Morgunblaðið - 23.03.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1972, Blaðsíða 16
16 MORGU'MRLAÐtÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 19T2 D.tgofandi hif. ÁrvaJcuc Reyltjavfk Fram'kvæm da stjóri Ha.roldur Sveinsson. Rimsitjórar Matthías Johannessen, Eyj'óltfur Konráö Jórisson. Aðstoðarritstjón Styrmír Gunrvarsson. Rftstjómarfullirúi Þiorbjöm Guðrrrundsson Fréttastjóri Björn Jóthannsison Auglýsirvgastjöri Á-rni Garðar Kristlnsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ö-100. Augirýsingar Aðatetr'ætí 6, sfmi 22-4-80 Áskriftargjald 225,00 kr á 'mánuði innanlands I fausasöTu 15,00 Ikr eintakið þeirri könnun, sem fram færi. Hann taldi einsýnt, að íslendingar yrðu áfram í Norður-Atlantshafsbandalag- inu og sagði: „Við höf- um samt sem áður ekk- ert á móti því, að aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu sé einnig tekin til með- ferðar og málið í heild sinni kannað ofan í kjölinn, m. a. með það fyrir augum að um öryggis- og varnarmál íslands í samfélagi þjóðanna megi takast umræður, er gerðu ís- lendingum almennt ljóst, VARNARMÁLIN í BRENNIDEPLIÁ NÝ Cíðustu misserin hafa örygg- ismál Islands verið í brennidepli eða síðan ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar birti þann boðskap sinn, að stefnt skyldi að því, að varn- arliðið hyrfi af landi brott á kjörtímabilinu. Enginn vafi er á, að þetta stefnumið kom mönnum mjög í opna skjöldu, enda reis þegar mikil andúð- aralda gegn þessum áformum meðal þjóðarinnar. Mikill meiri hluti hennar ætlast til, að farið sé með mikilli gát í öryggismálum og kann því illa, þegar forystumenn henn ar gefa ótímabærar og van- hugsaðar yfirlýsingar í þessu efni. Það þótti því góðs viti, þegar utanríkisráðherra lýsti því yfir, að ekkert skref yrði stigið í öryggismálum þjóð- arinnar nema að höfðu sam- ráði við Alþingi, enda kæmi samþykki þess til. Síðar hef- ur komið í ljós, að þingfylgi er ekki fyrir því, að varnar- liðið hverfi úr landi að svo komnu. Við umræður á Alþingi sl. þriðjudag, er Geir Hallgríms- son mælti fyrir tillögu sjálf- stæðismanna um fyrirkömu- lag á viðræðum um öryggis- mál íslands, lagði hann á- herzlu á, að Alþingi hefði að- stöðu til þess að fylgjast með endurskoðun varnarsamnings ins og hafa hönd í bagga með hvar þeir stæðu og hvert stefna bæri til þess að tryggja sjálfstæði og öryggi lands- ins.“ Geír Hallgrímsson sagði ennfremur: „Öryggismál Is- lands eru ekki og verða aldrei einangrað fyrirbæri, sem okkur einum kemur við. Auk þess sem þau skipta önnur Atlantshafsríki í heild og þeirra öryggi, er ljóst, að fyrirkomulag á þessum mál- um hér hefur mikil áhrif á öryggi hinna Norðurland- anna. I Noregi hafa t. d. kom- ið fram alvarlegar áhyggjur vegna hugsanlegra breytinga á skipan öryggismála íslend- inga. Eins og kunnugt er hafa Norðmenn miklar áhyggjur af vörnum Noregs á landa- mærum Sovétríkjanna og Noregs vegna aukinna at- hafna sovézka flotans við Norður-Noreg. Vitað er, að sovézki flotinn hefur haldið æfingar rétt utan við norska landhelgi, þar sem æfð hefur verið innrás í Noreg.“ Þing- maðurinn lagði síðan áherzlu á, að afstaða okkar til örygg- ismálanna gæti haft víðtæk- ar afleiðingar, ekki sízt á Norðurlöndunum, og sagði: „Þess vegna er eðlilegt, að einn þátturinn í þeirri athug- un, sem utanríkisráðherra segir nú að fari fram á varn- armálunum, beinist að stöðu hinna Norðurlandanna.“ Eftirtektarvert er að rifja upp ummæli Hannibals Valdi marssonar í málgagni frjáls- lyndra og vinstri manna um öryggismálin fyrir skömmu: „Aðeins virðist um þrennt að velja: Vilja íslendingar taka áfram þátt í varnarsamtökum vestrænna þjóða? Vilja þeir leita undir verndarvæng Sovétríkjanna eða vilja þeir láta skeika að sköpuðu og treysta á vernd hlutleysis, ef til átaka kæmi milli risanna tveggja í austri og vestri? Eins og nú standa sakir virð- ist flest benda til þess, að mikill meiri hluti þjóðarinn- ar velji fyrsta kostinn, þótt engum þyki að öllu góður.