Morgunblaðið - 16.04.1972, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1972
Heimir Steinsson:
Spjall um Islandshaf
I. t!R FÓRIJM SNOKRA
Eynni Körmt er þannig farið,
„að, hún er mikil ey, löng og
víðast ekki breið, — liggur við
þjóðleið fyrir utan. Þar er mik-
il byggð, og víða er eyin óbyggð,
það er út liggur til hafsins.“
Svo segir iHeimskringlu. Lýs
ingin er fáorð, en hnitmiðuð,
kemur í öllum atriðum heim við
aðstæður enn þann dag í dag,
gæti staðið í ferðamanna-
pésa handa vandlátum, ef þess
konar bækur væru gerðar.
Þó er byggð á Körmt — eða
Karmey — sem að líkum lætur
meiri nú en forðum, heimamenn
alls um þrjátíu þúsund, blómleg
ar sveitir, verksmiðjuhverfi,
sjávarþorp og verzlunarmið-
stöðvar. En staðhættir eru
óbreyttir svo og kennileiti og
ömefnd mörg. Og sagan hefur í
hverjum skorningi látið eftir sig
einhvern glaðning handa vegfar
anda.
Sundið þrönga milli Karmeyj-
ar og Rogalands hefur um lang-
an aldur verið fjölfarin skipa-
leið. Sundið þrengist í norður-
áttina. Litlu sunnan við bæinn
Haugasund er steinsnar eitt milli
lands og eyjar. Þar heitir ög-
valdsnes, og þaðan sátu eyjar-
skeggjar löngum yfir hlut
þeirra, sem um sundið fóru. Ög-
valdsnes varð á öldum forsögu
og eldrí sögu miðstöð verzlunar,
auðs og valda. Fyrir einum fimm
þúsund árum sömdu menn vopn
og verkfæri af tinnu skammt frá
þeim stað þar sem nú rís álverk-
smiðja. Á bronsöld verða til
haugar, sem látið hafa úti fleiri
gersemar en önnur kuml á Norð
urlöndum jafngömul. í^dagrenn
ing sögunnar er Ögvalds-
nes höfðingjasetur. Hér blét Ög-
valdur konungur kú sína, er sið
an var heygð skammt frá leg-
stað konungs. Um daga Haralds
hárfagra og lengi siðan er
Ögvaldsnes konungsgarður. Sat
Haraldur löngum á Ögvaldsnesi
í elli sinni.
Hér gengu herir Hákon-
ar konungs góða og Eiríkssona
af skipum sínum og börð-
ust. Hér vitjaði Óðinn Ólafs
Tryggvasonar, er hann sat að
veizlu. Hér sat Þórir selur, ár-
maður Ólafs konungs Haralds-
sonar, en hann var veginn af
Ásbirni, sem síðan var nefnd-
ur Selsbani, systursyni Erlings
Skjálgssonar. Við þá sögu kem-
ur íslenzkur konungsþjónn,
Þórarinn Nefjólfsson. Hann
barg Selsbana, meðan Skjálgur
Erlingsson reri suður á Jaðar
og um hæl til Ögvalds-
ness, ásamt föður sínum og nær
fimmtán hundruðum manna. Með
þvi liði þröngvaði Erlingur kon
ungi til sætta við Selsbana. Þess
ir viðburðir urðu til þess, að
upp hófst að nýju sundurþykki
með Ólafi konungi og Erlingi
Skjálgssyni, er ásamt öðru
leiddi til þess, að konungur lét
tignina, en báðir lífið að lykt-
um.
II. ÍSLENDINGAR Á
FÖRNUM VEGI
Furðulega gaman er áð reika
um þessar slóðir viðburðaríkrar
sögu. Þarna var sem sé íslend-
ingur á ferð, — og þó tæplega
nema að nafninu til. Þórarins
Nefjólfssonar mun fremur fyrir
annað minnzt en hollustu við
málstað Islands. En hann er
ekki eini landinn, sem fyr-
ir verður á þessum slóðum.
