Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
SAGAN
TVITUG
.STULKA
OSKAST.."
í þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
„Fyrirgefðu, ég heyrði ekki
hvað þú sagðir?"
„Þvi ertu svona hryllilega
púkaleg til fara? Eða allt drasl
ið. Getur hann ekkert leiðbeint
þér? Og eyrnalokkarnir, maður.
Heyrðu, eru þetta fuglar eða
hvað?“
„Nú er nóg komið, Sylvía,"
sagði Roy áherzlulaust.
„Sumt fólk heldur að því leyf-
ist allt.“ Rödd Vivienne var að-
eins litið eitt gremjuleg og hún
skipti ekki litum, mér til undr-
unar, því henni var gjarnt að
roðna.
Roy tók til máls. „Ég býst við
að hinn raunverulegi ágreining-
ur sé á milli þeirra, sem sœkj-
ast eftir að eiga og þeirra, sem
sækjast eftir að vera. Þeir, sem
sækjast eftir að eiga, eru auð-
vitað ákaflega mismunandi og
sumir eru ekki sem verstir í
sjálfu sér. En sumir eru afleitir,
sækjast eftir völdum i hvaða
mynd sem er og í þeim flokki
eru allir stjórnmálamenn og ég á
þar ekki bara við fasíska ein-
ræðisherra, ég á við alla, sem
hafa afskipti af stjórnmálum.
Svo eru aðrir, til dæmis kaup-
sýslumenn og prestar og fram-
kvæmdastjórar og þess háttar,
en ég á líka við persónu-
leg völd, það er að segja, þegar
ein persóna hefur vald yfir ann
arri, eins og i flestum hjóna-
böndum. Og sumir sækjast eftir
hlutum, bílum, þvottavélum, hús
gögnum og postulini og þess hátt
ar. Þeir sem sækjast eftir að
vera, eru lika mismunandi. Sum
ir vilja vera listamenn eða dul-
spekingar eða byltingamenn eða
heimspekingar, að minnsta kosti
sumir, eða bara venjulegt fólk,
sem lifir og hrærist. Menn verða
að ákveða hvorn flokkinn þeir
vilja fylla.“
Aldrei hafði ég dáðst eins að
Roy og þessar minútur, sem
hann var að ljúka máli sínu.
Ekki utan hljómleikasalarins að
minnsta kosti. Strax við „hinn
raunverulegi ágreiningur" var
Sylvía farin að strjúka á hon-
um hnakkann, þegar hann kom
að „stjórnmálamenn“ var hún
farin að þukla á honum lærið
við hnéð og narta í eyrnasnep-
ilinn á honum. Við „persónuleg
völd“ knúskyssti hún aðra kinn
ina á honum og strauk hina.
Fram að þessu hafði Roy látið
eins og hún væri ekki þarna,
með þeim sannfæringarkrafti
sem hægt var. En þá breytti
hann stöðunni og ákvað að sýna
vingjarnlegt andóf, krosslagði
fætur og hallaði höfðinu
eins langt út á hina öxlina og
hægt var. Þegar hann nefndi
postulínið, hallaði hún sér fram
fyrir hann og reyndi að hneppa
frá einum skyrtuhnappnum
hans og troða hendinni á
milli læranna á honum. Þá greip
hann traustataki um báða úlnlið-
ina á henni og um leið og hann
nefndi heimspekinga, fleygði
hann henni niður fyrir fæt-
ur sér. Þá reyndi hún af alefli
að ná sundur á honum fótunum
en hann streittist þeim mun
meira á móti, lagði bringuna
fram á hnén og ríghélt um úln-
liðina á henni. Þannig var stað-
an við lok málsgreinarinnar.
„Ætli sé ekki bezt að við för-
um,“ sagði ég.
Við töfðumst nokkur ískyggi-
leg augnablik á meðan Vivienne
var að leita að sígarettunum sín
um og kveikjaranum, en við vor-
um þó komin fram að dyrunum,
þegar tveir dynkir heyrðust úr
legubekkshominu. Það voru
vafalaust skórnir af Roy sem
skullu í gólfið. Ég kallaði til
hans yfir öxlina að ég mundi
hringja næsta morgun.
„Hvað ætlaðist hún fyrir?"
spurði Vivienne, þegar við sát-
um að snæðingi á Biagi.
Ég beið með svarið á meðan
þjónninn var að hella rauðvín-
inu í glösin okkar en sagð'i svo.
hvaða tveir möguleikar mér
fannst að kæmu til greina og
hvor þeirra mér fannst líklegri.