“ Þá eru ekki síður eftirtekt- arverð þau ummæli utanrík- isráðherra, að hann hafi ver- ið og sé NATÓ-sinni, en seg- ist að vísu ekki geta hugsað sér að vera áfram í þeim samtökum, eftir að hernaðar- legt gildi þess sé úr sögunni. Þetta er eini fyrirvarinn, sem hann gaf á Alþingi sl. þriðju- dag á veru íslands í Atlants- hafsbandalaginu. Þeim mun furðulegra er, að utanríkis- ráðherra skuli nota þetta sama tækifæri til þess að gera því skóna, að varnarlið- ið hverfi á brott á þessu kjörtímabili og viðhafa slík ummæli áður en niðurstaða könnunar hans liggur fyrir. Þau verða vart skilin öðru vísi en svo, að um einhverja stefnubreytingu kunni að vera að ræða hjá utanríkis- ráðherra, þegar áður en end- urskoðun varnarsamningsins er hafin. Það ber þó að vona, að svo sé ekki, heldur hafi utanríkisráðherra mistalað sig. Allir eiga leiðréttingu orða sinna og hann hefur sitt tækifæri til þess við fram- haldsumræður um varnar- málin á Alþingi. Heimsókn Nixons og THE OBSERVER , . . x . & I S valdajafnvægið í Kína Eftir Dennis Bloodworth Þegar litið er nánar á þá kín- versku ráðamenn, sem Nixon Banda ríkjaforseti hitti á Kínaför sinni end nrspeg-la þeir jafnvægisleysið i valda kerfinu í Kína í dag. Jafnframt styrkja þeir það álit að leiðtogarnir í Peking, hafi töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Þegar Nixon heimsótti Kína var til tölulega nýbúið að útskúfa Lin Piao, sem um árabil hafði verið útvaldur erfingi Mao Tse-tungs. Fall Lins átti ekki eingöngu rætur sínar að rekja til þess að hann hafði um langt skeið fordæmt Bandaríkin, sem versta óvin Kxna. Grunur leikur á að það sem helzt hafi orðið honum að fallí hafi verið sú eindregna skoð- un hans að sættir við Rússa væri öruggasta leiðin til að trygg.ia Kina nauðsynlega aðstoð, bæði tæknilega og hemaðarlega. Það er sjálfsagt orð um aukið, sem andstæðingar hans halda fram í dag, að hann hafi ver- ið að gera samsæri við Rússa. Þetta má álykta af því að fæstir af nán- ustu stuðningsmönnum hans úti á landsbyggðinni hafa lent í hreinsun- areldinum, en hins vegar láta þeir af ar lítið á sér kræla. Það vakti athygli að meðal þeirra, sem tóku á móti Nixon voru menn, sem vitað er að eru eindregnir and- stæðingar Bandaríkjanna, menn sem persónulega voru andvígir þvi að Nixon yrði boðið til Kína. En þeir létu ekki á því bera, fremur en and- stæðingar Maos láta andstöðu sína í ljós. Chou En-lai tók fyrstur á móti Nixon i Pekirtg. Vinsemd forsætis- ráðherrans í garð Bandarikjanna var talin tryggingin fyrir því að heimsóknin yrði á einhvem hátt sig- ur fyrir báða, því að Chou hafði ekki efni á því að hún mistækist. Chou er nú 73 ára og hann hefur lifað af marga valdabaráttu með þvi að fara hinn örugga milliveg, sigla milli skers og báru. Heimsókn Nixons sýnir hins vegar að nú er sú hægfara stefna er Chou fylgir, rikjandi innan stjórnmálaráðs miðstjórnarinnar sem þýðir að hann stendur þar augliti til auglitis við sjálfan Mao, sem ásamt forsætisráð- herranum er eini maðurinn, sem eft ir er í stjórnmálaráðinu og einhver völd hefur. Það dylst engum að Chou stendur nú næst því að taka við af Mao. Hann er ef til vill ekkert öfundsverð ur af þeim heiðri þvi að síðustu tveimur erfingjum Maos, þeim Liu Shao-shi og Lin Piao var fyrir-vara- laust kastað út í yztu myrkur. Chou á hættulega miklum vin- sældum að fagna, það kemur í ljós, er kínverskir borgarar eru spurðir álits á leiðtogunum. Chou hefur frá upphafi lagt áherzlu á að ákvörðunin um að bjóða Nixon til Kína hafi verið tek- in af Mao sjálfum. Margir Kínverj- ar eru hins vegar þeirrar skoðunar að Chou hafi farið að eins og refur- inn, sem klæddi sig í feld af tígris- dýri, til að hræða hin dýrin. Það er hugsanlegt að Mao hafi verið að leggja línurnar fyrir fund þeirra Nixons og Chous, er hann tók bros andi á móti Nixon þegar á fyrsta degi heimsóknarinnar. En, þó að Mao beri ekki sérlega hlýjan hug til Rússa þessa dagana er mikilvægi fundar hans við Nixon opinberlega lagt til jafns við það að hann var á sínum tíma reiðubúinn til að ræða við Chiang Kai-shek, er það var í þágu hans eigin hagsmuna. Sé þessi opinbera túlkun ætluð sem afsökun við Kínverja vegna þess að Mao hafi rætt við erkióvin