Morgunblaðið - 23.03.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1972 TVITUG .STULKA OSKAST.: í þýðingu Huldu Valtýsdóltur. gerði Roy hlé á öskur-atlotun- um yíir borðið og fór að ávíta Penny fyrir að hafa ekki pant- að sér mat. Hann varð að kalla inn í eyrað á henni, en hellti um leið meira viskíi í glas ið sitt. Flaskan var nú vel hálfn uð, enda hafði hann fengið sér ur henni fyrir matinn og nú not aði hann innihaldið fyrir borð- vín. Hún hristi höfuðið og benti á, að hún væri búin úr kex- skálinni, sem var á borðinu. Sylvía sneri sér að mér. Ég furð aði mig á því, hvað andlitið á henni var mikið kringlótt. „Ég þoli ekki þessar tiktúr- ur í manneskjunni. Ef maður ex ekki svangur, þá pantar maður bara mat og borðar hann svo ekki. Það gera allir." Hún hall aði sér á ská yfir borðið. „Heyrðu væna, við skiljum þig. Þér liður alveg ægilega illa. Er það ekki nóg? Nú skulum við koma í einhvem annan leik.“ Penny leit í keltu sér og hristi höfuðið. Ég sneri mér að Sylvíu. „Hvernig stendur eiginlega á því, að þú ert þetta dæmalausa forað?" „Ætli það sé ekki af sömu ástæðu og þú ert ferkantaður rauðhaus með fjögur augu, sem hefur aldrei haft neitt til að bera og er búið að varpa fyrir borð og ert ónýtur og þykir svo gáman að sinfóníum og fúgum og fyrsta tilbrigðinu sem kem- ur á eftir stefinu og heimtar bara þitt fúla bjórglas og segir ég skil ekki hvað gengur að uniga fólkinu nú til dags og ert gömul kelling og tómur mis- skilningur og sníkjudýr á öðr- um og spjátrungur og huglaus og segir þetta er þér ekki sam- boðið Roy, þú verður að taka tillit til konunnar þinnar, Roy, gamli minn, gamli minn og ég skal koma með ykkur þótt mér sé það þvert um geð og dauður úr öllum æðum. Þú getur strik að út það af þessu sem er ekki satt. En ég efast um að það sé nokkuð." Þessu bunaði hún út úr sér á hámarkshraða. Efri vörin á henni var oi’ðin svo þunn, að hún sást ekki og þannig hélzt hún á meðan hún starði þegjandi á mig. Ég dáðist satt að segja að mælskunnd og hvað hún kom viða við. Roy hafði sennilega ekki numið orðaskil en heyrt tóninn og séð svipinn á andiiti hennar. „Penny,“ kallaði hann, „nei fyrirgefðu, Sylvia, átti ég við. Hæ‘;tu.“ Sylvía rak upp tvo eða þrjá flisshlátra aftan úr koki. „Mér finnst ekki gaman að fúgum," sagði ég dálítið bæld- ur. Penny stóð á fætur og ég fór að velta því fyrir mér, hvernig ætti að aðskilja kven- fólk i slagsmálum en hún bað mig þá bara að koma að dansa. Ég hristi höfuðið. „Ég kann það ekki.“ „Þú kannt það víst. Komdu." Hálfri mínútu siðar stóðum við á svolitlu dansgólfi fyrir framan sviðið. Þeir flauels- kflæddiu voru famir en sams kon- ar óhljóð og áður bárust úr öll- um áttum af hljómplötu. Hér voru allir að minnsta kosti 5—10 árum yngri en ég. Flest pörin eða öllu heldur flestir dönsuðu einir sér, fettu sig og brettu af ótrúlegri leikni, eins og þeir væru að búa sig undir enn meiri þrekraunir. Áður en ég hafði gert mér fyllilega grein fyrir, hvað ég átti illa heima þama á gólfinu, dró Penny mi,g út i horn, lagði hand- leggina á mér utan um sig og sína utan um mig og þrýsti sér allri að mér. Hún dillaði sér i sæmilegum takti við hljómfallið, ef hljómfall skyldi kalla en skipti sér ekki af umhverfinu að öðru leyti. Áður en varði og í aligerri mótsögn við það, sem ég var að tönnlast á við sjálfan mig, varð okkur báðum viss stað reynd ljós. Penny sleppti mér og vék til hliðar. „Jæja,“ sagði hún. „Við skul- um koma.