Vivienne roðnaði. „Ekki þó á
meðan við vorum þar?“
„Jú, einmitt. Það var aðalatr-
iðið. Til staðfestingar á frelsun
sinni frá viðteknum siðvenjum
og fyrirlitningu hennar á öðru.“
„Til hvers? Hvers vegna?“
„Ó, drottinn minn, bara til að
sýna okkur, hvaða álit hún hef-
ur á því, sem við álitum viðeig-
andi. Til að sýna að hún er ein
af þeim sem vill vera. Það er
ekki þess virði að brjóta heil-
ann um það. Þessi stúlka er svo
undarlega samansett að maður
má vera meira en lítið forvitinn
til að leggja það á sig að fá ein-
hvern botn í hana. Viv, hvers
vegna varstu ekkert reið, þegar
hún . . . þegar hún réðst að
þér?“
„Ég varð dálítið reið, en ég
veit, hvað þú átt við. Ég sá, að
henni gramdist, hvað íbúðin þín
er skemmtileg og hvað við eigum
vel saman. Var hún í einhverj-
um eiturlyfjum, eða hvað?“
„Ég held það.“
„Það er heldur ekki hægt að
reiðast manneskju i slíku
ástandi. Hún er ekki með sjálfri
sér. Að minnsta kosti. ..“
„Já?“
Þegar hún hafði einbeitt sér í
nokkrar minútur að matnum,
sagði hún: „Douglas, er þessi
blússa ljót? Og eymalokkarn-
ir? Segðu eins og er?“
„Þú klæðir þig eftir þínum
smekk. Þú ræður þessu sjálf.
Það er henni á móti skapi. Að
menn lagi sig ekki að fjöldan-
um.“
„Ekki sýndist mér hún gera
það.“
„Hvað klæðaburð snertir, þá
lagar hún sig að sínum hópi.“
„Finnst þér þessi blússa fal-
leg? Óg eyrnalokkarnir?"
„Þú veizt, að mér finnst það.“
„Ég vona bara, að ekkert
eyðileggist heima hjá þér.“
Það vonaði ég líka. Ég
hringdi næsta morgun eins og
ákveðið var. Roy kom i símann.
Hann var hvorki ræðinn né skýr-
mæltur. Sylvía var farin. Hann
ætlaði að biða þangað til ég
kæmi. Við gætum rabbað svolít-
ið saman, ef ég hefði tíma. Ég
sagðist hafa það. Reyndar hafði
ég tekið daginn snemma. Vivi-
enne hafði vakið mig klukkan
hálf sex og á mínútunni sex var
hún komin fram úr. Einhver óra
tími fór í það hjá henni að setja
föt i skápa og skúffur og taka
önnur föt úr skápum og skúff-
um. Síðan ryksugaði hún íbúð-
ina alla og að því mér fannst,
alveg sérstaklega vandlega
i kring um rúmið, þar sem ég lá
enn. Þá rak hún mig á fætur
til þess að hún gæti sent sæng-
urfötin i þvottahúsið. Að venju
útbjó ég morgunmatinn handa
okkur, nóg af fleski, eggjum og
kaffi. Hún var svo aðlaðandi í
einkennisbúningnum, að mig
langaði til að hún færi úr hon-
um aftur og upp í rúm, en tím-
inn leyfði ekki slíkt. Við tók-
um sitt hvorn strætisvagninn,
þegar við höfðum ákveðið að
hittast aftur næsta miðvikudag.
Á mánudagskvöldum fór hún
venjulega til föður síns í High-
gate og þriðjudagar voru
fráteknir fyrir hinn. Hún var ör-
lítið ólundarleg og annars hug-
ar, þegar við kvöddumst, þó
minna en venjulega í upphafi
vikunnar.
1 Maida Vale-byggingunni
var þefur af ókunnugleg-
um morgunverði, að minnsta
kosti á neðstu hæðinni, þar sem
Pakistanmaður leigði ásamt gild
vaxinni eiginkonu frá Wales. Ég
fór upp og hitti fyrir Roy í íbúð
inni minni. Hann var órakaður
að kalla, enda þótt hann væri
blóðrisa í íraman af viðureign
við rakvélina mína.
„Þú ert rytjulegur," sagði
hann.
„Það værir þú líka, ef þú hefð
ir vaknað eins snemma og ég.
Reyndar ertu það líka.“
„Ég trúi því. Þetta var held-
ur erfið nótt.“
„Ég get ímyndað mér það.“
„Það efast ég um.“
Ég sá, að gólfmottan min sem
átti að vera fyrir framan legu-
bekkinn, var horfin. „Hvað kom
fyrir mottuna mína?“
„Mér þykir það leitt, Dugg-
ers. Hún varð fyrir óhappi."