Kína, hljóta Bandaríkjamenn á hinn bóg- inn að taka hana sem viðvörun. Maó hætti ekki á að eiga upptökin sjálf- ur að þessari síðustu stefnubreyt- ingu í utanríkismálum Kína, heldur var það Chou En-lai. Efasemdir Maos endurspeglast i þeim sem standa honum næst. Hin valdamikla eiginkona hans, Chiang Ching tók ekki á móti Nixonhjón- unum, er þau komu til opinbera gestabústaðarins, en hún er vön að taka þar á móti tignum gestum. Kín- verjar leystu þetta viðkvæma vanda mál með því að láta hana hitta for- setahjónin á hátíðarsýningunni á ballettinum, er hún hafði látið semja, sem stjórnandi byltingar- leikhússins, en ekki sem eiginkona Maos Tse-tungs. Maoistamir, Chang Chun-chiao og Yao Wen-yuna, sem lengst eru til vinstri í stjórnmálaráðinu tóku heldur ekki á móti Nixon, er hann kom til Shanghai, en Shanghai er þeirra sterkasta virki. Fjarveru þeirra má kannski rökfæra með því að mestu öfgamenn flokksins hafi ekki átt heima í þeim hópi, sem vann með Bandarikjamönnunum. Þessir tveir menn eru ekki eina áhyggjuefni Chous, því að hvergi þarf forsætisráðherrann að sigla eins varlega milli skers og báru eins og í samskiptunum við herinn. Ein af helztu kenningum Maos er sú að „pólitískt vald komi út úr byssu- hlaupi." Chou er borgaralegur emb- ættismaður og hann verður að treysta á fulltingi hershöfðingjanna, en það getur orðið falivalt, því að kínverskum hermönnum hefur um 2000 ára skeið verið kennt að „blekking sé lykillinn að lokasigr- inum.“ Það sem kannski var eftirtektar- verðast varðandi þá sem tóku á móti Nixon á flugvellinum, var hve valda- lausir þeir voru. Sá sem heiLsaði Nixon næstur á eftir Chou var Yeh Chien-yeng, varafonmaður hermála- nefndar kommúnistaflokksins. Hann er hershöfðingi, en ræður ekki yfir neinum hersveitum og hann er ger- sneyddur pólitískri framagirnd. Hann er aftur á móti snjall samn- ingamaður, sem Frelsisher kín- versku aiþýðunnar gat fellt sig við sem fulltrúa sinn. Varnarmálaráðheirann gat ekki verið viðstaddur, né yfirhershöfð- ingjar, því að þessir menn hafa dregið sig í hlé. Grunur leikur á að herforingjarnir tveir, sem eitthvað kveður að í Peking, þeir Pai Hsiang- kuo og Chang Tsai-chien, séu ekk- ert annað en staðgenglar annarra og valdameiri hershöfðingja, þeirra Hsu Shih-yu yfirhershöfðingja í Nanking og Huang Yung-sheng yfir hershöfðingja í Manchuriu. Hvorugur þessara manna hefur sézt í Peking nú um nokkurt skeið, en þeir eiga að nafninu til sæti í stjórnmálanefndinni. Mao og Chou hafa orðið að vinna hyl'li herforinigj- anna úti á landsbyggðinni, til að tryg'gja eigin valdastöðu og geta sýnt heiminum stöðuga og örugga stjórn landsins og það vekur athygli í þessu sambandi að skömmu áður en Nixon kom til Kína var skýrt frá því af opinberri hálfu að Hsu Shih- yu og 6 aðrir hershöfðingjar á Nank inghernaðarsvæðinu gegndi enn emb- ættum sínum, en þá hafði ekkert um þá heyrzt í marga mánuði. (Shang- hai er á þessu hernaðarsvæði sem var eins og kunnugt er fyrsti við- komustaður Nixons). Það exru slíkir menin sem viðhalda valdajafnvæginu. Chou En-lai gæti hugsanlega skipað sína menn í þau sæti í stjórnmálaráðinu, sem losn- uðu eftir fail Lin Piaos, en ráðamenn í Peking mega sín tiltölulega lítils úti á landsbyggðinni, þar sem 800 milljónir Kínverja búa. Og þó að raunsæ stefnumið forsætisráðherr- ans falli herforingjunum vel i geð, á hann engu að síður í flókinni bar- áttu við þá, til að tryggja stöðu sinna borgaralegu embættismanna ut an Peking gagnvart hervaldinu á hverjum stað. Þegar Chou og Mao falla frá verða eftirmenn þeinra valdir af hershöfðingjunum og þvi verða Bandarikjamenn að vinna traust þeiira til þess að tryggja að „Förin langa“, sem Nixon lagði til að Kín- verjar og Bandarfkjamenn legðu upp í, geti haldið áfram. Á hitt er svo að líta, að Chou á eftir að selja hershöfðingjunum þessa tillögu og það samkomulag, sem leiðtogarnir gerðu i Peking, en með blessun Ma- os yfir samkomulaginu ætti það að takast. Engin skyldi þó gleyma því að hér er aðeins verið að stíga fyrsta stutta skirefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.