekið sig tii og reist
í Vestmannaeyjum búnað til að
ná til sín sjónvarpssendingum
frá Keflavíkurflugvelli. Ríkisút-
varpið taldi þessa starfsemi brot
á þágildandi útvarpslögum.
Hæstiréttur vildi ekki fallast á
þessa skoðun vegna þess að í þá-
gildandi útvarpslögum væru
engin ákvæði sem tækju til sjón-
varps varnarliðsins. Síðan segir
orðrétt í dóminum: „Heimikl til
rekstrar þess og endurvari>s frá
þvi verður að sækja í 3. og 10.
gr. laga nr. 30/1941 um fjar-
sklpti.“ Það er augtjóst að tækni
leyfi pósts og síma byg'gist á al-
mennu leyfi valdhafa. Hið al-
menna leyfi valdhafanna hlýtur
að byggjast á fjarskiptalögum,
segir Hæstiréttur. Það er þess
vegna engin einkaskoðun min að
fjarskiptalögin séu grundvöllur
leyfis til sjónvarpsrekstrar varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Reykjavík, 28. febrúar 1972.
Njörður F. Njarðvik,
formaður Utvarpsráðs.
„Hart í bak“
í Varmahlíð
Sauðárkróki, 21. febr. —
Leikfélag Skagfirðinga í Varma-
hlíð, sýnir um þessar mundir
„Hart í bak“ eftir Jökul Jakobs
son undir stjóm Ragnhildar
Steingrímsdóttur. Frumsýning
var laugardaginn 19. febrúar í
Miðgarði og önnur sýning næata
sunnudag. Leiktjöld gerði Jónas
Þór Pálsson á Sauðárkróki.
Sýningunni var prýðilega vel
tekið af áhorfendum og aðsókn
góð. — jón.
Rabat, 1. marz, AP—NTB
HERDÖMSTÓLL felldi í dag
dóm í máli þeirra sem ákærðir
voru fyrir þátttöku í byltingar-
tilrauninni gegn Hassan, kon-
ungi, i júli 8íðastliðnum. Tilraun-
in var gerð þegar konungur liélt
erlendiun sendimönniun boð, og
alls féllu 98 manns þegar árás
var gerð á sumarhöll komuigs.
1 dómunum sem felldir voru i
dag, var einn herforingi dæmdar
til dauða, og 72 aðrir í fangelsi.
Óbreyttir hermenn sem tóku þátt
í byltingartilrauninni voru hins
vegar sýknaðir á þeim forsend-
um að þeir hefðu aðeins hlýtt
skipunum yfirboðara sinna og
ekki vitað hvað stóð til. Margir
þeirra hefðu jafnvel haldið að
þeir væru að frelsa konunginn
frá byltingarmönmiim sem hefðu
hann i haldi.
Tiu háttsettir herforingjar
voru teknir af lífi á fyrstu dög-
unum eftir hina misheppnuðu
byltingartilraun, en herdómstóil
fann þá seka um að hafa undir-
búið byltingu til að steypa kon
ungi af stóli.