„Og gereyðilagðist, eða
hvað?“
„Nei. Ég lét Sylvíu fara með
hana. Það var ekki viljandi."
„Ég þykist vita það.
Hvað kom fyrir."
„Hún var þér einskis nýt eft-
ir það sem . . . hm . . . kom
fyrir hana Ég skal kaupa
aðra handa þér og senda hana.“
Ég vissi að hann mundi standa
við það og að sú motta yrði
vandaðri en hin, þó ekki um of.
Annað virtist ekki hafa farið af-
laga í stofunni. Ég kveið þó fyr-
ir að líta inn í svefnherbergið.
„Það skemmdist ekkert
annað," sagði Roy, sem hafði
fylgzt með augnaráði mínu. „Ut-
an einn bolli og tveir diskar sem
velvakandi
0 Bróðir hins glataða
Freymóður Jóhannsson, skrif
ar=
„Ólafur Ólafsson hafði orðið
í útvarpinu í sl. viku og endaði
mál sitt á sögunni um glaða
soninn. Fór hann, eins og vant
er, hinum hlýlegustu orðum
um heimkomu hans og „iðrun“,
ef iðrun 9kal kalla og gleðitil-
finningar föðursins yfir endur
heimt sonarins, En um bróður
inn er heima hafði starfað, hafði
ræðumaður, — ja, þvílík þó ó-
kvæðisorð! Því miður var ég
ekki við því búinn að taka um
mæli ræðumanns upp á segul
band og man því ekki nákvæm-
lega hvert orð, — en mér
fannst, er ræðumaður þagnaði,
að hann hefði notað flest tiltæk
illmæli og glæpaheiti á þennan
trygga heima-bróður. Ó.Ó. gat
ekkert annað en illt og and-
styggilegt um hann sagt. Ræðu
maður þessi hlýtur að vera
meira en syndlaus maður, fyrst
hann er þess umkominn að
ausa þvílíkum ókvæðisorðum
yfir þessa alkunnu söguper-
persónu. Kristninnar mönnum
væri það vissulega miklu verð
ugra verkefni, að sníða verstu
vankantana og ósamræmið af
ýmsu því, er borið er á borð
fyrir okkur í nafni Krists og
kirkju, svo áhrif kristindóms-
fræðslu og boðunar hefði mögu
leika á að ná þeim áhrifum,
sem henni er ætlað að ná og
hún gæti náð, — í stað þess að
bera annan eins óþverra og öf-
ugmæli á borð, og Ó.Ó. gerði í
umræddum útvarpsþætti.
f vitund minni er sagan um
glataða soninn, eins og presta
stéttin hefur túlkað hana, nær
einróma, — að vísu eitt af því
háskalegasta, sem tengt hefur
verið minningunni um Krist,
eins og kristið fólk vill hafa
hana. í vitund minni og skiln-
ingi er bróðirinn, sem starfaði
heima, ímynd hins dygga,
skyldurækna og ábyrga manns,
er ann föðurleifð sinni og að-
stoðar föður sinn, eða foreldra
með ráðum og dáð. Hann gæti
verið ímynd fyrirmyndarborg-
arans, — laukur ættar og föð
urlands, — ráðdeildar, trú-
mennsku og fyrirhyggju.
Glataði sonurinn ætti, sam-
kvæmt sögunni, fremur að fá
stimpil glæpamannsins. Hann
sveikst undan skyldum sínum,
kom sér að heiman og eyddi
þar öllu og svallaði. Þegar allt
um þraut, neyddist hann til að
skreiðast heim og leita á náðir
heimilis síns.
Saga glataða sonarins er, þvf
miður, saga fjölmenns hóps
þeirra, er einna verst hafa hag
að sér, fyrr og síðar í hinum
svokölluðu „menningarþjóðfé
lögum“ og gert sitt til þess að
draga þau niður i sorann. Þeir
hafa öðrum fremur leitt sorg
og óhamingju yfir þá, sem þeir
hefðu átt að reynast bezt. Að
slikir menn ættu sérstakan
veizlufagnað skilið við heim-
komuna á kostnað hinna
tryggu, umhyggjusömu og stað
föstu, er fjarri mínum kristin-
dómi. Væri slíkt iðkað almennt,
yrði það þvílíkur bölvaldur, að
viðkomandi þjóð Þyrfti ekki,
innan tíðar, um sár sín að
binda. Ég hygg, að skynsamir
menn mundu ekki heldur vilja
heimfæra skilning Ó.Ó. á
„heima-bróðurnum“ upp á t.d.
venjulega starfsmenn ríkis, eða
bæjar- og sveitarfélaga, né fyr
irtækja eða heimila, — eða
halda veizlur til þess að fagna
svikurum, brotthlaupsmönnum
og svöllurum, þegar sulturinn
kynni að neyða þá til að skreið
ast heim á ný.
