Morgunblaðið - 16.04.1972, Side 5
MORGHNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRlL 1972
5
Freysteinn Þorbergsson:
Sauðargæra
I.AMBASrOKH
Vegna yfMýsingar, sem birt
var af Skáksambandi Islands í
Morgunblaðinu 12. apríl síðast-
liðinn, vil ég taka fram eftirfar
andi.
Athygli vekur, að Skáksam-
band íslands reynir ekki að
hrekja neitt atriði í greinum
minum. Væntanlega telur það
sig ekki fært um það. Verður
yfirlýsing þess því að teljast
ómerk.
Ummæli Skáksambands íslands
um, að skrif mín skuli telj-
ast rógur, visast til íöðurhús-
anna. Lít ég á þau sem-róg um
mig, enda á engan hátt rök-
studd. Þvert á móti koma fram
rökleysur í yfirlýsingu skák-
sambandsins. Skal þá fyrst end-
urtekið það úr yfirlýsingu Skák
sambands íslands, sem furðuleg-
ast er:
„Fullyrðingar greinarhöfund-
ar um gang allra þessara mála,
eiga sér yfirleitt enga stoð í
raunveruleikanum og eru að-
eins til í hugarheimi hans.“
Samkvæmt þessari yfirlýs-
ingu ættu til dæmis eftirfar-
andi atriði að vera einungis hug-
arsmíði mín.
1. Tilboð islands í einvígið
sem samið var af mér og Guð-
mundi G. Þórarinssyni að hans
sögn.
2. Ferð min til Amsterdam með
tilboð íslands og skipan í alþjóð
legu opnunarnefndina, var þá
víst aðeins draumur.
3. Ferð mín til Bandarikjanna,
viðræður þaiwið Fischer og Ed
mondson, ásamt kvittun vegna
simtals við Guðmund Þ.
þaðan, upp á 30 dollara
og áttatiu sent, sem líkt og
fleira í þessu máli verður mér
ekki þakkað.
4. Er skeytið, sem sent var ein
um stjórnarmeðlima FIDE, um
uppgjöf Skáksambands Islands
á að halda einvigið á Islandi í
sumar, hugarburður, af því að
snúizt var í máiinu síðar? Spyrj
ið gjaldskrá Landsíma Islands.
5. Eru það ofskynjanir, sem
Dr. Euwe, Fischer og Edmond-
son geta vitnað um, að Guð-
mundur Þ. hafi í janúarlok
hringsnúizt í sumarmálinu og
tilkynnt, að ísland gæti haldið
einvígið i sumar með 25.000 doll
ara lækkun á verðlaunum? Rétt
er, að þrátt fyrir langar
viðræður við þrjá íslenzka fjöl-
miðla kvöldið 31. janúar, minnt-
ist Guðmundur ekkert á þetta
mál. Raunaur er slík meðferð á
sannleikanum — að dylja hann,
þegar Guðmundi hentar, — ein
af starfsaðferðum hans.
6. Er það hugarburður, að eft-
ir símtöl við Guðmund Þ. hafi
dr. Euwe ákveðið að skipta
margnefndu heimsmeistaraein-
vígi í tvennt? Og telja Islend
ingar að þær málalyktir hafi
verið æskilegar fyrir Island, eða
ætli að reynast auðveldar i fram
kvæmd?
7. Er það ofskynjun, að á sæmi
legri íslenzku megi það kali-
ast að kaupa köttinn í sekknum,
ef sætzt er á stór fjárútlát vegna
„siðari hluta“ einvigis milli Fisc
hers og Spasskýs, eftir að nýaf-
staðið einvigi Fischer — Larsen
hafði engan síðari hluta umfram
eina skák — endaði 6:0, þar
sem annað nýlegt einvigi milli
Spasskýs og Larsen endaði í
jafntefli IV2 vinningi gegn 1%.
Þannig mætti áfram telja.
Röklausa klausu meðstjórn-
enda Guðmundar Þórarinssonar
12. apríl met ég til jafns við
lambaspörð.
SAKLAUS LÖMB
Þeir meðstjómendur Skáksam
bands Islands, sem undirrita
furðulega smíði í Morgunblað-
inu 12. apríl voru lengst af sem
saklaus lömb i einvígismálunum
og hefi ég þess vegna
e'kki deilt á þá í greinum min-
um, Vil hitta Spasský, íslandi
allt og Átján axarsköft. Þetta
ætti að geta orðið lesanda ljóst,
ef athugað er eftirfarandi.