“ Ég sneri baiki í alia neima hana. „Ég fer ekkert fyrr en þú hef- ur gefið mér nákvæma lýsingu á heimkynnum, fæðuöflun og nytsemi kameldýrsins. Og hvað áttu við?“ „Ég vildi sýna þér þakklæti og það er aðeins eitt, sem ég get veitt þér í þakklætisskyni og þess vegna varð ég að vera viss um, að þú kærðir þig um það. En hvað átt þú við með þessu kameldýri." „Eða drómedara. Það skiptir engu. En ég veit ekki betur en ég hafi áður farið fram á það?“ „Ég átti upptökin sjálf. Það lá illa á mér. Viltu í alvöru tala um kameldýrið?" „Hvað þarf að þakka mér?“ „Tillitssemina á glímusýning- unni. Og fyrir að þér fellur ekki við hana.“ Baktiríska kameldýrið (eða drómedarinn) gerði sitt gagn, enda þótt það væri valið af handahófi. „Það er nú ekkert skrýtið, þótt mér falli ekki við hana. Ég get ekki ímyndað mér að nokkrum falli við hana.“ „Jú, honum. Eða það heldur hann.“ „Hann er í sérflokki." „Já, það er satt. Eigum við að koma núna?“ Loksins vorum við komin út á gangstéttina og biðum eftir leigubíl. Það var ekki fyrr en eftir álíka langan tfíma og tók að leika „Meistarasöngv£irana“ óstytta og með matarhléi að mér fannst. Roy hafði sent hinn bíl- inn burt, sjálfsagt fyrir öryggis sakir. Þegar ég sagðist ætla að aka Penny þangað sem hún vildi fara, gerði hann sér fyrst upp undrun, en lét síðan í það skína að hann skildi og sam- þykkti. Gat það verið, að þetta hefði verið tilgangur hans fsrá upphafi? Það var að vísu mögu legt, en ótrúlegt að nokkur skyldi leggja á sig annað eins kvöld ótilkvaddur fyrir aðra. Leigubifreið nálgaðist og hann og Sylvía fóru í hana. Ég þakk- aði fyrir mig oig bauð góða nótt. Roy bauð sömuleiðis góða nótt og sagðist mundu hringja til min næsta morgun. Stúlkurnar sögðu hvorug orð og gættu þess að lita ekki framan í neinn. Við Penny biðum dlágóða stund eftir næsta bíl. Ég gerði nókikrar tilrauriir ti,l að fitja upp á samræðum en fékk ekk- ert svar. I bilnum fór heldur ekkert orð okkar á mi'ldi. Ég fór að hugisa mitt. Sá fyrir alls konar vandkvæði, þegar heim til mín kæmi. En hún tók að af kf.'æðast um lteið og við komum inn í svefnh erb erg,i ð, rétt eins og nú læigi á að kasta sér til sunds til að bjarga manni frá drukknun. Sarnt bjóst ég enn við undanbrögðum, einhverjum sérvizkulegum óskum, uppgerð eða afdráttarlausri neitun á síð- asta augnabiiki, en ailt fór vei. Ég gerði mér ekkert far um að ■gera ekki samanburð á henni og Vivienne. Hún stóðst þann samanburð. Vwienne var óþving uð og ófeimin og Penny var það lítka, en hún hafði líka til að be-ra sérstakan yndisþok-ka í öllum hreyfingum, sem hlaut að vera meðfæddur. Ég kyssti hana á eyrað og gagna-ugað. „Ei'sku Penny, þú ert. . . “ Hún færði sig fjær mér. „Hættu. Bngin þakkaryrði." „Fyrirgefðu. Þetta er víst gámall vani, sem margir hafa tam-ið sér. Mér fin-nst hann held ur góður." ,,En ég kæri miig ekki um hann. Hann var ekki innifaliinn I samningi okkar. Ef þú manst það ekki, fer ég frarn og sef á legubeikiknum þar. Oig vel á minnzt: samningurinn gi'lldir fram að moriguniverði og ekki lenguir. Enigar símahringingar, engin bréf eða blöm, engar pers óniulegar uppttýsimgar um þiig eða hverniig þér liður. Langar þig í te?