Karmey liggur fyrir Rogalandi,
sem fyrr greinir, — m.ö.o. fyrir
vesturströnd Noregs sunnan-
verðri. Þaðan komu flestir
þeirra landnámsmanna Islands,
sem nafngreindir eru, — nánar
til tekið frá héruðum milli Agða
og Firðafylkis.
Það er ómaksins vert að
staldra við og ígrunda þennan
undarlega hlut: Hér bjuggu for
feður þínir endur fyrir löngu,
— til norðurs, suðurs og aust-
urs i þessu skógi vaxna og á
marga lund frjósama landi. Héð-
an sigldu þeir, létu akra en
hreppti’ Kaldbak við yzta haf.
Gunnar Gunnarsson nefnir barr
ilminn, sem Helga Arnardóttir
átti örðugt með að gleyma.
Mundi hann ekki með þeim orð-
um segja langa sögu í stuttu
máli? Mundi það ekki sæmilega
ljóst, að ærin vandkvæði hafa
steðjað að grónum bændum, er
hundruðum saman hröktust úr
þessum búsælu héruðum til Is-
lands? — Eitthvað hafa þeir tal-
ið vera í húfi. Frelsið? Sjálf-
ræðið? Vandmeðfarin og misnot-
uð orð, — e.t.v. í margra augum
hlægileg orð. En allt að einu is-
lenzk orð, á sinn hátt íslenzk-
ust allra orða - inngangsorð is-
lenzkrar sögu.
En úr því að vikið er að lönd
um okkar hér ytra, mun rétt að
geta eima Isilendingsins, sem
ferðalangur því nær hnýtur um
á Karmey. Hann setur komu-
manni stefnu í lystigarðsnefn-
unni í Kopervik, þar sem hann
gnapir, steyptur í málm. Hér er
kominn ekki ófrægari mað-
ur en Þormóður Torfason, sem
fæddur er árið 1636 í Engey,
tók stúdentspróf i Skálholti en
embættispróf í guðfræði í Kaup
mannahöfn, varð síðan konung-
legur norskur sagnaritari og ná
imn vimur Áma Magnússom-
ar. Þormóður grundvallaði sið-
ari tima sagnaritun í Noregi
svipað og landar hans end-
ur fyrir löngu höfðu grundvall-
að fyrri tíma sagnaritun í þessu
sögufræga en greinilega óbók-
fróða landi.
Þormóður kvæntist norskri
konu og fékk með henni bæinn
Stangaland á Karmey, bjó hér
síðan frá 1665 til dauða-
dags 1719. Þormóður er grafinn
á Ögvaldsnesi. Virðist hann
þykja sá síðari alda Karmeying-
ur, sem helzt getur talizt maður,
svo sem áður nefnd lystigarðs-
mynd nógsamlega útvísar.
III. ORÐASTAÐFR VI»
ÞORMÓÐ
Þormóður er sagnafár. þar sem
hann af stalli sínum blínir á póst
húsið i Kopervik og þaðan út
yfir Karmssund. Gaman væri að
hafa af honum tíðindi úr forn-
eskju. Einn hlut eiga þeir sam-
eiginlegan, Þormóður og sá
landi hans, sem hingað er kom
inn um sinns sakar: Þormóður
er stúdent frá Skálholts-
skóla, vegfarandinn sjálfur
á leið heim í Skálholt, ekki með
öllu vonlaus um, að þar megi
efla skóla að nýju eftir langan
vetur og harðan í sögu hins
forna helgiseturs. Fróðlegt væri
að heyra Þormóð segja frá hátt-
um manna í Skálholti forðum.
En Þormóður þrumir þegj
andi. Má og vera, að það sé bezt.
E.t.v. er ganglerinn, landi hans,
innst inni hræddur um, að Skál-
hyltingar liðinna alda lykju
litlu lofsorði á þau áform um
frekari viðreisn Skálholts, sem
nú eru á döfinni, ef þeir mættu
mæla. Tilraun til lýðskólarekst-
urs í Skálholti verður smá hjá
þeirri miðstöð æðri menntunar á
íslandi, er þar var um aldir.
