Morgunblaðið - 05.03.1972, Qupperneq 29
MORGUNTJLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
29
Makarios hylltur af
þúsundum á Kýpur
Kröfum biskupa og grísku
stjórnarinnar vísaö á bug
Nikásíu, 3. marz — AP, NTB
ÞÚSUNDIR grrískumælandi Kýp
urbúa efndu i dag til fundar
til stuðningrs Makariosi erkibisk
upi fyrir framan forsetahöllina í
Nikósíu, hylltu erkibiskupinn og
hrópuðu „Makarios, engan ann-
an en Makarios“. Kunnugir í
Nikósíu telja að fundurinn jafn
gildi því að grískumælandi Kýp
urbúar' visi eindregið á bug til-
raun stjórnarinnar í Aþenu til
þess að vikja Makaríosi frá vöid
um eða gera hann valdaiausan.
Öllum kirkjuklukkum var
hringt í borginni og þúsundir
stúdenta og skólabaima hvaðan-
æva að af Kýpur flykktust til
fundarins þar sem vísað var á
bug ákvörðun kirkjuráðsins á
Kýpur um að Makarios segði af
sér. Talið er að aðeins einu sinni
áður hafi verið haldinn eins fjöl
mennur fundur á eynni í 13 ár
eða síðan hann var hylltur við
heimkofmuna úr útlegðinni á
Seyohelles-ey j um.
Þrir Kýpurbiskupar kröfðust
þess í gær að Makarios legði nið
ur völd þar sem þeir teldu að
samkvæmt lögum grisku rétt-
trúnaðarkirkjunnar ætti biskup-
inn ekki að sækjast eftir verald
legum völdum. Grisk blöð á Kýp
ur skýrðu frá því í dag að á
skyndifundi i stjórninni í gær-
kvöldi hefði erkibiskupinn gert
ijóst að hann mundi segja af sér
ef biskuparnir tækju kröfuna
ekki til baka, en i ræðu sem Mak
arios hélt á útifundinum i dag
forðaðist hann að ræða stjórn-
mál.
Sumir fréttaritarar setja kröfu
biskupanna í samband við þrýst-
ing á Makarios frá herforingja-
stjórninni. Fyrri fréttir hafa sagt
frá því að griska stjórnin hafi
krafizt þess að Makarios endur-
skipulegði stjórn sína og iéti
vopn sem hann hefur fengiö frá
Tékkóslóvakíu í vörzlu friðar
gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna.
Opinber talsmaður sagði í dag
að áfram miðaði i samkomulags
átt í deilunni um vopnin, en ekki
hefur verið staðfest hvort Makar
ios gangi að kröfu stjórnarinnar
í Aþenu þótt orðrómur hafi verið
á kreiki um það.
Lögreglumaður var skotinn og
særðist alvarlega í Limassol í
dag, skömmu eftir að hundruð
| Makariossinna reyndu að ráðast
inn í biskupssetrið í Kitium í
Limassol þar sem tveir þeirra
bis'kupa, sem hafa lagzt gegn
erkibiskupnum dveljast nú. Efnt
var til svipaðra mótmælaaðgerða
í mörgum öðrum bæjum á Kýp
ur.
Útgáfustarfsemi
Loftleiða
BANDARÍKJAÚTGÁFAN af
„Ioeland Adventure 1972“ er ný
komin út hjá LoftleiSum í 150
þúsund eintökum og Evi'ópuút-
gáfan er væntanleg á næstunni.
Þá er nýlokið prentun á bækh
ingnum „Step off Stopover“ í
stóru upplagi. Þar er skýrt ft'á
viðdvalarboðum, sem gilda frá
1. júní. Fleiri bæklingar eru í und
irbúningi hjá Loftleiðum.
— Úr írlandsferð
Framhald af bls. 13.
tókst ekki, fór hann á stað-
inn og hélt útimessu. Eftir að
hafa verið við messu í kirkju
séra Paisleys get ég rétt
ímyndað mér að þessi sam-
koma hafi verið líkari her-
kvaðningu en tilbeiðslustund
í anda Fjallræðunnar. Enda
fór allt í bál og brand. Átök-
in stóðu í marga daga og
náðu hámarki í Derry.