Að vísu er þessi skilningur
Ó.Ó. ekkert einsdæmi nú á dög
um, því miður.
Sviksemi og svall er oft verð
launað, en trúmennska og ætt-
jarðartryggð lítilsvirt. Tilfinn-
ingar föðurins, við endurheimt
sonarins skilur hins vegar hvert
foreldri, eða ætti að skilja. —
Slíkar tilfinningar eru þess eðl
is, jafnvel þótt afturhvarfið
kynni að vera neyðarúrræðí.
En þannig tilfinningum fylgir
ógjarnan veizlugangur og ali
kálfaslátrun, — heldur kyrrlát
ur innri fögnuður og læknandi
kærleikur, — og ekki á kostnað
annarra.
Borgarspítalanum í Reykja-
vík, 29. febrúar 1972.
Freymóður Jóliannsson“.
0 Vill hann koma
drykkjuskaparorði á
Akureyringa?
Frá Akureyri skrifar Jakob
Ó. Pétursson:
„Góði Velvakandi!
Nýlega las ég í einhverri
„gulu pressunni" ykkar syðra
klausu um drykkjuskap Akur-
eyringa, er byggður var á töl-
um um heildarsölu áfengis í út
sölu ÁTVR á Akureyri, og virt
ist blaðið álykta svo, að Akur-
eyringar væru yfirleitt hælis-
matur vegna ofsalegrar vín-
drykkju þeirra. Raunar var sú
jafnvel afsakanleg viðvaningi
í blaðamannastétt vegna ókunn
ugleika. En hitt er verra, að Ak
ureyrarblaðið Dagur tekur und
ir þann sama söng m.eð forsíðu
grein 2. febrúar sl. með fyrir-
sögninni „Akureyringar drukku
fyrir nær 100 milljónir króna"
og segir þar m.a.:
,Hinir almennu borgarar á
Akureyri, sem samkvæmt þessu
kaupa áfengi fyrir 100 milljónir
króna, láta þó mun hærri upp
hæð af hendi rakna, af því að
þeir kaupa verulegan hluta
vínsins á vínveitingastöðum og
þá fyrir margfalt verð.“
Sízt gátum við Akureyring
ar vænzt þess, að ritstjóri Dags
reyndi að koma sérstöku
drykkjuskaparorði á samborg-
ara sina á röngum forsendum.
Vissulega má honum vera það
ljóst, að Akureyringar neyta
ekki nema hluta þess magns,
sem selt er hér af áfengi, þar
sem útsala ÁTVR á staðnum er
í fjölmennustu samgöngumið-
stöð utan höfuðstaðarins og
hin eina á allri þjóðleiðinni frá
Reykjavík norður og austur
um land til Seyðisfjarðar. Á
sölusvæðinu eru a.m.k. 2—3
kaupstaðir auk Akureyrar, svo
og öll sjávarþorp og byggðir i
Eyjafjarðar- og Þingeyjaxsýsl-
um að bemskusveit ritstjórans
meðtalinni. Sumarmánuðina,
sem ferðamannastraumurinn er
mestur um Akureyri, er al-
gengt, að einn og einn Akureyr
ingur slæðist inn í útsöluna og
biðji um pela af sterku eða
flösku af ódýrum púrtara og
sé litinn góðlátlegu hornauga
af ferðamönnum, sem raða þar
dýrum víntegundum í kassa og
skjóður. Og einnig ætti hann
að vita, að Samvinnubarinn á
Hótel KEA var fyrst og fremst
srtofnaður fyrir gesti hótelsins
og aðra ferðamenn, sem þeir
og kunna að nota sér a.m.k. til
jafns við samborgara ritstjór-
ans.
Sannleikurinn mun sá, að þótt
meira sé drukkið en skyldi hér
í bæ sem annars staðar, finna
Akureyringar sig ekki seka um
óhóflegri drykkjuskap en ann
ars staðar gerist í landi voru.
Og þeir eru ekkert þakklátir
samborgara sínum í blaða-
mannastétt að nota tölur frá
ÁTVR í blekkingarskyni um ó-
hóflegan drykkjuskap þeirra og
svall.
Með þökk fyrir birtinguna.
J.Ó.P.“