IV. SKÁLHOLT í
HILLINGU
Þó hljóta Skálholtsmenn nú-
tímans að syndga upp á vonina
um fyrirgefningu hvorra
tveggja, liðinna kynslóða og
komandi. Eiginlega eiga þeir
einskis annars kost. Einhvers
staðar verður að hefjast handa,
eigi menntastofnanir í Skálholti
að rísa að nýju. Trúlega verður
byrjunin óásjáleg, miðað við
fyrri reisn staðarins. Allt að
einu er bættur skaðinn, ef sá
skóli, sem að ári fer af stað í
Skálholti verður einhverjum ís-
lenzkum ungmennum að gagni.
Og það verður hann, engu síður
en sá lýðskóli, sem starfar á
eynni Körmt og árlega safnar
nemendum af endilöngum
Noregi.
Hinu skyldi aldrei gleymt, að
lýðskóli i Skálholti er aðeins
fyrsti áfangi, — visir að öðru
meira. Endurreisn æðri mennta-
stofnana er takmarkið. Þess var
getið i grein í Morgunblaðinu
seint i janúar s.l., að frá byrj-
un verði í Skálholti reynt að
efna til valfrjálsra deilda, þar
sem áherzla verði lögð á þær
greinar, er á íslandi ganga und-
ir nafninu hugvísindi. Þess-
ar deildir geta þróazt í ýmsar
áttir. Skálholt átti sér eitt sinn
latínuskóla, skóla , Þormóðar
Torfasonar og annarra is-
lenzkra afburðamanna. Sú
stofnun verður að rísa í nýrri
mynd, er stundir líða, við hlið
lýðskólans. Sem fyrirmynd þess
konar samstarfs tveggja eða
fleiri skóla má nefna Sigtúna-
stofnunina í Svíþjóð, þar sem
lýðskóli og „húmanistiskur"
menntaskóli starfa hlið við hlið,
ásamt enn fleiri menntastofnun-
um reyndar, svo sem Leikmanna
skóla sænsku kirkjunnar.
Menntaskóli í Skálho'lti þarf
hvorki að vera stór né í mörg-
um deildum. Rétt er, að mála-
deildir með áherzlu á fom-
má’, og islenzku sitji i fyrirrúmi,
— ásamt ríkulegri kennslu i
þeim greinum, sem minnst fer
fyrir í íslenzkum menntaskólum
til þessa, - hugmynda- og heim
spekisögu, trúarbragðafræðum
og öðrum mennskum viðifangs-
efnum.
Draumórar? Skýjaborgir? —
Já ef til viU. En orð eru til
alls fyrst. Framtíð Skáiholts er
ekki bundin einni hugmynd,
heldur mörgum. S'kálholt kallar
á sameinað átak allra þeirra,
sem áræða að veðja á „and-
ann“, — í trássi við frumstæða
efníshyggju S'kringilegrar aldar.
Vonin um hugvísindastnfhun
í Skálholti er við nánari athug-
un hvorki skýjaborg né róman-
tís'kur draumur um liðnar ver-
aldir. Hugmyndin er þvert á
móti í góðu samræmi við þá en.d
urfæðingu mennskunnar, sem
víða bærir á sér á Vesturlönd-
um hin síðari ár. Það er
alkunna, að sá hluti 20. aldar-
innar, sem liðinn er, heíur í
ýmsu tililiti lagt dauða hönd fá-
nýtrar veraldarhyggju yfir heil
ar kynslóðir. Gegn þeirri áþján
rís æskufólk í dag. Bkki er
ólíklegt, að þróun vestrænnar
menningar muni að sinni frem-
ur einkennast af „andanum" í
ýrrtsum' myndum en af þeirri
grautarskála- og ísskápatrú,
sem áratugum saman hefur tröll-
riðið allri mannlegri viðleitni í
þessum hluta heims. Von-
andi ber Skálhiolt gæifu til sam-
þykkis við framtíðina í þessum
efnum sem öðrum. „Andinn" er
reyndar og verður vandmeðfar-
ið og óskiljanlegt hugtak, skop-
legt orð löngum í munni okkar
allra, sem gerðir erum af holdi
og blóði, — og þó lífseigastur
alls á jörðu, — gerngur aftur,
þvert ofan í samþykktir
og ályktanir beztu rnanna. —
Enginn skyldi ætla, að Skál-
holtsmenn lyfti neinum grettis-
tökum í einni svipan. En ekki
sakar að reyna að gera sér
grein fyrir hvoru tveggja, hug-
myndagrundvellinum, sem stofn
anir allar í Skálholti hlljóta að
byggja á, — svo og framtíðar-
markmiðum, — hversu fjarlœg
sem þau kunna að virðast.