Cameron nefndin, sem nú
var skipuð, komst að þeirri
niðurstöðu, að lögreglan
hefði reynt að stöðva leik-
inn en ekki fengið við neitt
-ráðið. En hún sagði einnig
ómótmælanlegt, að einstakir
lögreglumenn hefðu sýnt af
sér algerlega ósæmilega fram
komu í Bogsidehverfinu nótt-
ina eftir lokaþátt átakanna í
Derry. Þeir gengu hús úr
húsi, brutu og brömluðu og
börðu fólk til beggja handa.
O’Neill
gefst upp
Andstaðan gegn Terence
O’Neill og umbótatillögum
hans harðnaði stöðugt og sið-
asta úrræði hans til að
styrkja stöðu sína var að
efna til nýrra kosninga í febr
úar 1969. En þráitt fyrir vax-
andi fylgi meðal kaþólskra
urðu úrslit kosninganna til
að veikja stöðu hans enn
frekar.
Ný átök urðu í Derry 19.
april, þar sem lögregian gerð
ist, samkvæmt umsögn Camer
on-nefndarinnM', aftur sek
um misbeitingu valds, er olli
óbeint dauða miðaldra manns
í Bogside. Og næsta dag
sprakk fyrsta sprengjan —
og fleiri á eftir. Ha fði IRA
kveðið sér hljóðs?
Nú var mælirinn fullur
og O’Neill gafst upp. Pais-
ley fagnaði því, að „slíkur
svikari" skyldi fallinn og leit
á það sem ráðstöfun Guðs al
máttugs. En rannsókn á
sprengingunum, sem urðu
O’Neill að falli, leiddi í ljós,
að fyrir þeim höfðu staðið
öfgasamtök mótmælenda,
SjáHfboðaiher Ulister, und-
ir stjórn Williams nokkurs
Stephensens, sem játaði á sig
sök.
Arftaki O’Neills var James
Chichester Clark og nú fór
brezka stjórnin, þá verka-
mannaflokksstjórn Harolds
Wilsöns, að láta málið til sín
taka. Átökin urðu æ blóð-
ugri og í ágúst biðu 10
manns bana á Falls Road
svæðinu í Belfast, þar á með-
al níu ára drengur er varð
fyrir byssukúlum, þar sem
hann sat inni í herbergi sínu.
Þessi siðustu átök réðu úr-
slitum um, að brezkar her-
sveitir tóku í taumana. Um
sama leyti var birt yfirlýs-
ing stjórna Bretlands og N-
írlands, þar sem heitið var
endurbótum í húsnæðis og at
vinnumálum og auknum
mannréttindum. Einnig skip-
aði brezka stjórnin fulltrúa
sinn, fjallagarpinn Hunt láv
arð, til þess að kanna skipu
lag n-írsku lögreglunnar.
Hann mælti með þvi, að B-
special sveitirnar yrðu af-
vopnaðar og endurskipulagð
ar. Sú ráðstöfun vakti gifur-
lega reiði mótmælenda og olli
óeirðum í hverfi þeirra við
Shankil Road í Belfast.
Framan af átti brezki her-
inn í mestum útistöðum við
öfgaflokka mótmælenda og
orkuðu ýmsar aðgerðir hans
gegn þeim tvímælis ekki síð-
ur en aðgerðir þeirra gegn
kaþólskum síðar. Þá skýr
ingu gefa fróðir menn, að her
mennirnir hafi tæpast vitað
lengi vel, hvort þeir áttu að
vera hermenn eða lögregla
og þvi hafi ýmislegt komið
fyrir, sem betur hefði verið
ógert.
Framan af var gott sam-
band milli brezka hersins og
kaþólskra, sem höfðu upp-
haflega fagnað þeim heils
hugar og talið komu þeirra
boða betri tíma. Viðræð-
ur fóru fram milli herstjórn-
arinnar og fulltrúa IRA, sem
féllust á að rífa niður götu-
vígin i kaþólsku hverfunum.