1. Þeir komu ekki nálægt
samningu tilboðs Islands um ein-
vigishald á Islandi, samþykktu
það aðeins óbreytt á fundi, eftir
að ég hafði samið það að beiðni
Guðmundar, hann grautað í því
nokkuð, snúið því á ensku, og
afhent mér það aftur til vélrit-
unar.
2. Þeir höfðu lítil aifskipti af
gangi mála fram að miðjum
jainúar, þegar við Guðmund-
ur hittumst nær daglega á
minina til Amsterdam og Amer-
iku.
3. Þeir áttu aðild að uppgjöf
Guðmundar á að halda heims-
meistaraeinvígið á Islandi í sum-
ar, sem tekin var skömmu eftir
að ég ræddi við Fisdher og Ed-
mondson í Bandarikjumum.
4. Þeir gáfu Guðmundi Þ. um-
boð til samninga I Amsterdam í
lok janúar — hans fyrri utan-
landsferð í málinu, og kvöddu
mig með handabandi og ósk um
góða ferð þangað með Guð-
mundi.
5. Hafi þeir samþykkt allt, sem
Guðmundur hetfir ©eirt í einvigis-
málunum, mun sumt samþykkt
eftirá. Má vera að annað hafi
þeir fyrst frétt í greinum mín-
Freysteinn Þorbergsson
um, svo sem um aðferðir Guð-
mundar í Amsterdam í janúar-
lok.
6. Ég hefi að beiðni fyrri
stjórna Skáksambands íslands
setið þing FIDE og Skáksam-
bands Norðurlanda i Gautaborg
1955, Dubrovnik 1958, Munehen
sama ár, Oslo 1965, á Kúbu 1966
í Finnlandi 1967 og í Sviþjjóð
1969. Þrátt fyrir beiðni forseta
Skáksambands Islands um að
staría með honum að samninigu
einvígistilboðsins og ofanritaða
reynslu mína í þessum méilum,
bauð Guðmundur Þórarinsson
mér aldrei gestasetui á fund-
um Skáksambands ísilands, með-
an ég starfaði að fullviminsliu
tilboðs Islands — allt til 31.
janúar. Sú reynsla, sem ég þann
ig miðlaði Guðmundi í tilboði Is
iands og á fundum okkar, kamn
því að hafa farið fyrir ofan garð
og neðan hjá saklausu lömbun-
um, nema hún hafi komið fram
í hugmyndaauðgi Guðmundar,
sem þeir nefna í klausu sinni.
Þar sem nefndir meðstjórn-
endur eiga ekki aðild að samn-
ingu tilboðs Islands á einvígis-
halidinu aðra en eiimfalt sam-
þykki, eiga enga aðild að þrem
Framhald á bls. 27
skrifstofu hans á mnilli fierða
COSTA DEL SOL
frá kr. 12.500
HVERJAR ERU
ÓSKIR YÐAR
ÞÉR VILJIÐ KOMA
ÁNÆGÐIR
ÚR FERÐINNI EFTIR
AÐ HAFA NOTIÐ
AFBRAGÐSÞJÓNUSTU
í SKEMMTILEGRI
FERÐ MEÐ BEZTU
KJÖRUM.
BROTTFARARDAGAR.
JÚLl: 5., 19.
AGÚST: 2., 16., 23., 30.
SEPT.: 6.. 13., 20., 27.
OKTÓBER: 11.
NÝTlZKU IBÚÐIR MEÐ ÖLLUM
ÞÆGIIMDUM.
FYRSTA FLOKKS HÖTEL,
3ja, 4ra og 5 STJÖRNU,
1, 2, 3 eða 4 vikur.
FJÖLSKYLDUAFSLATTUR
I ÖLLUM FERÐUM.
ÞAÐ ER
ÖRUGGARA
MEÐ ÚTSÝN
OG KOSTAR
T KKERT MEIRA. SILLA & VALDAHÚSIÐ Austurstræti 17 — SÍMAR 20100 23510 21680.
Allir f ara í f erð með UTSYN
í einu tæki
Gengur bæði fyrir
rafmagni
og rafhlöðum
Góður gripur,
góð gjöf
á aðeins
kr.12.980
segulband
KLAPPARSTÍG 26,
SÍMI 19800, RVK. OG
B 0 Ð'l N BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630