V. ENN UM SIGTÚN
Hér að framan var vikið að
Siigtúnum, fornum helgistað og
enn í dag einni af miðstöðvum
kristinnar menningar með Svi-
um. Fáir staðir þeirrar tegund-
ar munu betri norðan Saxelfar.
Og þó var enn ógetið ýmissa
stofnana í Si'gtúnum. Hér skal
ein nefnd, Gistiiheimili Sigtúna-
stofnunarinnar, sem víðfrægt er.
Þar eiga menn kost ódýrr-
ar dvalar við góða aðbúð. Marg-
ir koma sér til hvildar og hress
ingar um len.gri eða skemmri
tíma. Aðra dregur hið geysi-
mikla bókasafn stofnunarinnar.
Óviða hagar betur til fyrir lista
menn, fræðimenn, háskólastúd-
enta og al'la þá aðra, setn vinna
vilja að ákveðnum verkefnum i
einveru og kyrrð. En yfir heim-
ilinu öllu, gistiherbergjum, mat-
sölum, dagstofu, bókasafni, kap
ellu, hvílir sá andtolær eilifðar,
sem engan lætur ósnortinn og
ævinlega er þverstæðukenndur
og ögrandi, er hans verður vart
á sibreyti’Iegri jörðu.
Eitthvað af þessu á heima í
Skálholti. Gistiheimili af þessu
tagi er auðvelt að reka þar að
sumri til, jafnskjótt og lokið er
skólabyggingu þeirri, sem nú er
í smíðum. Andtolærinn er þar
fyrir, honum verður ekki stugg
að á brott nema með ærnu erf-
iði. Bókasafnið er þar einnig, —
og dómkirkjan. Þetta er því eng
in skýjaborg, heldur áform, sem
aetti að geta orðið að verulei'ka
á næstu misserum.
Danir tóku Sigtún ti.l fyrir-
myndar, er þeir endurreistu
helgisetur i Lögumkloster. Gisti
heimilið þar kalla þeir „Refugi-
um“. Það útíegigst „athvarf“, og
verður stofnun sem þessari tæp
ast valið betra kenniorð.
í Lögumikloster starfa at-
hvarfið" og kristilegur lýðskóli
saman, eins og i Sigtiúnum, en
þungamiðja andlegs lítfs á staðn
um er kl aust urki r'k j an forna.
Framhaldsmenntun presta fer
einniig fram á þessum stað. Er
hið síðast nefnda ekki síður at-
hyglisvert en mangt annað, þeg-
ar getum er að því leitt, hvað
hæfilegt muni að ætla Skálholti,
er stundir liða.
VI. FÖR TIL ÚTGARÐA
En gleymum hvorki stund né
stað. Sendibréf þetta er skrifað
á Karmey, og þar er fleira fé-
mætt en það, sem áður var tal-
ið. Bréfritari er staddur þar sem
heitir í Utgörðum. Nafnið sómir
sér vel í landslaginu og skól-
inn að því er virðist ámóta vel
í sarofétaginu. Útgarðar eru
lýðskóli, sem að noíbkru er rek-
inn af norska ríkinu, en að
nokkru af Rogalandisifylki, og
skipta þessir aðilar með sér öll-
um útgjöldum við rekstur skól-
ans.