Þegar mótmælendur komust
að þessu samkomulagi stóðu
menn þeirra fyrir meiri hátt-
ar óeirðum.
Ný stjórn
í Bretlandi
Árið 1970 gekk í garð og
um hrið virtist ró hafa færzt
yfir land og lýð. Ólgan var
þó hin sama undir niðri og í
júnímánuði sauð upp úr á ný
með blóðugum átökum, þegar
Orangistar fóru skrúðgöngu
í Belfast.
Þetta var skömmu eftir
stjórnarskiptin á Eng-
landi, Ihaldsstjórn undir for-
sæti Edwards Heaths hafði
tekið við. Fyrstu viðbrögð
hans voru að gera sem
minnst, forðast íhlutun eftir
megni og láta Irana
sjálfa um deilur sínar. Inn-
anríkisráðherrann, Regin-
ald Maudling fór þó til Bel-
fast og varð mikið um. Seg-
ir sagan, að hann hafi, er
hann kom upp í flugvélina er
flutti hann frá Belfast, beðið
strax um stóran viskísjúss,
sér veitti ekki af honum eft-
ir „þetta hræðilega land“.
Skömmu síðar fundust tals
verðar vopnabirgðir IRA og
var nú gerð gagnger leit í
kaþólsku hverfunum. Spenna
hafði þá skapazt milli brezku
hermannanna og kaþólskra,
þótt kyrrt væri á yfirborð-
inu. Þar við bættist
tortryggni kaþólskra í garð
íhaldsstjórnarinnar, sem
þeir óttuðust að mundi taka
afstöðu með harðskeytt-
um mótmælend'um.
Þegar fyrrgreindri vopna-
leit var lokið og herbílarnir
voru á leið út úr eimu hverf-
inu, köstuðu nokkrir ungling
ar grjóti á eftir þeim. Þá
sneru hermennirnir við inn i
hverfið, sem innan stundar
logaði i óeirðum og átökum.
Yfirmaður hersins fyrirskip-
aði útgöngubann og lét her-
mennina leita hús úr húsi og
rannsaka hvern krók og
kima.
Síðar var úrskurðað, að út
göngubannið hefði verið
ólöglegt en með þessu atviki
var friður rofinn milli
kaþólskra og brezkra her-
manna. Ýmis atriði hafa síð-
an komið upp varðandi að-
gerðir brezka hersins, sem af
brezkum dómstólum hafa ver
ið úrskurðuð ólögleg — og
fyrir skömmu neyddist
brezka stjórnin ttí að hraða
gegnum þingið sérstöku frum
varpi tiil að styrkja laga-
grundvöll fyrir starfsemi
hersins á N-Irlandi.
„Heillaráð“
Faulkners
Þegar kom fram á árið 1971
fóru „byssumenn“ IRA að
láta til sín taka svo um mun-
aði. 6. febrúar féll fyrsti
brezki hermaðurinn fyrir
kúlu „provisional“ IRA e£t-
ir nokkurra daga sleitulaus-
ar óeirðir í Belfast milli
kaþólskra og mófmæilenda og
misheppnaðar samningaum-
leitanir um gæzlu kaþólsku
hverfanna.