“ „Ég skal laga það. Þú kannt ekkert á eldhúsið." „Ég finn út úr því. Get-urðu lánað mér slopp, — eltki spari- slopp. Ég sulila ailtaf á miig.“ Ég fór fram í stafuna og setti básúnukonsert Webers á stereo tætoið, stillltí það lágt og naut tónanna. Tuttugu mínútum síð- ar kom Penny úr eidhúsinu með bakka og á honum tebolla og ýmislegt matarkyns. HANDKLÆÐAKASSAR FRÁ FÖNN SJÁLFSÖGO sóttvörn AUGLJÓS ÞÆGINDI ÞÆEGINDI ÞRIFNAÐUR ÞJÓNUSTA VERÐ KRÓNUR: 5.850 LEIGA EÐA GÓÐ GREIÐSLUKJÖR FANNHVITT FBA FÐNN velvakandi 0 Frúkostmyndin á Frascati Veturliði skrifar: „Kæri Velvakandi! Berlingske Tidende getur þess 15. marz, að fyrirhugað sé uppboð á veitingahúsinu Fras- PANTIÐ MYNDATÖKUNA f SÍMA 17707 cati i Kaupmannahöfn nk. mið- vikudag og fimmtudag. Meðal númera verður eitt af öndvegismálverkum Jóns Stef- ánssonar, „Frúkost i det grönne" eða „Útreiðartúr" á is- lenzku. Myndin var máluð fyrir veit- ingahúsið og hefur prýtt veggi þess síðan 1934 eða 1939. Mér datt svona í hug, hvort hátt- virtir gefendur Skarðsbókar ættu nokkra aura afgangs . . . þá væri nú gaman. Veturliði." — Seinni uppboðsdagurinn er því í dag, og verða menn þess vegna að hafa snör handtök, eigi eitthvað að gera. 0 Kaup iðnnema Iðnnemi biður um birtingu meðfylgjandi bréfs: „Mig langar til þess að biðja Velvakanda að koma á fram- færi við viðedigandi aðila eftir- farandi: Ber iðnmeisturum ekki skylda til að greiða nemum sínum sveinskaup, meðan á skólatíma stendur, hafi þeir lokið verk- legu námi samkvæmt samn- ingi? Ástæðan fyrir þessari fyrir- spurn er sú, að við Iðnskól- ann í Reykjavik eru margir nemar i 4. bekk, sem lokið hafa verklegu námi. Sumir hafa fengið sveinskaup þegjandi og hljóðalaust, en aðrir standa í miklu stappi við meistara sína um þetta atriði. Hefur nemum eltki tekizt að fá fullnægjandi upplýsingar um þetta. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna, Þór Ottesen, ÞórufeUi 20.“ — Nauðsynlegt er að upp- lýsa þetta, og hlýtur að vera til einhver regla eða úrskurður um það. Maður, sem Velvak- andi bar þetta undir, hélt, að sumir iðnmeistarEu: borguðu stundum nemutn sveinskaup eftir lok verklega námsins, en ekki bæri þeim skylda til þess, fyrr en þeir væru fullgildir sveinar. Maðurinn vildi samt ekki ábyrgjast, að þetta væri rétt hjá sér, og ættu þeir, sem vita þetta með vissu, að senda Velvakanda línu um það. 0 Kcflavíkursjónvarpið „Reykjavik 19. marz 1972. Kæri Velvakandi! Við höfum heyrt þess get- ið, að reyna eigi að loka fyrir Keflavíikursjónvarpið, og þykir okkur það mjög leitt. Þessi ákvörðun útvarpsráðs (sem mjög mikið hefur látið á sér kræla undanfarið), er gersam- lega glötuð. Ef þessum mönn- um er þetta svona mikið kapps- mál að forða sér og sínum frá þessari hættu, hvers vegna eru þeir þá yfirleitt að stilla á þessa rás? Hverraig ætla þess- ir kappsömu menn að fara að, þegar gervihnettirnir eru farnir að verða algengari? Okkur finnst, að efnið í Kefla vikursjónvarpinu sé ekkert hættulegra menningunni en efni íslenzka sjónvELrpsins og ekki var myndin á laugardag- inn, 18. marz, til fyrirmyndar. Hvemig væri að láta meirihlut- ann ráða í þessu máli sem öðr- um? Björn Valdimarsson, Gunnar Freyr Gunnarsson, Eriine' Guðnason." JlS Ueizlumatur Smurt bruuð og Snittur SÍLD 8 FISKIJR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.