Skólinn leggur rika áherzlu
á valifrelsi, eins og tftt er um
lýðskóla í dag. Þó eru nokkrar
greinar sameiiginlegar öll um nem
endum, svo sem móðurmál, sál-
fræði, sömgur og „samitidsorient-
ering", sem nefna mætti „efst 4
baugi". En mestur hl-uti náms-
ins fer fram í bóknáms- og verk
námsdeildum, sem aftur skiptast
í margar undirdeildir eftir
frjlálsu vali. Sérstaka at-
hygli vekur „sosialfclassen", þar
sem fjallað er um sögu lýðræð
is oig félagsmála á Norðurlönd-
vm, tryggingalöggjöf og ým-
íisís konar aðstoð við olnbogabörn
samfélaigsins, hlutverk og fram-
tið fjölskylldunnar, kynslóðaskil
in o.mjf!l.
Lýðskólinn í Útigörðum er- gam
all, en húsakynni öll eru ný og
vönduð. Skólinn hýsir 96 nem-
endur vetrarlamgt, þ.e. frá sept-
ember til maimánaðar. Margir
nemendur dvelja tvo vetur á
s'kólanum, sem auk fyrr nefndr-
ar dei'ldaskiiptiingar starfar í
tveimur „bekkjum" eða árgöng-
um.
Aðsókn að lýðskólanum i Út-
görðum er mikil. ÁrTega velja
kennarar úr al'lt að þrjú hundr-
uð nýjum umsóknum. Þetta er
þó síður en svo einsdæmi í Nor-
egi. Hér í landi starfa alls 79
lýðsfcólar með húsrými fyrir
u.þ.b. 7000 nemendur. En um-
sækjendur árið 1970 voru alls
27000. Þessar tölur sýna glögig-
lega stiyrk norskra lýðskóla. Að
sóknin er mun meiri en t.d. í
Danmörku. Til þess eru ýmsar
orsakir. Nemendur á norskum
lýðskólum eru 17 ára og eldri,
í Danmörku er aldurstakmarkið
aftur á móti að jafnaði miðað við
18 ára aldur. Norskir lýðs'kólar
munu vera nokkru fastari í snið
um en systúrskólarnir þar
syðra. Það kynni að hafa ein-
hver áhrif. Trúlega er meiri
áherzla lögð á haginýtar grein-
ar hér en með dönSkum. Fleira
mætti telja. En eitt er víist: Lýð-
skólar gegina afar þýðingar-
miklu hlutverki í Noregi og eru
viðurkenndir af öl'lum. Spurning
in um tilverurétt þeirra er ekfci
rædd. Til þess er sá réftur of
aug'ljós.
Umræddur tilveruréttur er
reyndar mér vitanlega hvergi
vefengdur á Norðurlöudum
nema ef vera skyldi á Islandi.
Og þó sækja al'lmargir íslenzk-
ir nemendur skandinavíska lýð-
skóla ár hvert. Væri fróðlegt að
heyra þá segja frá reynslu sinni
á opinberum vettvangi. Það gæti
e.t.v. opnað augu manna fyrir
þvi, hve sjálfsaigt er að gera af
fullri eimurð tilraun til lýðs'kóla
halds í Skáltoolti.
VII.....OG FLYKKJAST
HEIM . . .“
Mál er að linni löngu spjalli
og sundurlausu. Hér er vor
álengdar, —- ísa tekið að leysa,
heimamenn í fyrstu vorverkum,
vornálin að stinga upp oddin-
'um. Léttar öldur gjálfra í Karrns-
sundi.
Við vestanverða eyna er ald-
an þyngri. Þaðan er opin ieið
um íslandshaf, — átta diægra
siiglimg eða vel það í góðum byr
til foma, — sfcemmri nú. Og þó er
greiðust loftleiðin, — um heiðan
úitm án aða h im i n.
Þá teið sendi ég þetta brðf,
með beztu kveðjum til
allra kunnugra, en sérstökum
kveðjum til þeirra, sem
Skálhoilti unna og lá'ta sér annt
um framtíð þess forna helgi-
dóms.
Útgörðum, 12. marz,
Heimir Steinsson.
ÍBÚÐ ÚSKAST
Okkur vantar 2 herbergi
og eldhúskrók á leigu.
Húshjálp eða einhver
barnagæzla keniur til
greina. Sími 41826.
HÚSHJÁLP