I marz tók við nýr forsæt-
isráðherra, Brian Faulkn-
er. Fyrsta verk hans var að
bjóðast til að stof.na nefndir
undir forystu launaðra kaþ-
ólskra formanna til að kanna
stefnu stjórnarinnar í
tryggingamálum, iðnþróunar-
og umhverfismálum o.fl. Þess
um tillögum var mjög
vel tekið af andstöðunni og
hefðu þær vafalaust lægt
öldurnar um stund a.m.k., ef
ekki hefðu komið til önnur
atvik. Tveir menn, sem kaþ-
ólskir sögðu saklausa vegfar
endur, féfliu fyrir skotum
brezkra hermanna. Kaþólsk-
ir þingmenn stjórnarandstöð-
unnar kröfðust þess, að
brezka stjórnin léti fara
fram rannsókn á málinu en
hún neitaði og þá gengiu þeir
af þingi og kaþólskir fulltrú
ar hættu störfum í bæja- og
sveitastjórnum-
Eftir þetta harðnaði and-
staða allra hlutaðeigandi að-
ila. Brezki herinn ákvað að
sýna i tvo heimana hverjum,
sem reyndi að brjóta niður
vald hans. IRA stóð fyrir
daglegum sprengingum og
herti herferðina gegn brezku
hermönniunum og embætt-
ismönnium. Mótmæleindur
kröfðust enn harðari gagn-
ráðstafana, jafnframt því,
sem þeir kepptust við
að koma upp sínum eigin her
skáu sveitum — og loks
greip Faulkner, með sam-
þykki brezku stjórnarinnar
til eftirlætisráðs síns, að
fangelsa án dómsúrskurð-
ar nnenn, sem hann taldi
hættulega stjórninni og
Stormont. Sagt er, að við ieit
á heimilum þekktra XRA
manna hafi lögreglan fundið
nöfn 500 félagsmanna beggja
arma. Hvorugur hafði lista
yfir eigin menn, báðir höfðu
lisfca y*fir menn hins.
Á þeim tæplega sjö mán-
uðum, sem liðnir eru frá því
að byrjað var að beita þess-
um lögum\ hafa verið hand-
teknir rúmilega sjö hundruð
menn, en starfsemi IRA hef-
ur farið sívaxandi. Á síð-
ustu 30 mánuðum hafa meira
en 250 menn látið lífið í átök
unum, þar af meira en helm-
ingur á síðastl. hálfu ári. Fer
þeim nú óðum fjölgandi, sem
komast á þá skoðun, að ráð
Faulkners hafi gersamlega
brugðizt í þetta sinn.
Þegar ég fór frá Belfast,
21. febrúar, var sú skoðun
rikjandi, að ekki gæti liðið á
löngu áður en brezka stjórn-
in tæki alveg við stjórnar-
taumun'um á N-írlandi og
leysti Stormont þingið Upp
eða takmarkaði a.m.k. mjög
völd þess.
Hógværir kaþólskir menn
jafnt sem mótmaslendur von-
ast eftir lausn, er bindi enda
á hatur og hryðjuverk, hlóðs
úthellingar og bræðravig.
Öfgasinnaðir mótmælend-
ur biða þess, að brezka
stjórnin taki eindregna af-
stöðu við hlið þeirra og berji
niður af hörku kröfur minni-
hlutans og ibúa Irlands um
sameiningu landshlutanna.
Róttækustu þjóðernissinn-
arnir „provisional" — IRA
bíða þess hins vegar að geta
hafið harðskeytta skæruliða-
baráttu gegn Bretum, sem
þeir telja sinn höfuðandstæð
ing og mundu af þeim sökum
gleðjast, ef þeir tækju yfir
stjómina.
Flestum fannst það standa
Bretum næst að taka á sig
ábyrgðiina eða að minnsta
kosti leggja sig meira fram
en þeir hafa gert við að leysa
deilurnar, þar sem þeir ættu
óumdeilanlega upptökin að
núverandi ástandi með her-
námi írlandis endur fyrir
löngiu, fjöldaflutningum
manna sinna þangað og loks
með því að skipta landinu á
þann veg að þeir skiildu eft-
ir í N-lrlandi púðurtunnu, er
hvenær sem var gat sprung-
ið í loft upp.
En eitt er að velta ábyrgð-
inni yfir á einhvers herðar
og annað að finna lausn, sem
við verði unað — og til þess
þarf fleiri en Breta eina. Deil
urnar á írlandi eru nú lík-
astar þeim fræga Gordíon-
hnút. Spurningin er hvort á
að halda áfram að reyna að
leysa hann — eða hvort, hver
— og hvar skal á hann
höggvið.
Margrét R. Bjarnason.
Kirkja séra Ians Paisleys í Belfast.